Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990
57
i
i
i
i
Gjöf Lúsindu
Einu sinni fyrir langa löngu bjó
lítil stúlka, sem hét Lúsinda, í fjar-
lægu landi sem kallað er Mexíkó.
Fjölskylda hennar var mjög fá-
tæk. Þrátt fyrir það var litla stúlk-
an - hamingjusöm. Hún átti
mömmu og pabba og lítinn bróð-
ur. Þau áttu ekki mikinn mat en
nóg til að þau væru ekki svöng
og þau höfðu húsaskjól. Húsið
þeirra var mjög lítið, en það var
regnhelt. Þetta nægði Lúsindu
litlu.
Það var mikið um hátíðahöld í
Mexíkó. Allt árið um kring var
verið að heiðra hina ýmsu dýrl-
inga. Þá safnaðist fólkið í þorpinu
saman á kirkjutorginu og borð-
aði, dansaði og söng.
Þegar María guðsmóðir og heil-
agur Antonio voru heiðruð fóru
öll börnin til prestsins með dýrin
sín og hann blessaði þau.
Lfppáhaldshátíð Lúsindu voru
jólin. Þá bökuðu konurnar alls
konar brauð og kökur. Karlarnir
hreinsuðu og máluðu húsin. Prest-
urinn raðaði vandlega upp jóla-
skrautinu í kirkjunni. Það voru
útskornir munir úr tré: kindur,
fjárhirðir, konungur og englar.
Börnin æfðu einnig söngva til
að syngja við miðnæturmessuna.
Á hveiju aðfangadagskvöldi var
kveikt á kertum á kirkjutorginu
og meðfram stígnum sem lá upp
að kirkjunni. Líkneskjum af Maríu
og Jósef var komið fyrir í kirkj-
unni. Fólkið í þorpinu hennar Lús-
indu litlu safnaðist sanian á torg-
inu áður en gengið var til kirkju.
Presturinn gekk fyrstur og hélt
á líkneski af Jesúbarninu og
þorpsbúar komu á eftir. Allir voru
með gjafir til að færa jólabarninu.
Lúsinda hafði ávallt hlakkað til
jólanna. En það gerði hún ekki
núna. Móðir hennar hafði nýlega
orðið mjög veik. Faðir hennar
hafði ekki lengur vinnu heima í
þorpinu þeirra og hafði farið til
stóru borgarinnar til að leita sér
að vinnu.
Fjölskylda Lúsindu var orðin
fátækari en nokkru sinni fyrr.
Hún átti enga gjöf til að færa
Jesúbarninu. Lúsindu fannst að
það yrði engin jólahátíð.
Við sólsetur á aðfangadags-
kvöld læddist Lúsinda inn í kirkj-
una. Presturinn hafði komið stytt-
unum af Maríu og Jósef fyrir á
sínum stað. Lúsinda kraup niður
við hlið þeirra og starði áköf á
andlit heilagrar guðsmóður. „Ó,
María mey,“ sagði hún blíðlega,
„ég get ekki verið með í skrúð-
göngunni á morgun vegna þess
að ég á enga peninga og get því
ekki keypt neitt handa barninu
þínu. Mig langaði samt að koma
og sjá ykkur. Geturðu nokkuð
sagt Jesú hvers vegna ég kem
ekki í kvöld? Þakka þér fyrir,“
sagði hún að lokum og gekk hljóð-
lega út úr kirkjunni.
Að þessu loknu faldi Lúsinda
sig í skugga tijánna fyrir utan
og beið eftir að skrúðgangan
hæfist. Himinninn var stjörnu-
bjartur og það var kveikt á kertun-
um.
Lúsinda fylgdist með er þorps-
búar söfnuðust saman. Allir héldu
á fallegum gjöfum. Hún sá er
presturinn kom sér fyrir fremstur
í skrúðgöngunni. Hann hélt á
styttu af guðsbarninu. Fólkið fór
að syngja og gangan að kirkjunni
hófst.
Lúsinda grét og grét. Hana
langaði svo til að taka þátt í því
sem var að gerast.
Skyndilega heyrði hún rödd að
baki sér sem spurði: „Hvers vegna
ertu að gráta litla stúlka?“ Lús-
inda sneri sér við og sá gamla
konu. „Ég get ekki tekið þátt í
hátíðarhöldunum vegna þess að
ég á enga fagra gjöf handa Jesú-
barninu,“ sagði Lúsinda snökkt-
andi. „Nú, já,“ sagði gamla kon-
an. „Veistu ekki að gjafir verða
fallegar við að vera gefnar? Jesú-
barninu mun þykja það sem þú
gefur því fallegt, hvað sem það
er.“
Hjarta Lúsindu fylltist gleði.
