Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 293. tbl. 78. árg. FOSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Edúard Shevardnadze segir af sér og varar við sókn einræðis- og afturhaldsafla í Sovétríkjunum: Get ekki sætt mig við þjáning- arnar sem vofa yfir þjóðinni Gorbatsjov fordæmir ákvörðun ut- anríkisráðherrans og segir hana ófyr- irgefanlega á svo erfiðum tímum Moskvu. Reuter. ÞINGMENN á fulltrúaþing-i Sovétríkjanna sátu agndofa í gær undir tilfinningaþrunginni ræðu Edúards Shevardnadze utanríkisráðherra sem sagðist ætla að láta af embætti vegna yfirvofandi valdatöku einræð- is- og afturhaldsafla og vaxandi gagnrýni á sfefnu hans og störf. Sagði ráðherrann, sem gegnt hefur embætti frá 1985, að það hefði verið dropinn sem fyllti mælinn að þurfa að hlýða á þingmenn úr röðum háttsettra herforingja hreykja sér af því opinberlega að hafa þegar hrakið nokkra þekkta umbótasinna og stuðningsmenn Gorbatsjovs úr embætti. Harðlínumenn hefðu staðið fyrir ofsóknum og rógsherferð gegn sér. „Lesið blöðin. Ég vil ekki greina frá nöfnum en mér finnst að við ættum að velta fyrir okkur í alvöru hver stendur á bak við þessa félaga. Hvað er að gerast? Hvers vegna snýst enginn gegn þeim?“ spurði Shevardnadze þingheim. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði utanríkisráðherrann ekki hafa ráðgast við sig áður en hann flutti ræðuna. Sagði Sovétleiðtoginn það „ófyrirgefanlegi" að hverfa úr embætti á svo miklum erfiðleikatímum en bætti við að utanríkisstefn- an yrði óbreytt. Rauða hersins hefðu reynt að þvinga Gorbatsjov til að beita hervaldi gegn sjálfstæðishreyfingurn í einstökum lýðveldum ríkisins. Utvarpið hafði einnig eftir heimildarmönnum að af- sögn Shevardnadze væri nátengd þeim mannaskiptum sem yrðu innan skamms í ríkisstjórninni þegar nýtt fyrirkomulag tekur við og Gorbatsjov fær úrslitavald yfir ráðherrum. Shevardvnadze féllst á beiðni Gor- batsjovs um að gegna embætti þar til eftirmaður hefði verið skipaður en talsmaður utanríkisráðuneytisins, Vítalíj Tsjúrkín, sagði að afsögnin yrði ekki tekin aftur. „Ráðherrann er sannfærður um að hann verði að færa þessa fórn til að bjarga ávinn- ingum hins unga lýðræðis okkar.“ Gorbatsjov sagði þingmönnum að hann hefði viljað að Shevardnadze tæki við nýju og áhrifamiklu emb- ætti varaforseta Sovétríkjartna en ekki yrði ákveðið neitt í því sam- bandi núna. Hann vildi ekki útiloka að Shevardnadze kæmi enn til greina í embættið. Sjá ennfremur fréttir á miðopnu. Shevardnadze ræddi um andstöðu við stefnu stjórnvalda í Persaflóadeil- unni en harðlínumenn hafa gagnrýnt samstöðu Mo'skvustjórnarinnar með Vesturveldunum. Hann varði stefnu sína einarðlega, hún byggðist á því að höfð væru í heiðri hefðbundin gildi í samskiptum siðaðra þjóða. Sovétmenn hefðu ekki með nokkru móti getað látið átölulaust að írakar legðu undir sig lítið og varnarlaust land. Hann vék að árásum harðlínu- manna á sig. „Einræðishyggjunni vex stöðugt ásmegin, umbótasinnar hafa látið undan síga. Enginn veit hvers konar einræði tekur við eða hver mun verða einræðisherra,“ sagði Shevardnadze og röddin skalf. „Ég get ekki sætt mig við þjáning- arnar sem vofa yfir þjóðinni.“ Hann sagði afsögn sína mótmæli gegn yfir- vofandi einræði en lýsti þakklæti sínu og vináttu í garð Gorbatsjovs. Harðlínumaðurinn Viktor Alksnis ofursti kom í ræðustól á eftir utanrík- isráðherranum og sagði afsögnina „skref í rétta átt“. Að sögn breska útvarpsins BBC sagði Shevardnadze að yfirmenn Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, ávarpar fulltrúaþing landsins í gær. Reuter Utanríkisráðherra Lettlands: Shevardnadze studdi sjálf- stæði Eystrasaltsþjóða París. Bonn. Brussel. New York. Kaupmannahöfn. Reuter VESTRÆNIR leiðtogar létu í gær í ljós áhyggjur og undrun með þá ákvörðun Edúards Shevardnadze að segja af