Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 72
EINKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM _________________Mk SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Læknadeilan: Fundur áformaður ÓFORMLEGUR fundur átti að verða síðdegis í gær, laugardag, í deilu læknafélaganna og hins opinbera. Að sögn Guðríðar Þor- steinsdóttur, sem fer fyrir samn- inganefnd ríkisins og Reykjavík- urborgar, átti að skoða allar leið- ir til samkomulags. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telur launaskrifstofa ríkis- ins að þær kröfur, sem aðstoðar- læknar hafa nú uppi, um að fá greitt tvöfalt yfirvinnukaup fyrir tíma umfram sextán í samfelldri vinnulotu, þýði 30% hækkun á tekj- um þeirra miðað við þann vinnu- tíma, sem þeir vinna nú. Læknar hafa fallið frá fyrri kröfu sinni um tvöfalda greiðslu fyrir alla yfirvinnu- tíma fram yfir 90 á mánuði, en sú greiðsla var einnig talin myndu hafa 30% tekjuhækkun í för með sér. Jólafagnað- ur Verndar Hinn árlegi jólafagnaður Verndar verður haldinn í húsi Slysavarnafélags Islands á Grandagarði á morgun, að- fangadag. Þar verður á boðstól- um síðdegiskaffi, hátíðarmatur og kvöldkaffi. Allir þeir sem ekki hafa tök á að dveljast með vinum og vandamönnum á þessum hátíðisdegi eru vel- komnir í jólafagnaðinn. Húsið verður opnað kl. 15. Morgunblaðið/RAX JÓLASVEINNINN KOMINN TIL BYGGÐA Ríkissjóður skuldar lands- mönnum 47 milljarða kr. Spariskírteini seld fyrir sjö milljarða sem er nýtt met SPARISKÍRTEINI ríkissjóðs voru seld fyrir um það bil 7 milljarða á þessu ári. Ekki hefur áður selst jafn mikið af spariskírteinum. Áætlað er að ríkissjóður skuldi samtals um 37 milljarða í spariskír- teinum í árslok. Þá hefur sala á ríkisvíxlum einnig aukist og er áætlað að þeir standi í um 10 milljörðum um áramót. Samtals nem-- ur skuld ríkissjóðs við landsmenn í ríkisverðbréfum því um 47 milljörðum um næstu áramót. Spariskírteinasala ríkisins slær öll met á þessu ári, að sögn Péturs Kristinssonar framkvæmdastjóra Þjónustustofnunar ríkisverðbréfa. Salan í ár nemur um 7 milljörðum króna, innlausnir eru 1,7 milljarðar kr., þannig að lántaka ríkisins á árinu nemur rúmum 5 milljörðum kr. Á síðasta ári seldust spariskír- teini fyrir 5 milljarða kr., á móti 3 milljarða kr. innlausnum þannig að það árið tók ríkið 2 milljónir að láni umfram innlausnir. Áskrifend- ur spariskírteina eru nú orðnir Tjörnin í Reykjavík: Aldrei jafnmargir æð- arungar komist á legg 37 TEGUNDIR fugla sáust við Tjörnina í Reykjavík á tímabilinu október 1989 til september 1990, þar af ein ný tegund, krossnefur. Aldrei hafa áður komist jafnmargir æðarungar á legg og á þessu tímabili. Tjarnarfuglar hafa öll skilyrði til að þrífast verði ekki um frekari uppfyllingu í Tjörnina að ræða, fuglunum verði tryggt frið- að varpland í Vatnsmýri og vatnsrennsli til Tjarnarinnar haldist óskert, segir í skýrslu Ólafs Karls Nielsen fuglafræðings um fugla- líf við Tjörnina 1990. Tíu andategundir sáust við Tjörn- iina. Varpfuglar voru 86 pör stokk- anda, 2 pör garganda, 11 pör dugg- anda, 28 pör skúfanda, 1 par hús- anda og 39 pör æðarfugla. Graf- önd, rauðhöfði, hvinönd og toppönd voru gestir á Tjörninni en verptu ekki. Alls voru andarpörin 162 sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Afkoma unga var mun betri á þessu ári en bæði 1988 og 1989 og komust nú upp 223 ungar. Ekki er hægt að skýra betri afkomu andarunga í ár samanborið við tvö síðustu ár með minna ungaráni sílamáfs eða hagstæðara tíðarfari, en mý hefur aukist í Tjörninni síðan 1988, segir í skýrslu Ólafs. Grágæsavarpið í Vatnsmýri var álíka stórt og undanfarin tvö ár og 57 ungar komust á legg. Kríuvarp í stóra hólma Norðurtjarnar, Þor- finnshólma og í Vatnsmýrinni, sam- tals 132 hreiður og hefur varpið sjaldan verið jafnstórt. Um 30 kríu- ungar komust á legg. 8.500 en voru um 3.000 um síðustu áramót. Sala spariskírteina til fastra áskrifenda er um 70 milljón- ir kr. á mánuði. Spariskírteinaskuld ríkissjóðs verður um 37 milljarðar kr. um áramót, að sögn Péturs, en var tals- vert innan við 30 milljarða kr. í ársbyijun. Að sögn Péturs er talið að helmingur skuldarinnar sé við lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og aðra stærri spariskírteinakaupendur en hinn helmingurinn við almenning og smærri fyrirtæki. Ríkisvíxlar stóðu í tæpum 6 millj- örðum um síðustu áramót. Þeir eru nokkru hærri nú og er áætlað að þeir verði um 10 milljarðar um næstu áramót, að sögn Péturs, eða 4 milljörðum kr. hærri en á sama DAGUR TIL JÓLA tíma í fyrra. Ríkissjóður hóf nýlega að selja óverðtryggð ríkisbréf og er sala á þeim að nálgast 100 millj- ónir kr. í allt verður þá skuld ríkissjóðs við landsmenn í formi ríkisverð- bréfa um 47 milljarðar kr. um næstu áramót. Reykjavík: Kviknar í bíl HARÐUR árekstur varð milli tveggja bíla við Gullinbrú í Graf- arvogi aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í öðrum bílnum. Að sögn lögreglunnar var að- koman ljót og voru báðir ökumenn fluttir á slysadeild Borgarspítalans. Þá ýoru ellefu teknir fyrir ölv- unarakstur í Reykjavík þessa sömu nótt. Munið eftir smáfuglunum SPÁÐ er hvítum jólum og frosti um land allt. Því er ekki úr vegi að minna fólk á að gefa smáfugl- unum, því að þeir eiga erfitt með að hafa í sig í snjó og frosti. Fuglakorn fæst í verzlunum og einnig þiggja fuglarnir gjarnan brauðmylsnu eða aðra afganga. Smávinirnir eiga skilið að fá eitt- hvað í gogginn líka þegar mann- fólkið situr að jólaborðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.