Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 ■öooi iiain/ir. .. ■ ■ Harmonikkufélag Reykjavíkur. ■ HLJÓMSVEIT Harmonikufé- lags Reykjavíkur leikur nokkur lög í verslunarmiðstöðinni Nýjabæ, Eiðistorgi, Seltjarnarnesi nk. laugardag 22. desember ki. 16.00. Sunnudaginn 30. desember kl. 15.30 stendur Harmonikufélagið fyrir jólaballi fyrir bönr í Tónabæ. Harmonikufélag Reykavíkur var stofnað 1986. Félagið hefur það að markmiði að efla harmonikutónlist hérlendis og gefa almenningi kost á að njóta hennar. Allir geta orðið félagar sem styðja vilja framgang harmonikunar. Félagið rekur nú hljómsveit skipuð rúmlega 40 hljóð- færaleikurum. Karl Jónatansson er stjórnandi hennar. ■ HLJÓMSVEITIN D.B.D kem- ur fram helgina 21.-22. desember á nýjum skemmtistað Lídó (áður Nýja bíó). Hljómsveitin hefur tekið nokkr- um mannabreytinum frá stofnun og nýjasta skipan hljómsveitarinnar er: Friðrik Karlsson, gítar, Birgir Bragason, bassi, Þórður Bogason, söngur, Jósep Sigurðsson, hljóm- borð, Jón Guðmundsson, gítar og á trommum er Rógue á Ráguu. ■ VERSLANIR í Kringlunni verða opnar legur föstudag og laug- ardag. Þessa daga verður opið til kl. 22. A aðfangadag er opið frá kl. 9 til 12. Þá hefur bílastæðum verið ijölgað tímabundið við Kringluna. Tekist hefur með velvild nágranna Kringlunnar að fjölga nú í jólatíðinni bílastæðum fyrir viðskiptavini Kringlunnar. Síðustu daga fyrir jól verða rúmlega 2500 bílastæði til af- nota fyrir viðskiptavini við og í næsta nágrenni hússins. Viðbótabílastæð- um er m.a. sunnan við Kringluna, á lóð Verslunarskólans, sunnan við prentsmiðju Morgunblaðsins og starfsmannastæði austan við Kringl- una. Þá er heimilt að leggja á gras- svæði norðan við Hús verslunarinnar ef jörð verður frosin. í Kringluijpi er nú jólastemming. Fram að jólum munu m.a. félgar úr Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar leika í nokkur skipti í göngugötum og jólasveinar verða eitthvað á ferðinnni í húsinu. Þar sem Þorláksmessa er nú á sunnudegi verða verslanir lokaðar þann dag og vegna lengri afgreiðslutíma fyrir jól verða flest fyrirtæki í Kringlunni lok- uð 27. desember og starfsfólk í fríi. Þó verður opið í Ingólfsapóteki, áfengisversluninni, Búnaðarbankan- um, Fjárfestingafélaginu, gleraugna- versluninni, Hans Petersen, Flugleið- ir, pósthúsinu, hjá læknum og á Hard Rock Café. (Fréttatilkynning) Jólatrésala Víkings VÍKINGAR selja jólatré fyrir jólahátíðina eins og í fyrra. Þeir eru með aðstöðu innan- húss, í félagsheimilinu við Stjörnugróf. í dag opna Víkingar klukkan 10 árdegis og hafa opið til kl. 22. Á morgun og á Þorláks- messu verður opið frá kl. 10 til 22 og á aðfangadag frá kl. 10 til 12. Auk jólatijánna selja Víking- ar gos, konfekt, ávexti o.fl. Dagskráí Gamla mið- bænum á laugardag ALLAR verslanir í Gamla mið- bænum verða opnar til klukkan 23 laugardaginn 22. desember nk. og þann dag verður Félagið í Miðbænum með sérstaka dag- skrá i Gamla miðbænum. Dagskráin hefst klukkan 12 með því að gamlir íslenskir fánar verða dregnir að húni á Geysisplaninu Vesturgötu 1. Hjálpræðisherinn verður með hljóðfæraslátt og söng á horni Austurstrætis og Pósthús- strætis frá kl. 13 og börnum verður boðið að sitja í listikerru, sem Fifi- nella dregur um bæinn frá kl. 13.30. Hún leggur af stað frá Víkurgarði á horni Aðalstrætis og Kirkjustræt- is. Þá syngur Dómkórinn á Geysis- plani frá kl. 14 og kór Austurbæjar- skólans syngur í Hlaðvarpaportinu Vesturgötu 3 frá kl. 14.30. Grýla flengir hins vegar börnin í Hlað- varpaportinu frá kl. 15 og Fifinella fer aftur af stað með bömin frá Víkurgarði kl. 15.30. Hljómsveitim- ar Langi Seli og skuggarnir, Súld, Vinir Dóra og Síðan skein sól leika í Hlaðvarpaportinu kl. 16-17. Lúðrasveitin Svanur mun einnig leika víðs vegar í Gamla miðbænum og ung skáld lesa úr verkum sínum á milli atriða í Hlaðvarpaportinu. Þá verða Grýla og jólasveinamir á vappi um svæðið og um kvöldið verður dagskrá á Lækjartorgi. i^YNDAMOI 6sn33 fltorgiitttfrifoMfe Sfðasla sakaniáiasagan er spennuhlaðin frásögn, full af óvamtuin uppákomum og inikluin húmor. Sérvitur kennari dregsl fyrir tilviljun inn í atburða- rás ofbeldis, niorðs og eilurlyfjasmygls, þar sem við sögu koma m.a. slór- athafnainaður f Reykjavík, ulanríkisráðherra og tvíburadælur hans. Ilöfundur fléllar saman spennusögu, gamansögu og fagurbókmennlir á nýslár- legan hátt. Björgúlfur Ólafsson er ungur rilhöfundur sem 'lilaul mikið lof gagnrýnenda á síðasla ári lyrir íyrstu bók sína llversdagsskór og skýjaborgir. I,'jrsta bókin lofaði góðu og Síðasla sakamálasagan sýnir að Björgúlfur liefur í engu brugðisl þeim vænt- inguni sem gerðar voru til hans. SKEMMTILEG BÓK eftir höfund bókarinnar Hversdagsskór og skýjaborgir sem kom út í fyrra og blaut mikið lof gagnrýnenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.