Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 26
26 • u • >’• !/;• <i ci/ s ;' ;•; r MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 Til umhugsunar á aðventu eftirÓlafOdd Jónsson Aðventan er í svartasta skamm- deginu. Næturnar eru langar og dimmar og jafnvel dagarnir ná því ekki að verða bjartir. Sérhver veit hve óörugg við verðum í myrkri. Við þreifum okkur áfram til þess að hrasa ekki. Þegar dimmt er nægir ekki góð sjón. Augað þarfn- ast ljóss til þess að sjá, ljóss að utan. Við vitum að það getur verið myrkur í hjartanu af ýmsum ástæðum. Þett myrkur er verra en það sem ríkir í náttúrunni á þessum árstíma. Fólk sér ekki veginn þeg- ar myrkur hjartans tekur völd. Það glatar lífsgleðinni og nærgætninni gagnvart öðrum. Þegar myrkur ríkir í hjartanu þörfnumst við ljóss svo við rötum réttan veg. Páll post- uli skrifaði hvatningarorðin: „Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér,“ til safnaðarins í Efesus. (Ef. 5.14.) Hann hvatti þá til að lifa sem börn ljóssins og sýna ná- unganum umhyggju og kærleika. Það má víða finna myrkur í lífi fólks. Undanfarið hef ég leitt hug- ann að því hvers vegna fólk svipt- ir sig lífi á íslandi. Það er nauðsyn- legt og óhjákvæmilegt fýrir samfé- lagið að leita rökréttra svara við þeirri spurningu, jafnvel þótt það geti valdið sársauka. Ef litið er á einstök tilvik þá eru svörin eins mörg og viðkomandi einstaklingar. Hver þeirra á sína sögu og að baki sjálfsvígi geta legið margar samorkandi ástæður, fremur en einhver ein. Eftir sem áður er hægt að greina viss hættumerki sem einkenna ákveðna hópa manna. Enda þótt enn sé ekki vit- að nóg hefur rannsókn þessara mála miðað áfram. Eldri borgarar eru einn af áhættuhópunum og til þess eru ýmsar ástæður. Það er sjaldgæft nú á tímum að eldra fólk búi með fjölskyldum sínum og margir þiggja opinbera aðstoð, þegar þeir geta ekki bjargað sér sjálfir, ef hana er þá á annað borð að fá. Margt eldra fólk hefur glatað sjálf- símynd sinni og réttu sjálfsmati við verkalok og hefur á tilfínning- unni að þá sé hvorki not né rúm fyrir það. Þegar árin færast yfir fara nákomnir að falla frá og ef samskiptin við böm og fjölskyldu eru veik endar það oft með félags- legri einangrun og einmanaleika. Sjálfsvígshættan er einkum mikil meðal eldri karla, vegna þess að umskiptin yfir í óvirka eftirlauna- tilveru hafa reynst erfið og karlar eiga erfíðara með að lifa hversdag- inn af einir en konur. Ekkjur, ekklar og fráskildir eru annar áhættuhópur. Margar rann- sóknir hafa sýnt að sjálfsvíg og sjálfsmorðstilraunir eru mun tíðari meðal fráskilinna og ekkjufólks en í samfélaginu almennt. Skilnaður eða hótun um skilnað við maka, sambýlismann/konu eða vin/vinkonu er einnig ástæða sem nefnd er af þeim sem gert hafa tilraun til sjálfsvígs, þegar þeir gefa á því skýringu. Ahættan er mikil í hópi miðaldra kvenna sem eru einar eftir. Það getur verið mjög erfitt að takast ein á við lífið og þurfa að skapa sér nýjan lífsst- íl. Reiði, beiskja og þunglyndi sigl- ir þá oft í kjölfarið. . Böm og ungt fólk frá sundmð- um heimilum er einnig áhættuhóp- ur. Margar rannsóknir hafa sýnt að stór hluti ungra manna, sem hafa svipt sig lifí, kemur frá heimil- um, sem hafa sundrast vegna þess að annað foreldrið hefur látist eða skilnaður foreldra hefur átt sér stað. Nýjar rannsóknir, sem m.a. hafa verið gerðar í Danmörku, gefa til kynna að erfiðar heimilis- aðstæður geta vegið enn þyngra. Þeir sem glíma við vandamál í einkalífí, ofnotkun víns eða lyfja mynda enn einn áhættuhópinn bæði hvað varðar sjálfsvígstilraun- ir og sjálfsvíg, sem eru oft framin undir áhrifum vímuefna án þess að vera skipulögð fyrirfram. Áhættan verður enn meiri ef sá sem misnotar vímuefni hefur