Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 25
TILBOÐ
179.- sflfc.
Ilmandi og fallegar hýasintur.
Ómissandi á hverju heimili.
AÐEINS ÚRVALS HÝASINTUR
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990
Skemmtileg ólæti -
leiðinlegar svaðilfarir
Bókmenntir
Súsanna Svavarsdóttir
Börnin í Ólátagarði
Höfundur: Astrid Iándgren
Þýðandi: Sigrún Árnadóttir
Stubba litla fer til sjós
Höfundur: Höjer
Þýðandi: Sverrir Pálsson
Utgefandi: Mál og menning —
Litlir lestrarhestar
Börnin í Olátagarði er sagan um
systkinin, Lísu,- Lassa og Bjössa í
Miðbænum, Óla í Suðurbænum og
systurnar Onnu og Bertu í Norður-
bænum. Þessir þrír bæir mynda
þríbýlið Glaumbæ og það er Lísa
sem segir söguna. Hún hefst þegar
sumarfríið er að byija og lýkur um
jólin þar á eftir. Krakkarnir í Óláta-
garði lifa áhyggjulausu lífi, eru allt-
af að finna upp á einhveiju sniðugu
til að dunda sér við. Stelpurnar
finna jarðarbeijasvæði og gera það
að leyndarmáli sínu. Þá vilja strák-
arnir piga leyndarmál og á þessu
gengur í nokkra daga, þar til fyrir
tilviljun að Lísa kemst að leyndar-
máli þeirra; þeir hafa búið til hella
og göng í heyinu í hlöðunni.
Börnin hjálpa til á bænum, heim-
sækja afa, sem er reyndar bara afi
Önnu og Bertu, en það skiptir engu
máli, þau dulbúa sig og hafa nógu
sterkt og óheft ímyndunarafl til að
gera leiki úr fábrotnustu atvikum
og hlutum.
Bækurnar um börnin í Óláta-
garði hafa lengi verið í miklu uppá-
haldi hjá mér og get ég ekki annað
en fagnað því að aftur er verið að
gefa þær út. Þetta er vel skrifuð
bók, vel þýdd, málfar barnanna
eðlilegt, frásögnin einföld og
skemmtileg.
Eg get engan veginn sagt það
sama um „Stubba litla fer til sjós“.
Sagan segir frá Stubbu sem vill sjá
sig um í heiminum en hvorki pabbi
hennar, mamma, né stóri bróðir
nenna með henni. Svo hún er búin
út með nesti á þríhjólinu og hundur-
inn hennar, Depill, slæst með í för-
ina. Hún fer niður á bryggju, hittir
þar stóran, feitan skipstjóra og stór-
an, feitan matsvein hans — og slæst
í för með þeim. Þau lenda í baráttu
við sjóræningja — en Stubbu tekst
að senda teiknuð skilaboð til lands,
beint inn á fótboltavöll þar sem stóri
bróðir er að leika sér. Hann bregst
hratt við og krakkarnir úr bekknum
hans og af leikskóla Stubbu koma
þeim til hjálpar. Svo fara börnin
heim en Stúbba heldur ferðinni
áfram. Þau koma fljótlega að eyði-
eyju, þar sem Stubba verður viðj
skila við hópinn, lendir inni í tjaldi
hjá ósýnilegum galdrameistara sem
kveikir á töfraeldteini og Stubba
sér sýnir í ofnu teppi.
Hún skilur þær sýnir þegar hún
hittir áhöfnina aftur og nú er haf-
ist handa við að gróðursetja mat-
jurtir á þilfari skipsins og svo fær
Stubba þá til að henda öllum fall-
byssunum í sjóinn — það er að
segja, eftir miklar og heitar umræð-
ur um ógnina sem af vopnum stafar
— og bla bla bla.
Mér finnst þessi bók vera skóla-
bókardæmi um hvernig á ekki að
skrifa barnabækur. Stubba er ótrú-
verðug og allt upphafið að ferð
hennar — svo og ferðin sjálf. Loka-
spretturinn í bókinni er ein allsheij-
ar predikun — ekki sett til að höfða
til undirmeðvitundar barnanna
heldur er messað yfir lesandanum.
