Morgunblaðið - 23.12.1990, Síða 46

Morgunblaðið - 23.12.1990, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 Púlsinn: Ungverskur bassaleikari spilar djass UNGVERSKI kontrabassaleik- arinn Ferenc Bokány heldur tónleika í Púlsinum 27. desemb- er næstkomandi ásamt íslensk- um djassleikurum. Hann hefur meðal annars starfað með bandarísku bassaleikurunum Ray Brown og Dave Holland. Bokany hefur búið undanfarinn áratug í Hollandi þar sem hann hefur m.a. leikið með Balletthljóm- sveit Hollands og Fílharmóníusveit Hollands. Hann starfar nú sem fyrsti bassaleikari í Hollensku út- varpshljómsveitinni í Hilversum. Undanfarin ár hefur hann einnig leikið með ungverska fiðluleikar- anum Tibor Varga, en hann hefur jafnhliða klassískri tónlist leikið djass. Ferenc Bokany ásamt dóttir sinni. Með Bokany í Púlsinum leika Sigurður Flosason, saxafón, Eyþór Gunnarsson, píanó, og Matthías Hemstock, trommur. Tónleikamir hefjast kl. 22. Ljóðabók eftir Arna Sigurjónsson ÚT ER komin ljóðabókin Skóla- ljóð eftir Árna Sigurjónsson. í kynningu segir um efni bókar- innar: „Hún hefur að geyma fræða- kvæði, glettur, söngljóð, huganir, flím og stemmningar; þar eru einn- ig makkarónskir kviðlingar og 2 paromoia; áberandi eru eins konar nytjakvæði sem virðast ætluð til að veita lesendum styrk í margvísleg- um raunum; þá verður skáldinu og ástin að yrkisefni. Ljóðin urðu til á námsárnm höfundar í evrópskum borgum og mun nafn bókarinnar af því dregið." G. Ben. prentstofa hf. prentaði. Bókin er 45 blaðsíður. Námsmannasamtök framhaldsskóla: Alþjóðleg't stúdentaskírteini í notkun Nemendaskrá Háskóla ís- lands, Stúdentaráð Háskóla Is- lands, Bandalag íslenskra sér- skólanema, Iðnnemasamband Islands og Samband íslenskra námsmanna erlendis hafa gert samning við Ferðaskrifstofu stúdenta fyrir hönd Félagsstofn- unar stúdenta um að taka í notk- un alþjóðlegt nemenda- og af- sláttarskírteini ISIC, sem er skammstöfun fyrir Internatio- nal student identity card. ISIC skírteinið veitir námsmönnum afslátt hjá u.þ.b. 300 fyrirtækj- um á höfuðborgarsvæðinu. Skírteinið veitir auk þess marg- háttaða afslætti á ferðaþjónustu fyrir námsmenn um allan heim. „Þetta er mjög öflugt afsláttarskír- teini, bæði vegna þess að það veit- ir ekki eingöngu afslátt hér heima heldur víða erlendis auk þess sem það er mun þægilegra í notkun heldur en gamla skírteinið, þar sem þær verslanir sem veita afslátt eru með miða úti í glugga sem segir. til um það. Það að öll námsmanna- samtökin eru komin saman inn í þetta eina afsláttarskírteini gerir það jafnframt að verkum að það er orðið mjög eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að .veita þennan afslátt því þau geta gert sér vonir um töluverð viðskipti út á það. Versl- unum sem veita afslátt hérlendis hefur því fjölgað mjög og eftir að skírteinið var tekið í notkun hefur varla linnt látum fyrir fyrirtækjum sem eru að spyijast fyrir um það hvort þau geti ekki fengið að vera með,“ sagði Amar Þórisson, fram- kvæmdarstjóri Félagsstofnunar stúdenta. : hatiðina: frá kl. 8-2; Aðfangadagur fra kl. 8-15 lagur lokað. Annar í jólum frá kl. 1 Næg bílastæói P.s. Okkar vinsælu, handunnu jámkerts stjakar frá Fom-ný. Öðmvisi bíómabúS blómaverkstæði INNA Skólavörðustíg 12 - Bergstaðastrætismegin, sími 19090 Við undirritun samstarfssamnings námsmannasamtakanna við Fé- lagsstofnun