Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990
Þriðja umræða fjárlaga:
Aætlaðar tekjur ríkisins
1992 tæpir 102 milljarðar
Skattar hækkaðir um 16 milljarða frá 1988, segja sjálfstæðismenn
ÞRIÐJA umræða fjárlaga hófst í sameinuðu þingi síðdegis í gær.
Kom fram í ræðu Sighvats Björgvinssonar, formanns fjárveitinga-
nefndar, að með breytingartillögum meirihluta nefndarinnar séu
áætlaðar tekjur ríkisins á næsta ári 101 milljarður 698 m.kr. Pálmi
Jónsson, Sjálfstæðisflokki, lagði fram greinargerð frá sjálfstæðis-
mönnum í fjárveitinganefnd þar sem m.a. kemur fram að með
þessum breytingum við þriðju • umræðu hefur skattheimta yerið
aukin um 16 milljarða frá 1988 til 1991. í umræðunum var kynnt
minnisblað frá fjármálaráðuneytinu um hugsanleg áhrif minni
loðnuafla á tekjuhlið fjárlaga 1991. Eru helstu niðurstöður að vöxt-
ur þjóðarútgjalda á næsta ári verður 0,2% minni. Hagvöxtur verð-
ur tæplega 1% minni. Viðskiptahalli verður 3 milljörðum króna
meiri. Minni loðnuafli hefði hins vegar lítil sem engin áhrif á tekju-
hlið fjárlaga.
Sighvatur Björgvinsson sagði
verklok fjárveitinganefndar hafa
verið unnin í mikilli tímaþröng.
Oeðlilega mörg og stór mál hefðu
beðið þriðju umræðu sem oftast
væru afgreidd við aðra umræðu.
; Hefðu mörg þessara mála verið
þess eðlis að rétt þótti að óska
eftir afstöðu ríkisstjórnarinnar til
þeirra. Talsverðan tíma hefði tekið
að fjalla um þessi mál og vinna
því orðið að ganga hratt undir lok-
in. „Mér og okkur í meirihluta fjár-
veitinganefndar er það fyllilega
ljóst að þau vinnubrögð voru ekki
til fyrirmyndar," sagði formaður
fjárveitinganefndar.
í heimsókn forstjóra Þjóðhags-
stofnunar á fund ijárveitinga-
nefndar sagði' hann hafa komið
fram að líkur væru á að nokkur
umskipti yrðu í þá átt að batnandi
horfur 1990 breyttust í versnandi
horfur 1991, annars vegar vegna
lakara efnahagsástandi á alþjóða-
vettvangi og hins vegar vegna
slæmra horfa um loðnuveiði.
Sighvatur sagði nefndina einnig
hafa átt viðræður við starfsfólk í
tekjudeild fjármálaráðuneytisins
og hefði þar komið fram að áætlan-
ir þeirra væru byggðar á þjóð-
hagsspá frá í október þar sem
endurskoðuð spá lægi ekki fyrir
fyrr en í janúar. Ef tekjubrestur
yrði myndu áætlanir tekjudeildar
fað sjálfsögðu breytast til verri veg-
ar._
í fjárlagafrumvarpinu sem lagt
var fram í haust var áætlað að
tekjur ríkissjóðs næmu samtals 99
milljörðum 563 m.kr. en ef breyt-
ingar meirihlutans yrðu samþykkt-
ar yrðu tekjumar 101 milljarður
698 m.kr. Heildarhækkun á tekju-
Framsögumaður greindi frá því
að frumvarpið væri í samræmi við
þingsályktunartillögu um íslenska
ferðamálastefnu. Ætlunin væri að
lög um ferðaþjónusu kæmu í stað
núgildandi laga um skipulag ferða-
nnála og í stað laga um veitinga-
og gististaði. Ráðherra rakti nokk-
uð efni frumvarpsins, m.a. er gert
ráð fyrir því að árlega komi sáman
ferðaþing sem sé ráðgefandi sam-
kunda, þar sitji fulltrúar ýmissa
aðila sem áhuga og hagsmuna hafa
að gæta. Fækkað verði fulltrúum í
^Ferðamálaráði úr 23 í 9. Starf-
rækja skal ferðamálasjóð.
Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv)
hliðinni væri sem sagt 2 milljarðar
135 m.kr. Ástæða hækkunarinnar
væri í fyrsta lagi að gert er ráð
fyrir að tekjuskattur einstaklinga
skili 650 m.kr. umfram áætlun
fjáriagafrumvarpsins. Ef kaup-
máttaraukningin sem spáð væri á
næsta ári hyrfi myndi tekjuskattur
einstaklinga hins vegar tæpast
skila þeirri niðurstöðu. Þá er gert
ráð fyrir að skil af tekjuskatti fyrir-
tækja verði 300 m.kr. hærri en
frumvarpið gerir ráð fyrir. Skil á
virðisaukaskatti hækki um 1 millj-
arð og 50 m.kr. vegna skila sem
áttu að koma um miðjan nóvember
en koma ekki fyrr en á næsta ári
og vegna áhrifa af aukinni og
bættri innheimtu. í fjórða lagi er
svo gert ráð fyrir að vegna aukins
innflutnings muni bifreiðatollar
skila 285 m.kr. meira í ríkissjóð
en ráð var fyrir gert.
í tölum um tekjuhlið væri einnig
tekið tillit til áhrifa þess að trygg-
ingagjaldið myndi ekki gefa jafn-
háa fjárhæð í ríkissjóð og fyrir-
tækjaskattheimtan átti að gefa
samkvæmt frumvarpinu og munar
þar 750 m.kr. Einnig er gert ráð
fyrir að nókkuð verði breytt áætl-
unum ríkisstjórnarinnar um álagn-
ingu jöfnunargjalds sem skili 100
m.kr. tekjuauka. Þá sagði Sighvat-
ur ríkisstjórnina hafa samþykkt
að flytja í janúar frumvarp um
sérstaka tekjuöflun þar á meðal
mishátt jöfnunargjald á ýmsar
vörutegundir og á sú skattheimta
að skila um 500 m.kr.
Nýjar útgjaldatillögur meiri-
hluta fjárveitinganefndar sagði
hann nema 1 milljarði 622 m.kr.
Ekki gefst hér rými til að greina
frá nema hluta tillagna nefndar-
sté í ræðustól og harmaði að sam-
gönguráð.herra hefði ekki getað
beðið með að mæla fyrir þessu
frumvarpi, honum hefði verið vel
kunnugt um að hún vildi eiga við
hann orðastað. Guðrún lýsti því
yfir að hún væri „algjörlega andvíg“
frumvarpinu og myndi ekki styðja
það. Hér væri verið að bæta við
báknið, ferðamálaráð, ferðamála-
stjóri, ferðamálasjóður. — Og hún
skyldi ekki, til hvers. Æskilegast
væri að hvert byggðarlag yrði
styrkt á fjárlögum til að taka á
móti sínum gestum.
Guðrún sagði’ frumvarpið fjalla
um ferðamál fyrst og fremst sem
innar en meðal þeirra má nefna 6
m.kr. fjárveitingu til kaupa á íbúð
vegna fræðimanns sem starfar í
Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Gert
er ráð fyrir að framlag til Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna lækki
um 200 m.kr. og sagði Sighvatur
ástæðu til að endurskoða lög um
sjóðinn. Gerð er tillaga um að lok-
ið verði við fyrstu lotu fyrsta
áfanga endurbóta á Þjóðleikhúsinu
en þannig yrði hægt að heija sýn-
ingar í leikhúsinu í vor. Er fjárveit-
ing til þessa liðar hækkuð um 65
m.kr. Verður gengið frá því sem
er óunnið til bráðabirgða en ekki
er gert ráð fyrir frekari fram-
kvæmdum á árinu.
Einungis er gert ráð fyrir að 45
m.kr. af ráðstöfunarfé Endurbóta-
sjóðs menningarstofnana fari til
Þjóðarbókhlöðunnar þannig að
framlag til hennar verður alls 145
m.kr.
Varðandi Islensku óperuna
sagði Sighvatur að ekki hefði náðst
samkomulag við Reykjavíkurborg
um lausn á vandamálum hennar.
Gerð væri tillaga um að framlag
til óperunnar yrði hækkað um 10,6
m.kr. en jafnframt gerð tillaga um
heimild til íjármálaráðherra um að
ganga til samninga við Reykjavík-
urborg og e.t.v. aðra um lausna á
rekstrarvanda óperunnar.
Veruleg lækkun er lögð til á
framlögum til landgræðslu miðað
við ijárlagafrumvarpið. Sagði hann
ástæðu þess vera að þau mistök
hefðu verið gerð frá upphafi að
þingsályktunartillagan frá 1986
hefði verið tekin og framreiknuð á
verðlagi ársins 1986 en ekki á
verðlagi 1987. Niðurstaða fjár-
málaráðuneytisins hefði verið sú
að búið væri að greiða mun meira
fé vegna landgræðsluáætlunarinn-
ar en gert hefði verið ráð fyrir
með samþykkt Alþingis. Ríkisend-
urskoðun hefði staðfest að svo
væri. Síðan 1987 hefðu alls 44
milljónir verið ofgreiddar og ef til-
lagan í fjárlagafrumvarpinu yrði
samþykkt myndu bætast við þá
umframgreiðslu 22 m.kr. Því hefði
landbúnaðarráðuneytið lagt til að
milljónirnar 44 yrðu látnar standa
en fjárveiting næsta árs lækkuð
um 22 m.kr.
gróðaveg. En að fleiru þyrfti að
hyggja. Ræðumaður benti á ýmsa
erfiðleika hér á landi, sólskinsdagar
á íslandi væru yndislegir en ekki
margir, „söfnuðumst saman sumar-
kvöldin fjögur“. Ræðumaður tíund-
aði einnig ýmsa misbresti sem orðið
hefðu í ferðaþjónustunni, t.a.m.
skort á. salernum og gistingu í
„hæfílega illa viðhöldnum fram-
haldsskólum“.
