Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DJESEMBER 1990 VIÐHAFNARÚTGÁFA Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðmundur Páll Ólafsson: PERLUR í náttúru íslands. 420 bls. Mál og menning. Reykjavík, 1990. Heiti bókarinnar gefur til kynna að þetta sé viðhafnarútgáfa. Að öðru leyti skýrir titillinn lítt frá innihaldi. »Orðið perla er notað ofur fijálslega,« segir í formála. í raun er þetta landafræði og jarð- fræði í skjaldhafnarbúningi. Brotið ér með því stærsta sem gerist. Prentað er á þykkan úrvalspappír. Myndefnið er geysimikið. Og svo til allt í lit. En myndirnar eru af tvennum toga: annars'vegar hrein- ar skýringarmyndir, t.d. af eld- virkni ýmiss konar, hins vegar myndir af fögru landslagi — eða bara fögru veðri — sem skírskota ekki beint til textans en er fyrst og fremst ætlað að gleðja augað. Fyrri hluti ritsins er venjuleg framhaldsskólajarðfræði. Þar er byrjað »fyrir upphaf tímans,« eins og þar stendur, og vitnað í Völuspá en endað á landinu eins og það blasir við sjónum okkar nú. Seinni hlutinn er svo landa- fræði. í þeim hlutanum er þeirri venju haldið að hefja ferðina á suð-vesturhorninu en halda síðan sólar sinnis hringinn um landið. Þarna er þó ekki um að ræða sam: fellda landlýsing heldur er stiklað á stóru, staldrað við þar sem lands- lag er fagurt og tilkomumikið, el- legar sérkenni náttúrunnar slík að ástæða þyki að nema staðar. Má segja að ferðamannasjónarmið virðist að mestu ráða staðarvalinu. Saman er blandað hlutlægum fróð- leik og tilfínningalegri hugljómun. íslandslýsingarkaflinn hefur t.d. fyrirsögnina Foldin fríða. Kaflafyr- irsagnirnar eru mikils háttar út af fyrir sig, prentaðar efst í hægra horni á myndopnu. Sem dæmi þess hversu horft er á landið frá hug- lægu sjónarmiði má taka þessa klausu um Snæfellsjökul: »Tiguleiki Snæfellsjökuls ásamt því að hann stendur einn og sér yfír byggðum ysta hluta Snæfells- ness er nægileg ástæða þess að margir fyllast undarlegum kennd- um gagnvart þessu fjalli. Kenndum sem fólk á erfitt með að útskýra og þar með fer það að leita að duldum kröftum ... Yfirbragð Snæ- fellsjökuls úr vestri, norðri og austri er tignarlegt og sakleysis- legt. Þar er jökulhettan, ímynd hreinleika og sakleysis, mest áber- andi. En úr suðri hefur hann allt aðra ásjónu þar sem ber mest á storknuðum hraunstraumum, um- merki þess djöfulgangs sem gosi úr Snæfellsjökli fylgir.« Göfug er föðurlandsástin. Og síst skulu bornar brigður á kennd- ir þær sem grípa kunna fólk and- spænis mikilleika Snæfellsjökuls. Hitt má einatt kallast hæpið að blanda hástemmdum hrifningar- orðum saman við bláköld raunvís- indi. Að tjá tilfínning sína fýrir náttúrunni í ljóðrænum texta er ekki heldur á allra færi. Víða er þarna leitast við að giska á uppruna örnefna. Til dæmis seg- ir svo u.m Skjálfanda: »Við flóann tengist rekbeltið í Öxarfirði yfir í Kolbeinseyjarhrygg og flekamörk- in sem verið hafa þar um árþús- undir eru jarðskjálftasvæði. Vafal- ítið er nafnið lýsing á skjálftavirkn- inni.« Skýring þessi, sem fengin er frá sérfróðum eins og aðrar slíkar, er skemmtileg en eigi að Metsölublad á hverjum degi! Jólaircsskciniiihiii A ái*sius A verður haldin á Hótel íslandi sunnudaginn 23. desember nk. Aðgöngumiðar seldir á Hótel íslandi frá 17. desember milli kl. 16:00 og 18:00 Miðaverð kr. 600.- Húsið opnar kl. 14 en skemmtunin hefst kL 15:00—17:30 Fjöldi skemmtikrafta, m.a. Rokklingarnir jóiahugvekja og jólaleikrit Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar Kynnir Hermann Gunnarsson Laddi Ómar Ragnarsson SMrm& NORLAND Nóatúni4, 105 Reykjavik. AEG 1/EHÐBBtBH/lflSKlPTl SAMVINNUBANKANS SAMVINNUBANKI ISLANDS SIMI622424 Fiddi ber á bumbu Ný barnabók eftir Þóri S. Guðbergsson félagsfræðing isíni w- s busrWwB NVBYLAVEG 14. 