Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDÁGÚR 23. DESEMBER 1990 JoSlcSmJRINN „Morar allt í kvenfólki sem ekki má sjá kveinandi kött...“ Eitt það versta sem hingað til . , hefur verið talið geta hent börn og fullorðna á jólum er að lenda í jólakettinum, þeirri forynju sem merkilegt nokk, býr undir sama þaki og jólasveinamir í Skálafelli. Mikið hefur verið rætt og ritað um fress þennan, enda engum öðrum ketti lýkur að stærð, grimmd og tann- garðsumgjörð. Nú er öldin önn- ur og það fer enginn í jólakött- inn eins og sagt er og þýðir að vera étinn af honum, heldur fer hann sjálfur í jólaköttinn með þeim hætti að vegna breyttra þjóðfélagshátta hefur hann orðið að breyta lífsvenjum sínum til þess að tóra. Morgun- blaðið ræddi aðeins við jóla- köttinn er hann leit við á Dýra- spítala Watsons á dögunum og heilsaði upp á ketti sem veikst höfðu af fári sem nú herjar á íslenska kattastofninn. Eg vil byrja á að segja, að ég fínn til með þessum greyj um sem eiga í fárinu. Flestir munu deyja. Þetta er mikill harmleikur, en ég ætla að setja á stofn sjóð til styrktar fjölskyldum þeirra sem verða fyrir barðinu á fárinu. Þetta er allt komið í gang, sjóðurinn mun heita „Jólafárssjóðurinn" og á nafnið að höfða til fólks sem gripið er kaupæði um jólin. Er það von mín að það láti eitthvað af pening- um sínum af hendi rakna til bág- staddra kattafjölskyldna." Það er naumast að þú hefur kúvent. Bara orðinn húmanisti, eh... kattaisti....? „Þú skalt ekkert vera að gera grín að því drengur minn. Ef ég hefði ekki snúið baki við mínu fyrra eðli kæmist ég ekki upp með þetta. Þetta var spuming um líf eða dauða þannig að ég verð að láta mér þetta lynda hvort sem mér líkar betur eða verr.“ Var þá ekkert að hafa af bömum í matinn lengur? „Nei, nákvæmlega ekkert og um tíma var ég orðinn karlægur í jóla- sveinahellinum og dauðinn blasti við. Eg hafði hríðlagt af, hugsaðu Jólakötturinn við fyrri iðju. Nú þér, ég var kominn ofan í hálft tonn! Við þetta bættist að ég var orðinn réttdræpur og ijúpnaskyttur vora oft að bauna á mig ef ég rak nefíð út úr hellinum. Grýla og Leppalúði Ientu í þessu sama eins og þú veist, þau sögðu frá því í viðtali í fyrra. Þau höfðu ekkert viðurværi lengur og fluttu ofan í Breiðholt. Ég held að það gangi þokkalega hjá þeim nema að Leppi á það til að skvetta í sig um helg- ar og þræða þá skemmtistaðina. Athugaðu að hann hafði ekki ann- an kvenmann séð en Grýlu í mörg hundrað ár. Ég held að Leppalúði sjái fyrir þeim með því að gefa út einhveija sjónvarpsdagskrá sem hann safnar auglýsingum í og ber í blokkirnar." Þú hefur þá hellinn í Skálafelli alveg fyrir þig? „Ekki er það nú svo gott, jóla- sveinamir þrífast illa ef þeir þurfa að vera lengur í bænum heldur en rétt yfír jólin. Þeir eru mest allt árið í hellinum. Ég svona kem og fer eftir hendinni, bý ýmist í Skála- fellinu eða í svítu vestur í bæ. Þeg- ar ég hrökklaðist nær dauða en lífí í bæinn forðum fyrir tilstilli tveggja fressa, vina minna, Bond og Nadd- ur hétu þeir, þá lærði ég listina að er öldin önnur. betla mat. Ég komst um að það morar allt í kvenfólki sem ekki má líta kveinandi kött án þess að bera fram íjúkandi ýsu eða nýþýddar úthafsrækjur! Eg hljóp nú samt ekki í spik, hef haldið mér í hálfu tonni með líkamsrækt. Þetta er allt annað líf og tryggara. Ég segi ekki að ég sleiki aldrei út um er ég sé böm að leik. Ég má hins vegar ekki leggja í þau nema að vissar forsendur séu fyrir hendi, þau álög eru á mér. Þannig að ég reyni þá að ýta aftur í ystu myrkur mannakjötsbragðinu og fer og sníki rækjur! Þær eru betri hvort eð er.“ Og nú á bara að stofna styrktar- sjóð fyrir kattarfjöskyldur sem verða fyrir barðinu á fári? „Já. Og ég tel að aldrei hafí verið farið af stað með göfugra mál hér á landi og þótt víðar væri leitað. Ég reikna með því að allir kettir muni líta upp til mín áður en yfír lýkur og elska mig og dá. Þá verð- ur nú auðveldara en nokkru sinni fyrr um aðföng maður, ha!