orðið fyrir áfalli, t.d. við skilnað, ást- vina- eða atvinnumissi eða álíka erfíða félagslega atburði. Vonleysi og vanmetakennd vímuefnaneyt- andans ríður þá stundum bagga- muninn. Það má ætla að vínneysla í hópi 15-24 ára karla, þar sem sjálfsvíg eru hæst í heiminum á íslandi, hafa aukist um 70% miðað við nýjustu kannanir og segir það sína sögu ásamt aukningu notkun- ar eiturlyija. Loks er vert að nefna þá geð- veiku. í þeirra hópi er fyrst og fremst hætta á sjálfsvígi, því sjálfs- vígstilraun verður ekki skýrð út frá alvarlegri geðveiki. Tölumar sveiflast mikið, en nýjustu rann- sóknir gefa til kynna að þær séu mun lægri en áður var reiknað með. I flestum löndum hefur sjálfs- vígum meðal geðveikra fjölgað, en það skýrir engan veginn hina miklu aukningu" í sjálfsvígstíðninni al- mennt. Bilið milli lífs og dauða er afar mjótt og sjálfsvígið er oft ekki skipulagt. Þetta á ekki síst við um ungt fólk sem reynir að svipta sig lífí: Sálrænir erfiðleikar geta átt Ólafur Oddur Jónsson „Fjölhyggjan kann að vera merki um frelsi og umburðarlyndi í samfé- lagi okkar. En spurn- ingin er hvort þetta umburðarlyndi sé ekki einnig vitni um ringul- reið og óöryggi.“ hlut að máli. Það er oft á leiðinni niður í þunglyndi eða upp úr því að menn svipta sig lífí. Mikið and- legt og líkamlegt álag getur haft áhrif á vissa áhættuhópa. Ef við spyijum hvers vegna æ fleiri karlar á aldrinum 15-24 ára svipta sig lífí hér á landi og sjávar- plássin hafa verið nefnd sérstak- lega í því sambandi, þá gæti svar- ið að hluta til verið fólgið í því að tilveran sé um margt harðari nú en áður. Mönnum fínnst ýmislegt óyfirstíganlegt bg hafa ekki nægj- anlega góð tök á að takast á við vandamálin. Sumir ganga jafnvel út frá því að lífíð eigi að vera auð- velt, en svo er ekki. Aukin mennt- un og velferð virðist ekki draga úr sjálfsvígstíðninni nema síður sé. Segja má að sjálfsvíg tengist bæði vandamálum einstaklinga og sam- félagsins og því lausari sem samfé- lagsböndin eru þeim mun fleiri svipta sig lífí. Maðurinn er félags- vera og við höfum öll þörf fyrir reglur og viðmiðanir samfélagsins til þess að styðja okkur við og skapa trausta umgjörð um líf okk- ar. Jafnframt höfum við þörf fyrir að vera við sjálf. Ef ójafnvægi skapast á milli einstaklings og samfélags aukast líkumar á sjálfs- vígum. Ojafnvægið getur skapast af því að samfélagið verður veik- ara og glatar hæfni sinni til að viðhalda þeim reglum og viðmiðun- um, sem eru forsenda þess að merin geti fundið til öryggis. I samfélögum eins og okkar, þar sem trúarleg gildi standa höllum fæti, skapar tómið óöryggi, von- brigði og kvíða, sem gerir lífíð óbærilegt. Þetta er það anomie (eða a nomos, regluleysi) sem Emil Durkheim talar um, en hann benti á að samfélagsaðstæður eða siðferðilegt og sálrænt andrúms- loft í samfélaginu geti aukið sjálfs- vígstíðnina. Innanmein nútímasamfélagsins er annars vegar ofuráhersla á ein- staklinginn og hins vegar sú stað- reynd að trúarleg og siðferðileg gildi eru á undanhaldi. Þjóðfélags- þróunin er ör og hefur umtumað öllum viðmiðunum án þess að nýjar hafí komið í staðinn. Það er ef til vill of djúpt í árinni tekið að segja að ísland sé anom- iskt samfélag, en eftir sem áður hefur upplausn siðferðilegra gilda átt sér stað á mikilvægum sviðum, án þess að ný viðmið hafi komið í staðinn. Fjölhyggjan kann að vera merki um frelsi og umburðarlyndi í sam- félagi okkar. En spurningin er hvort þetta umburðarlyndi sé ekki OPW í HAFWARFIRDI Eftirtaldar verslanir hafa opiö í dag frá kl. 10-18: Verslanirnar Reykjavíkurvegi 50: Leikbær Skóhöllin Sandra Libra Apex Bílahomið ogHárstofan Einnig: Herrahorniðy Reykjavíkurvegi 62 Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 