Morgunblaðið - 10.01.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991
23
Sovétmenn viðurkenna stórfellda vopnaflutninga austur fyrir Uralfjöll:
Herinn vildi bæta fyrir
mistök stj órnmálamanna
- segir í grein í málgagni sovéskra harðlínumanna
Moskvu. Reuter.
SOVÉTMENN hafa viðurkennt
að hafa flutt þúsundir skriðdreka
og annarra hergagna frá Evrópu
austur fyrir Uralfjöll til að unnt
yrði að undanskilja þennan
vopnabúnað i CFE-samningnum
svonefnda sem undirritaður var
í París í nóvember sl. Þetta kom
fram í grein sem birtist í gær í
dagblaðinu Sovjetskaja Rossíja
en það er talið eitt helsta mál-
gagn harðlínukommúnista í Sov-
étríkjunum.
CFE-samningurinn var undirrit-
áður í París við hátíðlega athöfn í
nóvembermánuði en hann hefur
ekki enn verið staðfestur af þjóð-
þingum aðildarríkjanna þ. á m. ís-
lands. Samningurinn kveður á um
stórfellda fækkun hermanna og
hefðbundinna vígtóla í Evrópu en
tekur ekki til kjamorkuvopna.
Skömmu eftir að samningurinn var
undirritaður sökuðu stjórnvöld í
Bandaríkjunum Sovétmenn um
óheilindi í þessu efni. Fullyrtu sér-
fræðingar bandarískir og talsmenn
stjórnvalda að Sovétmenn hefðu
flutt þúsundir skriðdreka og ann-
arra vopna á brott frá Austur-Evr-
ópu til að tryggja að vopnabúnaður
þessi yrði undanskilinn. Vígtólin
voru flutt austur fyrir Úralfjöll en
þau teljast landfræðileg mörk CFE-
samningsins í austri.
í greininni í Sovjetskaja Rossíja
var staðfest að þessar ásaknir
Bandaríkjamanna ættu við rök að
styðjast. Virtist greinin endurspgela
megna óánægju hersins vegna slök-
unarstefnu þeirrar sem þeir Míkha-
íl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéskra
kommúnista, og Edúard Shev-
ardnadze utanríkisráðherra, sem nú
hefur sagt af sér, hafa fylgt á und-
anförnum árum. „Yfirmenn hersins
skipulögðu á mjög skömmum tíma
flutninga ' á þúsundum skriðdreka
og öðrum hergögnum austur fyrir
Úralíjöll til að reyna á einhvern
hátt að bæta fyrir mistök þau sem
Danmörk:
EB-fundur
um málefni
Eystrasalts-
landanna
Kaupmaimahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
UFFE Ellemann-Jensen, utanrík-
isráðherra Danmerkur, vill að
komið verði í veg fyrir að sovésk
stjórnvöld noti dagana i kringum
15. janúar, þegar augu heimsins
beinast að möguleikum á stríði
við Persaflóa, til að herða tökin
í Eystrasaltslöndunum.
Danir hafa beitt sér fyrir að full-
trúar Evrópubandalagslandanna 12
komi saman í Lúxemborg í dag og
ræðj, hvort senda beri Míkhaíl Gor-
batsjov Sovétleiðtoga bréf til að
vafa við þróuninni í Eystrasalts-
löndunum. Árið 1956 réðust sov-
éskar hersveitir inn í Ungveijaland
þegar Súez-deilan stóð sem hæst.
„Þess vegna er mikilvægt að
Vesturlönd geri sovéskum stjóm-
völdum skiljanlegt á eins áhrifamik-
inn hátt og mögulegt erí að slíkt
verði ekki þolað,“ sagði Uffe Elle-
rnann-.Iensen eftir að utanríkismála-
nefnd danska þingsins hafði haldið
fund um málið á þriðjudag. „Þess
vegna höfum leggjum við 'kapp á
að EB geri afdráttarlaust grein fyr-
ir afstöðu sinni í þessu máli.
stjórnmálamennirnir höfðu gerst
sekir um og til að koma í veg fyrir
að vopnin yrðu eyðilögð," sagði í
greininni.
í tilkynningu sem TASS-frétta-
stofan birti í gær frá sovéska ut-
anríkisráðuneytinu sagði að stjórn-
völd í Bandaríkjunum og Sovétríkj-
unum hefðu náð -aim það sáttum
að leiðtogar ríkjanna kæmu saman
til fundar í Moskvu í næsta mán-
uði. Sagði og þar að engin ástæða
væri til þess að fresta fundinum en
bandarísk stjórnvöld hafa látið að
því liggja að sú kunni að verða
raunin. Hafa bandarískir embættis-
menn sagt að fundir samninga-
nefnda risaveldanna í START-við-
ræðunum svonefndu sem fjalla um
fækkun langdrægra gereyðingar-
vopna, hafi ekki skilað þeim ár-
angri sem menn höfðu ætlað og
jafnframt vísað til ótryggs ástands
við Persaflóa.
■ KAUPMANNAHÖFN - Sjór
flæddi yfir hafnargarða í mörgun
höfnum í Danmörku þegar ofsa-
veður gekk þar yfir í gær og varð
að flytja um 500 manns frá heimil-
um sínum. Um tíma leit út fyrir
að sjór mundi bijóta sér leið í
gegnum sjóvarnargarða við vest-
urströnd Jótlands. Verst var
ástandið á Norður-Jótlandi.
Varað var við stórflóði allt til
Limafjarðar og neyðarástandi lýst
yfir. Flestir brugðu á það ráð að
aka inn til landsins og heimsækja
fjölskyldu og vini, en aðrir héldu
sig heima og fylgdust með fram-
vindu mála.
Sjór fossaði yfir hafnargarðana
í Esbjerg-höfn, en hafnaryfirvöld
og fyrirtæki við höfnina voru nú
betur undir búin en í fyrravetur
þegar stórtjón varð af völdum
stói-viðris og flóða.
j
F
HERRAHUSINU
LAUGAVEGI 47
30-50% AFSLÁTTUR
ADAflltfr ybú.sid/ Símar 29122 / 17575
I LAUGAVEGUR 47