Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 4 KVIKMYNDAHUSIN um jólin Úr jólamynd Sljörnubíós, Á mörkum lífs og dauða. STJORNUBIO Á mörkunum og Vetrarfólkið Jolamynd Stjörnubíós fjallar um efni sem mjög er vinsælt þessa stund- ina í bandarískum bíómyndum en það er lífið eftir dauðann. Á mörkum lífs og dauða („Flatliners") er ein af fjölmörgum myndum nú við lok áratugarinssem gefur sérað dauðinn sé ekki endalok alls. Áhuginn á slíkum myndum virðist sífellt vera að aukast, Á mörkum lífs og dauða var tíunda mest sótta bíómyndin í Bandaríkjunum í sumar, Draugar (,,Ghost“), sem einnig gerir út á framhaldslífið, var vinsælasta mynd- in á árinu vestra. „Á mörkum“ segir frá afleiðingun- um sem það hefur fyrir hóp lækna- nema að gera tilraunir á dauðanum. Þeir vilja vita hvað tekur við eftir dauðann og drepa hvert annað lækn- isfræðilega, bíða í nokkrar mínútur og vekja viðkomandi aftur til lífsins og hann segir síðan frá reynslu sinni. Er óhætt að segja að tilraunir þessar dragi talsverðan dilk á eftir sér. Hjá tveimur læknanemunum tengist áhuginn á dauðanum atburðum sem þau lifðu í æsku og þeir atburðir taka að sækja á þau af fullum krafti. Með aðalhlutverkin f myndinni fara margir af efnilegustu leikurum yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjun- um þ. á m. Julia Roberts, sem sló svo eftirminnilega í gegn í Stórkost- legri stúlku („Pretty Woman“). Kief- er Sutherland fer með stærsta hlut- verkið en hann er sonur Donalds Sutherlands og hefur alla burði til að verða föðurbetrungur á hvíta tjaldinu. Leikstjóri er Joel Schu- macher sem gert hefur mjög fram- bærilegar unglingamyndir að undan- förnu („St. Elmo’s Fire“, „The Lost Boys“). Framleiðandi Á mörkum lífs og dauða er leikarinn Michael Douglas en hann keypti handrit hins óþekkta Peter Filardi vorið 1989 fyrir óheyri- lega fjárhæð miðað við að hér var um nýgræðing í handritagerð að ræða. Leikstjórinn Schumacher hóf þeg- ar að kynna sér viðfangsefni myndar- innar, dauðann, las bækur um fólk sem staðið hafði við dauðans dyr. Flestar voru lýsingarnar ákaflega fallegar en það „sem sjaldnar kemur fram er að sumar Iýsa hryllilegri reynslu fólks sem reynt hefur að svipta sig lífi,“ segir Schumacher. „Ef þú leikur þér við dauðann, leikur dauðinn sér að þér.“ Önnur jólamynd Stjörnubíós er Vetrarfólkið, „Winter People“, með Kurt Russell og Kelly McGillis. Leik- stjóri er Ted Kotcheff en myndin gerist á fjórða áratugnum og segir frá.deilum tveggja flölskyldna. REGNBOGINN A AFSKEKKTU VERKSTÆÐI íslenska bíómyndin Ryð eftir Lárus Ymi Óskarsson er jólamynd Regnbpgans í ár. Handritshöfund- ur er Ólafur Haukur Símonarson en myndin er byggð á leikriti hans, Bílaverkstæði Badda, og framleiðandi er Siguijón Sig- hvatsspn. Með aðalhlutverkin fara Egill Ólafsson, Bessi Bjarnason, Sigurður Siguijónsson, Christine Carr og Stefán Jonsson. Sagan gerist að mestu á af- skekktu verkstæði uppi í sveit þar sem Baddi, eigandi staðarins, ræður ríkjum en myndin segir frá fólki hans og ógeðfelldu sakamáli úr fortíðinni sem kemur uppá yfir- borðið þegar óvæntan gest_ ber að garði. Umgjörð leikrits Ólafs Hauks hentaði vel ódýrri íslenskri bíómynd að mati Lárusar Ýmis en Ryð er fyrsta íslenska bíó- myndin hans. Hann hefur hlotið lofsamlega dóma fyrir myndirnar Annar dans og Frosni hiébarðinn, sem hann gerði í Svíþjóð þar sem hann stundaði kvikmyndanám. Ryð er einnig fyrsta bíómyndin sem Ólafur Haukur skrifar hand- rit að og fyrsta íslenska bíómynd- in sem Siguijón Sighvatsson kvik- myndaframleiðandi í Los Angeles framleiðir. Bessi Bjarnason leikur verk- stæðiseigandann Badda, sem man betri tíma áður en þjóðvegurinn var lagður lengra í burtu; Egill Ólafsson er Pétur, sem kemur heim frá S-Ameríku en þangað flúði hann úr fangelsi á Islandi. Hann kemur á verkstæðið þar sem glæpur var drýgður forðum og virðist vilja e.k. uppgjör; Sigurður