Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 Trékyllisvík: Einkennilegur ljósa- gangnr við Drangaskörð Trékyllisvík. ÁREIÐANLEGUR maður hér í sveit kvaðst hafa orðið var við einkennilegan ljósagang yfir Drangaskörðum fyrr í mánuðin- um. í fyrstu sagðist hann hafa veitt ljósunum litla athygli, en við nánari athugum fannst honum sem Ijósin færu ýmist upp eða niður eða út til hliðar. Þegar þetta hafði gengið nokkra stund fóru ljósin að blikka og skipta litum. Maðurinn, sem ekki vill láta nafn síns getið, fylgdist með ljósagangi þessum í um 20 mínútur áður en þau lyftust til lofts með miklum hraða og hurfu síðan út fyr- ir sjóndeildahringinn. Maðurinn sagðist ekki vera hjátrúarfullur en sagðist ekki treysta sér til að út- skýra þetta.,, Ætli þetta hafí ekki verið flugdiskur", sagði hann hlæj- andi að lokum. _ v. Hansen. Guðsþjónustur í Akur- eyrarprestakalli um jólin FYRSTA hátíðarguðsþjónusta sóknarprestanna á Akureyri tengd jólunum verður á Dvalar- heimilinu Hlíð í dag, Þorláks- messu, og hefst hún kl. 16. Börn úr Bamaskóla Akureyrar syngja undir stjóm Birgis Helgasonar. Á aðfangadag verður aftansöngur í Akureyrarkirkju kl. 18, Bjöm Steinar Sólbergsson organisti leikur á orgelið frá kl. 17.30. Miðnætur- guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 23.30, en þar mun Margrét Bóas- dóttir syngja einsöng. Á jóladag verður hátíðarguðsþjón- usta á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 10 fyrir hádegi og í Akureyrarkirkju kl. 14. Þá verður einnig guðsþjón- usta á Hjúkrunardeildinni Seli kl. 14. Annan dag jóla verður bama- og fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrar- kirkju kl. 13.30 þar sem böm úr Bamaskóla Akureyrar syngja undir stjórn Birgis Helgasonar. Sama dag verður guðsþjónusta í Minjasafns- kirkjunni kl. 17 og á þriðja degi jóla, 27. desember, er stefnt að hátíðar- guðsþjónustu í Miðgarðakirkju í Grímsey. Sagnfræðistofnun HÍ: Sagnfræðirit um félög í Reykjavík ÚT ER komin hjá Sagnfræði- stofnun Háskólans bókin Reykjavíkurfélög - félagshreyf- ing og menntastarf á ofan- verðri 19. öld eftir Hrefnu Ró- bertsdóttur sagnfræðing. í kynningu útgefanda segir m.a.: „I bókinni er fjallað um sögu félaga og samtaka bæjarins á 19. öld, en saga þeirra er mikilvægur þáttur . Reykjavíkursögunnar. Seinni helmingur aldarinnar er fyrsta skeið frjálsra samtaka bæj- arbúa og voru yfir 100 félög af margvíslegum toga stofnuð á því tímabili. Sérstök áhersla er lögð á marg- breytilegt menntunarstarf sem nokkur félög bæjarins stóðu að, bæði fyrir eigin félagsmenn og aðra. Þarna fékk margt fólk að- stöðu til náms sem annars hefði ekki átt þess kost, enda enn langt í almenna skólaskyldu. Skólahald félaganna er mikilvægt framlag til fræðslusögunnar og hefur lítið verið dregið fram í dagsljósið áð- ur. Það voru bæði félög kvenna og karla sem að þessu starfi stóðu, þar á meðal tvö fyrstu kvenfélög bæjarins, Thorvaldsensfélagið og Hið íslenska kvenfélag. Iðnaðar- mannafélagið hafði einnig umtal- svert starf á sinni könnu og má rekja upphaf Iðnskólans til þess. Menntamenn bæjarins störfuðu í leynifélagi sem nefndist Kvöldfé- lagið og í Hinu íslenska stúdenta- félagi, en Sjómannaklúbburinn var ætlaður alþýðumönnum. Einn- ig er fjallað um Lestrarfélag Reykjavíkur. Farið er í saumana á því hvaða hópar fólks störfuðu í þessum félögum og birtir listar yfir meðlimi þeirra fram til alda- móta. Fjölda Reykvíkinga, sem uþpi voru á síðustu öld, er því getið í bókinni. Að lokum er leitað út fyrir land- steinana til Norðurlanda og fé- Myndbandahand- bók kemur út ÚT ER komin bókin „Myndbönd 1991 - myndbanda- og sjón- varpshandbók heimilanna". Höfundar eru