Morgunblaðið - 10.01.1991, Síða 36
MORGUNBI.ADlÐ FIMMTUÓAGUR 10. JANÚAR 1991
36
SIEMENS -gæði
STORGLÆSILEG
NÝ ÞVOTTAVÉL
FRÁ SIEMENS!
Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun
og hönnun heimiiistækja.
I þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í
gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið-
endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð
tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem
býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur
þekkst.
Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og
þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt
svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og
þann hámarkshita sem hann þolir.
Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina
í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er
f gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því
sem þvegið er.
Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns-
hripum heldur vatninu á stöðugri
hreyfingu og tryggir þannig jafnt
gegnumstreymi á vatni um
þvottinn. Þessi nýjung sér til
þess að þvotturinn fær bestu
hugsanlegu meðhöndlun.
SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og
óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er
mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst
stjórnborð. ítarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð
tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með.
Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar
og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa
endingu.
Gæði á gæði ofan frá SIEMENS
, SMITH & NORLAND '
, Nóatúni 4, 105 Reykjavík. I
I
Ég vil gjarnan fá sendan bækling með nánari upplýsingum |
um þessa athyglisverðu vél. i
Nafn
Heimilisfang
| --------------------
I
SMITH&
NORLAND
Systkinaminninff:
Pálína Eydal
Erlendur Indriðasön
Pálína
Fædd 10. janúar 1909
Dáin 1. janúar 1991
Erlendur
Fæddur 11. október 1898
Dáinn 25. desember 1990
Um áramót hefur fólk tilhneig-
ingu til að láta hugann reika til lið-
inna daga og rifja upp minningar
frá fyrri árum.
Um þessi áramót hef ég og ijöl-
skylda mín haft sérstaka ástæðu
til þess, þar sem tvö móðursystkini
mín létust um hátíðarnar, bæði
háöldruð, Lindi frændi á jóladag
og Palla frænka á nýársdag.
Þótt óiík væru voru þau mjög
samrýnd, svo ef til vill fór vel á því
að þau fylgdust að yfir landamær-
in. Hún var blíðlynd og vildi ávallt
bera klæði á vopnin, þegar svo bar
undir, en hann skapmikill og sást
oft ekki fyrir hér áður fyrr, þegar
verkaiýðsbaráttan var sem hörðust
og menn urðu í bókstaflegri merk-
ingu að beijast fyrir brauði sínu.
Hann var róttækur sósíalisti, tók
þátt í ýmsum átökum, t.d. á Akur-
eyri, og eins og málum var háttað
þegar verkalýðsfélögin voru í mót-
un, leið fyrir afskipti sín þegar reynt
var að fá vinnu. Á sínum yngri
árum, austur á Fáskrúðsfirði, þótti
hann frábær skíðamaður og ekki
léku margir það eftir honum að
fara niður snarbratt fjallið á norsk-
um skíðum sem höfðu aðeins táól-
ar, og langt prik notað til að stjórna
sér með. Á þeim árum var hann
og eftirsóttur harmonikkuleikari og
lék við ýmis tækifæri,-einnig fyrir
Fransmennina sem voru fjölmennir
fyrir austan á þeim árum. Starfs-
vettvangur Linda var oftast við sjó-
inn og fiskinn, og þegar hann fiutt-
ist til Hafnarfjarðar með fjölskyldu
sína, rak hann um lángt skeið eigin
fisksölu. Lindi var vel að manni og
knár og hafði áberandi snöggar og
iiprar hreyfingar fram á gamalsár.
Palla flutti ung til Akureyrar, bjó
allan sinn búskap þar og tók miklu
ástfóstri við þann stað. Hennar
starfsvettvangur var heimilið og
húsmóðurstörfin sem henni fórust
frábærlega úr hendi því heimilið og
íjölskyldan, sem hún umvafði kær-
ieika, var henni allt.
Þær voru orðnar margar ferðirn-
ar okkar norður til Akureyrar, sum-
ar og vetur, og alltaf var gist hjá
Pöllu frænku að Hlíðargötu 8, því
þár.beið hún okkar með opna arma.
