Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990
■öooi iiain/ir. .. ■ ■
Harmonikkufélag Reykjavíkur.
■ HLJÓMSVEIT Harmonikufé-
lags Reykjavíkur leikur nokkur
lög í verslunarmiðstöðinni Nýjabæ,
Eiðistorgi, Seltjarnarnesi nk.
laugardag 22. desember ki. 16.00.
Sunnudaginn 30. desember kl.
15.30 stendur Harmonikufélagið
fyrir jólaballi fyrir bönr í Tónabæ.
Harmonikufélag Reykavíkur var
stofnað 1986. Félagið hefur það að
markmiði að efla harmonikutónlist
hérlendis og gefa almenningi kost
á að njóta hennar. Allir geta orðið
félagar sem styðja vilja framgang
harmonikunar. Félagið rekur nú
hljómsveit skipuð rúmlega 40 hljóð-
færaleikurum. Karl Jónatansson er
stjórnandi hennar.
■ HLJÓMSVEITIN D.B.D kem-
ur fram helgina 21.-22. desember á
nýjum skemmtistað Lídó (áður Nýja
bíó). Hljómsveitin hefur tekið nokkr-
um mannabreytinum frá stofnun og
nýjasta skipan hljómsveitarinnar er:
Friðrik Karlsson, gítar, Birgir
Bragason, bassi, Þórður Bogason,
söngur, Jósep Sigurðsson, hljóm-
borð, Jón Guðmundsson, gítar og á
trommum er Rógue á Ráguu.
■ VERSLANIR í Kringlunni
verða opnar legur föstudag og laug-
ardag. Þessa daga verður opið til kl.
22. A aðfangadag er opið frá kl. 9
til 12. Þá hefur bílastæðum verið
ijölgað tímabundið við Kringluna.
Tekist hefur með velvild nágranna
Kringlunnar að fjölga nú í jólatíðinni
bílastæðum fyrir viðskiptavini
Kringlunnar. Síðustu daga fyrir jól
verða rúmlega 2500 bílastæði til af-
nota fyrir viðskiptavini við og í næsta
nágrenni hússins. Viðbótabílastæð-
um er m.a. sunnan við Kringluna, á
lóð Verslunarskólans, sunnan við
prentsmiðju Morgunblaðsins og
starfsmannastæði austan við Kringl-
una. Þá er heimilt að leggja á gras-
svæði norðan við Hús verslunarinnar
ef jörð verður frosin. í Kringluijpi
er nú jólastemming. Fram að jólum
munu m.a. félgar úr Sinfóníuhljóm-
sveit æskunnar leika í nokkur skipti
í göngugötum og jólasveinar verða
eitthvað á ferðinnni í húsinu. Þar sem
Þorláksmessa er nú á sunnudegi
verða verslanir lokaðar þann dag og
vegna lengri afgreiðslutíma fyrir jól
verða flest fyrirtæki í Kringlunni lok-
uð 27. desember og starfsfólk í fríi.
Þó verður opið í Ingólfsapóteki,
áfengisversluninni, Búnaðarbankan-
um, Fjárfestingafélaginu, gleraugna-
versluninni, Hans Petersen, Flugleið-
ir, pósthúsinu, hjá læknum og á
Hard Rock Café.
(Fréttatilkynning)
Jólatrésala
Víkings
VÍKINGAR selja jólatré fyrir
jólahátíðina eins og í fyrra.
Þeir eru með aðstöðu innan-
húss, í félagsheimilinu við
Stjörnugróf.
í dag opna Víkingar klukkan
10 árdegis og hafa opið til kl.
22. Á morgun og á Þorláks-
messu verður opið frá kl. 10 til
22 og á aðfangadag frá kl. 10
til 12.
Auk jólatijánna selja Víking-
ar gos, konfekt, ávexti o.fl.
Dagskráí
Gamla mið-
bænum á
laugardag
ALLAR verslanir í Gamla mið-
bænum verða opnar til klukkan
23 laugardaginn 22. desember
nk. og þann dag verður Félagið
í Miðbænum með sérstaka dag-
skrá i Gamla miðbænum.
Dagskráin hefst klukkan 12 með
því að gamlir íslenskir fánar verða
dregnir að húni á Geysisplaninu
Vesturgötu 1. Hjálpræðisherinn
verður með hljóðfæraslátt og söng
á horni Austurstrætis og Pósthús-
strætis frá kl. 13 og börnum verður
boðið að sitja í listikerru, sem Fifi-
nella dregur um bæinn frá kl. 13.30.
Hún leggur af stað frá Víkurgarði
á horni Aðalstrætis og Kirkjustræt-
is.
Þá syngur Dómkórinn á Geysis-
plani frá kl. 14 og kór Austurbæjar-
skólans syngur í Hlaðvarpaportinu
Vesturgötu 3 frá kl. 14.30. Grýla
flengir hins vegar börnin í Hlað-
varpaportinu frá kl. 15 og Fifinella
fer aftur af stað með bömin frá
Víkurgarði kl. 15.30. Hljómsveitim-
ar Langi Seli og skuggarnir, Súld,
Vinir Dóra og Síðan skein sól leika
í Hlaðvarpaportinu kl. 16-17.
Lúðrasveitin Svanur mun einnig
leika víðs vegar í Gamla miðbænum
og ung skáld lesa úr verkum sínum
á milli atriða í Hlaðvarpaportinu.
Þá verða Grýla og jólasveinamir á
vappi um svæðið og um kvöldið
verður dagskrá á Lækjartorgi.
i^YNDAMOI
6sn33
fltorgiitttfrifoMfe
Sfðasla sakaniáiasagan er
spennuhlaðin frásögn, full
af óvamtuin uppákomum og
inikluin húmor.
Sérvitur kennari dregsl
fyrir tilviljun inn í atburða-
rás ofbeldis, niorðs og
eilurlyfjasmygls, þar sem
við sögu koma m.a. slór-
athafnainaður f Reykjavík,
ulanríkisráðherra og
tvíburadælur hans.
Ilöfundur fléllar saman
spennusögu, gamansögu og
fagurbókmennlir á nýslár-
legan hátt.
Björgúlfur Ólafsson er
ungur rilhöfundur sem
'lilaul mikið lof gagnrýnenda
á síðasla ári lyrir íyrstu bók
sína llversdagsskór og
skýjaborgir.
I,'jrsta bókin lofaði góðu og
Síðasla sakamálasagan
sýnir að Björgúlfur liefur í
engu brugðisl þeim vænt-
inguni sem gerðar voru til
hans.
SKEMMTILEG BÓK
eftir höfund bókarinnar Hversdagsskór
og skýjaborgir sem kom út í fyrra og blaut
mikið lof gagnrýnenda.