Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 35 Jafnframt breytti Verdi nafni hirð- fíflsins úr Triboletto í Rigoletto og varð það einnig titill óperunnar. Við öðru var nánast ekki hróflað, meira að segja kviðlingur sá sem Franz fyrsti orti sjálfur um hverf- lyndi kvenna, „Souvent femme varie“ („La donna é mobile"), fékk að vera í friði. Óperan var svo frumsýnd 11. mars í Feneyjum og hefur haldið óslitinni sigurgöngu allar götur síð- an. Sagan segir að Verdi hafí hald- ið aríunni „La donna é mobile" leyndri allt fram á lokaæfingu. Hann gerði sér grein fyrir þeim vinsældum sem hennar beið. Engu að síður var þungamiðja tjáningarinnar að færast til. Verkið byggði nú á samfelldri, heilsteyptri sviðsmynd, þar sem hvert atriði þjónaði tilgangi heildarinnar. Óp- eran var ekki lengur röð sjálfstæðra aría, resetatíva, dúetta og kóra. Grunnform Rigoletto er þó dúett- amir, milli Rigoletto og Gildu, milli Rigoletto og Sparafucile og milli Gildu og hertogans. í fyrstu uppfærslu á Rigoletto í Róm óskaði sópransöngkonan Ter- esa De Giuli-Borsi, sem syngja átti Gildu, eftir viðbótararíu fyrir sig. Verdi svaraði í bréfí sínu til hennar: „Ef Rigoletto þykir fullunnið líklega tvöfalda geymslugetuna. Ennfremur þarf strax að hefja byggingu nýrrar stórrar toppstöðv- ar, sem kynda mætti hvort heldur væri með rafmagni, olíu eða kolum, til viðbótar þeirri gömlu. Til örygg- is ætti að staðsetja hana á suður- hluta kerfísins, miðsvæðis fyrir Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Hún þyrfti að afkasta að minnsta kosti sem svarar einum þriðja nú- verandi laugavatns. I þessi verkefni hefðu peningam- ir átt að fara: Leiðslu til Hafnar- fjarðar, nýja tanka, nýja toppstöð og sjálfsagt fleira sem koma myndi í ljós við rannsókn á nlálefnum Hitaveitu Reykjavíkur. Þau eru í vanrækslu hjá mönnum sem hugsa smátt, eða þá um aðra hluti. Hugmyndir þær, sem ég hefí hreyft og reynt að lýsa í fáum orð- um sem leikmaður, eru sjáanlega handan sjóndeildarhrings núverandi stjómenda og ráðsmanna hitaveit- unnar, borgarstjóra og hitaveitu- stjóra. Það er því bráðnauðsynlegt að skipta hið fyrsta um menn í þessum embættum. íbúar höfð- borgarsvæðisins eiga kröfu á því, að í þessum embættum sitji menn sem hugsi um og sinni fmmþörfum þeirra og sýni í verki, að þeir beri fullt skyn á þær. Eins og nú er komið málum þá er augljóst að það gera þeir ekki. Vér eigum ekki að sætta oss við sæt orð og blekkingar. Höfundur yaráður um árabil ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, síðar bankastjóri Framkvæmdabanka íslands. fjögur. Er rætt við Magnús Láms- son á Holum, Trausta Þór Guð- mundsson sem mikinn sigur vann á Vindheimamelum, Freyju Hilm- arsdóttur í Votmúla og Ragnar Ól- afsson. Fimmta viðtalið er svo við Jon Karlsson bónda og hrossarækt- anda í (eða kannski á) Hala í Þykkvabæ. Jón varð skyndilega frægair á Landsmótinu í sumar vegna Þokka síns. Þessi viðtöl eru öll skemmtileg og fróðleg. Saga fyrstu tíu landsmótanna er hér sögð í sérstökum kafla í heldur stuttu og ágripskenndu máli. Þá er í lokin tekin saman skrá yfír úrslit í þremur framangreindum stórmótum ársins. Myndir em margar í þessu riti eins og venjulega. Sumar þeirra em ágætar og flestar vel sæmilegar. Texti er þokkalegur. Stundum að vísu tilþrifalítill og fremur flatur og ekki allskostar laus við málvillur eða klaufalegt orðalag. Versti ann- markinn er þó óhæfilega mikill fjöldi prentvilla. Aðstandendum þessarar annars ágætu og gagnlegu bókar virðist ætla að ganga erfíð- lega að kveða niður þann leiða draug, hvað sem veldur. U 1 ‘1 RrUiltWVtMb JJ,GCL/1U iJl gUlitl? 1»V verk eins og það er nú, þá er sér- hverri viðbót ofaukið. Og hvar ætti að bæta við? Hægt er að semja tónlist og skrifa texta en það er tilgangslaust ef slík viðbót fellur ekki að réttum tíma og réttum stað í verkinu.... En svo við snúum okkur aftur að fyrstu spurning- unni, þá vil ég ítreka að ætlun mm var sú að Rigoletto yrði ein sam- felld röð dúetta, án aría og niður- lagskafla, því þannig greip efnið mig. Ef einhver svarar, „en þú hefð- ir getað gert hitt eða þetta eða enn annað“, þá get ég aðeins sagt, „má vera, en mér fannst ég ekki geta gert betur“.“ Victor Hugo lagðist gegn því að saga sín væri notuð sem ópemtexti og gramdist vinsældir hennar. Þeg- ar hann svo um síðir sá óperuna, varð hann að viðurkenna ágæti hennar og eftir honum er haft um kvartettinn í lokaþætti óperunnar „Bella fíglia dell’amore“: „Ef ég gæti látið fjórar persónur í leikritum mínum tala samtímis og fengið áheyrendur til að skilja hvert orð og skynja hveija kennd, næði ég sömu áhrifum.“ Rigoletto var 16. ópera Verdis og með henni urðu kaflaskipti í ópemgerð hans. Tónmálið varð per- sónubundnara, þótt ekki væm það hrein leiðsögustef eins og hjá Wagner. Rigoletto og tvær næstu óperar hans, H trovatore og La trav- iata slógu allar strax í gegn og hafa haldið stöðugum vinsældum síðan. Á eftir fylgdi svo hvert stór- verkið á fætur öðm þar til hann samdi síðustu ópem sína Falstaff árið 1893, á 90. aldursári, og er hún talin ein allra besta ópera hans og engin ellimörk þar að finna. Höfundu r er styrktarfélagi tslensku óperunnar. 0*^}}* ftHfrttfrtU* 4IH}} OPIÐ I DA( Sunnudag Orval af nýjum undirfatnaði á dömur og herra SANDRA Snyrtivöruverslun Reykjavfkurvegi 50 ■ Hafnarfirði Sfml 53422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.