Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990
29
um framkvæmdalok og fullnaða-
rendurskoðun á bókhaldi félagsins,
en krefla flokkinn að því er virtist
endalaust um viðbótargreiðslur, á
meðan verið væri að rétta við fjár-
hag félagsins. Félagsmenn í 5. flokki
áttu að greiða fj'rir bókhaldsóreiðu
fyrri ára, hvað sem það kostaði. Það
var á þessum tímapunkti, sem
ákveðið var að leita eftir áliti lög-
fræðings á þessum undarlegu við-
skiptaháttum, og í júlí 1988 ákváðú
um 70 íbúðareigendur af um 130 í
5. flokki að fela málið lögfræðingum.
Hæstiréttur hefur nú úrskurðað í
fyrsta málinu og staðfest dóm undir-
réttar. í stuttu máli, félagsmenn í
byggingarsamvinnufélögum eru
réttlausir.
Dómurinn
1) í dómi Hæstaréttar segir m.a.:
„Fallast ber á það, sem segir í hinum
áfrýjaða dómi, að uppgjör það á
stöðu 5. byggingarflokks, sem áfrýj-
andi fékk í október 1986 hafi aðeins
verið bráðabirgðauppgjör. Þá verður
ekki talið, að uppgjör við áfrýjanda
14. janúar 1987 hafi verið fullnaðar-
uppgjör, enda framkvæmdum ekki
að fullu lokið.“
Hvað er „bráðabirgðauppgjör"? í
lögum um Húsnæðisstofnun nr.
30/1970 fjallar V. kafli um bygging-
arsamvinnufélög. Þar er hvergi fjall-
að um bráðabirgðauppgjör. Þar kem-
ur hvergi fram að lokauppgjör geti
ekki farið fram, áður en fram-
kvæmdum lýkur, enda var það tekið
fram af forráðamönnum Byggung á
þessum tíma að lokauppgjör færi
fram við erfiðar aðstæður, viðvar-
andi íjárhagsvanda félagsins, og
óloknar framkvæmdir áætlaðar í
uppgjöri Guðmundar. Af hveiju voru
félagsmönnum afhentar eignaryfir-
lýsingar að íbúðum sínum, ef ekki
var um lokauppgjör að ræða?
2) í dómnum segir ennfremur:
„Félagar í byggingarsamvinnufélagi
byggja íbúðir sínar fyrir kostnaðar-
verð og verða að taka á sig endanleg-
an kostnað við byggingu íbúðanna,
en hver byggingarflokkur hefur
samkvæmt 3. mgr. 30. gr. laganna
aðstöðu til eftirlits með framkvæmd-
um og fjárreiðum hans.“
Það hefur aldrei staðið á félags-
mönnum í 5. flokki að greiða þann
kostnað, sem sannanlega er tilkom-
inn vegna framkvæmda í þeim
flokki. Eins og fram kemur hér að
framan, þá er full ástæða til að
vefengja að sá kostnaður, sem 5.
flokki er ætlað að greiða, sé allur
tilkominn vegna framkvæmda á veg-
um flokksins.
Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 30. gr.
laganna, þá var kostnaði vegna
framkvæmda í einstökum bygging-
arflokkum ekki haldið aðskildum, en
framkvæmdir stóðu yfir í mörgum
byggingarflokkum samtímis. Þegar
endurskoðendur flokksins gerðu at-
hugasemdir við þetta, þá var þeim
sagt að það væri ógerningur að
halda einstökum kostnaðarliðum
aðskildum. Hvernig áttu þeir að
sannreyna, hver væri raunverulegur
kostnaður 5. flokks, við þessar að-
stæður? í 3. mgr. er enn fremur fjall-
að um nauðsyn þess að reikningar
hvers flokks séu yfirfarnir af löggilt-
um endurskoðanda. Það var aldrei
gert, enda ekki hægt.
HITACHI
B0RVÉLAR
22 mm Lofthögg •
• Stiglaus hroðostilling •
• Tveggja hraða •
• Hægri - vinstri snúningur •
0-1.000 og 0-4.200 snún. mín.'
• Þyngd 2,3 kg. f
• Verð 23.655.-*
VÖLUSTEINNhf
Faxofen 14, Sími 679505
í þessu sambandi má geta þess
að þegar félagsmenn í 7.-11. flokki
kröfðu forráðamenn Byggung um
framkvæmdalok, þá var þessum fé-
lagsmönnum sagt að engir peningar
væru til, því 5. flokkur neitaði að
borga. Af hveiju? Höfðu forráða-
menn Byggung notað innborganir
félagsmanna í 7.-11. flokki til fram-
kvæmda í 5. flokki? Ef svo er, voru
þá innborganir félagsmanna í 5.
flokki notaðar til framkvæmda í
öðrum flokkum? Voru þeir peningar
þá endurgreiddir 5. flokki á „hag-
stæðustu kjörum“? Margar áleitnar
spurningar, en fátt um svör.
3) Að lokum leggur Hæstiréttur
blessun sína yfir óprúttna útreikn-
inga forráðamanna félagsins á fjár-
magnskostnaði vegna meintra
skulda 5. flokks.
Lokaorð
Þessi dómur leiðir til eftirfarandi
ályktana:
1) Dómurinn gengur af bygging-
arsamvinnufélögum dauðum. Það
mun enginn heilvita maður gangast
undir þau afarkjör, sem hér hefur
verið lýst. Þetta hlýtur að vera um-
hugsunarefni fyrir félagsmálaráð-
herra og Húsnæðisstofnun.
2) Hæstiréttur valdi einföldustu
leiðina, bara að staðfesta dóm undir-
réttar. Ef tillit hefði verið tekið til
einhverra krafna áfrýjanda, þá hefði
það hugsanlega leitt til þess að fjöl-
margir einstaklingar hefðu farið að
endurskoða viðskipti sín við hin
ýmsu byggingarsamvinnufélög.
3) Hér átti virt endurskoðunarfyr-
irtæki hlut að máli. Ef eitthvert til-
lit hefði verið tekið til krafna áfrýj-
anda, þá hefði það getað kastað
rýrð á þetta ágæta fyrirtæki. En
eins og kemur skýrt fram í dómnum,
í dómi undirréttar og eins og alþjóð
veit, þá eru endurskoðendur þessa
lands óskeikulir.
Réttlætinu hefur verið fullnægt,
eða hvað finnst ykkur, lesendur góð-
ir?
Höfundur var byggjandi í 5.
byggingarflokki hjá Byggung.
JÓUHAPPDR/ETTI
BUNDRAFÉLA6SINS
DREGIÐ 18. DESEMBER
Vinningsnúmer eru:
11478, 700, 1597, 1973, 3302,
3638, 3931, 5661, 8258, 8859,
11003, 4691, 11422, 4520, 7323.
BLINDRAFÉLAGH), SAMTÖK
BLINDRA 06 SJÓHSKERTRA
SÍMSVARINN ER 38181
Jólahangikjötið
sem mælt er með,
bragðgott og
KEA hangikjötið er allt 1. flokks.
Pað er meðhöndlað samkvæmt norðlenskri hefð af
færustu kjötiðnaðarmönnum.
Bragðgott og ilmandi uppfyllir KEA hangikjötið
óskir þínar um ánægjulegt jölaborðhald.
ilmandi
ARGUS/SlA