Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 37 in^v0t Útgefandi tttMitMfr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri FlaraldurSveinsson. Ritstjórar MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Veröldin verður aldrei söm ■p^egar Jesús Kristur fæddist, ólst L* upp og flutti boðskap sinn atti hann ekki aðeins í höggi við fulltrúa gamalla trúarskoðana held- ur ríktu höfðingjar erlends valds í Gyðingalandi, sem óttuðust allar breytingar eða skoðanir sem kynnu að koma róti á hugi fólks. Andstað- an varð einnig mikil við kenningar Krists og svo fór að lokum að hann var krossfestur, tekinn af lífi eins og hver annar uppreisnarseggur. Dómurinn var kveðinn upp af ver- aldlega valdinu sem sakaði hann um að sækjast eftir konungdómi og kennimönnunum sem töldu hann bijóta í bága við kenninguna. Barnið sem var lagt í jötu á jólun- um reis þannig gegn ríkjandi siðum og valdi, þegar það óx úr grasi. Kunn er sagan, þegar Jesús reiddist og rak víxlara og kaupsýslumenn út úr musterinu. Sumum þykir hæfa að leggja megináherslu á þennan þátt í lífi og starfi Krists. Hann er þá kynntur samtímanum eins og hver annar byltingarmaður og jafn- vel látið í veðri vaka, að kæmi hann til 'jarðar að nýju á þessari stundu myndi hann líta á kristna kirkju sem staðnaðan fulltrúa valdsins. Samanburður af þessu tagi er alls ekki einhlítur. Hann byggist í fyrsta lagi á því að líta beri á Krist sem hvern annan dauðlegan mann. Hann leggur að jöfnu aðstæður í samtímanum og það sem var að gerast fyrir 2000 árum. í þriðja og síðasta lagi tekur hann ekki mið af því, að Kristur hefur þegar verið hér á jörðunni og skilið eftir for- dæmi sitt, fyrirheit og fullvissu um mátt trúarinnar á hann og Guð föð- ur. Atburðurinn í Betlehem á jóla- nótt, fæðing frelsarans, olli þátta- skilum í sögu mannkyns. Veröldin verður aldrei söm eftir að hafa kynnst lífi og kenningu Krists, þess vegna gæti hann aldrei stigið aftur niður til jarðar og átt samneyti við mannkyn, sem væri eins og á þeim tíma þegar hann prédikaði meðal manna. Hann var byltingarmaður sem kenndi, hvernig kærleikurinn ætti að hafa yfirhöndina: Elskið náungann eins og sjálfa yður. Þessu meginatriði virðast margir gleyma sem ræða nú á tímum um Krist sem róttækan byltingarmann. Hann skildi eftir sig arfleifð friðar og kærleika og fól mönnunum hana til varðveislu og ávöxtunar í lífí sínu og starfi. Um þessi jól standa herir gráir fyrir járnum hvor andspænis öðrum á Arabíuskaga. Þar er annars vegar innrásarher Saddams Husseins í Kúvæt og hins vegar herafli frá fjöl- mörgum ríkjum, sem hefur verið stefnt saman í nafni Sameinuðu þjóðanna. Ágreiningurinn snýst um yfirráð yfir sjálfstæðri þjóð, landi og olíulindum. Að baki búa einnig ólík viðhorf í .trúmálum. Hussein hefur reynt að fá múhameðstrúar- menn til liðs við sig með því að höfða til þess að herafli kristinna þjóða hafi nú tekið sér bólfestu í Saudi-Arabíu, heimalandi Mekka, helgasta staðar múhameðstrúar- manna. Þótt mörg arabaríki hafi snúist af ákafa gegn Hussein, leyn- ir sér ekki að trúarlegu böndin á milli þeirra allra eru sterk og til þeirra er ákaft höfðað. Kæmi til átaka yrðu þau öðrum þræði að minnsta kosti trúarleg; fulltrúar