stúdenta um sölu og útgáfu á ISIC- skírteinum. A mynd- inni eru Siguijón Þ. Árnason frá SHÍ, Brynhildur Brynjólfsdóttir frá nemendaskrá Háskóla íslands, Kristinn H. Einarsson frá INSI, Ólafur Loftsson frá BÍSN, Arnar Þórisson framkvæmdarsljóri Fé- lagsstofnunar stúdenta og Guðný Árnadóttir frá SINE. Þeir sem rétt eiga á ISIC- skírteinum eru námsmenn, 16 ára og eldri, sem eru aðilar að ofan- greindum samtökum og stunda .fullt nám í framhaldsskólum yfir- standandi skólaár. Húsavík: Kaupfélagið rek- ið með hagnaði Húsavík. 100 ÁR eru á þessu ári síðan Kaupfélag Þingeyinga hóf út- gáfu félagsblaðs sem komið hef- ur út árlega síðan, en misjafnlega mörg blöð á ári. Fyrstu áratugina var blaðið handskrifað í nokkr- um eintökum, minnst eitt blað fyrir hverja félagsdeild, siðan var það fjölritað og nú er það prentað í prentsmiðju og ber nafnið Boðberi K.Þ. og gefið út í 1.400 eintökum. í síðasta blaði ritar kaupfélags- stjórinn um rekstur og hag félags- ins og segir þar meðal annars: „Á þessu ári hafa verið gerðar mánað- arleg uppgjör á rekstri félagsins að afurðareikningum frátöldum. Vissulega er hér um bráðabirgða- uppgjör að ræða en þó teljum við að öryggi þeirra fari vaxandi með hveijum mánuði og að samanburður við fyrri ár sé orðinn verulega mark- tækur. Milliuppgjör fyrir tímabilið janúar til séptember sýnir nálega 8,6 milljóna kr. hagnað sem er 24,5 millj. betri afkoma en var á sama tíma í fyrra. Þannig virðist félagið vissulega á réttri leið, en jafnljóst er þó, að ekki má mikið út af bera í rekstri þess eða um- hverfi.“ Kaupfélagið tók búð Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri á leigu í fyrra og hóf þar verslunar- rekstur, þegar K.N.Þ. varð gjald- þrota. Að óskum sveitarstjórnar Presthólahrepps hyggst K.Þ. halda þeim rekstri áfram, en þó með breyttu íyrirkomulagi. - Fréttaritari Einsöngstónleik- ar á 3. í jólum ELSA Waage, kontralto, heldur einsöngstónleika í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði fimmtudag- inn 27. desember kl. 20.00. Hún mun m.a. flytja gamlar ítalskar aríur, Sígaunalögin eftir Dvorák, lög úr söngleikjum eftir Kurt Weill og fleira. Elsa hefur áður haldið eina tónleika á Islandi í íslensku Óperunni síðastliðinn vetur og hlaut hún þá einróma lof gagnrýnenda. Elsa hóf söngnám í Tónlistar- skóla Kópavogs og Tónlistarskóla Reykjavíkur undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur. Því næst stundaði hún einkanám í Hollandi. Síðan hélt hún til Bandaríkjanna og lauk BA-námi í söng frá Cath- olic University í Washington D.C. Síðastliðin tvö ár hefur Elsa stund- að einkanám í New York hjá þekkt- um kennurum auk þess sem hún hefur sungið ýmis hlutverk hjá New Jersey Opera Institute og haldið ljóðatónleika í New York og Wash- ington DC. Elsa hefur hlotið margvíslega styrki og viðurkenningar m.a. við- urkenningu fyrir söng sinn á lögum eftir Síbelíus, styrk frá American Scandinavian Association, heiðurs- ■ Elsa Waage kontralto laun frá Brunabótafélagi íslands og styrk úr Óperusjóði FÍL. í febrúar á komandi ári mun Elsa syngja hlutverk Maddalenu í Rigoletto hjá Salisbury Opera Company í Massachusettes. Elsa hefur þegið boð um að halda þijá einsöngstónleika í Færeyjum áður en hún heldur til Bandaríkjanna. Miðar verða seldir við'innganginn í Víðistaðakirkju meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.