“ Þú ert þá ekki að þessu af kattagæsku einsamalli? „Ha? Jú, jú, góði. Hvað meinarðu? Heyrðu vinur, á ég kannski að éta þig.... Eitt af allra stærstu verkum Guðrúnar á sýningunni sem um ræðir. MYNDLIST „Sterku konurnar“ í íslenskri myndlist Einkasýningu íslenskrar listakonu, Guðrúnar Kristjáns- dóttur, lauk nýverið í einu af þekktustu galleríum Norðurlanda, „Persons & Lin- delle“ í Helsinki í Finnlandi. í því galleríi sýna oftast mjög þekktir listamenn. Þótt Guðrún segist sjálf vera óþekkt úti í heimi fór það nú samt svo, að henni var boðið að sýna í umræddu galleríi og dóm- amir sem hún fékk voru mjög lofsamlegir. Var t.d. talað um „sterku konurnar" sem væru svo áberandi og afgerandi í islenskri mynd- list. Morgunblaðið ræddi við Guðrúnu og spurði hana um aðdragand- ann að þessu öllu saman. Ætli upphafíð sé ekki það, að um sumarið 1988 var hér finnskur málverkasafnari á ferða- lagi. Fyrir einhveija tilviljun sá hann verk eftir mig á boðskorti á sýningu sem ég hafði þá nýlega haldið í Nýhöfn. Hann hafði upp á mér og dag einn var dyrabjöllunni hringt TONLIST Gaf lag í stað peninga egar y Krabbameinsfélagið gekkst fyrir „Þjóðarátaki gegn krabbameini — til sigurs" fyrr á þessu ári, settist tónlistarmaður- inn og lagasmiðurinn Jóhannes Ágúst Stefánssön frá Vestmanna- eyjum niður og samdi lag sem hann lét af hendi rakna í stað peninga. Erfítt er nú að meta lagið til fjár, því eftir að það var hljóðritað nú í haust hefur Krabbameinsfélagið notað hluta þess í auglýsingu fyrir happdrætti félagsins, eina happ- drætti þessa árs. Og í náinni framtíð mun lagið einnig heyrast á öldum ljósvakans með auglýsingum og öðrum boðskap frá Krabbameinsfé- laginu. Jóhannes er enginn nýgræðingur í lagasmíðageiranum, hefur samið ýmis lög sem hljóðrituð hafa verið á plötum. Nú undir jólin er eitt af Iögum hans að heyrast annað veifíð á útvarpsstöðvum, „Jólastund". Þess má geta, að auk Jóhannesar flytja þeir Birgir Jóhann Birgisson hljómborðsleikari og Friðrik Karls- son gítarleikari lagið „Til sigurs“, en svo heitir lag Krabbameinsfé- lagsins. TYltlU VLYIU ogannarí fríi Laugavegi 45 - s. 21255 í kvöld: ÍSLANDSVINIR Annar íjólum: JÖTUNUXAR 28. og 29. des.: HÝDOHSK / Gamlárskvöld: ÍSLANDSVINIR VITASTÍG 3 T.pi SÍMI623137 'JÖL Sunnud. 23. des. Opið kl. 20-01 í kvöld JOLABLÚS VINIR OÓRA Halldór Bragason, gítar, söngur Andrea Gylfadóttir, söngur Guðmundur Pétursson, gítar Ásgeir Óskarsson, trommur Hjörtur Howser, hljömborð Jens Hansson,sax GESTIR KVÖLDSINS: Magnús Eiríksson Björgvin Gíslason Petur Tyrfingsson Leynigestur Nú mæta allir blúsgeggjarar borgar- innarí jólaskapi! GLEOHEGIÚL PÚLSINN - tónlistarmiðstöð MILLIJÓLA OG NÝÁRS 2. i jólum Opíðkl. 20-01 PAPAR fjölbreytt tónlist og gód stemmning er aðall Papa Fimmtud. 27. des. opið kl. 20-01 HEITIPOTTURINN Ungverski bassaleikarinn TERENCE BOKÁNY & Sigurður Flosason, sax Eyþór Gunnarsson, pianó Matthías Hemstock, trommur Fóstud. 28. des. opið kl. 20-03 Hljómsveitin UPPLYFTING PÚLSINN - tönlistarmiðstöö 1 jfct 0 Q Electrolu x % Constructor KERFI SEM VEX MEÐ ÞÉR! Stærð: H210 B30 L100 ★ [ bílskúrinn. ★ í geymsluna. ★ Á vinnustaðinn. ★ Á lagerinn. \ InaúsL Borgartúni 26, sími 62 22 62. Ekki bara einn ORG, heldur tveir! UPPAKOMA * Olafur Ragnar að deila út peningum í Kringlunni? Uppákoman sem sjá má á með- fylgjandi mynd hefur án efa verið hin hressilegasta, en fyrir skömmu ráku gestir í Kringlunni upp stór augu er þeir sáu ekki bet- ur en að Ólafur Ragnar Grímsson ijármálaráðherra væri á vappi fyrir utan Verðbréfamarkað Fjárfest- ingafélags íslands að bjóða tugi þúsunda á báða bóga. Skömmu síðar stóðu þarna tveir fjármálaráð- herrar að tali saman og ekki minnk- aði undrun manna! Hvor var hvor og hver var sá sem ekki var hinn raunverulegi ORG. Ekki var hið sanna þó lengi að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.