tveggja ólíkra trúarheima berðust. Kristnum mönnum blöskrar margt í trúarbrögðum múhameðs- trúarmanna. Ekki síst það sem við köllum grimmd og skort á umburð- arlyndi. Áhersla Krists á kærleikann og hógværðina er ekki krafa um uppgjöf og niðurlægingu heldur áminning um siðferðileg gildi, sem öllum er hollt að hafa í heiðri, jafnt háum sem lágum. Unnt er að vera byltingarmaður án þess að beita aðra ofbeldi eða skoðanakúgun. Unnt er að ná árangri í lífínu án þess að beija sér á bijóst og tútna út af eigin ágæti. Jólin eru hátíð Ijóssins vegna birt- unnar af lífi og boðskap Jesú Krists. í von um að sem flestir fái að njóta þeirrar birtu óskar Morgunblaðið lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. 1AQ SJÁLF- lUOi stæðis- menn eiga auðveldara með að viðurkenna þá staðreynd að jafnræði ríkir ekki í náttúrunni en jafnaðarmenn og fylgjendur vinstri flokka. I því ligg- ur helzti munurinn á stefnu þessara flokka einsog verið hefur. Sjálf- stæðismenn hafa þó einatt af pólitískum hyggindum reynt að breiða yfir þessa alkunnu stað- reynd. En í Hundaþúfunni og hafinu hef ég þessi orð eftir Páli ísólfssyni sem var eindreginn sjálfstæðismað- ur og skreytti lista. þeirra í Reykjavík þvíað pólitík er ekki sízt einskonar skreytilist: „Frumeðli náttúrunnar er einstaklings- hyggja... Það er enginn jöfnuður þar sem Beethoven kveður sér hljóðs." Og dr. Páll gefur stjórn- málamönnum svofelld ráð: ....Ég held að íslenzkir stjómmálamenn ættu að gera tvennt áðuren þeir fara að stjóma landinu: Stunda sjó- róðra frá hættulegri brimströnd og læra músík einsog ég... Sá sem kann að umgangast landið og listina einsog karlarnir í gamla daga á að stjóma landi.“ Og enn sagði dr. Páll: „Góður vísindamaður er mikill listamaður með þroskað ímyndun- arafl. Hann er skáld.“ Þetta minnir mig líka á það sem Peter Mohr Dam, lögmaður Færeyja, sagði við mig í samtali: „Enginn er góður stjórnmálamaður nema hann sé sæmilegt skáld, kunni að hugsa og hafi fantasí.“ Það em ekki öll skáld sem yrkja. Mér finnst^ þessi lýsing einna helzt eiga við Olaf Thors sem mark- aði Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans meir og lengur en nokkur annar stjórnmálamaður. Hann hafði tilfinningar, hugmyndaflug og við- brögð skálds, þótt raunsætt viðhorf væri aðaleinkenni hans. En hann varð að borga þessa eiginleika dýru verði einsog gengur. Hann átti fullt í fangi með að veija hjarta sitt kaldri ágengni harðsvíraðs hvers- dagleika, svo feiminn og hlédrægur sem hann var. En fyr- ir bragðið skildi hann betur þá sem áttu undir högg að sækja. Það var ekki einungis Sj álfstæðisflokknum mikil gæfa að eignast slíkan leiðtoga, heldur var það ómetanlegt fyrir þjóðina alla að forystumaður stærsta stjómmála- flokks landsins skyldi vera jafnvel af guði gerður og raun bar vitni. Samt sannaðist kenningin bezt á Hannesi Hafstein sem var nýöld mikilla hugsjóna holdi klædd. En hann var ekki sízt einn af brautryðj- endum nýs skáldskapar. Það verður engin bókmenntasaga skrifuð án kafla um hann og vini hans, Verð- andi-menn. Oftast naut Hannes skáldskapar síns, en galt hans þó stundum. Þar var stjómmálamaður- inn berskjaldaður; gat ekki borið hönd fyrir höfuð ef einhver lagðist