Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 30
MORGliilSjBLAÐlÐ KÖSTUDAGUR,21; 4990- Bráðabirgðalögin eftirJón Sveinsson Stj órnarskrárákvæði Við útgáfu bráðabirgðalaga um launamál 3. ágúst sl. sat Alþingi ekki. Stuttu eftir að Alþingi kom saman var lagt fram frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögun- um sem hefur nú þegar þetta er ritað verið samþykkt af neðri deild þingsins. Um þessar staðreyndir þarf því ekki að deila. Um önnur skilyrði hefur mikið verið fjallað og deilt að undanfömu m.a. af nokkr- um lögfraeðingum í Morgunblaðinu síðustu daga. Umfjöllunin hefur í fyrsta lagi snúist um útgáfu forseta á slíkum lögum, í öðru lagi um hina brýnu nauðsyn samkvæmt heimild- argreininni sjálfri og í þriðja lagi hvort lögin brjóti í bág við stjórnar- skrá, þ.e.a.s. 2., 67. og 73. gr. Vegna þessa er ástæða til að rifja upp nokkrar fleiri staðreyndir. I hinni umdeildu grein, 28. gr. stjómarskrárinnar, segir m.a. svo: „Þegar brýna nauðsyn ber til getur forsetinn gefið út bráðabirgð- alög milli þinga. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjómarskrána. Ætíð skulu þáu lögð fyrir næsta Alþingi á eftir." Útgáfa bráðabirgðalaga Samkvæmt nefndri 28. gr. er það forseti íslands sem gefur úr bráða- birgðalög. í reyndinni em það ráð- herrar sem fara með þetta vald forseta eins og flest þau störf sem honum eru falin samkvæmt stjóm- arskrá. Ráðherra hefur frumkvæði að útgáfu laganna og það er hann sem ber stjómskipulega ábyrgð á þeim. Það er jafnframt beinlínis tekið fram í 13. gr. stjómarskrár- innar, að forseti láti ráðherra fram- kvæma vald sitt. Ákvæði 28. gr. verður því að skýra með hliðsjón af öðmm ákvaéðum, svo sem nefndri 13. gr. og stjómskipulegum venjum sem myndast hafa á þessu sviði. Án formlegs atbeina forseta, eða handhafa forsetavalds, verða bráðabirgðalög hins vegar ekki gef- in út. Neiti forseti að gefa út bráða- birgðalög verður við það að sitja og hvorki einstakur ráðherra né ríkisstjómin í heild geta beitt for- seta neins konar þvingunum til að knýja’fram útgáfu laganna. Forseti íslands hefur aldrei neit- að að gefa út bráðabirgðalög þó að oft hafi verið gefin út lög sem vitað var fyrir að yrðu umdeild. Er það í samræmi við það sem hér að framan er sagt, enda ekki til þess ætlast að forseti íslands blandi sér í stjómmálaleg ágreiningsefni og deilur milli stjómmálaflokka og manna. Ef til þess væri ætlast verð- ur að velja forseta með öðmm hætti en hingað til hefur verið gert. Ef forseti hefði neitað að gefa út bráðabirgðalögin sl. sumar er lík- legt að boðað hefði verið til kosn- inga þá þegar. Forseti Islands hefði því beinlínis dregist inn í þá kosn- ingabaráttu og þau átök sem henni hefðu fylgt. Hefði það verið æski- legt? Mitt svar er nei. Hyggilegra er að þjóðin láti ráðherra og stjóm- málamenn um hina pólitísku ábyrgð og framkvæmd og líti áfram á for- setann sem sameiningartákn, en ekki upphafsmann deilna og sundr- unar. Af framangreindu er ljóst að í reynd er það ráðherra sem ákveður hvort bráðabirgðalög em gefín út, enda ræður hann efni þeirra og undirritar þau með forseta. Að- finnslur í garð forseta íslands vegna útgáfu bráðabirgðalaganna em því ómaklegar. Brýn nauðsyn Því hefur verið mótmælt að brýn nauðsyn hafí borið til við útgáfu bráðabirgðalaganna. Um aðdrag- andann að lagasetningunni ætla ég ekki að ijalla. Hafí hins vegar ein- hvem tíma verið þörf á bráðabirgð- alagasetningu þá var hún fyrir hendi í ágúst sl. Stjómvöld töldu, þar til dómur Félagsdóms gekk og einnig dagana fyrst á eftir, að leysa mætti málið á annan hátt en með lagasetningu. Þegar fyrir lá með yfírlýsingum VSI, ASI og BSRB að launahækkanir til BHMR kæmu af stað launaskriðu annarra laun- þega átti ríkisstjómin hins vegar ekki annarra kosta völ en að grípa til Iagasetningar. Annars hefði ver- ið stefnt í voða þeim mikla árangri sem náðst hafði með þjóðarsátt- inni. Á hefðu skollið ófyrirséðar launahækkanir sem leitt hefðu til víxlhækkana launa og verðlags. í kjölfarið hefði fylgt óðaverðbólga. Sú þjóðarsátt sem gerð var í febrú- ar var m.