Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 TT7T 39 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 20. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 93,00 93,00 93,00 1,325 123.266 Þorskur(óst) 69,00 69,00 69,00 0,613 42.297 Ýsa 117,00 93,00 98,80 1.629 160.966 Ýsa (ósl.) 107,00 80,00 97,13 3,535 343.359 Ka|ji 42,00 11,00 40,38 0,363 14.657 Ufsi 38,00 28,00 35,69 1,752 62.509 Steinbítur 45,00 45,00 45,00 0,381 17.145 Steinbítur(ósL) 30,00 30,00 30,00 0,53 1.590 Langa 60,00 57,00 57,17 1,253 71.617 Lúða 445,00 360,00 382,59 0,147 56.241 Koli 40,00 40,00 40,00 0,005 180 Keila (ósl.) 10,00 10,00 10,00 0,122 1.220 Skata 85,00 85,00 85,00 0,021 1.785 Samtals 80,09 11,198 896.832 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 78,00 50,00 74,15 7,673 568.942 Þorskur(ósL) 91,00 65,00 76,77 6,094 467.828 Ýsa 133,00 75,00 117,71 2,346 276.140 Ýsa (ósl.) 110,00 69,00 97,49 8,379 816.856 Karfi 45,00 43,00 44,45 1,141 50.713 Ufsi 38,00 29,00 36,68 10,002 366.904 Steinbítur 20,00 20,00 20,00 0,013 . 260 Langa 59,00 20,00 55,81 0,453 25.284 Lúða 520,00 300,00 416,73 0,049 20.420 Skarkoli 11,00 11,00 '11,00 0,101 1.111 Keila 20,00 20,00 20,00 0,440 8.800 Skata 95,00 95,00 95,00 0,021 1.995 Skötuselur 190,00 190,00 190,00 0,015 2.850 Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,110 2.200 Gellur 330,00 330,00 330,00 0,084 27.720 Blandað 48,00 20,00 39,86 0,203 8.092 Undirmál 47,00 20,00 21,91 0,538 11.786 Samtals 70,57 37,662 2.657.901 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 93,00 66,00 90,16 19,418 1.750.638 Þorskur (ósl.) 128,00 65,00 93,24 28,800 2.685.400 Ýsa 140,00 140,00 140,00 0,610 85.400 Ýsa (ósl.) 137,00 80,00 117,15 10,650 1.347.700 Karfi 48,00 40,00 45,22 2,300 104.000 Ufsi 44,00 37,00 41,79 12,000 501.500 Steinbitur 40,00 25,00 36,81 0,508 18.700 Hlýri Langa 50,00 48,00 49,57 2,350 116.500 Lúða 300,00 100,00 144,64 0,429 62.050 Skarkoli 65,00 65,00 65,00 0,260 16.900 Keila 30,00 10,00 25,26 3,271 82.630 Skata 61,00 61,00 61,00 0,364 22.204 Blandað 20,00 10,00 19,20 0,288 5.530 Undirmál 46,00 46,00 46,00 1,000 46.000 Samtals 82,01 82,248 6.745.152 Selt var m.a. úr Skarfi GK. ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. desember 1990 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) ................. 11.497 ’/2 hjónalífeyrir ..................................... 10.347 Full tekjutrygging ................................... 25.269 Heimilisuþpbót .......................................... 8.590 Sérstök heimilisuppbót .................................. 5.908 Barnalífeyrirv/1 barns .................................. 7.042 Meðlag v/1 barns ........................................ 7.042 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.412 Mæðralaun/feðralaunv/2jabarna .......................... 11.562 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri ............ 20.507 Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða .......................... 14.406 Ekkjubætur / ekkilsbætur 12 mánaða .................... 10.802 Fullur ekkjulffeyrir ................................. 11.497 Dánarbæturí8ár(v/slysa) ................................ 14.406 Fæðingarstyrkur .’...................................... 23.398 Vasapeningar vistmanna .................................. 7.089 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga ......................... 5.957 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar .............................. 981,00 Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 490,70 Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 133,15 Slysadagpeningareinstaklings ........................... 620,80 Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 133,15 20% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í desember, er inni í upphæðum tekjutrygg- ingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 10. okt. -19. des., dollarar hvert tonn SVARTOLÍA 175 1i£ 12.0 19. 26. 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D 14. GASOLÍA 425 400 375 350-W- jzd ^ 300 * rV-v/'A 262/ § L 9 r 225 200 175 150 -H 1— 12.0 19. T -I 1 1—I 1 1 1 1—1— 26. 