svo lágt að vega að tilfinningum hans á þeim vettvangi. Það var ekki stórmannlegt af Jóhanni Gunn- ari Sigurðssyni þegar hann rímaði meiðyrði sín um Hannes og sagði meðalannars hann hefði „danska Iund“ sem rímaði svo óskemmtilega við hund. Ekkert gerir þetta Hann- esi Hafstein, en Jóhann Gunnar getur ekki þvegið þessi orð af rykti sínu. Þau eru einsog andleg gaddavírstrossa á minningu hans. Menn þurfa að gæta þess að verða ekki einsog kerlingarnar í Njáls sögu sem höfðu ekki annað fyrir stafni en koma illu til leiðar. Met- ingur þeirra varð þjóðfélagslegt böl; éggjanir þeirra sú arfasáta sem eldana kveikti. Ekki hefðu Jóhann Gunnar og samskrafsmenn hans unnt Hannesi Hafstein bókmer.ntaverðlauna. List treðst undir í stjómmálum. Og dægurþrasi. List og lýðræði eiga illa saman. Nýskapandi list er af- kvæmi einstaklinga, en ekki mergð- ar. Nýsköpun á ekki uppá pallborð almenningsálitsins. Hún getur því ekki gert útá það einsog pólitík, jólabækur og annar markaðsvarn- ingur. Hún er tortryggð, þykist ég vita. Ekkert er andstæðara sannri, nýskapandi list en hagsmunahópar sem þykjast geta varðað veginn, en nærast á tvískinnungi og mála- miðlun sem er einkenni lýðræðis. Hagsmunahópar em þannig ekki færir um að veita bókmenntaverð- laun né önnur marktæk listaverð- laun. Lýðræði getur orðið ósköp hallærislegur hégómi og tæki ófyr- irleitinnar meðalmennsku til að ráðskast með verðmæti sem tíman- um einum er trúandi fyrir. Þarsem Bach er eða Beethoven, Jónas eða Einar Benediktsson, þar er ekkert lýðræði; engin málamiðlun; engir hagsmunir. Og engin atkvæðagreiðsla. Innsæi er eitt helzta einkenni skáldskapar og það ætti að vera stjórnmálamönnum gott veganesti. Hvaðsem því líður mætti vel minn- ast þess sem Kristján Albertsson sagði á sínum tíma og hafði Clem- enceau fyrir því að stjórnmál væru svo alvarlegs eðlis ekki væri hægt að trúa stjómmálamönnum fýrir þeim(!) En vonandi glata góðir menn ekki innsæi sínu þótt þeir -ánetjist stjómmálum og því misk- unnarlausa tillitsleysi sem er aðal einkenni þeirra. * P.S. Eftirá að hyggja er ég raun- ar sömu skoðunar og Woody Allen sem blæs á öll listverðlaun og tekur ekki þátt í Oscarsverðlaunabjástr- inu sem er ekkert nema auglýsinga- brella. Mér skilst hann sé ekki við- staddur þessar uppákomur. Hann hefur sagt það sé útí hött að bera saman ósambærilega hluti. Eða hvemig er hægt að bera saman Platoon og Radio City, segir hann og forðast tilstandið. Ekkert er skiljanlegra. Hann lítur ekki á list- verðlaun sem marktækan dóm, heldur einsog gagnrýni sem hentar samtímanum og bæjarslúðrinu. Öðru hlutverki gegna þau ekki. Þegar heiðurinn er fenginn, dragðu þig þá í hlé, segir L.Z. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 22. desember IBRÉFI SEM KAÞÓLSKUR prestur í Tékkóslóvakíu, Pétur Dokládal, ritar og birtist hér í blaðinu á þriðjudag segjr: „Allir í heiminum vita að hið rauða kommúnistakerfi, sem olli dauða milljóna manna, dundi yfír Austur-Evrópu og auðvitað líka Tékkóslóvakíu. En ástandið er nú í rauninni miklu flókn- ara en það var áður og mér finnst hið nýja lýðræði vera ógnvekjandi hjá okkur. Víða hefur ekkert gerst, þrátt fyrir það að nærri því eitt ár er liðið frá „flauels"- byltingu okkar 17. nóvember 1989. Marg- ir kommúnistar hafa setið allt til þessa dags í hinum háu embættum sínum og nú er komið til sögunnar nýtt orð: „Krypto- kommúnistar" um menn sem lögðu til hlið- ar hin rauðu kommúnistaspjöld sín og telja sig nú vera hina bestu lýðræðissinna — en í reyndinni eru þeir orþodoxir — rétttrúað- ir — stalínistar.