Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 59
59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990
Bíómynd á tombóluverði
Dé Longhi Momento
Combi er hvort
tveggja í senn
örbylgjuofn og grillofn
eftir Þorstein Jónsson
Fjöldi íslenskra kvikmynda á ári
hefur fallið úr fjórum 1985 í eina
1990. Hvers vegna?
Ein bíómynd á ári er ekki nóg,
ef íslensk kvikmyndagerð á að lifa.
Með þessari litlu framleiðslu er ekki
hægt að viðhalda sérhæfðu starfs-
liði við kvikmyndagerð né reka
tæknibúnað sem til þarf. Bíómynd-
unum verður að fjölga í skrefum
upp í fjórar á ári.
Sem betur fer gefst tækifæri til
að gera eina mynd til viðbótar á
mjög hagkvæman hátt á næsta
ári. Skilyrði er þó að fjárveiting
fáist til verkefnisins.
Þar er um að ræða Norrænt verk-
efni, þar sem Norðurlöndin fjár-
magna sameiginlega fimm kvik-
myndir. Norðurlöndin mundu fjár-
festa í okkar mynd helmingi hærri
fjárhæð, en við til þeirra. Það þýðir
20 milljón króna framlag til íslend-
inga. Við bætist, að Norræni kvik-
myndasjóðurinn hefur. lofað 30
milljónum í verkefnið. Þessar 50
milljónir standa okkur til boða að-
eins í þetta verkefni. Annars töpum
við þessum peningum. Skilyrðið er
34 milljóna króna fjárveiting, sem
sótt hefur verið um til Fjárveitinga-
nefndar. Ef Alþingi fellst á þessa
fjárveitingu til verkefnisins, mun
það fé bera tvöfaldan ávöxt. Is-
lenska bíómynd á hálfvirði. Þetta
mikilvæga skref er svo sjálfsagt,
að enginn trúir því að það eigi ekki
vísan stuðning allra þingmanna.
Um leið væri það sárabót fyrir það
fjárhagslega andstreymi sem
íslensk kvikmyndagerð hefur búið
við_ undanfarin ár.
I öllum Evrópulöndum er innlend
kvikmyndagerð íjármögnuð með
tekjum af sýningum kvikmynda,
beinum framlögum úr ríkissjóði,
greiðslum úr ríkissjóði ofan á selda
aðgöngumiða eða með einkafjár-
magni, sem fæst vegna skattaaf-
sláttar. Sum löndin nota allar þess-
ar leiðir, önnur færri, og hlutdeild
þessarar ijármögnunar er allt að
95% kostnaðar.
Á íslandi veitir Kvikmyndasjóður
fé, sem ríkið innheimtir og greiðir
til baka vegna kvikmyndagerðar. I
lögum um Kvikmyndamál frá 1984
segir: „Tekjur Kvikmyndasjóðs eru:
Árlegt framlag úr ríkissjóði er nemi
áætluðum söluskatti (VSK) af kvik-
myndasýningum í landinu."
Ríkisframlagið er reiknað af virð-
isaukaskatti bíóhúsanna, en kvik-
myndasýningar fara núna ekki
síður fram á heimilunum af mynd-
böndum og í sjónvarpi. Virðisauka-
skattur af myndbandaleigum ætti
því eðlilega að renna í Kvikmynda-
sjóð líka, en það hefur ekki fengist
enn.
Samkvæmt „Lögum um kvik-
Kirkjur á landsbyggðinni
Jóla- og áramótamessur
BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjal-
arnesi: Aftansöngur aðfanga-
dag kl. 17.
REYNIVALLAKIRKJA: Hátíðar-
messa jóladag kl. 14.
SAURBÆJARKIRKJA, Kjalar-
nesi: Hátíðarmessa kl. 11 ájóla-
dag. Sr. Gunnar Kristjánsson.
ÞINGVALLAKIRKJA: Aðfanga-
dag jóla: Lesmessa kl. 18. Jóla-
dag er hátíðarmessa kl. 14. Org-
anleikari Einar Sigurðsson.
Sóknarprestur.