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D 14. ísafjörður; Jólatónleikar tónlistarskólanna Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Marta Hlín Magnadóttir flytur Etýðu op. 25 nr. 1 eftir F. Chopin á jólatónleikum Tónlistarskóia Isafjarðar. ísafirði. TÓNLISTARSKÓLI ísafjarðar var með sína árlegu jólatónleika um síðustu helgi. Hátt í 200 nem- endur komu fram á þrennum tónleikum föstudag, laugardag og sunnudag. Mikill kraftur og töluverður metnaður fylgir ávallt þessu mikla tónleikahaldi, en aldur nemenda er allt frá forskólaaldri til fólks á fimmtugsaldri. Flutt voru um 140 mismunandi tónlistaratriði, en auk ein- og tvíleiks söng blandaður kór undir stjórn séra Gunnars Björns- sonar, barnakór undir stjórn Bjarn- eyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, fimm forskólabörn léku undir stjórn Skarphéðiris Þórs Hjartarsonar, fimm nemendur léku saman á blokkflautur, fimm manna gítar- sveit lék, níu nemendur léku saman á blokkflautur og gítara auk þess sem blásarasveit skólans og tónlist- arskóla Bolungai"víkur léku saman undir stjórn Jan Homans. Aðalstjómandi tónleikanna var Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri en auk hennar aðstoðuðu flestir hinna 19 kennara skólans við stjórnun og undirleik. Eins og oft áður eru nokkrir erlendir kennarar við skólann og er það honum án efa mikill styrkur. af þeim fimm sem nú starfa hér eru fjögur þeirra, þau Ágota Joó, Beate Joó, Jan Homan og Mike Jones búin að vera hér um nokkurt skeið, en í nóvem- ber bættist nýr liðsmaður í hópinn, Misoslav Tomecek víóluleikari frá Tékkóslóvakíu og mun hann kenna á víólu og fiðlu í vetur. Miroslav lék fyrir mörgum árum einn vetur með Sinfóníuhljómsveit íslands. Þá má geta þess, að einn af kenn- urum skólans, Ágústa Ágústsdóttir, prestfrú í Holti, er að gefa út hljóm- plötu, þar sem hún syngur lög eftir norræna höfunda, einkum íslenska. Mikil virkni er hjá nemendum skólans og hafa margir þeirra tekið þátt í samkomum eins og aðventu- kvöldi í ísafjarðarkapellu, jólatorg- sölu byggingarnefndar tónlistar- skóla, litlu jólunum á Hlíf, íbúðum aldraðra, jólatónleikum í Súðavík, þar sém rekið er útibú frá skólan- um, svo eitthvað sé nefnt. Nú er skólinn kominn í jólafrí til 9. janúar að tekinn verður upp þráðurinn aft- ur og haldið áfram að spinna vefi menningar hér á ísafirði. - Úlfar. Handunnir munir í Hlaðvarpanum Nokkrir ungir listamenn sýna þessa dagana og selja handunna muni í kjallaranum í Hlaðvarpan- um. M.a. eru þar handgerðir hatt- ar, kjólar, málverk, málaðir púðar og slæður og fleira þess háttar. Þorláks- messuskata á Hótel Borg HIN árlega og sívinsæla Þorláks- messuskata verður á borðum á Hótel Borg 23. desember nk. Það er löngu orðin fastur liður í jólahaldi landsmana að borða skötu á Þorláksmessu og hafa Reyk- víkingar lagt leið sína á Hótel Borg vegna þessa og snætt skötu i góðra vina hópi. Borðapantanir eru daglega á Hótel borg. _ .... . , (Frettatilkynning) Gluggagægir í Þjóðminja- safninu í DAG ætlar Gluggagægir að líta við í Þjóðminjasafninu og verður hann þar kl 11 eins og bræður hans hafa verið undanfarna daga. Jólasveinarnir koma nú einn af öðr- um og eru aðeins þrír eftir að koma. til byggða. Nýja bensínstöð Skeljungs hf. við Reykjanesbraut. Morgunblaðið/Sverrir Kópavogur; Ný bensínstöð við Reykjanesbraut SKELJUNGUR hf. opnar í dag nýja bensínstöð við Reykjanesbraut í Kópavogi. Stöðin verður opnuð klukkan 7.30 og síðdegis, kl. 15 til 19, í dag og á morgun koma jólasveinar og aðstoða starfsmenn við afgreiðsluna. Bygging bensínstöðvarinnar hófst í byijun ágústmánaðar síðast- liðins. Arkitektar eru Þórarinn Þór- arinsson og Egill Guðmundsson hjá Teiknistofunni sf. Burðarvirki og lagnir hannaði Verkfræðistofan Ferill og Rafhönnun sá um hönnun raflagna. Verktaki við bygginguna er Tréfang hf. í Hveragerði. Á bensínstöðinni er sjálfsali fyrir næturafgreiðslu. Auk almennra rekstrarvara fyrir bíla, verða séldir gosdrykkir, sælgæti, tóbak og fleira. Þar er þvottaplan og þurrk- stæði. Aðkeyrsla er bæði frá Reykjanesbraut og frá byggðinni í Suðurhlíðum Kópavogs. Hið opinbera annist söfnun upplýsinga um löndun loðnu „TELJA verður að fara eigi með söfnun upplýsinga um löndun loðnu, eins og Iöndun annarra sjávardýra, það er að segja að hið opinbera annist það og kosti,“ segir í athugasemd frá Félagi íslenskra fiskmjöls- framleiðenda vegna fréttar í Morgunblaðinu á föstudag uin Loðnu- nefnd. f fréttinni er haft eftir Jóni B. Jónassyni, formanni Loðnunefnd- ar, að hann sjái ekki annað en að nefndin hafi runnið sitt skeið á enda, þar sem Landssamband íslenskra útvegsmanna, svo og Farmanna- og fiskimannasambandið vilji að Loðnunefnd verði lögð niður. í athugasemd Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda segir einnig: Loðnunefnd var sett á stofn sem stjórntæki við löndun afla. Nefndin skipulagði löndun og siglingar til fjarlægari hafna og annaðist flutn- ingsjöfnunarsjóð í því sambandi. Eft- ir að verðlagning á loðnu var gefin fijáls á vertíðinni 1987-1988 hefur eðli Loðnunefndar hins vegar breyst. Nefndin stjórnar ekki lengur löndun- um skipa, heldur sér einungis um söfnun upplýsinga, miðlun þeirra og útgáfu í þar til gerðri skýrslu að lok- inni hverri vertíð. Félag islenskra fiskmjölsframleið- enda taldi að vegna eðlis loðnuveiða og -vinnslu væri þörf fyrir hraðara upplýsingastreymi og fyrir slíkt væri eðlilegt að greiða. Þá var Fiskifélag íslands tilbúið að annast útgáfu Loðnuskýrslunnar og selja, líkt og önnur rit félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.