ö.o. í hættu. í stað stöðug- leika og öryggis var yfírvofandi glundroði og efnahagsóvissa. Þjóð- arsáttin og bráðabirgðalögin eru af þessum sökum samtengd og óað- skiljanleg. Vegna þjóðarhagsmuna var því brýn nauðsyn augljóslega fyrir hendi. Bráðabirgðalög hafa margsinnis verið gefín út hérlendis. Ýmislegt bendir til þess að upphaflega hafí heimildin átt að einskorðast við ýmsa ófyrirsjáanlega atburði og neyðartilvik. Nú á tímum er hins vegar alls ekki farið eins strangt í sakimar hvað hina brýnu nauðsyn snertir. Einhveijir vemlegir hags- munir verða þó að vera í húfí. Sú brýna nauðsyn sem ríkti síðastliðið sumar er ótvíræðari og skýrari en ýmis eldri tilvik bráðabirgðalaga sem fordæmisgildi hafa. Má hér til samanburðar t.d. nefna setningu bráðabirgðalaga í þinghléi 19. jan- úar 1954, sem fjalla um stofnun sérstaks lögreglustjóraembættis á Keflavíkurflugvelli. Útgáfa laganna var rökstudd með því að meðan vamarliðið dvelji á Keflavíkurflug- velli beri brýna nauðsyn til að hafa þar lögreglustjóra. Þegar bráða- birgðalögin vom sett vom samt lið- in tæp þijú ár frá komu þess hing- að. Fram að því hafði biýn þörf fyrir sérstakan lögreglustjóra ekki komið í Ijós. Athyglisvert er og í þessu tilviki að Alþingi kom saman 17 dögum síðar. Fjölmörg önnur dæmi má nefna. Hver metur brýna nauðsyn? Fyrir borgardómi Reykjavíkur er nú til meðferðar mál sem höfðað hefur verið vegna útgáfu bráða- birgðalaganna. Þar er því haldið fram að brýna nauðsyn hafí ekki borið til við útgáfu þeirra. í fram- haldi af því sem að framan greinir er eðlilegt að spurt sé hvaða aðili eigi að leggja endanlegt mat á það skilyrði? Em það dómstólar eða er það bráðabirgðalöggjafínn sjálfur? Helstu fræðimenn íslenskir á þessu sviði eru þeirrar skoðunar að al- mennir dómstólar eigi ekki mat á IHVERAGERÐI eftir Ingibjörgu Þorsteinsdóttur Þegar ég var að alast upp var dreifbýlisbúskapurinn einráður í sveitum landsins. Þorp, sem gátu talist sveitaþorp, fóm ekki að mynd- ast fyrr en með og upp úr umróti heimsstyijaldanna. Nú fyrirfínnast þau í öllum landsfjórðungunum, og hafa sumstaðar dafnað og vaxið upp í að verða stærðar kauptún eða kaupstaðir. Einkum þau, sem legið hafa vel við samgöngum eða haft aðra sérstaka kosti fram að bjóða. Um það er Hveragerði augljósasta dæmið. Það er gaman að horfa á það af Kambabrún, hvað það liggur skemmtilega í þessu fagra dalverpi eða breiða hvammi milli Ingólfs- fjallsins og Hellisheiðarinnar með lághjalla og breytilegar háfjallahl- íðar að baksviði, en víðáttu Suður- landsundirlendisins hinsvegar framundan. Þama hefur það tyllt sér niður við eina fjölfömustu þjóð- leiðina frá höfuðborginni, leiðinni, sem liggur hvortveggja til Þing- valla, þjóðarhelgidómsins, og stærstu landbúnaðarhéraða lands- ins. Enn athyglisverðari einkenni fyrir bæinn mun þó ókunnugum fínnast gufunnar léttofnu ský og hvítir strókar, sem svífa þar yfír og allt um kring líkt og draum- kenndar álfkonur með perlumóð- slæður og hvít skaut væru þar á ferð eða aðrar ,jarðardísir“, er vaka yfír ylsins óþijótandi lindum, sem látlaust og hljóðlega streyma þar undir allra fótum og blunda við hvers manns dyr. Munu þetta ekki einmitt sömu dísimar, sem drógu þangað forðum til sín skáldin og listamennina og aðra í kjölfarið, menn og konur af ýmsum gerðum. Ekki bara dreymin skáld heldur einnig athafnamenn og