ODDAPRESTAKALL: Aðfanga-
dagur: Aftansöngur í Stórólfs-
hvolskirkju kl. 17. Jóladagur:
Hátíðarguðsþjónusta í Keldna-
kirkju. Er það jafnframt kveðju-
messa. Sunnudag milli jóla- og
nýárs er áramótamessa í Odda-
kirkju. Er jafnframt kveðju-
messa. Gamlársdagur: Aftan-
söngur í Stórólfshvolskirkju kl.
14, jafnframt kveðjumessa. Sr.
Stefán Lárusson.
BJARNANESPRESTAKALL:
Aðfangadagskvöld: Aftansöng-
ur í Hafnarkirkju kl. 18. Hátíðar-
söngur Bjarna Þorsteinssonar,
Guðbjörg Jóhannesdóttir guð-
fræðinemi prédikar. Jóladagur:
Messað í Skjólgarði kl. 11. Sr.
Baldur Kristjánsson prédikar og
hátíðarmessa í Bjarnaneskirkju
kl. 14. Hátfðarsöngur Bjarna
Þorsteinssonar. Hákon Leifs-
son organisti, prédikar. Hát-
íðarmessa í Hafnarkirkju kl. 18-
Hátíðarsöngur Bjarna Þor-
steinssonar. Hákon Leifsson
organisti prédikar. Annar jóla-
dagur hátíðarmessa í Stafa-
fellskirkju kl. 14. Halldóra
Gunnarsdóttir mannfræðingur
prédikar. Sunnudaginn milli jóla
og nýárs messa í Hoffellskirkju
kl. 14. Guðrún Ásmundsdóttir
leikari prédikar. Gamlársdagur:
Messa í Hafnarkirkju kl. 11.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
yegsráðherra prédikar.
PRESTBAKKA- og HÓLMAVÍK-
URPRESTAKÖLL: Þorláks-
messa: Messa kl. 16 á Óspaks-
eyri. Aðfangadagskvöld: Messa
í Hólmavíkurkirkju kl. 18. Jóla-
dagur: Messað í Drangsnesi kl.
11 og í Kollafjarðarnesi kl. 15.
Annar jóladagur: Messa á Stað
í Hrútafirði kl. 13.30 og á Prest-
bakka kl. 16. Sunnudagur milli
jóla og nýárs: Messa á Stað í
Steingrímsfirði kl. 13 pg á
Kaldrananesi kl. 16. Sr. Ágúst
Sigurðsson.
FRESTUR AD RENNA ÚT
TIL AD TRYGGJA SÉR
LÆKKUN Á TEKJUSKATTI
Sérstök ákvæði skattalaga heimila þeim sem fjárfesta í
hlutabréfum vissra fyrirtækja, að draga frá skattskyldum
tekjum að ákveðnu hámarki kaupverð hlutabréfanna.
Við höfum í sölu hlutabréf í nokkrum traustum fyrirtækjum.
Verið velkomin í afgreiðslu okkar að Suðurlandsbraut 18
eða að hringja í síma 688568. Við gefum ykkur góð ráð.
UERÐBRÉFAlflÐSKIPTI
v/ SAMVINNUBANKANS
SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568
Þorsteinn Jónsson
„Fjárveiting í Norræna
verkefnið mundi bjarga
málunum á næsta ári
meðan lagt er á ráðin
um stórátak í íslenskri
kvikmyndagerð.“
myndamál" innheimtir fjármála-
ráðuneytið því í nafni kvikmynda-
gerðar 96 milljóna króna virðis-
aukaskatt af bíóhúsunum, en sam-
kvæmt fjárlögum ’91 er aðeins
hluta af honum, eða 81 milljón,
skilað aftur til kvikmyndagerðar.
Þessi fjárhæð dugar til að hefja
framleiðslu á einni bíómynd, nokkr-
um heimildamyndum og styrkja
nokkur handrit. Af þessari upphæð
þarf Kvikmyndasjóður einnig að
greiða kynningu og dreifingu á
íslenskum myndum, framlag til
Norræna kvikmynda- og sjónvarps-
sjóðsins, rekstur sjóðsins og fleira.
