Morgunblaðið - 10.01.1991, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991
37
hlýju hennai' og umhyggju fyrir
öðrum.
Við kveðjum þessa kæru föður-
systur okkar.með söknuði og send-
um sonum hennar og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Pálínu.
Anna og Erla Erlendsdætur
Hún amma okkar hlaut hægt
andlát á nýársdag. Það er svo ein-
kennilegt að þó að dauðans sé
vænst kemur hann okkur þó alltaf
á óvart og söknuðurinn læðist að
okkur og riljar upp svo ótal ótal
minningar. Við barnabörnin hennar
ömmu áttum nefnilega þann fjár-
sjóð sem allir heimsins peningar fá
ekki keypt. Við áttum ömmu og afa
sem gáfu okkur ómældan tíma,
skilning og hjartahlýju. Meðal
þeirra minninga sem koma upp í
hugann er myndin af ömmu að
stússast inni við verkin sín, bros-
andi og ljúf eins og alltaf, á meðan
við krakkarnir ærsluðumst úti með
afa. Gott var þá að hlaupa inn í
mjúkan ömmufaðm ef einhver
meiddi sig eða ef einhveijum sinn-
aðist við systkini og frændsystkini.
Hjá ömmu var fátt bannað og sjald-
an skammað og öllum hugmyndum
var vel tekið, hvort sem það var
að spila ólsen ólsen fimmtán sinnum
í röð eða baka smákökur á hvaða
tíma sólarhrings sem var. Ekkert
var of fínt eða of dýrt til að lána
eða gefa barnabömunum og ófáar
tískusýningar voru haldnar í Hlíðar-
götu í sparifötunum hennar ömmu
og með fínustu skartgripina hennar.
Eftir að afi okkar elskulegur féll
frá bjó amma ein í húsinu við
Hlíðargötu en enn var það okkur
griðastaður og skjól, friðsæll blettur
þar sem við ráðvilltir unglingar leit-
uðum í spjall hjá ömmu og þáðum
góðgerðir. Mörg okkar'hófu sinn
fyrsta búskap á neðri hæðinni hjá
henni og komu þá enn í ljós mann-
kostir hennar. Aldrei skipti hún sér
af að fyrra bragði en var alltaf tilbú-
in að veita okkur góð ráð og hjálpa
til — og oft var hlaupið upp stigann
til hennar. 'Enda hafði amma líka
svo einlægan áhuga á því hvernig
hópnum hennar vegnaði og hvað
við værum að gera í lífinu og setti
sig gjarnan inn í okkar hugarheim
og áðstæður.
Langömmubörnin nutu líka
hjartahlýju ömmu. Mai'gur konfekt-
bitinn rataði í litla munna og þegar
við ungar mæður ætluðum að vanda
um fyrir litlum krílum sem tættu
allt út úr skápunum hjá ömmu var
viðkvæðið: „Æi elsku, leyfðu hon-
um þetta, ég held það geri ekki til.“
Enda sagði lítill langömmusnáði til
að hugga sorgmædda mömmu sína:
„Mamma veistu það er gott að lang-
amma er dáin, þá geta hún og lang-
afi aftur orðið hjón hjá guði.“
Með þessi orð að leiðarljósi send-
um við elsku ömmu okkar þakkir
fyrir allt sem hún var okkur.
Fari hún í friði.
Fyrir hönd barnabarna,
Inga
Þeim fer fækkandi frumbyggjun-
um í Hlíðargötunni á Akureyri;
ýmist hafa þeir flutt sig um set
innanbæjar eða í aðra fjórðunga
landsins — enn aðrir hafa horfið til
annars heims. Nú síðast á morgni
nýs árs kvaddi okkur húsfreyjan í
Hlíðargötu 8, hún Pálína.
Svo langt sem ég man, hefur
þessi góða kona verið hluti af upp-
vexti mínum og lífi. Við strákarnir
í götunni vorum heimagangar hjá
hinni samhentu Eydalfjölskyldu.
Við lékum okkur þar með sonunum
í gróðursælum garðinum eða á göt-
unni fyrir framan húsið eða sátum
innandyra, tókum í spil eða hlustuð-
um á plötur með jazzinn efst á
blaði. Ekki gleymast afmælisboðin
né önnur merkisatvik því alltaf var
mikið að gera hjá strákum.
Pálína var meðalkona á hæð, fas
hennar rólegt og yfirvegað, en
snörp og snör í hreyfingum. Hún
var falleg kona. Aldrei man ég hana
skipta skápi, aðeins þegar hávaði
og ærslagangur ungra sveina gekk
úr hófi varð svipurinn ákveðnari svo
og röddin. Það var vissuléga margs
að minnast frá þessum árum þó
ekki verði það tíundað hér.
Þegar skroppið var norðúr, var
fastur siður að koma við hjá Pálínu,
sem tók okkur ávallt opnum örm-
umn. Voru þá rifjuð upp liðin atvik,
spjallað og slegið á létta strengi,
þó með alvöru í bland. Bónda-sinn,
Hörð Eydal, missti Pálína vorið
1976. Kom iðulega fram í samræð-
um hve mikið hún saknaði hans,
en einnig ást hennar og virðing í
garð sona þeirra, tengdadætra og
afkomenda. Einnig tryggð hennar
við okkur krakkana í götunni alla
tíð. Henni þótti vænt um okkur öll.
Fyrir það ber að þakka.
Fjölskylda mín sendir vanda-
mönnum Pálínu Eydal samúðar-
kveðjur og við þökkum henni allt
og allt. Blessuð sé minning hennar.
Sigurður Helgi Björnsson
Nýtt kortatímabil
hefst í dag
Carr’s
Table Wate
áleggskex
Johnson’s
'arna-sjampó
Verð áður23f
400 mí.
voru Oi
FRYSTIKISTUR
ÚTSALA
Öll verð miðast við staðgreiðsluverð
152 lítra kr. 29.990,*
191 lítra kr. 33.490,-
230 lítra kr. 36.990,-
295 lítra kr. 38.910,-
342 lítra kr. 40.950,-
HEIMILISKAUP H F
• HEIMILISTÆKJADEILD FÁLKANS •
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670.
Innrabyrði úr
hömruðu áli
Lok með ljósi,
læsingu, jafn-
vægisgormum
og plastklætt
Djúpfrystihólf
Viðvörunarljós
Kælistilling
Körfur
Botninn er
auðvitað frysti
flötur ásamt
veggjum
HHI MMIM MMi ■