64 einnig vitni um ringulreið og óör- yggi. Áherslan hvílir ekki lengur á okkur, samfélaginu, heldur ein- staklingnum. Sjálfið er orðið að miðpunkti heimsins og það sem hendir aðra er ekki áhugavert, ef það snertir mann ekki persónu- lega. Einstaklingurinn treystir því alfarið á sjálfan sig og getur bug- ast af eigin vandamálum og raun- um. Við verðum að reyna að hjálpa þeim sem fínnst allar bjargir bann- aðar og reyna að skapa hið góða samfélag. Það verður að segjast eins og er, að enginn vill svipta sig lífi eða deyja yfirleitit, svo lengi sem það er von um kærleika. Reynsla af einstaklingum, sem hafa reynt að svipta sig lífí, hefur sýnt, að þeim finnst allt vonlaust og finnst vera hjálparvana. Fyrir ekki svo mörgum árum var dauðinn kunnur gestur á öllum heimilum. Böm sem fæddust um síðustu aldamót urðu vitni að því þegar foreldrar eða eitt systkin- anna dó og það yfirleitt heima. Nú 'missa menn sjaldnast ástvini fyrr en þeir eru sjálfir komnir til fullorðinsára. Dauðinn er þannig sjaldgæfur gestur og fáir kynnast honum náið. Við kynnumst honum aftur á móti á annan hátt í fjölmiðl- um oftast í glæpa- og ofbeldis- myndum, þar sem hann verður ópersónulegur og um margt óraun- verulegur. Táknræn og raunveru- Ieg merking dauðans rennur þann- ig út í eitt bæði fýrir bömum og fullorðnum. Dauðinn verður eitt- hvað sem hendir aðra en ekki mig. Sumir hafa jafnframt heillast af dauðanum og leika sér að honum, taka áhættu með lífsstíl sínum og þátttöku í hættulegum leikjum og íþróttagreinum. Dauðinn er þannig gerður léttvægur .í gervisamfélagi nútímans. Hugtök eins og „náðar- gjöf lífsins“ eða „helgi lífsins“ hafa enga merkingu í heimi þar sem lífi er útrýmt óaflátanlega, bæði í raunverulegUm heimi stríðsins, eða þar sem menn búa við sult og seyru eða í heimi kvikmyndanna mönn- um til afþreyingar. Lífið getur ekki verið sérlega mikilvægt þegar þannig er farið með það. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofu íslands sviptu 206 íslending- ar sig lífi á árunum 1984-89 og þar af 41 ungur maður á aldrinum 15-24 ára. Hvað heildina varðar erum við um miðbik 33ja landa sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur tölur frá, en sjálfsvígstíðnin í hópi karla 15-24 ára er 31,2 á hveija hundrað þúsund íbúa á ári og hvergi hærri í heiminum. Meðal- tal 33ja landa Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar í þessum aldurs- hópi karla er helmingi hærri. Ætla má að sjálfsvígstilraunir séu 8-10 sinnum fleiri. Þegar tilveran gengur úr skorð- um liggur þessi hugsun nærri land- anum. Nú er jafnvel talað um það sem forréttindi einstaklings að deyja þegar hann óskar þess. Þetta viðhorf kom reyndar einnig upp fýrr á öldum, bæði hjá rithöfundum og heimspekingum. I dag eru svo- kallaðir Exit-hreyfingar eða út- gönguhreyfíngar til í heiminum, þar sem barist er fýrir því að fá þetta almennt viðurkennt. Rithöf- undurinn Arthur Köstler sem svipti sig lífí ásamt konu sinni 1983 var í forsvari fyrir eina slíka í Bret- landi. En spumingin er þessi hvort nokkur óski þess í raun og veru að deyja. Er það ekki miklu frem- ur svo að aðstæðumar knýja menn í dauðann, vegna þess að dauðinn virðist vera eina undankomuleiðin úr óþolandi aðstæðum að mati við- komandi! Það getur verið skiljan- legt mannúðarsjónarmið að sjúkl- ingar geti ekki lifað þolanlegu lífí með banvæna og sársaukafulla sjúkdóma. En að útvíkka þennan „rétt“ í almennan rétt til að deyja, þegar maður „óskar“ þess, stenst engan veginn. Við göngumst þá undan ábyrgð og kvittum fýrir alla sektarkennd bæði frá persónulegu og samfélagslegu sjónarmiði. Við skulum miklu fremur gera okkur ljóst að fyrir langflesta sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.