Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990
25
síður hæpið að telja hana »vafal-
ítið« rétta. íslensk örnefni eru flest
til komin löngu áður en ritöld hófst
í landinu og uppruni þeirra því oft
á huldu.
Textabrotum úr íslenskum bók-
menntum, einkum ljóðum, er svo
dreift um bókina. Ekki höfðar það
alltaf til meginefnis. En höfundur
hefur líklega hugsað sem svo að
hollt sé heima hvað því mikið ber
þarna á Máls og menningar-skáld-
um.
Glæsileika þessarar bókar er
ekki að tvíla; hann blasir við aug-
um. En að mínum dómi er hún
eiginlega of stór. Til dæmis er
varla hægt að segja að hún sé
barna meðfæn. Langflestar mynd-
anna hefðu notið sín jafnt í smærra
broti.
Það er enginn fátæklingur sem
gefur út svona nokkuð. Manni
kemur í hug að þarna sé útgefand-
inn að sýna mátt sinn og megin.
Lögreglu-
blaðið 1990
komið út
LÖGREGLUBLAÐIÐ 1990 er
komið út. Útgefandi er Lögre-
glufélag Reykjavíkur. Blaðið er
100 síður í tvöföldu Demi-broti.
Ritstjóri er Ómar Smári Ár-
mannsson. í tilefni af 55 ára af-
mæli Lögreglufélagsins í desember
er lögð sérstök áhersla á kynningu
starfa lögreglumanna í Reykjavík
í hinum ýmsu deildum lögreglunn-
ar.
Páll Valsson
ingu og ýmsum bókmenntalegum
aðferðum." '
Þögnin er eins og þaninn strengur
skiptist í fimm meginkafla sem bera
þessar fyrirsagnir: Æviágrip og að-
faraorð, Æskuverk og Hoit flyver
ravnen, Þróun forms, Þróun mynd-
máls og stíls og Hugmyndalegir
þættir. Ennfremur eru í ritinu breyt-
ingaskrá, viðauki, tilvitnanaskrá,
heimildaskrá og útdráttur á ensku
sem Margrét Björgvinsdóttir þýddi.
Bókin er 217 bls. að stærð, unnin í
Prenthúsinu. Ritstjóri Studia Is-
landica er Sveinn Skorri Höskulds-
son.
VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000