Birgir ísleifur Gunnarsson
(S-Rv) og Hjörleifur Guttormsson
(Ab-Al) reifuðu ýmis sjónarmið og
marga þætti frumvarpsins og höfðu
á því trú að það fengi vandaða
málsmeðferð. Steingrímur J. Sig-
fússon samgönguráðherra greindi
frá því að margir vildu að þessi lög
um gagngera endurskoðun á fram-
kvæmd ferðaþjónustu yrðu að veru-
leika.
Samgöngunefnd hefur nú frum-
varpið til meðferðar.
Málefni Ríkisútvarpsins sagði
Sighvatur hafa verið til sérstakrar
umijöllunar í nefndinni. Mikill
vandi væri fyrirsjáanlegur í rekstri
stofnunarinnar m.a. vegna þess að
ekki hefði verið staðið við þau
áform sem hefðu verið boðuð af
hálfu stjórnvalda að sjá til að
Tryggingastofnun greiddi afnota-
gjöld þeirra bótaþega sem nú fá
þau niðurfelld. Er þarna um að
ræða 120 m.kr. á ári. Væri ástæða
til að leita þeirrar málamiðlunar í
þessu máli að frá næstu áramótum
sæi Tryggingastofnun um að
greiða niðurfellingu fyrir þá ein-
staklinga sem hún bætti á þessa
skrá frá og með áramótum. Þá
væri orðið mjög alvarlegt ástand
á langbylgjusendinum og gæti
hann brugðist hvenær sem er.
Kostnaður við endurnýjun væri
500 m.kr. Einnig væri ljóst að for-
sendur íjárlagafrumvarps um
launakostnað hjá bæði hljóðvarpi
og sjónvarpi og önnur rekstrar-
gjöld miðuð við óbreyttan rekstur
væru talsvert lægri en tölur úr
rekstri gæfu til kynna. Munaði þar
um 120 m.kr. á ári. Mætti með
nokkrum sanni segja að vandamál
Ríkisútvarpsins væru skilin eftir
óleyst við þessa ijárlagaafgreiðslu
og mikil hætta á að aftur falli í
sama farið þannig að launaskuldir
taka að hlaðast upp hjá ríkissjóði
á ný.
Enn eitt skattamet
Pálmi Jónsson (S/Nv) sagði
verulegar breytingar hafa orðið á
frumvarpinu á milli umræðna og
hefðu flestar þær ákvarðanir verið
teknar í ríkisstjórninni. Það vinnu-
lag meirihlutans að senda ágrein-
ingsmál til ríkisstjórninnar væri
vafasamt og ijárveitinganefnd
hefði setið aðgerðalítil milli um-
ræðna og beðið. Hún hefði ekki
fengið neinar tillögur til afgreiðslu
fyrr en klukkan 14 á miðvikudag
og þær síðustu klukkan 10 um
morguninn í gær, fimmtudag,
sama dag og þriðja umræða fór
fram.
Þingmaðurinn gagnrýndi að
þrátt fyrir áætlanir Þjóðhagsstofn-
unar og að við fyrri umræðu hefði
tekjugrundvöllurinn verið talinn
veikur væri lögð fram tekjuáætlun
sem hefði verið hækkuð um 2,1
milljarð. Með þessum tillögum
væri verið að hella nýjum sköttum
yfir þjóðina og ríkisstjórnin að setja
enn eitt skattametið. Skattheimta
væri nú 28,1% af vergri landsfram-
Ieiðslu en hefði verið 23,5% árið
1987. Bæru þessar hækkanir með
sér augljós fingraför ijármálaráð-
herra, annars vegar skattahækk-
1991
anir og hins vegar óraunsæjar töl-
ur.
Ef loðnuveiðin brygðist myndi
það hafa stórkostleg áhrif á tekjur
í þjóðfélaginu. Samt væri lagt fram
plagg sem sýndi fram á að þetta
ætti engin áhrif að hafa á tekjur
ríkisins. Lagði Pálmi til að ijár-
málaráðherra boðaði til blaða-
mannafundar ef hann hefði fundið
ráð til þess að loðnuaflinn hefði
ekki áhrif á tekjur ríkissjóðs.