Hún leit í kringum sig. Rétt hjá
þar sem hún stóð óx heilmikið af
hávöxnu illgresi. Hún flýtti sér
að tína fullt fang af því. „Er þetta
í lagi?“ spurði hún, en gamla kon-
an var horfin.
Lúsinda fór inn í kirkjuna.
Kirkjan var uppljómuð og börnin
voru að syngja. Hún gekk hljóð-
lega inn kirkjugólfið með fangið
fullt af illgresinu.
„Hvað er litla stúlkan með?“
hvíslaði kona nokkur.
„Hún er með illgresi,“ hvíslaði
önnur.
Lúsindk gekk upp að altarinu.
Hún raðaði grænum jurtunum í
kringum fjárhúsið. Þögn varð í
kirkjunni. Síðan fór allt fólkið að
hvísla hvert að öðru, en að lokum
hækkaði það róminn. „Sjáið þið,
Einu sinni sendi Guð
þrjá engla til að finna
tré, sem hentaði sem
jólatré. Þetta voru engl-
ar trúar, vonar og kær-
leika.
Þeir flugu af stað yfir
fjöll og dali. Nýfallinn
snjór lá yfir öllu og það
stirndi á hann í stjörn-
uskininu. Á leiðinni
töluðu þeir um hvers
konar tré þeir ættu að
velja.
Engill trúarinnar
sagði: „Tréð, sem ég
kýs, á að vera bein-
vaxið og toppur þess
á að teygja sig í
átt til himins. Það
á að bera kross-
ins tákn á
greinum sín-
um.“
Engill
vonarinnar
sagði: „Ég
kýs það
tré, sem
visnar
aldrei, held-
ur er grænt
bæði sumar og
vetur.“
Engill kærleikans
brosti blíðlega og sagði:
„Það tré, sem ég kýs á
að vera vinalegt tré, sem
breiðir út greinar sínar,
og gefur skjól öllum
smáfuglunum í skógin-
um.“
En hvaða tré varð svo
fyrir valinu?
Grenitréð var valið
því það hafði krossins
tákn á greinum sínu,
það var sígrænt árið um
kring og veitti fuglum
himinsins skjól.
Þegar englarnir
höfðu fundið tréð,
vildi hver þeirra
gefa því gjöf. Eng-
ill trúarinnar gaf
því skínandi jóla-
ljós, sem á að
minna á hann,
sem er ljós
heimsins.
Engill von-
arinnar
setti gull-
stjörnu á
toppinn og
engill kær-
leikans hlóð
gjöfum við fót
þess.
sjáið þið,“ sögðu raddirnar. „Sjáið
þið iligresið!“
Lúsinda opnaði augun og leit í
kringum sig.
Efst á hverri einustu illgresis-
grein sem hún hafði komið með
var komin eldrauð stjarna. Jatan
glóði og glitraði eins og það log-
aði á hundruðum kerta. Það hafði
gerst kraftaverk.
Fyrir utan kirkjuna og um allt
þorpið glóði rauð stjarna efst á
hverri grein þessarar jurtar.
Gamla konan hafði haft rétt
fyrir sér. Gjöfin hennar Lúsindu
var svo sannarlega orðin fögur.
Um hver einustu jól allt fram
til þessa dags glitrar rauð stjarna
efst á grænum greinum í Mexíkó
og fólkið kallar þær blóm hinnar
heilögu nætur, jólastjömu.
Sigríður Sigurbjarnardóttir þýddi
þessa mexíkönsku þjóðsögu úr
tímaritinu New Woman.
Hvað er í pakkanum?
Auðvitað má Siggi ekki vita hvað er í pakkanum fyrr en í kvöld. Ef þú dregur
strik frá punkti 1 uppí punkt 65 þá sérðu hvað er í pakkanum.
Eldspýtnaspil
Teiknaðu stóra eldspýtu
á pappírsörk og leggðu
teikninguna á gólfið. Nú
kastið þið til skiptis sex
eldspýtum, einni í einu, á
blaðið. Þær eldspýtur sem
koma við teikninguna
gefa stig. Á myndinni eru
það aðeins eldspýtur A
og B sem gefa stig.
Helgisaga
umjólatréð