Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 10
rr 10 ÍW ,-MOBGUHBLAÐlÐ FÖS.TyjDAGtiB 2,1. T>ESEMRER. 1990 Víða greinist Hakala-ætt _________Bækur______________ KjartanÁrnason Antti Tuuri: Til Ameríku. Skáld- saga, 303 bls. Njörður P. Njarðvík þýddi. Setberg 1990. Þetta er þriðja bókin um þá Hak- ala-feðga. Sú fyrsta var Dagur í Austurbotni, sem hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1985, næst kom Vetrarstríðið og nú Til Ameríku. Allar eru þessar komnar út í íslenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Antti er reyndar búinn að bæta tveimur bókum við söguna um Austurbotningana af Hakala- ætt en segist nú hafa sett síðasta punktinn aftan við þá sögu; ef hann héldi áfram yrði hann að lesa allar eldri bækurnar til að rifja upp hver væri hvurs og hvur hvað, svo það væru fyrst og fremst slíkar tækni- legar ástæður fyrir því að hann léti staðar numið, sagði hann í útvarps- viðtali fyrir skömmu. Erkki Hakala, einn bræðranna fjögurra í Degi í Austurbotni og sonur Marttis úr Vetrarstríðinu, segir þessa sögu. Hann hefur orðið uppvís að skattsvikum og ákveður að flýja krumlu réttvísinnar ásamt konu sinni þungaðri, Kaisu, og vin- inum Taisto, sem er í samskonar klípu. Þeim tekst að koma miklu fé undan og setja kúrsinn á Ameríku. Þar taka á móti þeim Bókmenntir ErlendurJónsson Bragi Sigurjónsson: AF ER- LENDUM TUNGUM. Ljóðaþýð- ingar. 96 bls. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri, 1990. Að þýða ljóð kalla sumir að end- uryrkja. Mikið er til í því. Formið setur tjáningunni vissar skorður. Sjaldan er hægt að snúa texta frá orði til orðs. Ekki er auðveldara að ná öllum blæbrigðum frumtextans. Því er síst að undra þótt þýdd ljóð beri oftar svip þýðandans en skálds- ins sem orti. Ennfremur hyllast ljóð-' skáld til að velja til þýðingar það sem helst fellur að eigin stíl og smekk. Þess sýnist mér gæta í ljóðaþýðingum Braga Sigurjónsson- ar. Bragi er upprunninn í þing- eyskri nýrómatík, hefur reyndar IÐUNN hefur gefið út barnabók eftir Guðrúnu Helgadóttur sem nefnist Núna heitir hann bara Pétur. I bókinni eru litmyndir sem Hörður Hauksson hefur gert og sýna Pétur litla og vini hans, end- urnar í Reykjavík. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þetta er Ijúf og skemmtileg saga fyrir yngstu bömin um hann Pétur, sem var fjögurra ára og var eiginlega ósköp góður strákur, sem gerði það sem mamma hans og pabbi báðu hann um — allt nema eitt. Og þess vegna var hann alltaf með blautan blett á botninum og var kallaður Pétur pissurass. En einu sinni sem oftar fór hann að gefa öndunum á Tjörninni brauð — og hvað gerðist? Þær litu ekki við brauðinu hans! Þá varð Pétur að hugsa málið og fmna ráð til að endumar færu að þiggja brauðið hans.“ Bókin er prentuð í Odda. aðrir útlægir Finnar, fjárglæfra- menn sem lifa í vellystingum. Upp- úr leiðindum tekur Erkki að sér við annan mann að aka flutningabíl með humarfarm norðurtil Kanada og verður þannig óafvitandi þátt- takandi í miklum glæfraleik. Á meðan gefst Kaisu upp á einver- unni og hitanum í Flórída og flýgur heim. Margt fer öðmvísi en ætlað var. í stað þess að flytja kjöt- skrokka aftur til Bandaríkjanna, verður Erkki eftir í Kanada og kynnist þar óvænt áður óþekktri grein af Hakala-ættinni, ættlegg afa hans sem flúði ofríki konu sinnar í Finnlandi og giftist og átti böm í Kanada — án þess að skilja áður. Inní frásögn Erkkis fléttast saga finnskra innflytjenda til Ameríku, að mestu sögð af Otto, félaga hans í humarflutningnum, og Kanada-Finnunum sem hann hittir. Stíll Antti Tuuris í þessari bók er ekki óáþekkur stflnum í Vetrar- stríðinu: ópersónulegur skýrslustfll sem lætur ekkert uppi um tilfínn- ingar sögumanns eða annarra