umbóta- sinna, fólk, sem unni gróðri og feg- urð og dreymdi um falleg heimili. Alls þessa sér nú stað í þessu yndis- lega þorpi. Nægir hér að nefna nöfn eins og Heilsuhæli NLFÍ, Garðyrkjuskóla ríkisins, Eden, eða þá ylræktarskálana mörgu með sínu þúsundlita blómaskarti, og vellina grænu, umvafða mnnum og yfír- skyggðir hávöxnum tijám, sem mörg minna á hlyni suðrænna skóga. Og það næsta okkur í tíman- um er svo glæsihótelið Örk, Tívolí bamanna og nýja kirkjan upp á Ásnum, hvar hún rís einsog fagurt tákn og leiðarvísir. Fleira mætti telja, en eitt skal aðeins enn nefna, sem aldrei má undan draga sé Hveragerðis minnst. Það er Ás, dvalarheimili hinna öldruðu. Það hóf göngu sína fyrir 38 árum og markaði um leið merkilegt starf í þjónustu líknar, mannúðar og menningar, og frá upphafi til þessa dags allt undir farsælli stjómun og vemdarvæng sama mannsins, hugsjónar-, mann- úðar- og athafnamannsins Gísla Sigurbjömssonar (forstjóra Gmnd- ar í Reykjavík), nú aldraður studdur í starfí af sinni ágætu konu og dætrum. Á dvalarheimilinu Ási/Ás- byrgi í Hveragerði dvelur að jafn- aði hátt á annað hundrað manns. Býr það í litlum íbúðarhúsum líkt og aðrir bæjarbúar (ekki blokkum) og hvert hús með 3ja—5 eins og tveggja manna íbúðarherbergjum og sameiginlegri dagstofu. Öll vel búin að húsbúnaði og nauðsynleg- um þægindum. Fólkið er yfírleitt vel „á fótum“ og fært um að „sinna sér“ að einhveiju í meira eða minna mæli. Byggðinni er skipt í tvo hluta, Ás og Ásbyrgi, hver með sameigin- legt mötuneyti fyrir sig, þar sem fólkið kemur saman í aðalmáltíðim- ar. Þar er einnig hjúkrunarfræðing- ur og annað hjálparfólk til staðar, þegar á þarf að halda, enda vel fylgst með líðan fólks og þörfum. Þrif og góð regla á öllu er til fyrir- myndar. Sameiginleg föndurstofa með fjölbreyttri handiðju er einnig í byggðinni, sem eykur mörgum gleði og gildi daganna. í undanfarandi Iínum hefur lítil- lega verið minnst á brautryðjenda- starf Gísla forstjóra í öldrunarmál- unum. Það er stórvirki, sem mörg- um mætti vera kunnugt um. Hitt vita líklega færri, að þarna í Hvera- gerði hefur Gísli komið á fót rann- sóknarstofu í náttúruvísindum, sem bæði innlendir og erlendir vísinda- menn hafa starfað við. Ég skýt Jón Sveinsson „Forseti íslands hefur aldrei neitað að gefa út bráðabirgðalög þó að oft hafi verið gefin út lög sem vitað var fyrir að yrðu umdeild. Er það í samræmi við það sem hér að framan er sagt, enda ekki til þess ætlast að forseti Islands blandi sér í stjórnmálaleg ágrein- ingsefni og deilur milli sljórnmálaflokka og manna.“ þessu skilyrði. Bjami Benediktsson segir t.d. í bók sinni Ágrip af ís- lenskri stjórnlagafræði II, að bráða- birgðalöggjafínn sjálfur, þ.e. í fram- kvæmd ráðherrar, skeri úr hvort nauðsyn er brýn eða ekki. Ef ráð- herrum missýndist í þessu teldist slíkt vitanlega til misbeitingar á embættisvaldi þeirra. Á því bera þeir ábyrgð með venjulegum hætti, eftir atvikum fyrir landsdómi sam- kvæmt ákæru Álþingis. Undir þetta sjónarmið tekur Ólafur Jóhannes- son í bók sinni Stjómskipun ís- lands. Er þessi niðurstaða eðlileg, því ef almennir dómstólar ættu að meta slíkar ákvarðanir stjórnmála- Ingibjörg Þorsteinsdóttir þessu hér inn í, það lýsir nokkuð manninum. Og mér verður á að tauta fyrir munni mér „þína líka, þúsund slíka, þetta vantar land“. í sambandi við málefni aldraðra skal að síðustu minnst á Gestahús- in hans Gísla. Það er dálítill póstur út af fyrir sig. Fyrir utan fasta Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi, sem þegar hefur veitt ótöldum hundmð- um af lösnu og lasburða fólki skjól og öryggi, hefur höfðinginn „Gísli á Grund“ um margra ára skeið haft þarna til reiðu nokkur Gesta- hús og boðið þangað þreyttu, öldr- uðu