Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESBMBER 1990 Þjóðleikhúsið: Ahugi fyrir hendi en peninga skortir Norræna húsið: Hulda Guðrún Geirsdótt- ir heldur ljóðatónleika HULDA Guðrún Geirsdóttir sópransöngkona heldur ljóða- tónleika í Norræna húsinu fimmtudaginn 27. desember næstkomandi kl. 20.30. Með henni leika Ólafur Vignir AI- bertsson á píanó og Kristinn H. Arnason á gítar, en á efnis- skránni eru verk eftir J. Sibel- ius, L. Berkeley og R. Strauss auk íslenskra ljóða. Hulda Guðrún Geirsdóttir lauk 8. stigs prófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1989, en að því loknu hélt hún utan til frekara náms. í fyrra- vetur sótti hún söngtíma hjá prof- essor Hanno Blaschke í Mnchen, en nú stundar hún nám við fram- haldsdeild Richard Strauss Kons- ervatorium þar í borg undir hand- leiðslu frú Ursulu Hirschberger. ÞJOÐLEIKHUSSTJORI hefur sent Morgunblaðinu til birtingar bréf hans til Asgeirs Magnússon- ar bæjarsljóra dagsett 13. des- ember: Vegna samþykktar bæjarstjórn- ar Neskaupstaðar varðandi leik- verkefni Þjóðleikhússins Næturgal- ann vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Enginn frá Neskaupstað hefur haft samband við undirritað- ann og vísa ég því þar af leiðandi á bug að einhveijar yfirlýsingar frá Þjóðleikhúsinu liggi fyrir í þessu efni. 2. Hins vegar hafði fræðslu- stjóri Austurlands, Guðmundur Magnússon, samband við mig og spurðist fyrir um þessa sýningu og hvort til stæði að hún færi út á land og svaraði ég því þannig, að það væri eindregin ósk okkar í Þjóð- leikhúsinu að geta sent þessa sýn- ingu sem víðast um landið, en vegna mikils niðurskurðar á fjárframlagi til leikhússins á yfirstandandi ári sjáum við okkur ekki fært að gera það á þessu ári, 1990, en brátt kæmi í ljós hvaða svigrúm við hefð- um á því næsta, því fjárlög verða afgreidd fyrir jól. 3. Rétt er að taka fram, að það var fyrirhugað af okkar hálfu að nota þann tíma, sem Þjóðleikhús- byggingin væri lokuð, til þess að vera með öfluga Ieikstarfsemi ann- Sjávarútvegsráðuneytið: Oheimilt að veiða umfram úthlut- að aflamark í ár ars staðar og þá einkum á lands- byggðinni, en vegna ríflega þriðj- ungs niðurskurðar fjárframlags til reksturs á þessu ári reyndist það ekki kleift, okkur til sárra von- brigða. Laun eru um 85% af rekstr- arkostnaði Þjóðleikhússins og leik- ferðir eru mjög dýrar, því er aug- ljóst að ef um niðurskurð er að ræða þá verða þær fyrst fyrir val- inu, því er ekki rétt, sem fram kem- ur í Þjóðviljanum, að hér sé ekki um peningaspursmál að ræða, því viljann og áhugann skortir ekki hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þá má benda á að Þjóðleikhúsið fær ekki sérgreinda fjárveitingu til leikferða eins og Sinfóníuhljómsveit íslands, sem fær 10% af innheimtum skemmtanaskatti til ferðalaga um landið. 