per- sóná, rekur aðeins kaldar stað- reyndir. Þetta er nokkuð magnaður stfll einsog hann birtist hér, iíður ekki fram með þungum nið stór- fljótsins líktog í Vetrarstríðinu, heldur hleypir bæði spennu og jafn- vel hraða í frásögnina, einkum framanaf. Annars er ég ekki frá því að stflblærinn breytist ofurlítið haldið tryggð við þá stefnu með því þó að leggja ýmsa lykkju á leið sína í samræmi við breytta tíma. Bók þessi hefst á stuttu ljóði, Aldrei framar, eftir Alfred E. Housman. Það lýsir söknuði vegna löngu lið- innar bemsku sem kemur aldrei aftur. Þar sem þýðandi er orðinn aldurhniginn má ef til vill líta á þetta sem inngangsljóð: Hvíslar j^eyru mér aftankul austan af’fjarskans slóð: Hver er sú byggð sem í blámans dul sig baðar i árdagsglóð? Það er hið horfna hamingjuver handan við rúm og skil, sem átti ég forðum í æsku mér en aldrei kemst framar til. Stæði ekki nafn hins erlenda höfundar með Ijóðinu gæti þetta svo sem vel verið eftir Braga sjálfan. Guðrún Helgadóttir Antti Tuuri eftir því sem Erkki nálgast rætur ættar sinnar í Kanada meira, hann komi öðm hvoru örlítið uppum við- horf sín. og tilfinningar. Og þegar hann er í lokin aftur kominn til Flórída, læknaður af Ameríku- draumnum en fangi í þvísa landi þartil s"kuld hans er fyrnd, fyllist hann þrá eftir heimalandinu, konu sinni og nýfæddri dóttur, og tilfinn- ingamar leka útí textann: „Eg fór út að borða, og á leiðinni til baka fór ég í verslunarmiðstöðina og keypti mér stóra kartonpappaörk og nokkra tússpenna, sem ég fór með heim.“ Til hvers? Jú, til að búa til almanak yfir árin ’83-’87 — svo hann geti talið dagana þartil hann rkemst heim. Maðurinn er ólmur af þrá eftir friði, jafnvægi í líf sitt, heimþrá. En ópersónulegur sem hann er hljómar það svona í frásögn hans: „Ég var enn að fást við daga- Bragi Sigurjónsson Rím, ljóðstafír og línulengd hafa hér áhrif á orðavalið. Orðið ver í merkingunni vin eða dvalarstaður er gamalt og fallegt. Það á alls ekki illa við á þessum stað. Rúm og skil eru viðunandi orð en engan veginn hrífandi; kannski örlítið vandræðaleg. Lítum svo á hvað gerist þegar skáldið fínnur sig óbundið af ríminu. Tökum sem dæmi ljóðið Hvítir fuglar eftir Tor Jonsson: Til þín hurfu síðustu hugsanir mínar. Hvítir fuglar flugu úr búri. Einhvem tíma seinna mætumst við á moigunkyrrum stað þar sem sólskinshvítir fuglar syngja í trjánum. Hér er orðavalið klárara. Valt er þó að gera upp á milli ljóðanna. Skáld, sem á rætur í hefðbundnu formi, slítur sig seint frá því með öllu. Þess gætir meðal annars í hrynjandinni og nokkurri Ijóðstafa- setningu þó rímið sé frá. Flest eru ljóðin í bók þessari stutt. Nokkur eru þó alllöng eins og Ræninginn eftir Alfred Noyes og Hún Kata í götunni okkar eftir Henry Carey, sniðugur bragur. Þýðingasafn þetta er ekki mikið að vöxtum en talsvert að fjöl- breytni. Það sýnir að skáldið Bragi lætur ekki deigan síga þó aldurinn færist yfir. Ljóðaþýðingar Barnabók eftir Guð- rúnu Helgadóttur Njörður P. Njarðvík talið um kvöldið, þegar Tapani og Eero komu og báðu mig að koma með sér í sánu. Ég sagðist ekki hafa tíma, af því að ég væri að búa til dagatal. Ég lauk við dagatalið og festi það á svefnherbergisvegg- inn með nagla. Bræðumir sátu í stofunni. Ég reiknaði út að ég ætti eftir níu hundruð tuttugu og níu daga hér. Þeim fannst það ekki langur tími.