Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 44

Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESBMBER 1990 Þjóðleikhúsið: Ahugi fyrir hendi en peninga skortir Norræna húsið: Hulda Guðrún Geirsdótt- ir heldur ljóðatónleika HULDA Guðrún Geirsdóttir sópransöngkona heldur ljóða- tónleika í Norræna húsinu fimmtudaginn 27. desember næstkomandi kl. 20.30. Með henni leika Ólafur Vignir AI- bertsson á píanó og Kristinn H. Arnason á gítar, en á efnis- skránni eru verk eftir J. Sibel- ius, L. Berkeley og R. Strauss auk íslenskra ljóða. Hulda Guðrún Geirsdóttir lauk 8. stigs prófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1989, en að því loknu hélt hún utan til frekara náms. í fyrra- vetur sótti hún söngtíma hjá prof- essor Hanno Blaschke í Mnchen, en nú stundar hún nám við fram- haldsdeild Richard Strauss Kons- ervatorium þar í borg undir hand- leiðslu frú Ursulu Hirschberger. ÞJOÐLEIKHUSSTJORI hefur sent Morgunblaðinu til birtingar bréf hans til Asgeirs Magnússon- ar bæjarsljóra dagsett 13. des- ember: Vegna samþykktar bæjarstjórn- ar Neskaupstaðar varðandi leik- verkefni Þjóðleikhússins Næturgal- ann vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Enginn frá Neskaupstað hefur haft samband við undirritað- ann og vísa ég því þar af leiðandi á bug að einhveijar yfirlýsingar frá Þjóðleikhúsinu liggi fyrir í þessu efni. 2. Hins vegar hafði fræðslu- stjóri Austurlands, Guðmundur Magnússon, samband við mig og spurðist fyrir um þessa sýningu og hvort til stæði að hún færi út á land og svaraði ég því þannig, að það væri eindregin ósk okkar í Þjóð- leikhúsinu að geta sent þessa sýn- ingu sem víðast um landið, en vegna mikils niðurskurðar á fjárframlagi til leikhússins á yfirstandandi ári sjáum við okkur ekki fært að gera það á þessu ári, 1990, en brátt kæmi í ljós hvaða svigrúm við hefð- um á því næsta, því fjárlög verða afgreidd fyrir jól. 3. Rétt er að taka fram, að það var fyrirhugað af okkar hálfu að nota þann tíma, sem Þjóðleikhús- byggingin væri lokuð, til þess að vera með öfluga Ieikstarfsemi ann- Sjávarútvegsráðuneytið: Oheimilt að veiða umfram úthlut- að aflamark í ár ars staðar og þá einkum á lands- byggðinni, en vegna ríflega þriðj- ungs niðurskurðar fjárframlags til reksturs á þessu ári reyndist það ekki kleift, okkur til sárra von- brigða. Laun eru um 85% af rekstr- arkostnaði Þjóðleikhússins og leik- ferðir eru mjög dýrar, því er aug- ljóst að ef um niðurskurð er að ræða þá verða þær fyrst fyrir val- inu, því er ekki rétt, sem fram kem- ur í Þjóðviljanum, að hér sé ekki um peningaspursmál að ræða, því viljann og áhugann skortir ekki hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þá má benda á að Þjóðleikhúsið fær ekki sérgreinda fjárveitingu til leikferða eins og Sinfóníuhljómsveit íslands, sem fær 10% af innheimtum skemmtanaskatti til ferðalaga um landið. 