Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 32
oeei Kaawaeao '.fs..«rjoA<THT»íy? ffiSAjaM’ToaoM. ■MeftGHNBLAÐIB- FO&T-ÖDAG UR 21. BESEMBER Iðífe- Nýársmóttaka forseta á Bessastöðum HIN árlega móttaka forseta íslands á nýársdag verður haldin á Bessa- sé unnið af kappi við að ljúka við Bessastaðastofu og móttakan verði stöðum og verður þetta í fyrsta sinn sem mótttaka verður í endurnýj- nokkurs konar vígsla. í móttökuna verður væntanlega boðið um 400 aðri Bessastaðastofu. Komelíus Sigmundsson forsetaritari segir að nú manns eins og undanfarin ár. Hópur Siglufirðinga mótmælir sölu fjármálaráðherra á Þormóði ramma hf: Óeðlileg vinnubrögð og vanvirðing við íbúana Yiljum efia fyrirtækið í þágu byggðarlagsins, segir Róbert Guðfinnsson framkvæmdastjóri Þormóðs ramma FJÓRIR þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra hafa sent forseta sameinaðs Alþingis bréf þar sem þeir fara fram á að Ríkisendurskoð- un verði falið að rannsaka sölu fjármálaráðherra á meirihluta hluta- bréfa í Þormóði ramma á Siglufirði. Þá sendi samstarfshópur heima- manna um kaup á hlutabréfunum frá sér harðorð mótmæli í gær vegna sölunnar en tilboði hópsins var ekki tekið þegar gengið var frá sölunni á miðvikudag. í bréfinu segir að Ijóst sé að fulltrúar kaupendanna, Drafnar hf. og Egilssíldar hf. hafi haft fullan aðgang að tilboði samstarfshópsins og unnið sitt tilboð upp úr því. „Hér er um að ræða gjörsamlega óeðlileg vinnubrögð og framkomu ráðuneyt- isins er hér með mótmæit harðlega og þeim lýst sem aigjörri van- virðingu við Siglufjörð og íbúa hans og fjármálaráðherra og sam- starfsmönnum hans til ævarandi hneisu hvernig að hefur verið stað- ið að afhendingu þessa lífakkeris atvinnulífsins í Siglufirði," seglr í bréfmu. Ríkið seldi siglfirsku fyrirtækjun- um Drafnari hf. og Egilssfld hf 58,17% af öliu hlutafé Þormóðs ramma hf. m.a. með þeim skilyrðum að 6 þúsund þorskígilda aflakvóti Stálvíkur og Sigluvíkur verði nýttur í þágu útgerðar og vinnslu á Siglu- firði eins og verið hefur. Þá er gert ráð fyrir að eftir sameiningu fyrir- tækjanna eigi sér stað 50 milljóna króna hlutafjárútboð með forkaups- rétti Siglfírðinga en eigendur fyrir- tækjanna sammæltust um að neyta ekki forkaupsréttar við útboðið. Við söluna var miðað við að heild- arverð hlutabréfa í Þormóði ramma væri um 150 milljónir króna og miðast sú upphæð við milliuppgjör fyrir fyrstu fímm mánuði ársins. Að sögn viðmælenda úr samstarfs- hópnum er það allt of lágt mat, m.a. miðað við verðmæti aflakvóta togaranna. Kaupverð á hluta ríkis- sjóðs nemur því 87,7 milljónum kr. 15 milljónir fara í útborgun en eftir- stöðvar eru til 12 ára og tryggðar m.a. með persónuábyrgðum og sjálfskuldarábyrgð Jökla hf., dótt- urfýrirtækis Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Togararnir landa heima Að sögn Róberts Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma, áformar hið nýja fyrirtæki að reka fyrirtækin sem sameinast nú í eitt á svipaðan hátt og verið hefur. „Við munum stefna á að komast yfir einn eða tvo stærri báta fyrir