“ Hver vegur að heiman er vegur heim ... Það er í raun mikill galdur falinn í þessum stfl Antti Tuuris. Svona stíll getur nefnilega vel orðið leiðin- legur löngu áður en komnar eru 300 síður. En ekki hér. Hann nær hinsvegar einkennilegum tökum á manni strax í upphafi — og heldur þeim jafnt gegnum æsilega atburði sem hversdagslegustu viðfangsefni sögupersónanna. Það held ég sé ekki síst að þakka launfyndni sem víða leynist og skemmtilegu sam- spili efnis og stíls. Persónulýsingar verða afar lifandi endaþótt öllum sé lýst utanfrá, og margar skemmti- legar persónur koma beint og óbeint við sögu. Samfélag Finnanna í Ameríku er kannski ekki sérlega kær- leiksríkt, þarsem hver gerir sér mat úr öðrum — enda segir sögumaður að Finnar séu iðulega Finnum verst- ir. Þeir eru líka einangraðir frá inn- fæddum og öðrum innflytjendum enda gengur þeim upptil hópa bölv- anlega að læra ensku. Drykkju- skapur, slark og slagsmál eru hversdagslegir viðburðir ásamt botnlausri ágirnd og karlrembu — en ekki örgrannt um að konur ættu þó síðasta orðið. Um þýðingu Njarðar P. Njarðvík þarf ekki mörg orð: Hún er svo lip- ur að ég hafði enga tilfinningu fyr- ir að ég væri að lesa þýdda sögu. Stóri kampalampi Skákprent gefur út bók Högna Torfa- sonar um sögu rækjuveiða og vinnslu SKÁKPRENT hefur gefið út bókina „Stóri kampalampi — rækjusaga úr Djúpinu". Höfund- ur er Högni Torfason, fréttamað- ur og ritstjóri en hann lézt í árs- byrjun. Hafði hann þá að mestu lokið við samningu bókarinnar. Hún er helguð minningu braut- ryðjandans, Símonar Olsens. Það var árið 1935 sem rækjuveið- ar hófust við ísland, en þá reyndu Norðmennirnir Símon Olsen og Ole G. Syre fyrir sér með veiðar á kampalampa, en það var rækjan kölluð á þeim tíma, í ísafjarðar- djúpi. Ári síðar hófst vinnsla rækj- unnar á ísafírði. Bók Högna er ætlað að segja sögu rækjuveiðanna og vinnslu við Djúp, svo og brautryðjendanna og veiðitilrauna þeirra og öflun mark- aða. Högni Torfason hafði unnið lengi að söfnun heimilda og ritun bókar- inriar er hann lézt. Var bókinni að mestu lokið við fráfall hans. Útgef- andi naut aðstoðar Halldórs Her- mannssonar, Sigurjóns Hallgríms- sonar og Magnúsar Aspelund við Högni Torfason yfírlestur handrits og þáði ýmsar ábendingar frá þeim. Halldór ritar formála bókarinnar. Bókin er 292 blaðsíður að stærð og allmargar myndir prýða hana. Hún er prentuð hjá Skákprenti. (Fréttatilkynning) Annað bindi um siða- skipti eftir Will Durant BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út annað bindi af ritinu um siðaskiptin - tímabilið 1300-1517 eftir Will Durant. Útgefandi kynnir ritverk þetta svo á kápu: „Bandaríkjamaðurinn Will Durant (1885-1985), höfund- ur þessarar bókar, hóf árið 1927 að semja risavaxið verk um sögu mannkynsins undir heitinu „The Story of Civilization". Til að kynn- ast söguslóðum af eigin raun ferð- aðist hann m.a. tvívegis kringum hnöttinn. Fyrsta bindið, um frum- sögu austrænna þjóða, birtist árið 1935, en ellefta og síðasta bindi, um frönsku byltinguna og Napól- eon, kom út 1975. Annað bindi, Grikkland hið foma, var gefíð út hjá Menningar- sjóði í íslenskri þýðingu Jónasar Kristjánssonar í tveimur hlutum, 1967 og 1979. Áður hafði komið út þriðja bindi verksins, Róma- veldi, í tveimur hlutum, 1963-64. Auk þess gaf Menningarsjóður 1985 út bókina í ljósi sögunnar eftir Durant og konu hans, Ariel, sem vann með manni sínum að þessum umfangsmiklu ritstörfum. Árið 1989 kom út í íslenskri þýðingu Björns Jónssonar, skóla- stjóra, upphaf sjötta bindis verks- ins, sem flallar um siðaskiptin. Nú birtist annar hluti í þýðingu hans, þar sem áfram er greint frá tímabilinu 1300-1517, frá John Wyclif til Marteins Lúthers. Á þessu tímabili „urðu straumhvörf sem settu svip á vestræna sið- menningu og áttu þátt í mótun þeirrar heimsmyndar sem blasir við okkur á líðandi stund, eins og þýðandinn komast að orði í form- ála fyrra bindis.“ Siðaskiptin II er 213 bls. að stærð og prýdd myndum. Á kápu er mynd af hollenska siðabóta- manninum og menntafrömuðinum Erasmusi frá Rotterdam. Bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.