Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 22
_ oeei gaaMaaaa .ss íooAauviKUR aiaAjatíuoíiow; ...MOKGUNBLADIÐ 'SUNMJDAGUR"237T)ESEMBERT990 Bókmenntir Erlendur Jónsson ÍSLENSK SAMTÍÐ. Ritstj. Vil- helm G. Kristinsson. 363 bls. Vaka-Helgafell hf. 1990. Rit þetta er mikið fýrir augað. Myndir eru fleiri en tölu verði á kastað, margar svarthvítar, einnig Ijöldi litmynda. Hefur myndprentun tekist eins og best verður á kosið. Ekki eru þó þar með upptalin öll lita- skil þessarar bókar. Skýringarupp- drættir af öllu mögulegu tagi, súlu- rit og sneiðmyndir og þess háttar — undirritaður er varla nógu vel að sér til að nefna það réttilega — eru hvar- vetna til stuðnings textanum. Þeir sem eru að bíða eftir fálkaorðunni geta virt hana þama fyrir sér í rétt- um blæbrigðunum. Þá er prent- grunnurinn víða í lit til að greina eitt efni frá öðru. Við liggur að sjálf- ur textinn fari hjá sér í öllu þessu litaflóði. En um tilganginn með útg- áfunni segja ritstjóramir í inngangi: »Með alfræðistíl og myndrænni framsetningu efnisins er reynt að koma til móts við nútímafólk sem vill átta sig fljótt á þeim fróðleik sem leitað er að. Þá er lögð áhersla á að setja efnisatriði í nýtt samhengi, skoða og skilgreina hina Qölmörgu þætti daglegs lífs sem lítill gaumur OSKUM ÖLLUM vinum okkar gleðilegra jóla og alls hins besta á komandi ári. •hótel OÐINSVE Oðinstorgi • Reykjavík Vilhelm G. Kristinsson er gefinn í erli dagsins og færa les- endum margvíslegar notadijúgar upplýsingar.« Svo mörg eru þau orð. Að íslensk samtíð sé nútímaleg bók fer víst ekki á milli mála. En fræðigildið? Það fer vitanlega eftir því hvað mið- að er við. Sá sem vill fræðast svo um munar um eitthvert tiltekið efni mun tæplega finna forvitni sinni svalað þama; hann mun leita annað. Öðra máli gegnir um hinn dæmi- gerða meðalmann sem engar hefur sérþarfimar en vill bara fylgjast með og vera samtalshæfur í kunningja- hópi. Hann mun rekast þama á flest sem ber á góma frá degi til dags. Dagblað kemur út á hverjum morgni og flytur fréttir síðasta sólarhrings. Ef maður hins vegar hugsaði sér að eitthvað væri til sem héti ársblað gæti það vel verið þessu líkt. Fremst er annáll fyrri hluta þess árs sem er að líða, seinni hlutinn — og megin- hlutinn reyndar — ber fyrirsögnina Alfræði líðandi stundar. Þar era málefnin rakin í stafrófsröð; byija á aflaskipum en enda á öryggismálum. Að lokum er svo skrá yfir atriðisorð. Að leggja mat á svona rit eftir hraðan lestur er hægara sagt en gert. Raunveralegt notagildi þess kemur ekki í ljós fyrr en á reynir — þegar maður þarf á tilteknum upp- lýsingum að halda. Það er og alltaf einstaklingsbundið hvað hefur fréttagildi og hvað ekki. Frá sjónar- miði þess, sem þetta ritar, hefur ri- tið tekið réttan pól í hæðina. í fáum orðum sagt: glæsilegt frétta- og fréttaskýringarit þar sem áhersla hefur verið lögð á fjöl- breytni; og almennt fréttamat hefur verið haft að leiðarljósi. Og mikið fyrir augað. Björn Hróarsson myndimar era hið besta augnakonf- ekt. Ég sakna þess að ekki skuli vera fleiri kort og uppdrættir í bókinni. Flestir uppdrættirnir era eftir er- lenda hellakönnuði t.d. kortin af Surtshelli, Víðgelmi, Stefánshelli og Raufarhólshelli, svo fjórir stærstu hellarnir séu nefndir. Björn sjálfur hefur ekki mælt upp og teiknað nema ijóra hella. Þar að auki er eitt- hvað bogið við suma uppdrættina. Mér virðist t.d. vera rangur stærðar- kvarði á Víðgelmi og á Raufarhóls- helli sem gerir þá alltof stóra. Stef- ánshellir er aftur á móti mun stærri skv. því sem sagt er í texta en mér virðist hann vera á korti. í töflu aftast í bókinni er Stefánshellir 3. stærsti hellir landsins, 1520 m að heildarlengd. Ég leyfí mér að ve- fengja þá tölu og ég held að honum beri í mesta lagi 6. sæti