Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 Púlsinn: Ungverskur bassaleikari spilar djass UNGVERSKI kontrabassaleik- arinn Ferenc Bokány heldur tónleika í Púlsinum 27. desemb- er næstkomandi ásamt íslensk- um djassleikurum. Hann hefur meðal annars starfað með bandarísku bassaleikurunum Ray Brown og Dave Holland. Bokany hefur búið undanfarinn áratug í Hollandi þar sem hann hefur m.a. leikið með Balletthljóm- sveit Hollands og Fílharmóníusveit Hollands. Hann starfar nú sem fyrsti bassaleikari í Hollensku út- varpshljómsveitinni í Hilversum. Undanfarin ár hefur hann einnig leikið með ungverska fiðluleikar- anum Tibor Varga, en hann hefur jafnhliða klassískri tónlist leikið djass. Ferenc Bokany ásamt dóttir sinni. Með Bokany í Púlsinum leika Sigurður Flosason, saxafón, Eyþór Gunnarsson, píanó, og Matthías Hemstock, trommur. Tónleikamir hefjast kl. 22. Ljóðabók eftir Arna Sigurjónsson ÚT ER komin ljóðabókin Skóla- ljóð eftir Árna Sigurjónsson. í kynningu segir um efni bókar- innar: „Hún hefur að geyma fræða- kvæði, glettur, söngljóð, huganir, flím og stemmningar; þar eru einn- ig makkarónskir kviðlingar og 2 paromoia; áberandi eru eins konar nytjakvæði sem virðast ætluð til að veita lesendum styrk í margvísleg- um raunum; þá verður skáldinu og ástin að yrkisefni. Ljóðin urðu til á námsárnm höfundar í evrópskum borgum og mun nafn bókarinnar af því dregið." G. Ben. prentstofa hf. prentaði. Bókin er 45 blaðsíður. Námsmannasamtök framhaldsskóla: Alþjóðleg't stúdentaskírteini í notkun Nemendaskrá Háskóla ís- lands, Stúdentaráð Háskóla Is- lands, Bandalag íslenskra sér- skólanema, Iðnnemasamband Islands og Samband íslenskra námsmanna erlendis hafa gert samning við Ferðaskrifstofu stúdenta fyrir hönd Félagsstofn- unar stúdenta um að taka í notk- un alþjóðlegt nemenda- og af- sláttarskírteini ISIC, sem er skammstöfun fyrir Internatio- nal student identity card. ISIC skírteinið veitir námsmönnum afslátt hjá u.þ.b. 300 fyrirtækj- um á höfuðborgarsvæðinu. Skírteinið veitir auk þess marg- háttaða afslætti á ferðaþjónustu fyrir námsmenn um allan heim. „Þetta er mjög öflugt afsláttarskír- teini, bæði vegna þess að það veit- ir ekki eingöngu afslátt hér heima heldur víða erlendis auk þess sem það er mun þægilegra í notkun heldur en gamla skírteinið, þar sem þær verslanir sem veita afslátt eru með miða úti í glugga sem segir. til um það. Það að öll námsmanna- samtökin eru komin saman inn í þetta eina afsláttarskírteini gerir það jafnframt að verkum að það er orðið mjög eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að .veita þennan afslátt því þau geta gert sér vonir um töluverð viðskipti út á það. Versl- unum sem veita afslátt hérlendis hefur því fjölgað mjög og eftir að skírteinið var tekið í notkun hefur varla linnt látum fyrir fyrirtækjum sem eru að spyijast fyrir um það hvort þau geti ekki fengið að vera með,“ sagði Amar Þórisson, fram- kvæmdarstjóri Félagsstofnunar stúdenta. : hatiðina: frá kl. 8-2; Aðfangadagur fra kl. 8-15 lagur lokað. Annar í jólum frá kl. 1 Næg bílastæói P.s. Okkar vinsælu, handunnu jámkerts stjakar frá Fom-ný. Öðmvisi bíómabúS blómaverkstæði INNA Skólavörðustíg 12 - Bergstaðastrætismegin, sími 19090 Við undirritun samstarfssamnings námsmannasamtakanna við Fé- lagsstofnun stúdenta um sölu og útgáfu á ISIC- skírteinum. A mynd- inni eru Siguijón Þ. Árnason frá SHÍ, Brynhildur Brynjólfsdóttir frá nemendaskrá Háskóla íslands, Kristinn H. Einarsson frá INSI, Ólafur Loftsson frá BÍSN, Arnar Þórisson framkvæmdarsljóri Fé- lagsstofnunar stúdenta og Guðný Árnadóttir frá SINE. Þeir sem rétt eiga á ISIC- skírteinum eru námsmenn, 16 ára og eldri, sem eru aðilar að ofan- greindum samtökum og stunda .fullt nám í framhaldsskólum yfir- standandi skólaár. Húsavík: Kaupfélagið rek- ið með hagnaði Húsavík. 