“ Bréfíð ritar presturinn, sem er mikill íslandsvinur og hefur lært íslensku af ein- skærum áhuga á tungunni, landi og þjóð, áður en efnt var til sveitarstjórnakosninga í Tékkóslóvakíu nú í vetur. Þar kom í ljós, að ítök gömlu kommúnistanna eru miklu meiri víða um landið en menn ætluðu. Raunar sitja þeir enn í valdastöðum í smábæjum og þorpum. í fávisku sinni og vegna ótta við breytingar þorir fólkið ekki að kjósa aðra en gömlu valdhafana til áframhaldandi setu. í Tékkóslóvakíu kemur í ljós eins og annars stáðar í fyrrum leppríkjum Sov- étríkjanna, að umskiptin frá alræði til lýð- ræðis verða erfið. Enn skal það þakkað, að ekki hafi komið til blóðugra átaka á hinum erfiðu breytingatímum sem þjóðirn- ar ganga nú í gegnum. Spennan og hætt- an sýnist enn vera mest í Rúmeníu, utan Sovétríkjanna. Eins árs afmæli byltingar- innar þar fyrir viku varð almenningi til- efni til að andmæla stjórnvöldum og krefj- ast meiri lýðréttinda. Ýmsir telja, að ný einræðisklíka hafí tekið við af Ceausescu- hjónunum illræmdu og búið þannig um hnúta að öðrum sé haldið í skefjum með óeðlilegum hætti. Sjást þess nú merki, að rúmenska stjórnin hafi áttað sig á því, að hún verði að ganga meira til móts við al- menning en hún hefur verið fús til fram að þessu. Laszlo Tökes, prestur af ungverskum ættum í bænum Timisoara, sem nú er orðinn biskup í ungversku mótmælenda- kirkjunni, varð á sinn hátt lifandi tákn andstöðunnar við Ceausescu-stjómina fyr- ir ári. Hann berst áfram fyrir auknum lýðréttindum í landinu og í Timisoara er nú eitt helsta vígi andstæðinga núverandi ríkisstjórnar Rúmeníu. í öllum ríkjunum þar sem oki Sovét- stjómarinnar og kommúnismans hefur verið kastað em þeir í fremstu röð í lýðræð- isbaráttunni sem aðhyllast kristna trú. Margir þessara manna þurfa enn að veija hendur sínar vegna tengsla eða ásakana um tengsl við öryggislögreglu hinnar föllnu einræðisstjórnar, sem teygði arma sína leynt og ljóst um allt. Lothar de Maiziere, sem varð forsætisráðherra í ríkisstjórn A-Þýskalands, eftir fijálsu kosningarnar þar í mars og síðan ráðherra án ráðuneyt- is í ríkisstjórn Helmuts Kohls og varafor- maður Kristilega demókrataflokksins hef- ur nú orðið að segja af sér vegna ásakana um tengsl hans við öryggislögregluna, Stasi. Er sagt, að öryggislögreglan hafi misnotað hann til að afla upplýsinga um kirkjufélög eða söfnuði sem hann starfaði fyrir og með sem lögfræðingur. HVAR SEM BOR- ið er niður í frelsis- hreyfingarnar í Austur-Evrópu, alls staðar rekum við okkur á baráttu- kjama, sem sækir afl sitt til kristninnar. Verður þessi staðreynd mörgum íhugunar- efni, sem leggja út af orði Guðs nú um hátíðamar. Styrkur kristinnar trúar Síðasta sunnudag flutti séra Ólafur Jó- hannsson hugvekju í Neskirkju og sagði meðal annars: „Samtíð okkar spyr Jesú á sinn hátt: Ert þú sá sem koma á? Hvað ert þú