Það hálfa hefði verið meira en nóg.
Málfar er óeðlilegt, öll frásögnin
sömuleiðis, þar sem skilaboðin vega
þyngra en sagan og framvinda
hennar!
MINNINGAR UM
SUMARDÝRÐ
Guðmundur Guðjónsson
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Guðmundur Guðjónsson,
Gunnar Bender: STANGAVEIÐ-
IN 1990.110 bls. Fróði hf. 1990.
Þetta er falleg bók, myndir marg-
ar, þar af allnokkrar landslags- og
mannamyndir í lit. Höfundar segja
að veiðisumarið síðasta hljóti »að
teljast í meira lagi kyndugt«. Léleg
var veiðin víðast hvar, sums staðar
afar léleg. Hins vegar brá svo við
að í Rangánum veiddist meira en
nokkru sinni fyrr, jafnvel svo ótrú-
legt mátti kalla. Aukningin er talin
stafa »af gífurlegum sleppingum
gönguseiða sem hafa verið vatns-
vanin í tjörnum upp með báðum
ánum, Eystri- og Ytri-Rangá.« Þar
á móti var hrapið einna tilfinnanleg-
ast í húnvetnsku ánum.
Sem fyrr hafa veiðimenn áhyggj-
ur af eldisfiski sem gerir sig heima-
kominn í ánum. Sérstakur kafli er
þarna um silungsveiði. En silungs-
veiðimenn kræktu margir í fiska
sem að stærðinni til gáfrn lítt eftir
laxinum. Ekki voru veiðimennirnir
þó allir háir í loftinu. Og ekki mun
títt að laxveiðimenn bleyti línuna
til að krækja í silung. Silúngsveiði-
hópurinn er annars konar. »Það er
ívið minna stress í silungsveiðinni
en í láxveiðinni,« stendur undir einni
myndinni. Og er vafalaust hárrétt.
Laxveiðin hefur verið, er og verð-
ur konungleg íþrótt. Upplýst er að
Karl Bretaprins hafi ætlað að koma
og veiða í Kjarrá. En þá varð hann
fyrir því óláni að handleggsbrotna,
blessaður öðlingurinn, svo ekkert
varð úr ferðinni.
Enn er reynt að semja um kvóta-
kaup við Færeyinga en gengur treg-
lega. Bátarnir, sem stunda þar lax-
veiðar, 'éru nokkuð margir. Boðið
er upp á að semja við alla eða eng-
an. I því liggur vandinn. Betur gekk
í Borgarfirði. »Veiðimenn munu því
hittast í netalausum Borgarfirði
næsta sumar.«
Nokkuð er fjallað um verð og
veiðileigu, en hún hefur sums stað-
ar farið hækkandi, jafnvel svo að
leyfin hafa ekki gengið út. Menn
vilja fá eitthvað fyrir peningana
sína. Og minnkandi veiði en hækk-
andi leiga er dæmi sem gengur
ekki upp endalaust. Afleiðingin: »Æ
fleiri drífa sig nú til Skotlands og
fara þar í lax- og silungsveiðar.
Bæði gera menn þetta til þess að
lengja veiðitímann og fá tilbreyt-
ingu en umhverfi skosku ánna er
öðruvísi en menn eiga að venjast
hér á landi og þykir þar undrafag-
urt á sinn hátt.«
í framhaldi af þessu má spyija
hví mönnum hafi ekki hugkvæmst
að fegra umhverfi íslensku ánna,
t.d. með því að auka þar kjarrgróð-
ur sem víða sprytti upp jafnskjótt
sem friðað væri fyrir beit? Ofan
grasi vaxinna árbakka taka víða
við ber holt eða móar, nagaðir ofan
í rót af búpeningi. Veiðiskapurinn
einn veitir aldrei nema hluta
ánægjunnar. Sumardýrðin, útivistin
og umhverfið varðar eins mikið eða
meira. Væri umhverfið fegurra
mundu minningarnar frá sumrinu
verða ennþá ljúfari og litmyndirnar
í Stangaveiðinni ennþá grænni.
Í-IÝASINTUR
FYRIR JÓIIN.
VZterkurog
L/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!