Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 53
f MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 53 i i i Einu gildir hvaðan gott kcrnur — bara að það komi 4 eftir Guðmund Örn Ingólfsson Ekki ætlaði ég mér út í ritdeilur þegar ég setti fyrir skömmu orð á blað um áfengis- og önnur fíkni- efnamál og forvarnir þar að lút- andi. Engu að síður kýs ég að svara hér ágætlega skrifaðri grein Jóns K. Guðbergssonar sem birtist í Morgunblaðinu 13. des. sl. Joni er heitt í hamsi og er það vel. Mönnum sem láta sig þennan málaflokk varða ætti að vera enn oftar heitt í hamsi en raun ber vitni. Þannig mætti a.m.k. ná fram hressilegum skoðanaskiptum og rökræðum sem leiddu af sér að- gerðir í stað orða. Fyrir mér erum við Jón satnherjar, fyrst og fremst, þó sínum augum líti hver á silfrið. Því þakka ég Jóni fyrir að hafa mundað penna gegn mínum mál- flutningi og skammar hann mig víða listilega. — Hann veltir því fyrir sér hvort umrædd grein mín sé skrifuð á ábyrgð SÁA en svar við því er nei. Greinin er á mína persónulegu ábyrgð. Hvað grein Jóns varðar þá er ég ekki sammála ýmsum túlkunum þar, en túlkanir skipta ekki megin- máli heldur mannslífin sem for- varnarstarf snýst um. „Enginn er hafinn yfir gagnrýni" segir hann m.a. og á þar við að ég telji SÁÁ samtök yfir slíkt hafín. Einnig seg- ir hann að ég tileinki SÁÁ „guð- lega fullkomnun". Mikið hrósa ég starfí þessara samtaka í heild, en það jafngildir ekki því að ég telji þau óskeikul, yfir gagnrýni hafin. Þá talar Jón um orð mín um forvarnarstarf og rétt er að þar sýnist sitt hverjum, en ég er hins vegar enn á öndverðri skoðun við Jón þegar hann telur fráleitt að láta Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sjá um forvarnir. Hvers vegna ætti það að vera fráleitt að téð ríkisverslun legði vænan skerf til þessara mála? Þetta er vel stætt fyrirtæki, sem alþjóð á! Nokkrar milljónir í fornvarnarstarf myndu skila sér í fækkun sjúkradaga, meiri vellíðan barna og ungmenna (og þá minni séraðstoð í skólum, færri félagslegum vandamálum), minni nauðsyn á útgjöldum til fé- lagslegrar og fjárhagslegrar að- stoðar, minna vinnutapi, færri slys- um o.s.frv.! — Já, því ekki það?! En forvarnarstarfið sjálft á að mínu mati best heima hjá þeim sem sjá flestar og íjölbreyttastar mynd- ir neyslunnar hjá öllum aldurshóp- um. Mér fínnst að á meðan núver- andi forvarnir skila ekki meiri árangri en raun ber vitni, sé brýn þörf á að skipuleggja mun alvar- legri herferðir á hendur þessum vímuefnum, en hingað til hefur verið gert. Auðvitað kostar allt slíkt peninga og auðvitað blasir við hin eilífa spurning um hvaðan þeir eigi að koma. En fjármögnunarmögu- leikana læt ég þá um sem hafa menntun og reynslu á því sviði. En þegar ég tala um forvarnar- starf hjá SÁA á ég m.a. við opna fræðslufundi fjölskyldudeildarinn- ar, löng námskeið um alkóhólisma, fræðsluferðir reyndra ráðgjafa um landsbyggðina, ráðgjöf tii allra fjöl- skyldumeðlima fjölskyldna áfengis- og vímuefnasjúklinga hvenær sem þeir kjósa, svo nokkuð sé nefnt. Að sjálfsögðu veit Jon að einn mesti áhættuhópurinn hefur ein- mitt reynst vera innan vébanda fjöl- skyldnanna, t.d. ungir synir alkó- hólista. En að ég sjálfur telji mig þekkja allar raunhæfar leiðir í forvarnar- starfi er af og frá. Á þeim vett- vangi þarf að safna saman allri nýjustu vitneskju, fólkinu sem mesta reynsluna hefur og áhugann ög belta nútímalegustu starfsað- fylgt eftir? Hvar er það statt í kerf- inu? Ég ska! upplýsa hér að þessu efni hefur ekki verið fylgt eftir og það gert aðgengilegt fyrir kennara um land allt. Það er ekki sök gef- endanna, heldur einhverra annarra, sem eiga að stýra þessum málum. Hvar er þetta efni niðurkomið? Það er a.m.k. ekki í Keflavík, Flateyri, Hvammstanga, Raufarhöfn, Suð- ureyri, Eskifirði, Patreksfirði, Blönduósi, Bíldudal, Vopnafirði ... — það er miklu fljótlegra að telja upp þá staði þar sem efnið er til staðar og kennt, heldur en þá sem ekki geta boðið börnunum það, af ýmsum ástæðum. Á ferðum mínum umhverfis landið, svo ég vitni aðeins til ársins sem er að kveðja, hef ég rætt við presta, lækna, félagsmálaráð, fé- lagsmálafulltrúa, barnaverndar- nefndir, áfengisvarnarnefndir og oftar en ekki segir þetta fólk mér frá miklu máttleysi í forvörnum og skorti á markvissri vinnu. Því mið- ur, Jón, þetta er mál fólksins sem málin brenna á heima í héraði, á