100 ÁR eru á þessu ári síðan Kaupfélag Þingeyinga hóf út- gáfu félagsblaðs sem komið hef- ur út árlega síðan, en misjafnlega mörg blöð á ári. Fyrstu áratugina var blaðið handskrifað í nokkr- um eintökum, minnst eitt blað fyrir hverja félagsdeild, siðan var það fjölritað og nú er það prentað í prentsmiðju og ber nafnið Boðberi K.Þ. og gefið út í 1.400 eintökum. í síðasta blaði ritar kaupfélags- stjórinn um rekstur og hag félags- ins og segir þar meðal annars: „Á þessu ári hafa verið gerðar mánað- arleg uppgjör á rekstri félagsins að afurðareikningum frátöldum. Vissulega er hér um bráðabirgða- uppgjör að ræða en þó teljum við að öryggi þeirra fari vaxandi með hveijum mánuði og að samanburður við fyrri ár sé orðinn verulega mark- tækur. Milliuppgjör fyrir tímabilið janúar til séptember sýnir nálega 8,6 milljóna kr. hagnað sem er 24,5 millj. betri afkoma en var á sama tíma í fyrra. Þannig virðist félagið vissulega á réttri leið, en jafnljóst er þó, að ekki má mikið út af bera í rekstri þess eða um- hverfi.“ Kaupfélagið tók búð Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri á leigu í fyrra og hóf þar verslunar- rekstur, þegar K.N.Þ. varð gjald- þrota. Að óskum sveitarstjórnar Presthólahrepps hyggst K.Þ. halda þeim rekstri áfram, en þó með breyttu íyrirkomulagi. - Fréttaritari Einsöngstónleik- ar á 3. í jólum ELSA Waage, kontralto, heldur einsöngstónleika í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði fimmtudag- inn 27. desember kl. 20.00. Hún mun m.a. flytja gamlar ítalskar aríur, Sígaunalögin eftir Dvorák, lög úr söngleikjum eftir Kurt Weill og fleira. Elsa hefur áður haldið eina tónleika á Islandi í íslensku Óperunni síðastliðinn vetur og hlaut hún þá einróma lof gagnrýnenda. Elsa hóf söngnám í Tónlistar- skóla Kópavogs og Tónlistarskóla Reykjavíkur undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur. Því næst stundaði hún einkanám í Hollandi. Síðan hélt hún til Bandaríkjanna og lauk BA-námi í söng frá Cath- olic University í Washington D.C. Síðastliðin tvö ár hefur Elsa stund- að einkanám í New York hjá þekkt- um kennurum auk þess sem hún hefur sungið ýmis hlutverk hjá New Jersey Opera Institute og haldið ljóðatónleika í New York og Wash- ington DC. Elsa hefur hlotið margvíslega styrki og viðurkenningar m.a. við- urkenningu fyrir söng sinn á lögum eftir Síbelíus, styrk frá American Scandinavian Association, heiðurs- ■ Elsa Waage kontralto laun frá Brunabótafélagi íslands og styrk úr Óperusjóði FÍL. í febrúar á komandi ári mun Elsa syngja hlutverk Maddalenu í Rigoletto hjá Salisbury Opera Company í Massachusettes. Elsa hefur þegið boð um að halda þijá einsöngstónleika í Færeyjum áður en hún heldur til Bandaríkjanna. Miðar verða seldir við'innganginn í Víðistaðakirkju meðan húsrúm leyfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.