Sæbjörn Valdi- marsson og Arnaldur Indriða- son. Útgefandi er Prenthúsið. Bókin er fyrsta frumsamda myndbanda- og kvikmyndahand- bókin á íslenzku. í henni er fjallað um meira en 2.000 kvikmyndir, sem fást á myndböndum. Umsögn er um hveija mynd, rakinn sögu- þráðu og getið um leikara, leik- stjóra, framleiðanda, framleiðslu- ár, framleiðsluland, lengd o.fl. Einnig gefa höfundar, sem báðir hafa verið kvikmynda- og mynd- bandagagnrýnendur um árabil, hverri mynd stjömur eftir gæðúhiT- i mmm*- OGSJÓNVA8P5- ! H.VCéÓK HtiMiiANNA £1» Síljðfí VilíKBfSiSl ii íresli Kinttsu Försíða_MyTTdbandaU991:---------- Nemendur tónlistarskólans syngja Heims um ból. Morgunblaðið/Gunnar E. Hauksson Jólatónleikar haldnir á Þingeyri JÓLATÓNLEIKAR Tónlistar- skólans á Þingeyri voru haldnir sunnudaginn 16. desember sl. og eins og við mátti búast var félagsheimilið troðfullt. Þetta voru fimmtu jólatónleikar tónlistarskólans. 29 nemendur eru nú skráðir við nám í skólanum og er kennt á píanó, gítar og blokk- flautu. Á þessum tónleikum komu allir nemendur skólans fram, en í þeim hópi voru tíu nemendur að spila í fýrsta sinn á tónleikum. Tvær írskar systur, Barbara og Dolores Foly, sem búsettar eru á Þingeyri komu fram auk nemend- anna, en þær voru gestir á tónleik- unum. Þær sungu tvö lög „ The Boxer“ og „ Long time ago in Betlehem“ og spiluðu undir á gítar. Um helmingur laganna á tón- leikunum voru jólalög og í lokin fóru allir nemendur upp á sviðið og sungu saman Heims um ból við undirleik Gíslínu Jónatansdótt- ur, skólastóra tónlistarskólans. - Gunnar Eiríkur. Hrefna Róbertsdóttir lagastarf Reykvíkinga borið sam- an við það sem var að gerast þar, en mörg reykvísku félaganna áttu sér erlendar hliðstæður." Bókin er 167 síður að lengd og eru í henni á þriðja tug mynda. Bók um leiki og störf bama ÖRN OG ÖRLYGUR hafa gefið út bókina Bernskan — Líf, leikir og störf íslenskra barna fyrr og nú eftir Símon Jón Jóhannsson og Bryndísi Sverrisdóttur. í kynningu útgefanda segir m.a.: „I þessari bók er varpað ljósi á heim íslenskra bama. Þau bjuggu fyrrum við misjafnt atlæti og urðu furðu fljótt virkir þátttak- endur í harðri lífsbaráttu kynslóð- anna. Samt hafa leikir alltaf verið bömum jafn eðlilegir og að borða og sofa og stutt í glens og gaman þótt leikföng væru oft fábreytt og stundfr stopular. Við lestur og skoðun glæsilegs myndefnis munu þeir sem komnir eru á miðjan aldur eða eldri rifja upp hálfgleymd atvik og atburði frá því skeiði ævinnar þegar lífið var einfalt og framtíðin full af fyrirheitum en þeir sem yngri era fá innsýn í furðulega og forvitni- lega veröld sem virðist nú langt að baki. Aðalkaflar bókarinnar bera þessi heiti: Á misjöfnu þrífast bömin best, Stórar stundir, bama- gaman, hver sem vill fá brauð verður að vinna og Uppfræðingin. í bókinni er íjöldi ljósmynda sem safnað hefur verið saman hvað- anæva af landinu af ívari Gissurarsyni þjóðfræðingi, fyrram forstöðumanni Ljósmyndasafns- ins.“ Morgunblaðið/Frímann Ólafsson „Bráðum koma blessuð jólin,“ syngja leikskólabörnin í Grindavík. Grindavík: Leikskólabörn syngja jólalög Grindavík. BÖRNIN á leikskólanum í Grindavík láta ekki sitt eftir liggja við jólaundirbúning. Með- al annars syngja þau jólalögin fullum rómi eins og vera ber Fyrir skömmu voru þau fengin til að syngja fyrir félag aldraðra í Grindavíkurkirkju en félagar í því hittast einu sinni í viku í safn- aðarheimilinu. Eftir að sr. Jóna •Kristín •Þoi'valdsdóttir, hafði.lokjð máli sínu tóku leikskólabömin við og sungu nokkur jólalög við góðar undirtektir. Að launum þáðu þau góðgæti frá félagi eldri borgara í Grindavík. ■"i ciw FÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.