Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 41
ÍtöádtMéföéié PÖstíjdaguk ÍJ. desembéMWö m Frumvarp um fangelsismál: Allsherjarnefnd klofin í sinni afstöðu Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fangelsi og fangavist hefur verið til umfjöllunar í allsherjarnefnd neðri deildar. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni um frumvarpið. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ákvarðanir um agaviðurlög og ein- angrun fanga sæti kæru til dóms- málaráðuneytis og skuli skýra fanga frá því um leið og ákvörðun er birt. Jón Krisljánsson (F-Al) formaður nefndarinnar mælti fyrir áliti meiri- hluta. Hann greindi frá því að nefnd- in hefði fjallað ýtarlega um málið og leitað álits ýmissa aðila. í breyt- ingartillögum meirihluta er skýrar kveðið á um tímamörk til þess að kveða upp úrskurð um kæru. Gerð er breytingartillaga um að ráðuneyt- ið skuli kveða upp úrskurð innan tveggja sólarhringa, þannig sé reynt að tryggja að fangi sæti ekki órétt- mætum agaviðurlögum. Minnihluti nefndarinnar vill að kærumálin hafi annan gang. Gerð er breytingartillaga þess efnis að ákvörðun um agaviðurlög eða ein- angrun sæti kæru fyrst til Fangelsis- málastofnunar og taki hún ákvörðun innan sólarhrings. Ákvörðun stofn- unarinnar sæti kæru til dómsmála- ráðuneytisins. Ef kært er áfram til dómsmálaráðuneytisins skal það taka ákvörðun innan sólarhrings frá úrskurði Fangelsismálastofnunar. Ólafur G. Einarsson (S-Rv) tals- maður minnihlutans í allshetjar- nefnd greindi frá breytingartillögum minnihlutans. Hann taldi ekki rétt að kæra fæn beint til dómsmála- ráðuneytis. Ólafur greindi frá áliti forstöðumanns Fangelsismálastofn- unar, en þar kemur m.a. fram að stofnuninni er ætlað samkvæmt lög- um að fara með daglega yfirstjóm fangelsismála, þ.e.a.s. rekstur ríkis- fangelsanna, fullnustu refsidóma og allra mála sem varða fanga. For- stjóri Fangelsisstofnunar leggur því til að stofnunin úrskurði innan sólar- hrings en fangi hafí heimild til að skjóta úrskurði til dómsmálaráðu- neytisins. Sú málsmeðferð skapi rétta og eðlilega málsmeðferð og umfram allt hraðvirka. Ólafur G. Einarsson tók eindregið undir þessi sjónarmið og lagði ríka áherslu á að breytingartillögur minnihlutans Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagðist ekki ætla að hafa tangt mál um frumvarpið eins og það kæmi nú til neðri deildar. Frumvarpið tæki mið af búningi fjár- laganna eins og þau yrðu afgreidd. Fmmvarp til lánsfjárlaga væri í raun fýlgiframvarp með fjárlagafram- varpinu og æskilegt væri að afgreiða þessi tvö framvörp samhliða og að sömu aðilar fjölluðu um þau. Geir H. Haarde (S-Rv) tók undir þau orð að æskilegt væri að afgreiða þessi framvörp saman. En þingmað- urinn hafði efasemdir um að frum- varpið til lánsfjárlaga árið 1991 hlytu samþykki í deildinni. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) sagði að Fangelsismálastofnun væri eðlilegri tengiliður fanga við um- hverfið heldur en dómsmálaráðuney- tið. Með því að ganga framhjá stofn- uninni væri nánast verið að lýsa því yfir að Fangelsismálastofnunin væri óþörf. Jón Kristjánsson (F-Al) rök- studdi álit meirihlutans með því að Fangelsisstofnunin hefði leiðbein- væri enn komið í þann búning að þingið gæti verið þekkt fyrir að af- greiða það. Það væri mörgu sópað undir þetta teppi, margir lausir end- ar. Geir greindi frá „undarlegum tíðindum" sem gerst hefðu í efri deild, formaður fjárhags- og við- skiptanefndar deildarinnar, Guð- mundur Ágústsson (B-Rv), hefði ekki treyst sér til að skrifa undir nefndarálitið fyrirvaralaust. Geir Haarde tók undir gagnrýni og fyrir- vara Guðmundar, m.a. um að mikil lánsfjárþörf ríkissjóðs hækkaði vexti. Ræðumaður taldi sýnt að auka yrði lántökuheimildir ýmissa sjóða á andi hlutverk gagnvart forstöðu- mönnum fangelsa, samband milli þessara aðila væri of náið til að Fangelsisstofnun gæti verið óháður úrskurðaraðili. Jón tók fram að á engan hátt væri verið að kasta rýrð á Fangelsismálastofnun. Ingi Björn Albertsson (S- Rv) styður álit og tillögur meirihlutans. Hann sagði alla aðila nema fangelsismálastjóra styðja þá leið sem meirihlutinn legði til að farin yrði. næsta ári. Geir sagði ljóst að lausa- tök ríkisstjómarinnar myndu ekki koma í veg fyrir vaxtahækkun. í lok ræðu sinnar sagði Geir sjálfstæðis- menn vera reiðbúna til samstarfs um að fresta málinu svo það fengi vandaða afgreiðslu. Kristinn Pétursson (S- Al) sagði m.a. frumvarp þetta vera marklaust plagg sem væri notað til að falsa fjárlögin. Hann lagði ríka áherslu á að einnig yrði lögð fram greiðsluá- ætlun, á meðan slíkt væri ekki gert vissi enginn hvað verið væri áð sam- þykkja. Hann gagnrýndi flesta hátt- semi fjármálaráðherra og fjármála- meðferð, hafði orð um að slíku væri lokað með innsiglum eins og ráðher- ranum væri kunnugt um. Málinu var vísað til frekari um- fjöllunar í fjárhags- og viðskipta- nefnd. ÍSfis*' Dé Longhi djúp- steikingarpotturinn er byltingarkennd nýjung Hallandi karfa, sem snýst meðan á steikingu stendur: • jafnari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í venjulegum" pottum • styttri steikingartíma • 50% orkusparnaður Dé Longhi erfallegur fyrirferbarlítill ogfljótur /FOniX HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Geir Haarde um lánsfjárlög 1991: Lausatök á ríkisfjármál- um valda vaxtahækkun FRUMVARP til lánsfjárlaga fyrir árið 1991 hefur verið afgreitt frá efri deild og kom til 1. umræðu á 32. fundi í neðri deild í gær. Frum- varpið gerir m.a. ráð fyrir því að fjármálaráðherra verði heimilt að taka að láni á innlendum lánamarkaði rúmlega 14 milljarða. Fjármála- ráðherra vill að málið hljóti afgreiðslu fyrir jól en Geir H. Haarde (S-Rv) segir marga enda lausa. AÐALSTEINSDOTTIR árita bókina BUBBI í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. i—tö-—i Bókabúð Lmals & menningarJ LAUGAVEGI 18 - SÍMI 24240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.