Þvílík gestrisni! Fyrir mörgum árum
vorum við hjá henni, og skruppum
til Mývatns einn daginn. Þegar við
komum til baka var hún í eldhúsinu
að matbúa stóra fallega bleikju.
Mér varð starsýnt á fiskinn og sagði
að gamni mínu við hana, að hann
væri of fallegur til að „kokka“ hann.
„Ekkert er of gott fyrir ykkur,“
varð henni að orði og þar var henni
rétt lýst, höfðingja í lund.
Erlendur var fæddur að Brimnes-
gerði við Fáskrúðsfjörð 11. október
1898. Eftirlifandi kona hans er Vil-
helmína Arngrímsdóttir og eignuð-
ust þau sjö böm.
Pálína var langyngst systkina
sinna og fædd að Búðum á Fá-
skrúðsfirði 10. janúar 1909. Eigin-
maður hennar var Hörður Eydal
og eignuðust þau mörg böm, en
aðeins þrír synir lifðu.
Foreldrar Pálínu og Erlends vora
Guðný Magnúsdóttir og Indriði
Finnbogason, bæði Austfirðingar
sem létust í hárri elli. Kynslóðin,
sem oft ólst upp við erfið kjör og
ótrúlegar þjóðfélagsbreytingar, sú
kynslóð sem við eigum svo mikið
að þakka, er nú óðum að hverfa
af sjónarsviðinu.
Óskandi væri að við eignuðumst
marga þeirra líka í framtíðinni,
kappsfullt og elskulegt fólk.
Að lokum biðjum við þeim Guðs
blessunar í nýjum heimkynnum, og
sendum ættingjum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Stefán Vilhelmsson
og fjölskylda.
Elskuleg frænka okkar kvaddi
þennan heim á nýársdag, einni viku
á eftir bróður sínum, föður okkar,
Olga H. Asgeirs-
dóttir - Minning
Fædd 16. júní 1910
Dáin 8. janúar 1991
Guð helgur andi’ á hinztu stund.
Oss huggar þú með von um Jesú fund.
Þá er þrautin unnfn.
Þá er sigur fenginn,
Sælu sól upp runnin.
Sorg og þrenging engin.
Streym þú líknaiiind.
(Martin Luther.)
Hinn 3. janúar sl. andaðist á
Landspítalanum Olga Helena Ás-
geirsdóttir, eftir langa og erfiða
sjúkdómslegu.
Hún var fædd 16. júní 1910 á
Hvammstanga. Dóttir hjónanna Sig-
urlaugar Guðmundsdóttur ljósmóður
og Ásgeirs Hraúndals og var hún
elst tíu barna þeirra, nú eru aðeins
þrír bræður eftirlifandi.
Þegar Olga var um fermingu
veiktist móðir hennar og fór á Vífils-
staði. Þá þurfti að leysa upp heimil-
ið og koma börnunum fyrir hveiju
í sína áttina. Fór Olga þá að Hrísum
í Húnavatnssýslu og 15 ára flytur
hún til Hafnarfjarðar og síðar til
Reykjavíkur. Hún þurfti fljótt að
fara að vinna fyrir sér og voru æsku-
árin hennar erfið. Árið 1930 giftist
Olga Kristjáni Sólbjartssyni og eign-
uðust þau eina dóttur, Sigurlaugu
Helgu. Þau skildu fimm árum síðar.
Voru þá erfið ár hjá Olgu, að vinna
með dóttur sína litla.
Móðir mín, sem lést fyrir 25 árum,
og Oiga voru systur, en við systkin-
in vomm sjö. Olga var foreldrum
mínum mikil hjálparhella með bömin
þegar við vorum lítil. Þannig var
samband okkar systkipanna og Olgu
mjög náið frá upphafi og hefur ver-
ið alla tíð síðan. Eins hefur Olga
verið mínum börnum sem besta
amma. Eitt einkenndi hana sérstak-
lega, hún var alltaf fljót að taka
svari þeirra sem minna máttu sín í
lífinu.