merki- legri en aðrir spámenn og kraftaverka- menn og góðmenni sögunnar? Það er ekkert rangt við að spyija og efast, sé það gert af heilindum og í vilja til að hlusta á og sætta sig við svar Krists. En stundum er spurt með neikvæðum formerkjum. Slíkir spyijendur svara sér gjarnan sjálfir og komast að þeirri niður- stöðu að Jesús sé einn margra — ein leið af mörgum en ekki vegurinn eins og hann sagðist sjálfur vera. Afleiðingin verður það kukl og samkrull hugmynda sem flæðir yfir í samtímanum. En spyijum við Krist sjálfan, svarar hann á sama hátt og fyrr: Gáið að verkun- um. Sjáið afleiðingarnar. Skoðið ávöxtinn. Það er auðvelt að sjá afleiðingar þess að Kristur hefur fengið að ríkja í hjörtum manna, hann mótar hugarfar þeirra og samskipti. Eða hvar hefur réttlæti orðið sterkara og jöfnuður meiri en þar sem kristinn grundvöllur hefur verið lagður? Hvar hefur jafnrétti náð lengra í reynd en í þjóðfélög- um sem byggja á kristinni trú? Hvar hefur hagnýt þekking vísindanna blómgast betur og orðið almennmgi til meira gagns en í samfélögum sem mótast af kristinni trú? Sá ávöxtur hefur fylgt kristinni trú hvar sem hún hefur komist að til að ríkja." Séu þessi orð höfð að leiðarljósi eiga þjóðirnar sem nú eru að losna undan harð- stjórn hins guðlausa kommúnisma meiri von en ella fyrir þá sök, að Kristur hefur fengið að ríkja í hjörtum íbúa þeirra, hann mótaði hugarfar margra þeirra og sam- skipti. Til þeirrar leiðsagnar sem hinn kristni boðskapur veitir leita nýfijálsu þjóðirnar. Spyiji þær Krist og hlýði svörum hans verður þeim auðveldara en ella að feta hina erfiðu leið frá alræði til lýðræð- is, sem tryggir réttlæti og jöfnuð. Gleðigjafi í sorg UM GILDI TRU- arinnar í frelsisbar- áttu þeirra sem sækja undan alræði kommúnismans þarf enginn að efast. Trúin á Jesú Krist veitir einstaklingum einnig styrk, þegar þeir lenda í erfiðleikum svo sem vegna ástvinamissis. Nú fyrir jólin kom út lítil bók en áhrifamikil eftir séra Karl Sigur- björnsson, sem heitir Til þín sem átt um sárt að binda og ber undirtitilinn: Leiðsögn á vegi sorgarinnar. í henni er talað beint til syrgjenda og á bókin vafalaust eftir að létta mörgum gönguna á erfiðum stundum lífs þeirra. Er gleðiefni, að slíkt kristilegt leiðbeiningarrit um vegi sorgarinnar skuli nú vera öllum tiltækt. Þar segir meðal annars: „Dauðinn skekur tilveru okkar við grunn. í innstu kviku tilfinninganna nístir sársaukinn. Svo kemur doðinn, það er sem allt sé óraunverulegt. Þetta er eins og martröð, ægileg mar- tröð. „Það er sem gólfið hrynji undan fót- um manns.“ „Ég varð dofinn.“ „Allt varð eins og í þoku.“ Eiginlega er þetta nokk- urs konar deyfingaraðgerð náttúrunnar til að lina þjáninguna. En þessi doði kemur þó ekki í veg fyrir að unnt sé að sinna nauðsynlegum þörfum og skyldum. Að hluta til verða það ósjálfráð viðbrögð, eins og að sinna börnunum, finna til matinn og vinna slík vanabundin verk. Smám saman hverfur þó þessi doði og hin raunverulega sorg kemst að. Áfallið kemur ekki í einu lagi, heldur eins og í bylgjum. Leiðin gegnum dalinn dimma getur verið æðilöng. Margur kemst ekki yfir þetta stig, forð- ast að syrgja, slævir tilfinningarnar og flýr raunveruleikann með ýmsum ráðum. Láttu