rækjuvinnsluna og auk þess reka togarana áfram til heima- löndunar og reyna að efla alla þætti vinnslunnar - rækju- og lagmetis- vinnslu, frystingu og söltun. Það eru engin áfom um uppsagnir starfsmanna og við vonumst til að efla þetta nýja fyrirtæki í þágu byggðarlagsins," sagði hann. 175 einstaklingar gáfu hlutafjárloforð Runólfur Birgisson, sem verið hefur skrifstofustjóri Þormóðs ramma, er einn þeirra sem standa að samstarfshópi um kaup á hluta- bréfunum og lögðu fram tilboð í hlut ríkisins. Hann segir að hópur- inn hafí verið kominn með nöfn 175 einstaklinga á Siglufirði sem gáfu loforð um að leggja fram hlutafé. Auðveldlega mætti tvöfalda þann hóp. Segir hann að mjög óeðlilega hafi verið staðið að sölunni. í grein- argerð með tilboði hópsins segir að þrátt fyrir skamman undirbúnings- tíma hafí undirtektir Siglfirðinga við að bjóða í hlut ríkisins verið mjög góðar og þegar legið fyrir nöfn 40 - 50 einstaklinga sem voru tilbúnir að skrá sig til þátttöku í kaupunum þegar tilboðið var lagt fram. Það hljóðaði upp á 134 millj- ónir kr. eða 98% eignarhluta ríkis- sjóðs. Skuldabréf til tólf ára með sjálfskuldarábyrgð kaupenda eða öðrum þeim tryggingum sem um kynni að semjast. í framhaldi af því hugðist hópurinn vinna að hluta- fjáraukningu í félaginu um a.m.k. 100 milljónir kr. og var leitað til útgerðaraðila eftir þátttöku í henni. Tímapressa ráðherra 1 mótmælum hópsins sem send voru út í gær er aðdragandi málsins rakinn og segir þar að fjármálaráð- herra hafi lýst yfir í nóvember með heimamönnum að allir ættu að sitja við sama borð við sölu á hlutabréf- um ríkisins í fyrirtækinu. Þrátt fyr- ir furðulega tímapressu af hálfu fjármálaráðuneytisins hafí 175 Siglfirðingar skráð sig fyrir kaup- um á hlutafénu. Síðan segir: „..sextán dögum eft- ir fund fjármálaráðherra á Siglu- firði, bárust fregnir af því að fyrir lægi í ráðuneytinu fullmótaður samningur við ákveðna aðila og yrði til undirritunar fljótlega. Þá þegar var haft símasamband við stjórnarformanninn og aðspurður staðfesti hann að ekki hefði annað staðið til en að ræða af fullri alvöru við fulltrúa starfshópsins um kaup á hlutabréfunum. Fulltrúar hópsins fóru til Reykjavíkur 13. desember s.l., til viðræðna við ýmsa viðskipta- menn og hagsmunaaðila Þormóðs ramma hf. í þeirri ferð upplýstist að í ráðuneytinu hafi um tíma legið fyrir tilbúin áætlun um leið til þess að koma hlutabréfum ríkissjóðs í hendur tveggja einstaklinga með vægast sagt einkennilegum reikn- ingsaðferðum við mat á eignastöðu þeirra. Það sem síðan gerðist er fljót- sagt, fulltrúar hópsins lögðu inn tilboð ásamt greinargerð og nafna- lista á fundi með samstarfsfólki ráðherra laugardaginn 14. desemb- er. Engar frekari markverðar við- ræður áttu sér stað á milli ráðuneyt- isins og okkar um málið. Við mótmælum þeim ummælum fjármálaráðherra um að tilboð okk- ar hafi verið lakara en tilboð Drafn- ar hf. og Egilssíldar hf. og förum fram á , að óvilhallir menn skoði tilboðin þar sem sérstaklega verði metinn styrkurinn af sameiningu Drafnar og Egilssídlar við Þormóð