Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990
verið að þær séu báðar réttar? Ég
ætla núna að gera. tilraun og at-
huga hvort þessar ólíku kenningar
geti báðar verið réttar. Hvort þær
lýsi ef til vill sannleikanum frá
tveimur sjónarhólum.
Tvíeðli mannsins:
Hálft dýr, hálfur guð?
Sköpunarsagan er ljóð um
upp'haf heimsins og þróun lífsins
og það ber ekki að taka hana
bókstaflega eða er þessi texti ekki
eins og ljóð?
„I upphafi skapaði Guð himin og jörð.
Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur
grúfði yfír djúpinu, og andi Guðs sveif yfír
vötnunum.
Guð sagði:
„Verði ljós!“
Og það varð ljós.
Guð sá, að ljósið var gott, og Guð
greindi ljósið frá myrkrinu. Og Guð kallaði
ljósið dag, en myrkrið kallaði hann nótt.“
og er þetta ekki einnig ljóð?:
„Guð gjörði tvö stóru ljósin: hið
stærra ljósið tii að ráða degi og hið
minna ljósið til að ráða nóttu, svo
og stjörnurnar. Og Guð setti þau á
festingu himinsins, að þau skyldu
lýsa jörðinni og ráða degi og nóttu
og greina sundur ljós og myrkur.“
Guð skapaði heiminn á sjö dög-
um, segir í sköpunarsögunni, en það
stendur líka að hver dagur hjá guði
sé 1000 ár. Þetta gefur til kynna
að hinir sjö dagar séu skáldskap-
arlíking. Ekki er um raunverulega
daga að ræða. 1000 ár var óendan-
legur tími fyrir þá sem fyrst lásu
sköpunarsögu Biblíunnar og geta
af þeim sökum merkt milljónir ára.
Hinir sjö dagar útiloka því ekki
milljóna ára þróun lífsins, heldur
þvert á móti er ýjað í þá átt við
lesendur með því að taka það fram
að hver dagur sé 1000 ár hjá Guði.
Guð skapaði manninn á fimmta
degi, „og Guð skapaði manninn eft-
ir sinni mynd, hann skapaði hann
eftir Guðs mynd, hann skapaði þau
karl og konu“. En hvað merkir það
að skapa manninn? Þróun lífsins
hefur átt sér stað í „fimm daga“,
að skapa manninn í guðs mynd,
getur því merkt að þá hafi hinn
guðlegi kraftur, Logos (eða hugsun-
in, Orðið, skynsemin), kviknað í
einni dýrategundinni. Og þetta dýr
varð jafnskjótt maður. Hugtakið
maður merkir því samband dýrsins
og guðs. Maðurinn er dýr annars
vegar og guð hins vegar. Hann
hefur allar hvatir dýrsins og eðli
þess, en hann fær skynsemina,
sköpunargáfuna, ímyndunaraflið,
þekkinguna, og gæskuna frá guði.
Hann hefur með öðrum orðum
tvíeðli. Guð skapaði manninn úr
þróaðri dýrategund sem hafði efni-
legan heila og var upprétt eins og
apinn. Orðið gaf manninum guðs-
myndina. Sköpunarsagan segir því
fyrst og fremst frá því þegar guð
skapar manninn andlega eða þegar
guð „blés lífsanda sínum í mann-
inn“.
Þannig má sætta sjónarmið sköp-
unarsögusinna og þróunarkenn-
ingarsinna, með því að álykta að
þær séu tvær hliðar á sama málinu.
Annars vegar hin andlega hiið og
hins vegar hin efnislega hiið eða
með öðrum orðum hin skáldlega og
hin vísindaiega. Hvorki vísinda-
menn né skáld hafa einkarétt á
sannleikanum. Þeir eru aðeins að
reyna að tjá hann og nota ólíkar
en jafngiidar aðferðir.
Éf við lesum bókmenntir og sögu
mannkyns, þá virðist tvennt togast
á í manninum, hvatir villidýrsins
og hin guðlega gæska. Maðurinn
hefur sýnt á sér tvær hliðar, ógur-
lega miskunnarlausa grimmd og
yfirnáttúrulega góðmennsku.
Hann hefur háð blóðug stríð og
smíðað hryllileg pyntingatæki og
notað þau. Morð- og pyntingasaga
mannsins er löng og blóðug. Saga
gæskunnar er líka löng en fögur.
Það er óhætt að fullyrða með tilliti
til þessa, að maður er mótsögn, til-
hneigingar hans standa í tvær átt-
ir, til lífs og til dauða. Þær stefna
upp í hæstu hæðir himnanna og
niður í neðstu forarpytti helvítis og
maðurinn veit ekki í hvorn fótinn
hann á að stíga. „Hyggja holdsins
er dauði en hyggja andans líf og
friður," (Róm, 8, 6) sagði Páll
postuli. „Innra með mér hef ég
mætur á lögmáli Guðs, en ég sé
annað lögmál í limum mínum, sem
berst á móti lögmáli hugar míns
og hertekur mig undir lögmál gynd-
arinnar í limum mínum." (Róm, 8,
22-23.)
Kraftar sálarinnar eru tvenns-
konar og þeir togast á. Annars veg-
ar hinn jarðneski kraftur dýrsins
og hins vegar hinn himneski kraftur
guðs og hin tvískipta sál mannsins
er sambandið á milli dýrsins og
guðs. Hlutverk mannsins er að
beisla hvatirnar og virkja til góðs
og er það gert með því að rækta
og efla hina skynsamlegu hugsun,
og leyfa henni að sitja við stjórnvöl-
inn. Þannig ber manninum að snúa
hvötum sínum ög tilfinningum til
ástar á guð. Skynsemi og tilfinning
mannsins eiga að streyma í einum
straumi upp til guðsríkisins.