Tilefnislaust ofbeldi eins og í
óvönduðum erlendum kvikmyndum
er að verða hversdagslegur veru-
leiki á íslandi.
Mótleikur okkar eru íslenskar
kvikmyndir, þar sem íslendingar
sjálfir setja móralskar regiur. Ekk-
ert má til spara til að viðhalda ís-
lendingnum í okkur sjálfum, við-
halda menningu okkar og lífsvið-
horfum.
Að kvikmyndagerð sé dýr er á
misskilningi byggt. Kostnað við
framleiðslu kvikmynda verður ann-
ars vegar að deila á fjölda áhorf-
enda og hins vegar að meta í sam-
hengi við beinar og óbeinar tekjur
af kvikmyndagerðinni. Fjöldi áhorf-
enda á íslenskum myndum á ís-
landi er talinn 2,6 milljónir á 27
kvikmyndum á tímabilinu frá
1979—1989. Hlutur Kvikmynda-
sjóðs í þessum 27 kvikmyndum er
500 milijónir á verðlagi í byijun árs
1990. Það er svipuð upphæð og
kostar að gera ódýra mynd í Banda-
ríkjunum. Eiríkur Thorsteinsson
hefur fært rök fyrir því að beinar
og óbeinar gjaldeyristekjur af þess-
um mýndum séu 7 krónur fyrir
hveija 1 krónu.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
sagði á Islandskynningu í Finn-
landi, „áð það eigi að láta íslenska
menningu ryðja brautina fyrir ut-
anríkisviðskipti”. Útflytjendur á
íslenskum fiski hafa fullyrt, að eft-
ir kynningu á landi og þjóð, m.a. í
íslenskum kvikmyndum, verði eftir-
leikurinn auðveldari. Það gefur
hugmynd um áhrif íslensku kvik-
myndanna, að talið er að myndirnar
27 hafi náð til 260 milljóna sjón-
varpsáhorfenda erlendis. Þess
vegna efast nú enginn lengur um
fjárhagslegan hagnað okkar af
kvikmyndagerð.
Þetta er fyrst og fremst árangur
kvikmyndagerðarmanna og ann-
arra, sem hafá lagt hönd á plóginn
á þessum árum. Launin fyrir þetta
starf mega ekki verða áframhald-
andi skerðing á réttu framlagi ríkis-
sjóðs til kvikmyndaframleiðslu.
Fjái-veiting í Norræna verkefnið
mundi bjarga málunum á næsta ári
meðan lagt er á ráðin um stórátak
í íslenskri kvikmyndagerð.
Höfundur er framkvæmdastjóri
K vikmyndasjóðs.
Ofninn sameinar kosti beggja aðferða,
örbylgjanna sem varðveita best
næringargildi matarins - og grillsteik-
ingarinnar, sem gefur hina eftirsóttu
stökku skorpu.
verð aðeins
29.400
27.930 stgr.
DeLonghi
Dé Longhi erfallegur
fyrirferðarlítill ogfljótur
/rCiniX
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
Wterkurog
k/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
pJí»iT0n!riMnhil>
SKOVERSLUN
Glæsilegir jólaskór, mikið úrval
PETER
KAISER
Domus Medica,
sími 18519
Kringlunni 8-12,
sími 689212
STEINAR WAAGE
SAGA ÍSAFJARÐAR
4. BINDI
nær yfir tímabiliö 1921—1945.
Greint er frá byggingu bæjar-
ins og stjórn bæjarmála,
skóla- og menningarmálum,
atvinnulífi og margvíslegri
félagsstarfsemi bæjarbúa. Þá
er greint frá byggð og
búendum í Eyrarhreppi á þessu tímabili. Bókin er 380 bls. prýdd 400 myndum.
Þessa bók þurfa allir þeir aö eignast sem rætur eiga aö rekja til ísafjarðar.
BÓKIN
FYRIR ÞIG
AÐ VESTAN
Enn eru fáanleg eldri bindi þessa ritverks.
Útgefandi: Sögufélag ísfirðinga Dreifing: Hið íslenska bókmenntafélag
Pósthólf 43, 401 ísafjöröur Síðumúla 21, 108 Reykjavík