ramma hf. Einnig viljum við benda á ummæli ráðherra í útvarpi þar sem hann lýsti yfir að hann meti ábyrgð sölumiðstöðvarinnar mikils. Við buðum í tilboði okkar sjálf- skuldarábyrgð allra kaupenda eða aðrar tryggingar sem um semdist. Annarra trygginga var ekki krafíst. Fullljóst er, að aldrei átti að selja öðrum meirihluta hlutabréfa í Þor- móði ramma en Drafnar hf. og Egilssíld hf.,“ segir í mótmælum samstarfshóps heimamanna. Lottó: Fyrsti vinn- ingur yfir 15 milljónir ALLT útlit er nú fyrir að fyrsti vinningurinn í Lottóinu á morg- un verði sá hæsti frá upphafi. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Islenskrar getspár, áætlar að vinningurinn verði um eða yfir 15 milljónir. Hæstur hefur vinningurinn verið 14,7 milljónir en miðað við söluna í þessari viku er allt útlit fýrir að það met verði selgið. Ef að líkum lætur má reikna með að landsmenn kaupi miða fyrir rúmar 30 milljónir á morgun, en á laugardögum er jafnan mesta ösin við lottókassana. Áætluð sala í Lottóinu á árinu sem er að líða er um 885 milljónir og því lætur nærri að landsmenn hafi keypt lottómiða fyrir 2,4 millj- ónir á hveijum degi. -----*-*-i---- Fréttir frá EB: Evrópu- bandalagíð eykur upplýs- ingamiðlun FASTANEFND framkvæmda- nefndar Evrópubandalagsins fyrir Noreg og Island hefur haf- ið útgáfu fréttabréfs hér á landi í samvinnu við útgáfufyrirtækið Fróða hf. Ritið ber heitið „Frétt- ir frá EB“. Fastanefnd framkvæmdanefndar EB í Noregi hefur síðastliðið ár sinnt tengslum við ísland. „Okkar markmið er að koma sem gleggst- um upplýsingum á framfæri við íslendinga um málefni Evrópuband- alagsins. Með þessu fréttabréfí vilj- um við stuðla að slíkri upplýsinga- miðlun." Að sögn Steinars Lúðvíkssonar, aðalritstjóra hjá Fróða, er stefnt að því að gefa Fréttir frá EB út átta sinnum á ári. Fyrsta tölublað- inu hefur verið dreift til stjórnmála- manna, stjórnenda og fjölmiðla. ♦ ♦ «---- Æviskrár MA-stúdenta Þriðja bindi komið út ÚT ER komið þriðja bindi af Æviskrám MA-stúdenta hjá Steinholti bókaforlagi í Reykja- vík. Bókin er 562 blaðsíður að stærð og inniheldur æviskrár allra þeirra stúdenta (516) sem brautskráðust frá Menntaskólan- um á Akureyri á árunum 1955— 1963. Í æviskránum er leitast við að gefa sem ítarlegast yfirlit yfir lífshlaup hvers og eins, ætt, uppruna og fjölskyldu, náms- og starfsferil, ritstörf, félags- og trúnaðarstörf o.fl. Þá fylgir mynd hverri æviskrá, en auk þess er birt hópmynd af hveijum stúdentaárgangi. Ritstjóri verksins er Gunnlaugur Haraldsson, þjóðháttafræðingur. Að útgáfu Æviskráa MA-stúd- enta stendur auk Steinholts sá hóp- ur stúdenta sem brautskráðist frá MA vorið 1973. Ritsafnið mun ná til allra stúdenta á tímabilinu 1927—1973, alls 5 bindi, en áður eru komin út tvö bindi. Æviskrár MA-stúdenta eru til sölu hjá Steinholti — bókaforlagi á Engjateigi 9 í Reykjavík (Verkfræð- ingahúsið). Þeir sem áhuga hafa á að nálgast ritið fyrir jól geta snúið sér til forlagsins, en áskrifendur munu fá 3. bindi sent í pósti eftir áramótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.