5:46614 SRANDGATA 30. S:6S2377 HMARK VISA ÍSLAND Uppfinningabókin Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Tækni og vísindi frá steinöld til geimaldar. Þýðandi: Björn Jóns- son. íslenskur sérkafli: Atli Magnússon. Litgreining og filmuvinna: Korpus hf. Kápa: Auglýsingastofan Nýr dagur hf. Prentverk: G. Ben. prentstofa hf. Utgefandi: Örn og Örlygur hf. Er ég las þessa bók, komu mér æðioft í hug orð úr fermingarljóði til mín, fyrir mörgum árum: „Settu þér takmark og hafðu það hátt!“ Já, Örn og Örlygur hf. hafa sett sér takmark og það ekki sléttunni merkt, því hvert fræðiritið eftir annað rétta þeir fram. Og hér er í engu kastað til höndum, heldur frá- gangur allur eins og bezt verður á kosið. Slíkan metnað ber vissulega að þakka og virða. Já, hér er frá- bært uppsláttarrit. 5.000 uppfínn- inga getið utan úr heimi, og svo sérkafli um íslenzka hugvitsmenn. Það hefir ekki verið neitt áhlaupaverk fyrir Björn að þýða erlenda hlutann, svo mjög sem efni er þjappað saman, og víða leitað fanga, lýst einföldustu verkfærum til flóknustu tækniundra nútímans. Kannske eru hér orð illa valin, því hvað er einfalt og hvað er flókið? Þar kann ég ekki skil. Uppsetning bókarinnar er ákaf- lega ljós, fjöldi mynda, er skýra mál, og mér þótti ákaflega gaman af köflunum um uppfínningamenn- ina, sem skotið er inn. Er ég lá yfir þessari bók, þá bar að vin minn sem spurði: Hvað heill- ar þig svo, að þú skilur bókina ekki við þig dag eftir dag? Ég sagði honum, að hér væru svör við svo mörgu, sem ég ekki vissi. „Látum reyna, hversu mörgu bókin getur svarað,“ sagði hann „hver fann upp botnvörpuna?“ Því svaraði bókin að bragði, á síðu 213 var svarið að finna. Sá sem handleikur þessa bók, les og nemur, verður geysifróður eftir. Vissir þú, lesandi minn, að það var íslenzkur maður, Andrés Gunars- sob, sem átti fyrstu hugmyndina að skuttogara? Veiztu hvaða snjail- ræði Axel Eiríksson rétti íslenzkum bifreiðastjórum? Veiztu hvar fyrsta sjúkrahúsið á íslandi var, eða hve- nær það tók til starfa? Veiztu að til er úr sem framleiðir sjálft þá ork'u er það notar? Eða þá, að til eru bílar, sem hreyfíhamlaðir geta stjórnað með orðum? Líka bílar sem harðneita að fara af stað, ef örygg- isbúnaður er ekki í Iagi? Kannske veiztu þetta allt, en þá ertu líka fróður, ef þessi bók kemur þér ekki á óvart, getur ekki frætt þig, þá ræður þú yfír meiri fróðleik en aðr- ir menn. Sumar uppfinningar vöktu mér mikinn hlátur, til dæmis aðvör- unarbúnaður fyrir kviksett fólk. Samanþjappaður fróðleikur, á auðskildu, lipru máli er aðal þessar- ar bókar, og því á hún erindi við allar fróðleiksþyrstar sálir. Hafí þeir er að unnu kæra þökk fyrir frábært framtak. Bók um skáldskap Snorra Hjartarsonar BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út í samvinnu við Bókmenntafræðistofnun Háskóia íslands ritið Þögnin er eins og þaninn strengur eftir Pál Valsson. Er það 48. bindi í flokknum Stu- dia Islandica og og fjallar um þróun og samfellu í skáldskap Snorra Hjartarsonar (1906-86). Þögnin er eins og þaninn strengur fjallar um skáldsögu Snorra, Hoit flyver ravnen (1934), samda á norsku og ljóðabækur hans fjórar, Kvæði (1944), Á Gnitaheiði (1952), Lauf og stjörnur (1966) og Haust- rökkrið yfir mér (1979). Höfundur gerir svofellda grein fyrir tilurð bókarinnar í aðfararorðum hennar: „Undirtitill þessarar bókar, — þróun og samfella í skáidskap Snorra Hjartarsonar — gefur glöggt til kynna markmið hennar, sem er að sýna fram á það hvernig sam- fella og þróun leika saman í öllu höfundarverki þessa skálds. Ýmsir þættir forms og hugmynda taka breytingum, þróast — en ákveðin einkenni ganga engu að síður eins og rauður þráður gegnum skáldskap Snorra frá upphafí. Enda er það svo með Snorra Hjartarson, eins og flest Snorri Hjartarson skáld önnur, að í verkum þeirra ta- kast sífellt á hefð og nýmæli, sam- fella og þróun. Það kemur t.d. á daginn að Snorri er bæði rómantískt náttúruskáld og módernisti, ró- mantíkin birtist einkum í hugmynda- legum einkennum og náttúrudýrkun, en á hinn bóginn sver hann sig í ætt við módernista í myndmálsbeit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.