4. Loks vil ég taka það skýrt fram, að það er á áætlun hjá Þjóð- leikhúsinu að fara með þetta verk- efni og raunar fleiri í leikferðir út á landsbyggðina, enda sjálfsögð skylda leikhússins. Virðingarfyllst, f.h. Þjóðleikhússins, Gísli Alfreðsson. Sjávarútvegsráðuneytið vill vekja athygli á að núgildandi lög um stj’órn fiskveiða falla úr gildi um áramótin. Af því leiðir meðal ann- ars að óheimilt er að veiða 5% umfram úthlutað aflamark, eða afla- hámark, á þessu ári og draga þann umframafla frá aflaheimildum næsta árs, eins og leyfilegt hefui Útgerðarmenn eru minntir á að stöðva veiðar þegar úthlutuðum aflaheimildum í ár er náð, þannig að ekki komi til sviptingar veiði- leyfa og upptöku afla. Jafnframt er áréttað að flutningur aflamarks milli skipa tekur ekki gildi fyrr en sjávarútvegsráðuneytið hefur stað- fest móttöku tilkynningar um flutn- verið síðustu 2 ár. ing. Þar af- leiðandi verða allar til- kynningar um xflutning aflamarks milli skipa að hafa borist ráðuneyt- inu áður en veiðar úr því aflamarki hefjast. Tilkynningar um flutning aflamarks, sem berast eftir áramót- in, verða. ekki teknar til greina, segir í fréttatilkynningu frá sjávar- útvegsráðuneytinu. Hulda Guðrún Geirsdóttir, Kristinn H. Árnason og Ólafur Vign- ir Albertsson. Myndin er af bornum rétt innan við Hvamm í Dýrafirði. Dýrafjörður: Borað eftir vatni Þingeyri. FYRIR skömmu voru Jarðboran- ir hf. á ferð í Dýrafirði til að bora eftir vatni fyrir Þingeyri. Nú er vatn á Þingeyri fengið úr lindum í Ausudal og sjá menn fram á að vatn þaðan dugi ekki í framtíð- inni. í langvarandi frostum seinni hluta vetrar hefur vatnið tæplega verið nóg. Boraðar voru tvær 25 metra djúpar holur og fást a.m.k. 25 lítrar á sekúndu úr þeim. A næsta ári verður síðan unnið við að virkja þessar holur og tengja við aðalæð. Þannig ætti að vera tryggt að ekki ætti að skorta gott vatn á Þing- eyri í náinni framtíð, að sogn Jónas- ar Ólafssonar, sveitarstjóra Þing- eyrarhrepps. - Gunnar Eiríkur Búðardalur: Nemendur vinna með skáld- skap Jóhannesar úr Kötlum Nemendur skólans skila frá sér verkefnum um Jóhannes úr Kötlum. EINS OG áður hefur komið fram var nýverið afhjúpaður í Búðar- dal minnisvarði um Jóhannes úr Kötlum. í framhaldi af því var ákveðið að taka sérstaklega til umfjöllunar í Grunnskóla Búðar- dals verk skáldsins. Kennarar undirbjuggu verkefnið og nemendum var skipt í 3 hópa eftir aldri. Hóparnir unnu svo á margvíslegan hátt með skáldskap Jóhannesar. Ljóð voru lesin og æfð framsögn, ljóð voru myndskreytt og leikin leikrit. Nemendur í 10 og 12 ára hópnum æfðu söng og allir nemendur skólans lærðu ljóðið um Laxárdal við Iag Jóns frá Ljárskóg- um. Þessi vinna var mjög skemmti- leg og vakti athygli nemendanna á því hve skáldskapur Jóhannesar er yfirgripsmikill og margbrotinn. Einnig vakti það undrun nemend- anna hversu margir vinsælir textar við margs konar ljóð, bæði barna- ljóð og önnur, eru eftir Jóhannes úr Kötlum. Nemendur í elsta hópn- um, 13 og 15 ára, völdu sér allir eitt ljóð eftir skáldið og lásu á sal við skil á verkefninu og var mjög skemmtilegt að sjá og heyra að allir virtust geta fundið eitthvað sem höfðaði til þeirra og eins hversu ólík ljóð nemendur völdu sér. I Grunnskólanum á Búðardal er það venja að taka fyrir eitthvert ákveðið efni sem allir nemendur vinna með, einu sinni til tvisvar yfir veturinn. Þá er hefðbundinni stundaskrá ýtt að mestu til hliðar í nokkra daga og síðan er safnast saman og gerð skil á verkefnum í máli og myndum. Minnisvarði um Jóhannes úr Kötlum er staðsettur á lóð skólans og var því vel við hæfi að velja verk hans til umfjöll- unar að þessu sinni. - Krisljana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.