Hann sagðist vilja vekja athygli
á að samkvæmt áætlun vantaði
um milljarð til almannatrygginga,
þar af um 500 m.kr. til lífeyris-
trygginga. Spurði hann hvort þetta
ætti að leysa með því að greiða
einungis lífeyri í 11 mánuði eða
þá skerða yfir allt árið.
Pálmi kynnti einnig greinargerð
frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins
í ijárveitinganefnd. Þar kemur
m.a. fram að miðað við Ijárlaga-
frumvarpið við 3. umræðu hafa
skattar til ríkissjóðs á ársgrund-
velli verið hækkaðir um 16 millj-
arða króna frá og með 1988 til
1991. Þetta geri á ári rúmar 240
þúsund krónur á íjögurra manna
fjölskyldu. Þrátt fyrir skattahækk-
anirnar stefni í að samansafnaður
halli ríkissjóðs árin 1988-1991
verði yfir 30 milljarðar króna á
verðlagi ijárlagafrumvarps.
Fjárlagafrumvarpið boði mikinn
vanda í fjármálum ríkisins á kom-
andi árum. Á undanförnum árum
hafi í mörgum tilvikum verið geng-
ið á eigið fé stofnana og sjóða.
Ríkissjóður hafi jafnframt tekið á
sig ijárhagslegar skuldbindingar
sem nema tugum milljarða og ekki
hafa verið gerðar upp. Ekki síður
alvarlegt sé að ríkissjóður fái ekki
að óbreyttu staðið undir þessum
skuldbindingum.
Einnig kemur fram að erlendar
skuldir þjóðarbúsins hafa aldrei
verið hærri en á þessu ári eða
51,6% af landsframleiðslu en þær
voru 40,3% árið 1987. Greiðslu-
byrði af erlendum lánum verður á
næsta ári samkvæmt spá Seðla-
banka 21,7% af útflutningstekjum
en var 16% árið 1987.
Meginstefnuna sagði Pálmi vera
að meira fé færi til ríkisins sem
þýddi að sífellt minna yrði eftir
handa öðrum. Virtist vera ástæða
til að þylja þetta einu sinni enn.
Fjárlög gætu verið mikilvægt hag-
stjórnartæki en þetta ijárlaga-
frumvarp væri enn eitt máttlaus
plagg þar sem tölum væri hagrætt
samkvæmt vilja ríkisstjórnarinnar.
Þetta væri á margan hátt sýndar-
Plagg.
Stuttar þing’fréttir
Lög um ferðaþjónustu
Helztu nýjungar í stjórnar-
frumvarpi til laga um ferðaþjón-
ustu eru m.a.: 1) Árlegt ferða-
þing, 2) Fækkun í ferðamálaráði
úr 23 í 9, 3) Verkefni Ferðamála-
ráðs verða meira á sviði stefnu-
mótunar, 4) Skrifstofa ferðamála
fær meira sjálfstæði, 5) Heimild
er veitt fyrir aðild Ferðamálaráðs
að upplýsingamiðstöðvum í kjör-
dæmum landsins, 6) Aukin
áherzla er lögð á umhverfisvernd,
7) Markaður tekjustofn ráðsins
er óbreyttur, 8) Lánstími lána úr
Ferðamálasjóði er lengdur í 40
ár, 9) Sett skal á fót áhættu-
lánadeild vegna þróunarverkefna,
10) Meiri áherzla er lögð á neyt-
endavernd.
Tekjur Útflutningsráðs
Islands
Sajnkvæmt stjórnarfrumvarpi
um Útflutningsráð íslands verða
tekjur ráðsins sem hér segir: 1)
0,05% af aðstöðugjaldsstofni fisk-
veiða, fiskvinnslu, iðnaðar og
byggingarstarfsemi, 2) 0,01% af
aðstöðugjaldsstofni veitinga- og
hótelrekstrar, flutninga á sjó, þó
ekki strandflutninga, og flug-
rekstrar, 3) framlag ríkissjóðs, 4)
þóknun fyrir veitta þjónustu, 5)
sérstök framlög og aðrar tekjur.
Frumvarp samgönguráðherra um ferðaþjónustu:
Bætt við báknið
is
segir Guðrún Helgadóttir
STEINGRÍMUR J. Sigfússon samgönguráðherra mælti í gær í neðri
deild fyrir frumvarpi til Iaga um ferðaþjónustu. Eitt markinið lag-
anna er að þróa og viðurkenna ferðaþjónustu sem mikilvægan og
arðgæfan atvinnuveg. Hins vegar segir Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv)
að það sé verið að búa til bákn.
\