það ekki henda þig. Sorgin gleymir engum. En þú getur leyft henni að vinna verk sitt í þér og færa þig smám saman nær samþykki og huggun. Þar kemur að þér finnst þú geta horfst í augu við raun- Morgunblaðið/RAX veruleikann. Þó að hluti af þér muni alltaf syrgja, þá verðurðu fær um að viðurkenna staðreynd dauðans. Dauðinn er óhjá- kvæmilegur hluti lífsins. Hann birtist oft sem grimmur óvinur. En kristip trú kenn- ir okkur að Kristur hefur sigrað dauð- ann, og að þar sem Kristur kemst að þar snýr hann illu til góðs, jafnvel sárustu sorg og þyngsta harmi. Það er vitundin um dauðann sem kennir okkur að meta hvern dag, sem Guð gefur. Að harma og syrgja er ekki veikleika- merki. Það er eðlilegur þáttur þess að vera manneskja. Trúin nemur ekki á brott sorgina, heldur leiðir hana í æskilegan farveg — til huggunar." Á JÓLUM MINN- umst við kristnir menn komu þess sem sigraði dauð- ann. Við fögnum ljósinu sem fylgir Kristi í lífi okkar. Séra Halldór Gröndal ritar um mátt bænarinnar í bókinni Tákn og undur, sem kom út nú fyrir jólin. Enginn les þá bók ósnortinn. Einlæg trúarvissa höfundarins og lýsingar hans á mætti bænarinnar ættu að höfða vel til samtímans, þegar margir eru fúsari en áður til að leita fyrir sér í trúmálum og gefa sig trúnni og þar með bæninni á vald. Hugleiðsla og bæn í nafni Jesú Krists ætti að standa okkur íslendingum nær en grúsk í öðrum fjarlægari trúarbrögðum. Gefum séra Halldóri orðið: „Þá eru fyrirbænir og bænastundir, sem fólk á með presti sínum í einrúmi. Þær finnast mér áhrifaríkastar og bera bestan árangur. Þar gefst tækifæri til þess að ræða málin í næði og það er gott að létta vel á sér, segja hug sinn allan með ein- hveijum sem vill hlusta og maður getur treyst, og fela síðan Guði allt á bæna- stund. Ég hef séð dásamlega hluti gerast hjá fólki á slíkum stundum og orðið vitni að mörgum og góðum þænheyrslum. Einu sinni var ég kallaður í Síðumúla- fangelsið. Þar var fangi, sem vildi tala við mig. Þetta var trúaður maður, en hann hafði fallið frá Guði og í mikla synd. í fangelsinu hafði hann íhugað samband sitt við Guð og nú þráði hann það eitt að fara eftir orði hans og vilja. Hann vildi Máttur bsen- arinnar gera iðrun, biðja Guð að fyrirgefa sér og endurnýja samband sitt við hann. Þetta heitir á gömlu máli kirkjunnar að skrifta. Við gerðum þetta allt og eftir langa bænastund sagði hann: „Hvílíkur léttir!“ Ég held að ég hafi aldrei séð einum manni létta svona mikið. Hann rétti úr sér og það bókstaflega birti yfir honum. Hann varð alveg rólegur og lítið bros færðist yfir andlit hans. Þessi maður fékk bæn-' heyrslu, hann fékk þann kjark og andlega styrk, sem hann þurfti til þess að stand- ast þá erfiðleika, sem framundan voru, en það var dómur og refsivist. Það er af mörgu að taka, þegar ég ræði um fyrirbænir. Vegir þeirra eru furðulegir og máttur mikill. Einu sinni var ég með hugvekju í sjónvarpi og ræddi þá um mátt bænarinnar og vilja Guðs að bænheyra, vegna þess að hann elskar alla menn. Síðan endaði ég hugvekjuna með fyrirbæn. Nokkru síðar hringdi kona í mig, sem vildi ekki geta nafns síns. Hún sagði að þessi fyrirbæn í sjónvarpinu hefði bjargað lífi sínu, hún hefði verið búin að ákveða að svipta sig lífi og undirbúið það. En hugvekjan og fyrirbænin fengu hana til að hætta við það allt og hún sagðist hafa hrópað á Guð að hjálpa sér. Bæn- heyrslan kom á þann hátt, að hún fékk kjark til þess að hringja í heimilislækninn sinn. „Og nú er allt á góðri leið til bata,“ sagði hún.