Rúllar guð umgjörð
alheimsins?
Spurningin um guð vegur þyngra
en margar aðrar mikilvægar spurn-
ingar. Enginn ætti að sniðganga
hana eða ákveða ábyrgðar- og
umhugsunarlaust hvort guð sé til
eður ei. Mikilvægast er að hugsa
og láta hugann glíma við verðug
vandamál. Tilvera guðs verður
hvorki sönnuð né afsönnuð með
heimspekilegum rökum en hugsan-
lega er hægt að leiða líkur að öðru
hvoru. Guð verður þó sennilega allt-
af hulin ráðgáta en heimspekingur-
inn mun þó aldrei gefast upp. Hann
mun brýna vopn sín, finna rök og
gagnrök, efast og endurbyggja
hugmyndir sem hvíla á gömlum
grunni forngrikkja. Og skáldið mun
leita sannleikans og vísindamaður-
inn getur aldrei svalað forvitni sinni
til fulls. Allir þrá þeir að skilja lífið,
heiminn og upprunann.
Heimspekingurinn mun spyija
áfram: „Hvað er guð’“ og „Er guð
til?“ og vandamálin og spurningarn-
ar munu ekki láta á sér standa.
Ein spurningin hljómar svona:
„Heimurinn er vondur, hin verstu
illvirki eru framin á hverri mínútu,
fólk þjáist og saklaust fólk deyr í
hrönnum, hungursvæðum íjölgar
og borgir hrynja í jarðskjálftum.
Guð hlýtur því annað hvort að vera
vondur, dauður eða ekki til. Góður
guð myndi aldrei láta þetta gerast,
hann myndi til dæmis ekki leyfa
stríð.“ Þessi hugsun kennir guði um
allt sem afvega fer í heimi mann-
anna. En eru það ekki mennirnir
sjálfir sem beijast? Þeir heyja stríð.
Bera mennirnir ekki sjálfir ábyrgð
á gjörðum sínum? Þeir eru fijálsar
verur og annað hvort velja þeir guð
af fúsum og fijálsum vilja eða ekki.
Guð skapaði ekki mennina með
tölvuforrit í hausnum sem skipar
þeim að velja guð. Vilji mannsins
er frjáls. Hann þarf ekki endilega
að velja guð. Guð þráir ást mann-
anna, en hvers konar ást væri það
sem væri ekki sprottin af vilja þess
sem elskar?
Aðrir segja: „Ef guð skapaði
manninn í sinni mynd, þá hlýtur
guð að vera bæði góður og vondur
eins og maðurinn er bæði góður og
vondur." En maðurinn er ekki guð,
hann er ekki algóður og alvitur og
til þess var heldur ekki ætlast.
Maðurinn er bæði dýr og guð. Hann
getur verið góður en hann er það
ekki fyrirfram. Hann verður að
velja gæskuna: Maðurinn er aðeins
guð í andlegri merkingu en hann
hefur líka hvatir dýrsins. Guð er
aðeins guð en maðurinn er hálfur
guð og hálft dýr.
Þegar hugsað er um guð verða
mörg ljón á veginum og gryfjur sem
auðvelt er að falla ofan í. Hin heim-
spekilega hugsun verður að ryðja
ljóninu úr veginum og moka yfir
gryfjurnar til að komast nær sann-
leikanum og til þess beitir hún rök-
um sínum og gagnrýni. Markmiðið
er að skilgreina guðshugtakið og
finna rök fyrir tilvist hans. Spurn-
ingin er: Rúllar guð hjóli tímans?
Rúllar guð umgjörð álheimsins?
Ljær lögmál hans, Logos, siðaregi-
um sannleiksgildi? Er hann upp-
hafshugsunin og ástin sem býr í
bijósti mannanna? Kemur betri tíð
með sannleiksblóm í haga?
Höfundur er sknld og
heimspekingur .
Áhættu-
dreifing
á einum
stað
Hlutabréfasjóðurinn hf. heíur áhættudreifingu að leiðarljósi.
Félagið ver hlutafé sínu til fjárfestinga í hlutabréfum og
skuldabréfiim traustra atvinnufyrirtækja.
Kaup einstaklinga á hlutabréfiim í félaginu veita rétt til
skattalækkunar.
Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru nú 1330 og markaðsverð
hreinnar eignar félagsins er 423 milljónir króna.* Þar af er
markaðsverðmæti hlutabréfaeignar félagsins 323,7 milljónir króna
og skiptist þannig á einstök félög:
millj.kr.
millj.kr.
Eimskip..............71,0 Sjóvá/Almennar.......5,3
Flugleiðir ..........75,6 Skagstrendingur.....10,7
Hampiðjan............20,6 Skeljungur .........49,2
íslandsbanki..........1,5 Tollvörugeymslan .... 11,0
EHF Alþýðubankans ... 1,8 ÚA ..................0,5
EHF Iðnaðarbankans .. 10,0 OIís.................3,8
EHF Verslunarbankans . 7,8 Faxamarkaður.........1,5
Grandi...............36,9 ______---------------------
Olíufélagið ............16,5
323,7
Allar tölur m.v. nóvember 1990.
Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins fást hjá öllum helstu verðbréfafyrirtækjum landsins.
Útboð nýrra hlutabréfa er hafið. Útboðslýsing liggur ffammi á sölustöðum.
Skólavörðustíg 12 — Sími 21677 — 101 Reykjavík.