Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 51 en jiann eyddi því tali. Ég vil taka það fram að af Al- berts hálfu fylgdu þessu engin skil- yrði og ég er sannfærður um að hann hugsaði þetta eingöngu sem vinarbragð. Svo leið og beið. í byqun júní 1986 var ég sendur sem fulltrúi ASÍ á þing Alþjóða vinnumálastofn- unarinnar (ILO) í Genf í Sviss. Slíka ferð hafði ég aldrei farið áður og raunar lítið sem ekkert farið til útlanda á vegum verkalýðshreyf- ingarinnar. Fimmtánda eða sextánda júní hringdi til mín Þröstur Ólafsson, sem þá var framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, og sagði við mig: — Það er eitthvað verið að hvísla hér um að þú sért eitthvað tengdur þessu Hafskipsgjaldþroti. Geturðu nokkuð sagt mér hvað það gæti verið? Aðalsamskipti Dagsbrúnar við Hafskip hafa farið í gegnum mig, sagði Þröstur, og sumt okkur sameiginlega. Mér hafa þótt þessi samskipti öll í ágætu lagi — en hvernig í andskotanum getur þú koipið inní þetta gjaldþrot? Ég sagði eins og satt var að mér væri ekki nokkur einasta leið að geta mér til um hvernig ég gæti dregist inní það mál. Samskipti mín við Hafskip hefðu bara verið á einn veg: Vegna verkamanna sem unnu hjá félaginu. Stjórnendur Hafskips hefðu verið jákvæðir í samskiptum, góðir. Meira vissi ég ekki. Kvöldið eftir hringdi Þröstur aft- ur og sagði að fyrsta frétt ríkissjón- varpsins þá um kvöldið hefði verið sú að ég væri mikið blandaður inní Hafskipsmálið. Ég hefði þegið af þeim fé og gengið fyrir mútum. Sjónvarpið hefði þetta eftir dönsku fréttastofunni Ritzau. Þá væri Helgarpósturinn kominn af stað og hefði það eftir Hafskipsmönnum í gæsluvarðhaldi, sem enginn ætti að hafa aðgang að nema rannsókn- arlögreglan, að hundrað og tuttugu þúsund króna greiðsla til mín hefði verið ein ódýrasta og besta fjárfest- ing sem Hafskip hefði lagt í. Þjóðviljinn tók þetta að sjálf- sögðu upp. Ég var orðinn ærulaus. Ég var á launum hjá Hafskip." Til lesenda Morgunblaðsins eftir Hannes Hólmstein Gissurarson ’ Ég vissi satt að segja ekki, hvað- an á mig stóð veðrið, þegar ég opn- aði Morgunblaðið miðvikudaginn 19. desember og sá mynd af mér blásaklausum við hliðina á mynd af skeggjuðum miðaldra hippa með fráhneppt í hálsinn. í ljós kom, að myndirnar voru við opið bréf til mín frá hippanum, sem kallar sig Steingrím Sigurðsson og er sár- óánægður með tvo nýlega ritdóma mín í DV. Annar er um ævisögu Hermanns Jónassonar eftir Indriða G. Þorsteinsson, hinn um bók eftir Magna Guðmundsson um íslensk efnahagsmál. Þar eð óvist er, að allir lesendur Morgunblaðsins hafi lesið þessa ritdóma, enda birtust þeir í öðru blaði, skal ég hér gera örstutta grein fyrir þeim. Steingrímur finnur að því, að ég minnist á kollumálið svonefnda í ritdómi um ævisögu Hermanns. Það sé slúður. Þá er þess að geta, að Indriði segir í löngu máli frá kollu- málinu í bók sinni, enda var það mjög umtalað á sínum tíma, þótt auðvitað sé það smámál. Var Ind- riði að fara með slúður samkvæmt rökum Steingríms? Ég gagnrýndi Indriða hins vegar fyrir að minnast ekki á það, að í minningargrein um Hermann í ársbyrjun 1976 sagði Arnór Siguijónsson, að Hermann hefði sagt sér, að hann hefði skotið kolluna. Björn Bjarnason benti raunar á sama atriði í ritdómi um bókina í Morgunblaðinu. Þá deiiir Steingrímur á mig fyrir umsögnina um bók Magna Guð- mundssonar. Kveður hann auðsætt, að ég hafi ekki lesið bók Magna þótt hann færi engin rök fyrir þeirri fullyrðingu. Nú er því til að svara, að auðvitað las ég bókina, þótt hún Hannes Hólmsteinn Gissurarson væri enginn skemmtilestur. Ég felldi um hana harðan dóm í DV og stend hiklaust við hann. Kenn- ingar Magna um íslensk efnahags- mál eru ekki studdar sterkum rök- um og ganga raunar í berhögg við rannsóknir flestra eða allra íslenskra hagfræðinga. Hann er beiskur utangarðsmaður. Slíkir menn hafa sannleikann stundum sín megin, en stundum ekki. Mér er það sönn ánægja, að Steingrímur Sigurðsson skuli hafa orðið til þess að vekja athygli á rit- dómum mínum í DV og það í helsta keppinauti blaðsins, sjálfu Morgun- blaðinu. Það skal ég að lokum segja Steingrími og öllum öðrum, að ég mun hér eftir sem hingað til rit- dæma bækur af fullkominni hrein- skilni. Ég hef neitað og mun áfram neita að taka þátt í því skjallbanda- lagi, sem sumir íslenskir menning- arpostular hafa reynt að stofna. Skyldur mína eru ekki við þá, held- ur lesendur. Frásögn Bandaríkjamannsins Louis E. Marshalls af „hinni hlið" hernámsins hefur vakið verðskuldaða athygli, enda fjallar höfundur um dvöl sína hér af ósérhlífni og hreinskilni, ástir og sorgir. Missið ekki af þessari einstæðu bók! 2. prentun er komin í verzlanir. ISAFOLD SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.