“ Á Landa- kotstúni MARGIR MINN- ast messunnar sem Jóhannes Páll páfi II. söng á Landa- kotstúni í júní 1989. Séra Halldór Gröndal segir frá þeirri stundu: „Páfinn ætlaði að messa fyrir kaþólska söfnuðinn á túninu við Landakotskirkju. Öllum var boðið að koma. Ég kom mjög snemma. Messupallurinn var girtur af og innan girðingar var kaþólski söfnuðurinn. Aðrir stóðu fyrir utan girðinguna. Ég fékk mjög gott stæði við girðinguna beint fyrir framan messupallinn og sá mjög vel allt sem þar fór fram, altarisþjón- ustu páfans sérstaklega. Ég naut mess- unnar vel, fylgdist með textanum í messu- skrá sem allir fengu, bæði á íslensku og latínu. Messan var háheilög, ljúf og falleg, þrátt fyrir mikinn kulda. Svo kom að altarissakramentinu og páfinn byijaði að helga brauðið og vínið. Þá lifði ég mig svo inn í athöfnina, að ég fór með orðin með sjálfum mér: „Tók brauðið, gjörði þér þakkir, braut það.. . Sömuleiðis tók hann kaleikinn.. “ Þetta er mér svo heilagt. Síðan fór páfinn að útdeila brauðinu og ég heyrði orðin „Corpus Christi“, sem er líkami Krists. Og hópur af hvítklæddum prestum og djáknum gekk út á túnið að gefa fólkinu brauðið, líkama Krists. Tveir komu í áttina til mín þar sem ég stóð. Eftirvæntingin var mikil og heilög gleði í hjarta. En svo gerðist það, þeir fóru framhjá mér, ég fékk ekki sakramentið. Og þá rann það upp fyrir mér, að ég er ekki • kaþólskur og var utan girðingarinnar. Ég hafði hrifist svo mikið af messunni og alt- arissakramentinu og ég var svo uppljómað- ur af návist Guðs, elsku hans og kær- leika, að ég hafði gleymt þessari einföldu staðreynd. Ég varð svo hryggur í hjarta, að augu mín fylltust af tárum. Ég leit upp til him- ins og sagði með sjálfum mér: „Drottinn Guð, þetta er ekki réttlátt, ég vil vera með. Eg er barnið þitt og trúi á þig, treysti þér og elska þig. Lofaðu mér að vera með. Amen.“ Síðan leit ég á prestana, en þeir fjar- lægðust. Þá gerðist undrið. Þegar þeir voru komnir góðan spöl frá mér, nemur annar staðar, snýr sér við og gengur ákveðið til mín, horfir á mig, tekur brauð og réttir mér og segir: „Líkami Krists“. Svo var hann farinn. Það er erfitt að lýsa þeirri yndislegu tilfinningu sem fór um mig. Þvílík bæn- heyrsla, henni mun ég aldrei gleyma. Og þegar páfinn blessaði fólkið í lok messunn- ar, þá fannst mér návist Guðs svo sterk, að ég fylltist sælutilfínningu og fannst ég svífa í lausu lofti.“ Þessi fallega saga lýsir í einfaldleik sínum hve öflug áhrif trúin og bænin hafa. Hún minnir okkur enn á hvers vegna við höldum jólin hátíðleg og sýnir að Kristur er ætíð reiðubúinn að rétta þeim hjálpar- hönd, sem á hann trúa. „Hvar sem borið er niður í frelsis- hreyfingarnar í Austur-Evrópu, alls staðar rekum við okkur á bar- áttukjarna, sem sækir afl sitt til kristninnar. Verður þessi stað- reynd mörgum íhug'unarefni, sem leggja út af orði Guðs nú um hátíðarnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.