sér starfi utanríkisráð- herra Sovétríkjanna. Janis Jurk- ans og Lennart Meri, utanríkisráð- lierrar Lettlands og Eistlands, sögðu Eystrasaltsríkin hafa misst Persaflóadeilan: Tyrkir óska eftir herþotum frá Atlantshafsbandalaginu Brussel. Reuter. TYRKNESK stjórnvöld hafa óskað eftir því að Atlantshafsbandalag- ið (NATO) sendi orrustuþotur til Tyrklands vegna stríðshættunnar við Persaflóa, að því er háttsettur embættismaður skýrði frá í gær. Þetta er í fyrsta skipti í sögu bandalagsins sem aðildarríki þess óskar eftir slíkri aðstoð vegna stríðshættu. Heimildarmaðurinn taldi næsta öruggt að bandalagið yrði við beiðninni. NATO lofaði fyrr í vikunni að koma Tyrkjum til varn- ar yrði ráðist á þá. Orrustuþoturnar sem Tyrkir ósk- uðu eftir fylgja AMF-sveitunum, sem gegna því hlutverki að bregð- ast skjótt við ef stríð skellur á og fara strax á vettvang. Þær eru skip- aðar hennönnum frá nokkrum NATO-ríkjum, hafa æft reglulega í Tyrklandi og þeim fylgja venjulega um 40 orrustuþotur frá Ítalíu, Belgíu og Þýskalandi. Þær voru stofnaðar árið 1960 og hafa aldrei verið kallaðar út vegna stríðshættu. „Ákvörðun verður tekin um ósk Tyrkja mjög bráðlega,“ sagði heim- ildarmaðurinn sem ekki vildi láta nafns síns getið. Calvin Waller, aðstoðaryfirmaður bandaríska heraflans við Persaflóa, sagði að hersveitir Bandaríkja- manna yrðu ekki tilbúnar til að ráðast á íraka 15. janúar. Þann dag rennur út sá frestur, sem Samein- uðu þjóðirnar gáfu Irökum til að kalla hersveitir sínar í Kúvæt heim. Waller sagði að undirbúningnum kynni ekki að ljúka fyrr en um miðjan febrúar. Embættismenn bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins vísuðu því á bug að stefnt hefði verið að því að grípa til hernaðarað- gerða um leið og fresturinn rynni út. vin úr sovéska stjórnkerfinu sem stutt hefði sjálfstæðiskröfur ríkjanna. „Afsögn Shevardnadze er upphafið að endalokum Sov- étríkjanna," sagði Jurkans í Kaup- mannahöfn í gær. Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, sagði Shevardnadze aidrei hafa dregið dul á það í sam- tölum þeirra að hann óttaðist að harðstjórn hersins tæki við næði umbótastefna stjórnar Míkhaíls Gor- batsjovs ekki tilætluðum árangri. „Afsögn hans er aðvörun til Vestur- landa,“ sagði Dumas. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að taka yrði alvarlega þá viðvörun Shevardnadze að Sovétríkin væru á góðri leið með að fá yfir sig harðstjórn. Hann sagði Bandaríkjamenn styðja umbætur í Sovétríkjunum fremur en einstakl- inga og þvi yrði vandlega fylgst með framvindu mála. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagðist sleginn yfir ákvörðun She- vardnadze. Of snemmt væri að velta því fyrir sér hvort afsögnin gæti þýtt að dagar Gorbatsjovs væru senn taldir. „Ég vona að hann þrauki," sagði Kohl. Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra tók í sama streng og sagði enn meiri nauðsyn nú en áður að ríki Vestur-Evrópu gerðu allt sem þau gætu til þess að styðja umbótaöflin í Sovétríkjunum. Bæði Genscher og Dumas fóru lofsamleg- um orðum um Shevardnadze og sögðu hann hafa lagt mikið af mörk- um til slökunar og einingar í Evrópu. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist sjá eftir Shevardnadze því hann hefði verið talsmaður þess að styrkja stofnunina. Skýrsla OECD: Spá 2% hagvexti París. Reuler. Persaflóadeilan mun valda samdrætti í Bandaríkjunum en vegna traustrar stöðu í Japan og Þýskalandi verður samt hagvöxtur í iðnríkjunum níunda árið i röð 1991, að sögn Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD). í skýrslu um framtíðarhorfur sem gefin er út tvisvar á ári kemur fram að gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði að meðaltali 2% í aðildarríkjunum 24 en hann var 2,8% á þessu ári. Spáð er 3,4% hagvexti á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.