4. Loks vil ég taka það skýrt fram, að það er á áætlun hjá Þjóð- leikhúsinu að fara með þetta verk- efni og raunar fleiri í leikferðir út á landsbyggðina, enda sjálfsögð skylda leikhússins. Virðingarfyllst, f.h. Þjóðleikhússins, Gísli Alfreðsson. Sjávarútvegsráðuneytið vill vekja athygli á að núgildandi lög um stj’órn fiskveiða falla úr gildi um áramótin. Af því leiðir meðal ann- ars að óheimilt er að veiða 5% umfram úthlutað aflamark, eða afla- hámark, á þessu ári og draga þann umframafla frá aflaheimildum næsta árs, eins og leyfilegt hefui Útgerðarmenn eru minntir á að stöðva veiðar þegar úthlutuðum aflaheimildum í ár er náð, þannig að ekki komi til sviptingar veiði- leyfa og upptöku afla. Jafnframt er áréttað að flutningur aflamarks milli skipa tekur ekki gildi fyrr en sjávarútvegsráðuneytið hefur stað- fest móttöku tilkynningar um flutn- verið síðustu 2 ár. ing. Þar af- leiðandi verða allar til- kynningar um xflutning aflamarks milli skipa að hafa borist ráðuneyt- inu áður en veiðar úr því aflamarki hefjast. Tilkynningar um flutning aflamarks, sem berast eftir áramót- in, verða. ekki teknar til greina, segir í fréttatilkynningu frá sjávar- útvegsráðuneytinu. Hulda Guðrún Geirsdóttir, Kristinn H. Árnason og Ólafur Vign- ir Albertsson. Myndin er af bornum rétt innan við Hvamm í Dýrafirði. Dýrafjörður: Borað eftir vatni Þingeyri. FYRIR skömmu voru Jarðboran- ir hf. á ferð í Dýrafirði til að bora eftir vatni fyrir Þingeyri. Nú er vatn á Þingeyri fengið úr lindum í Ausudal og sjá menn fram á að vatn þaðan dugi ekki í framtíð- inni. í langvarandi frostum seinni hluta vetrar hefur vatnið tæplega verið nóg. Boraðar voru tvær 25 metra djúpar holur og fást a.m.k. 25 lítrar á sekúndu úr þeim. A næsta ári verður síðan unnið við að virkja þessar holur og tengja við aðalæð. Þannig ætti að vera tryggt að ekki ætti að skorta gott vatn á Þing- eyri í náinni framtíð, að sogn Jónas- ar Ólafssonar, sveitarstjóra Þing- eyrarhrepps. - Gunnar Eiríkur Búðardalur: Nemendur vinna með skáld- skap Jóhannesar úr Kötlum Nemendur skólans skila frá sér verkefnum um Jóhannes úr Kötlum. EINS OG áður hefur komið fram var nýverið afhjúpaður í Búðar- dal minnisvarði um Jóhannes úr Kötlum. í framhaldi af því var ákveðið að taka sérstaklega til umfjöllunar í Grunnskóla Búðar- dals verk skáldsins. Kennarar undirbjuggu verkefnið og nemendum var skipt í 3 hópa eftir aldri. Hóparnir unnu svo á margvíslegan hátt með skáldskap Jóhannesar. Ljóð voru lesin og æfð framsögn, ljóð voru myndskreytt og leikin leikrit. Nemendur í 10 og 12 ára hópnum æfðu söng og allir nemendur skólans lærðu ljóðið um Laxárdal við Iag Jóns frá Ljárskóg- um. Þessi vinna var mjög skemmti- leg og vakti athygli nemendanna á því hve skáldskapur Jóhannesar er yfirgripsmikill og margbrotinn. Einnig vakti það undrun nemend- anna hversu margir vinsælir textar við margs konar ljóð, bæði barna- ljóð og önnur, eru eftir Jóhannes úr Kötlum. Nemendur í elsta hópn- um, 13 og 15 ára, völdu sér allir eitt ljóð eftir skáldið og lásu á sal við skil á verkefninu og var mjög skemmtilegt að sjá og heyra að allir virtust geta fundið eitthvað sem höfðaði til þeirra og eins hversu ólík ljóð nemendur völdu sér. I Grunnskólanum á Búðardal er það venja að taka fyrir eitthvert ákveðið efni sem allir nemendur vinna með, einu sinni til tvisvar yfir veturinn. Þá er hefðbundinni stundaskrá ýtt að mestu til hliðar í nokkra daga og síðan er safnast saman og gerð skil á verkefnum í máli og myndum. Minnisvarði um Jóhannes úr Kötlum er staðsettur á lóð skólans og var því vel við hæfi að velja verk hans til umfjöll- unar að þessu sinni. - Krisljana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.