Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 Almanak og Andvari Békmenntir ErlendurJónsson ALMANAK Hins íslenska þjóðvinafélags 1991. 117 árg. 180 bls. 1990. ANDVARI. Nýr flokkur. 115. árg. 143 bls. Hið íslenska þjóðvinafélag. 1990. Almanakið kemur eins og árs- tíðimar, óbreytt nema hvað skipt er um lit á kápunni. Þorsteinn Sæmundsson sér sem fyrr um hvaðeina sem varðar gang sólar, tungls og jarðar, og Heimir Þor- leifsson um annál liðins árs. Sú var tíð að bændur og sjómenn töldu sér bók þessa öðru fremur ómiss- andi. Vera má að svo sé enn. Svo mikið er víst að margur kann enn að gá til veðurs og hyggur þá jafn- framt að sjávarföllum og tungl- komu og til eru þeir sem treysta meira á eigin dómgreind í þeim efnum en spár sérfróðra. Stjörn- uspáfræðin er alltaf vinsæl. Og hún byggist á stjörnufræðinni. Almennt mun fólk þó vera fáfrótt um það sem yfir höfði vakir. Sumir vita ekki muninn á reikistjörnu og fastastjörnu svo dæmi sé tekið. Slíkir þýrftu manna mest á þessu almanaki að halda. Eigi að síður má telja rit þetta merkilegast fyrir aldurinn. Rætur á það að rekja allt aftur í sjálfstæð- isbaráttuna, enda þótt það beri ekki þann uppruna beinlínis með sér nú. Andvari er einnig kominn til ára sinna, aðeins tveimur árum yngri; virðulegt rit; nú undir ritstjórn Gunnars Stefánssonar. Andvari hefur ekki verið, er ekki, og á ekki að vera dægurmálarit. Þar eiga að birtast ritgerðir sem rannsókn og vinna liggur á bak við. Hefð er fyrir því að Andvari hefjist á rit- gerð um genginn afreksmann. Að þessu sinni ritar Hjálmar R. Ragn- arsson um Jón Leifs. Ritgerðin er tímabært framlag til íslenskrar tón- listarumræðu og felur í sér hvort tveggja: lýsingu á manninum, Jóni Leifs, og úttekt á list hans. Hjálm- ar minnir á að Jón Leifs hafi síðari árin verið þekktastur fyrir baráttu sína fyrir réttindum listamanna. Þess hafi list hans orðið að gjalda. Hjálmar lýsir því hvemig andstæð öfl toguðust á í skapgerð tónskálds- ins. Hann gat verið ofurviðkvæm- ur, en einnig harður ef því var að skipta. Almennra vinsælda naut hann ekki þar sem tónverk hans voru nýstárlegri en svo að fólk vendist þeim á augabragði. Hingáð til hefur verið fátítt að fjallað væri um tónlist í íslenskum tímaritum. Þessi ritgerð Hjálmars boðar vonandi að sú þögn sé nú endanlega rofin. Úr kynjaheimi sagnaskálds nefnist svo hugleiðing um Guð- mund Daníelsson og Blindingsleik hans eftir ritstjórann, Gunnar Stef- ánsson. Blindingsleikur Guðmund- ar og Vikivaki Gunnars Gunnars- sonar hjifa verið títt nefndar skáld- sögur síðari árin, sennilega vegna þess að framúrstefna hefur verið í tísku. Hvorugt mun þó teljast mesta verk síns höfundar. Gunnar Stefánsson telur að ritverk Guð- mundar Daníelssonar hafi stundum verið rangmetin, jafnvel vanmetin, einkum þegar þeim hefur verið stillt upp við hliðina á skáldverkum annarra samtímahöfunda sem meira hafa verið álitnir í takt við tímann. Vafalaust hefur Gunnar þar lög að mæla. Gunnar er öðrum fundvísari þeg- ar hann skyggnir og skilgreinir rit- verk; horfir þá jafnan af nokkuð háum sjónarhóli. Þessi hugleiðing binst þó við það, í og með, að ver- ið er að benda á veilur í staðhæfmg- um annarra og setur það umræðu- efninu vissar skorður. Þegar samtímanum sleppir er venjulega horft til 19. aldarinnar, ellegar þá hinnar 13. Var Snorri Sturiuson upphafsmaður íslend- ingasagna? Þannig spyr Jónas Samkvæmt tillögu Nýs vett- vangs átti að efna til hugmynda- samkeppni um opið göngu- og athafnasvæði við Austurvöll, sem leyst gæti af hólmi göngugötuna í Austurstræti. Þar yrði því „aðlað- andi stjómsýslutorg fyrir til dæm- is útimarkaði, blómasölu, kaffí- veitingar o. fl. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að tillagan væri vafalaust vel meint, en hún gengi hins veg- Jón Leifs Kristjánsson. Efnið stendur honum nærri. Doktorsritgerð hans ijallaði á sínum tíma um eina íslendinga- söguna, Fóstbræðra sögu. Jónas færði ritunartíma hennar fram um eina öld, eða frá því að vera í tölu hinna elstu til þess að vera með hinum yngstu. Rök Jónasar voru fræðileg; vitanlega. Hins sama mátti þó geta sér til af bijóstviti einu saman. Brautryðjendur glíma sjaldnast við form. Það er ekki fyrr en efnismagn og skapandi frum- kvæði tekur að dvína að menn fara að láta sem formið hafí tilgang í sjálfu sér; sé meginmálið. Höfundur Fóstbræðra sögu, hver sem hann nú annars var, lék sér með formið; var sannkallaður íþróttamaður á stíl. Jónas ræðir hér um aldur íslend- ingasagna og telur að unnt sé að ar gegn því deiliskipulagi fyrir miðbæinn, sem samþykkt hefði verið fyrir skömmu. Eðlilegra væri að vinna áfram að þeim tillögum, sem þá hefðu verið samþykktar og ástæðulaust væri að breyta Austurvelli í markaðstorg. Tillaga Nýs vettvangs mætti einnig andstöðu frá fulltrúum hinna minnihlutaflokkanna og var hún dregin til baka að loknum nokkrum umræðum. Borgarstjórn: Fallið frá tillögu um skipulag AusturvaJlar BORGARFULLTRÚAR Nýs vettvangs lögðu fram tillögu um að efnt yrði til hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag á Austurvelli á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn. Tillagan mætti almennri andstöðu og var hún að lokum dregin til baka. mæla hann við aldur handrita; því eldri sem handritin séu því eldri muni saga vera. Bagalegt er að geta ekki skotist aftur til 13. aldar- innar og spurt. En úr því það er ekki hægt verður að efla getspek- ina. Og inn í það dæmi kemur margt sjónarmiðið. Kann ekki að vera að sumar bækur hafí verið skrifaðar upp til lestrar, þá sem nú, en aðrar til eignar, einnig þá sem nú? Sumar bækur eru lesnar upp til agna eins og Ragnar í Smára orðaði það um Svartar fjaðr- ir eftir að þær komu fyrst út. Á hinn bóginn má svo minna á sög- una af konunni sem kom inn í forn- verslun með hugvekjur Péturs bisk- ups og heimtaði svimandi fjárhæð fyrir gersemina. Fornsalinn brá sér á lagerinn, kom aftur með þijú ein- tök af sömu bók, öll sem ný, og tjáði frúnni að hún mætti fá þær allar á þijár krónur stykkið! Ekki ábyrgist ég að dæmi þessi komi að gagni þegar giskað er á ritun- artíma sagnanna. Skýt þessu bara að til meinlausrar athugunar. Af mörgum ágætum ritsmíðum þessa Andvara vil ég svo nefna A slóðum listaskáldsins eftir Aðalgeir Kristjánsson. Aðalgeir þekkir sögu fjölnis og Fjölnismanna flestum ef ekki öllum núlifandi mönnum bet- ur. Það er ný Jónasar-útgáfa sem hann gerir hér að umræðuefni. I útgáfu þeirri var ýmsu breytt frá fyrri prentunum, ekki alltaf nauð- synlega, að Aðalgeir telur. Verk Jónasar eru svo nátengd sjálfs- ímynd okkar að sérhver breyting á þeim hlýtur alltaf að verða við- kvæmnismál. En útgefanda er vandi á höndum. Og álitamálin eru erfíðust, það er segin saga. Auk fleiri ritgerða, sem ég tel ekki ástæðu til að fyölyrða um hér og nú þó athyglisverðar séu, birtir Andvariíjóð eftir Jóhann Hjálmars- son og Þorstein frá Hamri. Þeir eru svo til jafnaldra og teljast til mið- kynslóðarinnar í íslenskri ljóðlist. Þó báðir eigi margar bækur að baki eru þeir enn á endurnýjunar- skeiði. Suðrænn súrrealismi og skandínavísk formbylting urðu Jó- hanni leiðarljós í fyrstu. Síðar hvarf hann að opnu ljóði sem var ný- bylgja er átti verulegu gengi að fagna annars staðar en festi ekki slíkar rætur hérlendis. Á allra síðustu árum hafa þessir straumar eins og runnið saman í ljóðlist Jó- hanns. Ljóð hans í Andvara eru enn eitt skrefið á þeirri braut. Þorsteinn frá Hamri vakti at- hygli þegar með fyrstu bók. Efnis- lega hefur hann reist ljóð sín á þjóðlegum grunni og tíðum skírskotað til fornra minna. En formið hefur hann hins vegar sótt til samtíðarinnar og stundum geng- ið feti framar. Þetta sambland fomrar dulúðar annars vegar og róttækni hins vegar hefur öðru fremur einkennt ljóðlist Þorsteins. Nú um sinn stefnir hann að klárari tjáningu, færri orðum, beinskeytt- ari stíl. Sjálfsagt er að birta ljóð í And- vara þegar svona er vandað til valsins. Þar með er ritinu forðað frá þess háttar stöðnun sem óneit- anlega hijáði það á árum áður. ^HÍJSVÁNGÖÍÍ"1 FASTEIGNASALA BORGARTÚNI29,2. HÆÐ. 62-17-17 áCCcMt ýCeáÍjCeynO'fóCa oý ^aneceCdan á áamcuuU cvU. '&tááctctt viée&ifitta á Ciócuutt Sánifafofrw. uenáun Co&ctd cttiCCi ýóCa <*$■ ttýáne. Finnbogi Kristjánsson, Guftm. Björn Steinþórsson, Guftlaug Geirsdóttir, Guðmundur Tómasson, Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. - fasteignasali. . UMHYGGJA Félag til stuðnings sjúkum börnum GLEÐILEG JÓL OG GÆFURÍKT KOMANDIÁR Umhyggja þakkar öllum þeim, sem tóku þátt í kaupum á sérbúnum kistlum fyrir barnadeildir Landspítaians og barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.