í lengdartöfl- unni. Hvað sem þessum aðfinnslum við- víkur þá er bókin Islenskir hraunheli- ar hið merkasta brautryðjendarit og á vísast eftir að flokkast undir klassí- skar ritsmíðar um íslenska náttúru er fram líða stundir. Höfundur erjarðfræðingur þjá Orkustofnun. Hraunhellar á Undur prent- tækninnar bókinni er farinn hringurinn um landið og komið við í öllum þekktum hraunhellum sem í leiðinni eru, um 150 talsins. Hellunum er lýst, sér- kenni hvers um sig dregin fram og sagðar sögur sem þeim tengjast. Útilegumenn, draugar, forynjur og tröll hafa víða átt sér bólstað í hell- um og eiga vonandi enn. I skránni er einnig getið um hella sem e.t.v. eru hvergi til nema í hulduheimum þjóðsagnanna, t.d. Rútmagahellir í Búðahrauni á Snæfellsnesi þangað sem Latínu-Bjarni á Knerri sótti líf- grös sín og Ragnahellir undir jökli þar sem Bárður Snæfellsás bjó. Það kann að vera að sumum finn- ist 150 hraunheliar á einu bretti nokkuð einhæfar trakteringar en þá ber þess að geta að eiginlega er ekki ætlast til að menn lesi svona bækur eins og skáldsögur og fylgi réttri filaðsíðuröð frá upphafi til enda. Ég mæli með því að hafa sama hátt á og við ljóðabækur, grípa nið- ur hér og þar og lesa það sem hend- ingin býður manni hvert sinn. Undir- heimar íslands era furðu fjölbreyti- legir þótt fegurð þeirra sé hjúpuð eilífu myrkri að undanskilinni þess- ari örskotsstund sem ljós frá týrum hellakönnuða fellur á hana. Á undan hellaskránni fara nokkr- eftir Árna Hjartarson Á hverju ári koma út nokkrar bækur um íslenska náttúrufræði og árið 1990 ætlar ekki að verða nein undantekning í því efni. Ein sú for- vitnilegasta í ár er bókin Hraunhell- ar á Islandi eftir Bjöm Hróarsson jarðfræðing og hellakönnuð. Þetta er fyrsta bókin sem skrifuð er um íslenska hella. Satt að segja hefur furðulega lítið verið skrifað um hell- ana á íslensku fram að þessu. Út- lendingar hafa verið áhugasamari um hellakönnun hérlendis en íslend- ingar. En nú hefur slyðraorðið verið rekið af landanum þökk sé Birni Hróarssyni og félögum hans í Hellar- annsóknarfélaginu. Bókin Hraunhellar á íslandi skipt- ist í nokkra hluta. Stærsti hlutinn er hellaskráin svonefnda. Þetta er þó ekki skrá í þeim skilningi að um sé að ræða þurrlegar nafna- og núm- eraranur eins og í símaskránni eða ættarskrám. Þessi skrá er mun sa- faríkari. Hellir þarf að vera a.m.k. 20 m langur til að rísa undir nafni sé hann styttri flokkast hann undir skúta og kemst ekki á hellaskrá nema hann hafi eitthvað alveg sérs- takt til brunns að bera, óvenjulega lögun, fegurð eða sögulega fortíð. I íslandi ir fræðilegir inngangskaflar þar sem hellavísindunum eru gerð skil. Á erlendum tungum heitir greinin ’ speleology og er mikil vísindagrein. íslensk hellafræði hefur nokkra sér- stöðu innan hellafræðinnar sem er reyndar í samræmi við sérstöðu ís- Ienskrar jarðfræði innan jarðvísind- anna. Hérlendis finnast ekki kalk- steinshellar sem algengir era víða um lönd. íslensku hellarnir era flest- ir hraunhellar en slíkir hellar era sjaldgæfir á heimsmælikvarða. Bók Björns Hróarssonar er því nýtt fram- lag til eldfjallafræðinnar en í henni eram við Islendingar í fremstu röð. Raunar bindur Björn sig ekki alveg við hraunhellana því getið er um aðrar hellisgerðir sem hér fínnast svo sem móbergshella, íshella og manngerða hella. Ljósmyndir eru fjölmargar í bók- inni, flestar eða allar teknar af höf- undinum sjálfum. Ljósmyndun í hell- um er listgrein út af fyrir sig þar sem önnur lögmál gilda en í venju- legri landslagsljósmyndun. Kúnstin er að lýsa viðfangsefnið rétt og ljó- sið þurfa menn að skaffa sjálfir, ekki tjáir að bíða eftir bjartviðri. Björn Hróarsson virðist hafa náð góðum tökum á þessari grein því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.