og lasburða fólki víðsvegar að til skammdvalar, sér til hvíldar og hressingar, og allt ókeypis. Mér, sem oftar en einu sinni hefur hlotn- manna, sem iiinír síðartöidu bera ábyrgð á og verða að svara fyrir m.a. gagnvart kjósendum á til- teknum fresti, er hætt við að dóm- stólar væru um of farnir að fjalla um matskennd stjórnmálaleg efni. Verða dómstólar að gæta sín á því að blandast ekki um of inn í pólit- ísk álitaefni sem ekki tengjast beint lögfræði. Réttarheimild breytt Andstæðingar bráðabirgðalag- anna hafa látið í ljós þá skoðun að löggjafinn geti ekki gripið fram fyrir hendur dómstóla með þeim hætti sem þeir fullyrða að gert hafí verið með setningu bráðabirgð- alaganna. Löggjafanum sé með öðrum orðum óheimilt að taka aftur réttindi afmarkaðs hóps manna, sem honum hafði verið dæmd nokkrum dögum áður af dómi. Með þessu sé brotið gegn 2. gr. stjórnar- skrárinnar sem fjallar um skiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. Mikils misskilnings gætir hvað þetta snertir. Með bráðabirgðalög- unum var hluta kjarasamnings BHMR og fjármálaráðherra breytt, þannig að launahækkun sem fólst í kjarasamningum óbreyttum féll niður frá og með 1. september 1990. Þeirri réttarheimild sem greiðslu- skylda samkvæmt dóminum var byggð á var því breytt. Dóminum sjálfum var hins vegar alls ekki breytt og alls ekkert á hann minnst í texta laganna. í 2. gr. stjórnar- skrárinnar felst alls ekki að eftir niðurstöðu dómstóls sé þar með komið á óbreytanleg niðurstaða til frambúðar sem enginn fái breytt. Löggjafínn og þar með bráðabirgð- alöggjafínn hefur því óumdeil- anlega vald til að breyta gildandi rétti. Eignarréttarákvæðið Bent hefur verið á að bráðabirgð- alögin hljóti að fela í sér ólögmæta skerðingu á eignarrétti þar sem þau svipti afmarkaðan hóp launþega hluta þeirra launa sem þeir fengu greidd frá 1. júlí 1990 án þess að bætur kæmu fyrir. Skerðing bráða- birgðalaganna sé sérstök en ekki almenn þar sem hún beinist að a fmörkuðum hópi manna og lækki laun hans frá því sem ákveðið hefur verið. Þetta bijóti í bága við eignar- réttarákvæði 67. gr. stjórnarskrár- innar sem kveður eignarréttinn frið- helgan og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema ast að vera gestur í þessum húsum, nú seinast vikutíma um mánaða- mótin sept. og okt. með 6 öðrum í húsi hjá Ásbyrgi, ætti að vera kunn- ugt um, hve frábærlega vel er þama um allt búið og fyrir séð, húsa- kynni og búnaður hvortveggja vandað og smekklegt. Gestunum er ætlað sjálfum að sjá um morgun- mat og síðdegiskaffið heima hjá sér. En matstofan sér um að gnægð af góðu efni í það sé alltaf fyrir hendi. Aðalmáltíðanna er hins veg- ar neytt á matstofunni í Ásbyrgi. Þar má segja nær eingöngu fram borinn einfaldur óbrasaður íslensk- ur matur og svo bragðgóður, að hvergi hefi ég smakkað annan eins eða betri. Gæti ég trúað að sumum þingmönnum okkar og menningar- vitum væri sálubót að því að vera eina viku eða svo þarna austur í Ási í mat. Hver veit nema þeir færu þá að líta lítið eitt öðrum aug- um okkar gamla „holla heima- fengna bagga“, sem nú af sumum er ekki lengur talinn til þrifa. Það rignir ósjaldan í Hveragerði, og seinni sunnudaginn, sem við vorum, var rok og rigning, hrein- asta slagveður. En svo komu tveir skínandi sólskinsdagar. Þá fórum við upp í Ás undir leiðsögn ungrar stúlku. Sá Ás liggur hærra, þar er skínandi fallegt og útsýn meira. Og þar er glæsilegur samkomusal- ur. Inn í kirkjuna nýju litum við svo á heimleiðinni og slöppuðum þar af góða stund. Varð þetta okkur að öllu bjartur og minnisstæður dagur. Þetta var á þriðjudegi, en á fimmtudaginn kvöddum við svo staðinn. Höfundur er ellilifeyrisþegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.