Siguijónsson leikur Ragga, lærl- ing á verkstæðinu sem á í ástar- sambandi við Sissu, dóttur Badda, en þegar Pétur kemur til sögunn- ar finnst honum sambandinu ógn- að; Christine Carr leikur Sissu og Stefán Jónsson leikur Haffa en þau eru börn Badda. Úr jólamynd Regnbogans, Ryð. Upptökur myndarinnar fóru að mestu fram að Kalmanstjörn í Hafnahreppi og í myndveri á Korpúlfsstöðum haustið 1989. Karl Júlíusson gerði sviðsmynd- ina. „Það var alveg lygilegt hvað honum tókst að ná saman af drasli og raða því saman svo úr yrði bílaverkstæði," segir Bessi. Tónlistina samdi Wim Mertens, sem gerði tónlistina við mynd breska leikstjórans Peter Grenaway, „The Belly of the Architeet“. „Að mínu viti erþarna á ferðinni snillingur og nafn hans verður okkur tamt í munni eftir ýhæsta lagi tíu ár,“ segir Lárus Ýmir. Kvikmyndatökumaður var Svíinn Göran Nilsson, sem tekið hefur allar myndir leikstjórans, en eftirvinnsla myndarinnar fór fram í Þýskalandi. Þegar leikritið var fært yfir á kvikmynd var ákveðið að um- skrifa söguná töluvert og sagt hefur verið að handritið hafi verið skrifað níu sinnum áður en menn urðu ánægðir. Efnístök eru með allt öðrum hætti en í leikhúsinu. „Þeir, sem sáu leikritið, fá í kvik- myndinni sitthvað nýtt að sjá,“ segir Ólafur Haukur. Ónnur jólamynd Regnbogans er Ævintýri Heiðu halda áfram („Courage Mountain") með Charlie Sheen en myndin segir frá hættum þeim sem Heiða lendir í í fyrri heimsstyijöldinni. HASKOLABIO Tryllt ást, Hinrik og skjaldbökur Velgengni Siguijóns Sighvats- sonar kvikmyndaframleiðanda í Los Angeles er ævintýri líkust og náði hámarki sl. vor þegar Tryllt ást („Wild at Heart“) eftir David Lynch hreppti Gullpálmann í Can- nes en Siguijón er einn af framleið- endum myndárinnar og fyrirtæki hans, Propaganda Films. Tryllt ást er aðaijðíamynd Háskólabíós í ár. Siguijón er einnig framleiðandi íslensku myndarinnar Ryð, sem frumsýnd verður í Regnboganum um jólin, svo segja má að hann setji mjög svip sinn á bíóúrvalið þessi jól. Tryllt í ást er fimmta mynd Lynch en með aðalhlutverkin í henni fara Laura Dern, Nicholas Cage, Harry Dean Stanton, Willem Dafoe, Isabella Rossellini og Diane Ladd. Lynch sýndi í Bláu flaueli („Blue Velvet“) að hann hefur næmt auga fyrir hinu súrrealíska í lævi blöndnu andrúmslofti úrkynjunar og ofbeldis í afar sérstæðum hálf- kómískum stíl. Um Tryllta ást sagði hann á sínum tíma: „Þetta er vegamynd, svolítið furðuleg sakamálasaga, ástarsaga og ívið óþægilegt sálfræðidrama líka.“ Mest er hún um Sailor Ripley sem er nýkominn úr fangelsi þegar hann hittir Lulu Fortune. Mamma Lulu viil ekki að hún sé utan í Sailor en „þar liggur meginvand- inn,“ sagði Lynch. Mamman sendir tvo elskhuga sína á eftir ástarfugl- unum til að binda enda á þeirra rómantík. Önnur jólamynd Háskólabíós er Hinrik V („Henry V“) eftir Kenn- eth Branagh með mörgum frægum leikurum bresku leikhúsanna í að- alhlutverkum þ. á m. Paul Sco- field, Derek Jacobi og Ian Holm. Branagh, sem nefndur hefur verið hugsanlegur arftaki Laurence Oliviers í breska leikhúslífinu, leit- aðist við því að gera Shakespeare aðlaðandi fyrir það fólk sem yfir- Úr jólamynd Háskólabíós, Tryllt ást. leitt þætti hann fráhrindandi. „Ég veit að við fáum ekki jafn- mikla aðsókn og Batman,“ sagði hanh, „en ég vil að fólk skynji að Hinrik V er sprottinn úr sömu ver- öld og Batman, að hann er líka frá 1989.“ Og seinna sagði Branagh: „Fyrir mér er Hinrik V bráðlifandi og skemmtilegur og þannig vildi ég matreiða hann oní alla aðra.“ Þriðja jólamynd Háskólabíós er Skjaldbökurnar („Teenage Mut- ant Ninja Turtles"), sem notið hef- ur gríðarlegra vinsælda í heimal- andi sínu, Bandaríkjunum. Myndin er byggð á teiknimyndasögum um skjaldbökur sem lenda í efnaúr- gangi og breytast í hálfmennskar sjaldbökur er læra ninjahernað hjá rottunni Splinter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.