hveijum stað. Þetta fólk hefur að stærstum hluta ekki orðið vart við raunhæfa markmiðssetningu og skipulagt foi"varnarstarf. Og það er sorglegt og við þurfum að laga það, snúa bökum saman og setja markið hátt, svo hátt að fólkið í landinu verði vart við tilvist skipu- lagðs forvarnarstarfs. Svo einfalt' er málið. Auðvitað hafa margir lagt hönd á plóg og viljað vinna að forvörn- um, þó ég persónulega telji framlag SÁÁ vega þyngst. En ég hef' mína skoðun og Jon sína á þeim málum. Aðalatriðið er að við höldum áfram að talast við og samræmum krafta okkar. Svo læt ég þessum skrifum lokið frá minni hálfu, og óska Joni velfarnaðar í starfi sínu að forvörn- um og fíkniefnamálum og lands- mönnum öllum vímulausrar hát- íðar. Höfundur er ráðgjafi og hefur um árabil starfað að meðferð alkóhólista ásamt þvíað byggja upp landsbyggðarþjónustu SAA. Guðmundur Örn Ingólfsson „Þar þarf að koma til ærlegt samstarf allra færustu manna, sama hvaðan þeir koma, und- ir hvaða merkjum sem þeir vinna.“ ferðum sem völ er á. Þar þarf að koma til ærlegt samstarf allra fær- ustu manna, sama hvaðan þeir koma, undir hvaða merkjum sem þeir vinna. Og ég er feginn að sjá að Jon veit rétt eins og ég, að þetta er ekki mál eins manns, heldur verður að sameina alla jákvæða krafta. Og svo er það spurningin um hvort ég vanmeti vitsmuni ung- menna og uppeldisstarf foreldra. Alls ekki. En foreldrar eru misjafn- ir, aðstaða og tími er með misjöfnu sniði, lagni og þekking er með ýmsu móti. Margir foreldrar vinna frábært forvarnarstarf og mörg ungmenni eiga því láni að fagna að fínna sig hvorki knúin vegna hópþrýstings, fordæma heima fyrir né vanþekkingar, til að fara út í vímuefnaneyslu. Af þeim höfum við ekki áhyggjur né lánsömum for- eldrum þeirra. Þessu fólki sam- gleðjumst við. Hinir þurfa fræðslu og stuðning tæjiitungulaust. Því miður, Jon, það er heill her- skari fólks sem kýs að brenna sig og heill herskari foreldra sem hefur þrátt fyrir margvíslegar tilraunir ekki tekist að halda áfengi og öðr- um vímuefnum frá börnunum sínum. Við verðum að horfast í augu við það, án þess að verið sé að móðga einn né annan. Þá er nú komið að stefnumörkun aðalnámskrár grunnskóla, þar sem Jon segir réttilega að vímuefna- varnir séu á dagskrá. í því sam- bandi verður að segjast eins og er, að sitt lítið smálegt er langt frá að vera komið til framkvæmda í ýmsum atriðum sem sett voru á stefnuskrá í árdaga grunnskólans. Um það vitna kennarar landsins hátt og í hljóði. Eins er um vímu- efnafræðsluna og þær forvarnir sem hún felur í sér. Þar hangir starfið á því hve mikinn tíma, svig- rúm og áhuga kennarinn hefur í hverju tilviki, mannafla hvers skóla og hvað er látið hafa forgang í skólakerfí þar sem ekki eru til pen- ingar fyrir hlutum sem bráðvantar s.s. kennslubókum — svo nokkuð sé nefnt. Og svona rétt til að forð- ast misskilning: ýmsir kennarar sinna þessu fræðslustarfi vel, aðrir sáralítið. Að gefa gott fræðsluefni um vímuefnamál er frábærl framtak og enginn efar gæði þess né góðan hug gefendanna. En hvernig er því ÞU FÆRB JOLAGIOFIÞROITAMANNSINS ISPÖRTU SkíÖasamfestingar. Verö 7.995,- Grænirnr. 116-176 Rauðirnr. 140-176 Liðstreyjur: Holland, Þýskaland, Ítalía, Brasilía, Argentína, Liverpool, A.C. Milan, Inter Milan, Juventus, Real Madríd. Stærðir frá 3ja ára. Verð frá 2.970,- Adidas Mariott glansgalli Nr. 116-176. Verð 5.580,- Nr. 3-8. Verð 5.980,- Adidas Kingsroute tvöfaldur glansgalli, 2 litir: Dökkblátt og kóngablátt Nr. 128-176. Verð 7.980,- Nr. 3-7. Verð 8.980,- Wimont krumpuefni svart/bleikt/grænt fjólubl./bleikt/blátt Nr. 3-10. Verð 7.995,- MongeTactel krumpuefni. Svartur/grænn/rauður. nr. 4-8. Verð 11.750,- AdidasTorison 1000. Nr. 39-47. Verð 8640,- Nr 36-40. Verð 8440,- Skautar, leðurskautar Nr.31-45. Kuldaskór m/frönskum lás. Nr. 24-36. Verð 1.890,- Litir: Svart, lilla og blátt. Adidas 2010 Hi Nr. 31-35. Verð 3.990,- Nr. 36-39. verð 4.120,- Adidas Handball Special nr. 36-47. Verð 6.990,- Borfitennisvönir Dómarabúningar frá Adidas. Treyjur og buxur. Munið Frftt f alla stöðumæla eftlr kl. 16.00. Frítt í stöðumæla alla laugardaga. Póstsendum. Mjög mikið úrval af hjóla- Adidas snyrtivörur buxum frá Arena og Adidas Adidas snyrtitöskur 5% staðgreióslupfsláttur SPORTVÖRUVERSLUNIN tíDiiLtVi Laugavegi 49, sími 12024. Laugavegi 97, sími 17015.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.