Fyrir 40 árum kynntist Olga eftir-
lifandi manni sínum, Hans Jakobs-
syni, hann var henni góður og traust-
ur lífsförunautur. Það var Olgu mik-
il sorg þegar tengdasonur hennar,
Kristinn Ásmundsson, lést fyrir rúm-
um 10 árum. Hennar mesta gleði
voru dótturdætur hennar, Steinunn
Guðbjörg hjúkrunarfræðingur, gift
Árna Jónssyni lækni og tannlækni.
Þau eiga tvö börn, Helgu og Kristin,
og Olga Helena kerfísfræðingur,
gift Ólafi Aðalsteinssyni kerfísfræð-
ingi og eiga þau von á sínu fyrsta
barni í mars næstkomandi. Seinustu
dagana áður en Olga lést hafði hún
oft orð á því að hana langaði til að
fá að lifa það að sjá þetta ókomna
barnabarnabarn sitt.
Olga frænka kom oft í heimsókn
með Helgu dóttur sinni og verður
það söknuður að fá hana ekki oftar
í heimsókn. Það hefur orðið eins og
hefð í mörg ár að á hveiju sumri
þ.egar ég hef verið í sumarfríi, þá
hef ég sótt Olgu og haft hana hjá
mér yfir eftirmiðdag. Þá áttum við
Erlendi Indriðasyni, sem lést í
Hafnarfirði á jóladag.
Mikill kærleikur var milli þeirra
systkina og auðvelt er að gera sér
í hugarlund, þar sem svo stutt var
á milli andláts þeirra, að saman
hafi þau gengið hönd í hönd til
fundar við þá ástvini, sem á undan
vom gengnir. Enginn efi fylgir
þeirri hugsun að koma þeirra hafí
verið friðsæl og björt.
Foreldrar þeirra voru hjónin
Guðný Magnúsdóttir og Indriði
Finnbogason frá Fáskrúðsfirði, þar
sem öll börn þeirra fimm, Rosen-
berg, Jóhann, Erlendur, Jóhanna
og Pálína fæddust og ólust upp.
Pálína var gift Herði Eydal, sem
lést árið 1976, og varð þeim þriggja
mannvænlegra sona auðið, þeirra
Ingimars, Finns og Gunnars.
Pálína og Hörður bjuggu lengst
af að Hlíðargötu 8 á Akureyri og
þangað var ávallt gott að koma
þegar ættingjamir að sunnan komu
tii Akureyrar. Viljum við öll þakka
alla þá alúð og gestrisni sem hún
sýndi okkur og fjölskyldum okkar
í gegnum árin.
Pálína hafði til að bera sérstakan
persónuleika, sem bar vott um
mikla fágun ásamt ytri og innri
fegurð, sem við dáðumst að. Minn-
ingarnar koma fram í hugann þeg-
ar kemur að kveðjustund og þær
eru hver annarri ljúfari sem tengj-
ast þessari góðu konu, sem vildi
allt fyrir alla gera. Hún var frænd-
rækin og trygglynd gagnvart ætt-
ingjum sínum og spurði oft um
hagi og líðan þeirra sem bjuggu
henni fjarri, sem sýndi svo glöggt
mjög góðar og einlægar stundir sam-
an. Þess- vegna veit ég að hún átti
einlæga trú á frelsarann okkar, Jes-
úm Krist, og finnst mér eiga vel við
að enda með orðum úr norskum
sálmi, um leið og ég bið algóðan
Guð að blessa og styrkja Hans,
Helgu og dætur hennar, Steinunni
og Olgu, og fjölskyldur þeirra.
Drottinn Jesús, þér ég þakka.
Þú mig hreifst af villubraut.
Lífsins gafst mér lind að smakka.
Leiddir mig í föðurskaut.
Mig sem áður hiklaust hafði
hrint þér burt og svívirt þig.
En þín náð mig örmum vafði
auman, týndan fannstu mig.
Leið mig heim, er hverfur jörðin,
himinsælu gefðu mér.
Þar sem frelsuð, holpin hjörðin
helga lofgjörð flytur þér.
(Þ. Mapús Guðmundsson.)
Sigurlaug Þorkelsdóttir