Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 72
EINKAREIKNINGUR Þ/NN
í LANDSBANKANUM
_________________Mk
SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Læknadeilan:
Fundur
áformaður
ÓFORMLEGUR fundur átti að
verða síðdegis í gær, laugardag,
í deilu læknafélaganna og hins
opinbera. Að sögn Guðríðar Þor-
steinsdóttur, sem fer fyrir samn-
inganefnd ríkisins og Reykjavík-
urborgar, átti að skoða allar leið-
ir til samkomulags.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins telur launaskrifstofa ríkis-
ins að þær kröfur, sem aðstoðar-
læknar hafa nú uppi, um að fá
greitt tvöfalt yfirvinnukaup fyrir
tíma umfram sextán í samfelldri
vinnulotu, þýði 30% hækkun á tekj-
um þeirra miðað við þann vinnu-
tíma, sem þeir vinna nú. Læknar
hafa fallið frá fyrri kröfu sinni um
tvöfalda greiðslu fyrir alla yfirvinnu-
tíma fram yfir 90 á mánuði, en sú
greiðsla var einnig talin myndu hafa
30% tekjuhækkun í för með sér.
Jólafagnað-
ur Verndar
Hinn árlegi jólafagnaður
Verndar verður haldinn í húsi
Slysavarnafélags Islands á
Grandagarði á morgun, að-
fangadag. Þar verður á boðstól-
um síðdegiskaffi, hátíðarmatur
og kvöldkaffi. Allir þeir sem
ekki hafa tök á að dveljast með
vinum og vandamönnum á
þessum hátíðisdegi eru vel-
komnir í jólafagnaðinn. Húsið
verður opnað kl. 15.
Morgunblaðið/RAX
JÓLASVEINNINN KOMINN TIL BYGGÐA
Ríkissjóður skuldar lands-
mönnum 47 milljarða kr.
Spariskírteini seld fyrir sjö milljarða sem er nýtt met
SPARISKÍRTEINI ríkissjóðs voru seld fyrir um það bil 7 milljarða
á þessu ári. Ekki hefur áður selst jafn mikið af spariskírteinum.
Áætlað er að ríkissjóður skuldi samtals um 37 milljarða í spariskír-
teinum í árslok. Þá hefur sala á ríkisvíxlum einnig aukist og er
áætlað að þeir standi í um 10 milljörðum um áramót. Samtals nem--
ur skuld ríkissjóðs við landsmenn í ríkisverðbréfum því um 47
milljörðum um næstu áramót.
Spariskírteinasala ríkisins slær
öll met á þessu ári, að sögn Péturs
Kristinssonar framkvæmdastjóra
Þjónustustofnunar ríkisverðbréfa.
Salan í ár nemur um 7 milljörðum
króna, innlausnir eru 1,7 milljarðar
kr., þannig að lántaka ríkisins á
árinu nemur rúmum 5 milljörðum
kr. Á síðasta ári seldust spariskír-
teini fyrir 5 milljarða kr., á móti 3
milljarða kr. innlausnum þannig að
það árið tók ríkið 2 milljónir að
láni umfram innlausnir. Áskrifend-
ur spariskírteina eru nú orðnir
Tjörnin í Reykjavík:
Aldrei jafnmargir æð-
arungar komist á legg
37 TEGUNDIR fugla sáust við Tjörnina í Reykjavík á tímabilinu
október 1989 til september 1990, þar af ein ný tegund, krossnefur.
Aldrei hafa áður komist jafnmargir æðarungar á legg og á þessu
tímabili. Tjarnarfuglar hafa öll skilyrði til að þrífast verði ekki um
frekari uppfyllingu í Tjörnina að ræða, fuglunum verði tryggt frið-
að varpland í Vatnsmýri og vatnsrennsli til Tjarnarinnar haldist
óskert, segir í skýrslu Ólafs Karls Nielsen fuglafræðings um fugla-
líf við Tjörnina 1990.
Tíu andategundir sáust við Tjörn-
iina. Varpfuglar voru 86 pör stokk-
anda, 2 pör garganda, 11 pör dugg-
anda, 28 pör skúfanda, 1 par hús-
anda og 39 pör æðarfugla. Graf-
önd, rauðhöfði, hvinönd og toppönd
voru gestir á Tjörninni en verptu
ekki. Alls voru andarpörin 162 sem
er svipaður fjöldi og undanfarin ár.
Afkoma unga var mun betri á
þessu ári en bæði 1988 og 1989
og komust nú upp 223 ungar. Ekki
er hægt að skýra betri afkomu
andarunga í ár samanborið við tvö
síðustu ár með minna ungaráni
sílamáfs eða hagstæðara tíðarfari,
en mý hefur aukist í Tjörninni síðan
1988, segir í skýrslu Ólafs.
Grágæsavarpið í Vatnsmýri var
álíka stórt og undanfarin tvö ár og
57 ungar komust á legg. Kríuvarp
í stóra hólma Norðurtjarnar, Þor-
finnshólma og í Vatnsmýrinni, sam-
tals 132 hreiður og hefur varpið
sjaldan verið jafnstórt. Um 30 kríu-
ungar komust á legg.
8.500 en voru um 3.000 um síðustu
áramót. Sala spariskírteina til
fastra áskrifenda er um 70 milljón-
ir kr. á mánuði.
Spariskírteinaskuld ríkissjóðs
verður um 37 milljarðar kr. um
áramót, að sögn Péturs, en var tals-
vert innan við 30 milljarða kr. í
ársbyijun. Að sögn Péturs er talið
að helmingur skuldarinnar sé við
lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og aðra
stærri spariskírteinakaupendur en
hinn helmingurinn við almenning
og smærri fyrirtæki.
Ríkisvíxlar stóðu í tæpum 6 millj-
örðum um síðustu áramót. Þeir eru
nokkru hærri nú og er áætlað að
þeir verði um 10 milljarðar um
næstu áramót, að sögn Péturs, eða
4 milljörðum kr. hærri en á sama
DAGUR
TIL JÓLA
tíma í fyrra. Ríkissjóður hóf nýlega
að selja óverðtryggð ríkisbréf og
er sala á þeim að nálgast 100 millj-
ónir kr.
í allt verður þá skuld ríkissjóðs
við landsmenn í formi ríkisverð-
bréfa um 47 milljarðar kr. um
næstu áramót.
Reykjavík:
Kviknar í bíl
HARÐUR árekstur varð milli
tveggja bíla við Gullinbrú í Graf-
arvogi aðfaranótt laugardags
með þeim afleiðingum að eldur
kviknaði í öðrum bílnum.
Að sögn lögreglunnar var að-
koman ljót og voru báðir ökumenn
fluttir á slysadeild Borgarspítalans.
Þá ýoru ellefu teknir fyrir ölv-
unarakstur í Reykjavík þessa sömu
nótt.
Munið eftir
smáfuglunum
SPÁÐ er hvítum jólum og frosti
um land allt. Því er ekki úr vegi
að minna fólk á að gefa smáfugl-
unum, því að þeir eiga erfitt með
að hafa í sig í snjó og frosti.
Fuglakorn fæst í verzlunum og
einnig þiggja fuglarnir gjarnan
brauðmylsnu eða aðra afganga.
Smávinirnir eiga skilið að fá eitt-
hvað í gogginn líka þegar mann-
fólkið situr að jólaborðunum.