Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1'991
prestsetur Vatnsfjörður við ísa-
fjarðardjúp og aftur stóðu flutning- ■
ar fyrir dyrum, nú yfir fjöll og veg-
leysur, fótgangandi og á klyfjahest-
um. Árin í Vatnsfirði urðu alls 26.
Þar fæddust tvö yngstu börnin, auk
þess sem þau tóku í fóstur tvær
ungar stúlkur úr sveitinni, sem urðu
brátt óaðskiljanlegur hluti fjölskyld-
unnar.
Börn ömmu og afa eru: Tryggvi,
kvæntur Hjördisi Björnsdóttur,
Þuríður, gift Barða Friðrikssyni,
Jóhannes, kvæntur Sjöfn Magnús-
dóttur, Jónína, gift Guðmundi Finn-
björnssyni og Haukur, kvæntur
Guðrúnu Blöndal, og fósturdætur
þær Elín JónsdótLir, _ gift Þóri
Tryggvasyni og síðar Joni Sigurðs-
syni, en þeir eru báðir látnir, og
Sigurlína Helgadóttir, gift Steinari
B. Jakobssyni. Barnabörnin eru 18
og barnabarnabörnin 36.
Samhent sem þau voru alla tíð
hófu þau búskap í Vatnsfirði af
mikilli elju, Tún voru unnin, íjárhús
byggð og hlunnindi jarðarinnar
nýtt. Vatnsfjarðarprestakall er
stórt og var í þann tíð erfitt yfirferð-
ar. Það gaf því augaleið að afi var
oft fjarri búi og varð því verkstjórn
þess oft í höndum ömmu. Vatns-
Ijarðarheimilið var mannmargt og
að auki mikið um gestakomur, svo
sem algengt var á prestsheimilum
í þá daga, en amma stjómaði því
af röggsemi og hugkvæmni og kom
menntun hennar, sem hún aflaði
sér í Kaupmannahöfn á yngri árum
og reynsla uppeldisáranna, að góð-
um notum. Þetta voru mikil ham-
ingjuár, fjölskyldan stækkaði og hér
var lagður grunnur að traustum
fjölskyldukjama og samstöðu, sem
svo mjög hefur einkennt ömmu og
afa og börn þeirra. Hér voru bund-
in vinabönd við sveitunga og sókn-
arbörn, sem hafa haldist allt fram
á þennan dag.
Haustið 1955 hættu þau búskap,
settust að í Reykjavík og byggðu
sér skömmu síðar heimili á Bugðu-
læk 18, í samvinnu við Jónínu dótt-
ur sína og Guðmund tengdason
sinn. Heimili ömmu og afa á Bugðu-
læknum varð brátt vettvangur allr-
ar ijölskyldunnar. Hérna kynnt-
umst við barnabörnin hjartahlýju,
manngæsku og öðrum góðum eigin-
leikum ömmu, sem hún var svo
ríkulega gædd. Hinar tíðu heim-
sóknir barna, barnabarna, barna-
barnabarna, vina og vandamanna
bera þess gleggst merki hvert hug-
arþel við bárum til hennar, enda
naut hún þessara heimsókna og var
óþreytandi við að bera fram veiting-
ar og miðla af reynslu sinni og
þekkingu.
Við bræðurnir urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að búa á heimili
ömmu og afa á Bugðulæk 18, um
nokkurra ára skeið, er við stunduð-
um nám í Menntaskólanum í
Reykjavík, og síðar í Háskóla ís-
lands. Við nutum þarna samvista
við þau, kynntumst lífsskoðunum,
mannkærleika og elsku þeirra og
hefur þessi tími reynst okkur mikið
og gagnlegt veganesti í lífi og starfi.
Þegar við minnumst þessara ára á
Bugðulæk 18 kemur ótalmargt upp
í hugann. Kynslóðabilinu, sem
mönnum verður svo tíðrætt um nú
á dögum, kynntumst við ekki á
þessum árum. Það var ótrúlegt
hverjum skilningi uppátæki okkar
og langanir mættu, þrátt fyrir
tveggja kynslóða aldursmun, og
með hvílíkri sanngirni málin voru
alltaf til lykta leidd.
Amma var sannkölluð gæfukona
og mjög sátt við lífshlaup sitt. Hún
naut umönnunar og ástríkis eigin-
manns, barna og fósturdætra. Hin
síðustu ár þegar starfsþrek hennar
fór þverrandi var óeigingjarn stuðn-
ingur og hjálp Jónínu og Guðmund-
ar ómetanlegur enda gat hún þess
oft.
Nú þegar amma okkar er horfin
yfir móðuna miklu og stóllinn henn-
ar auður, staðreynd sem við verðum
að sætta okkur við, viljum við þakka
fyrir allt sem hún var okkur. Við
biðjum Guð og góða vætti að blessa
minningu hennar og gefa afa styrk
í sorg sinni.
Magnús og Þorsteinn
Jóhannessynir
Frú Laufey Tryggvadóttir fyrr-
um prófastsfrú í Vatnsfirði við
Djúp, lézt 30. desember síðastliðinn,
níræð að aldri. Hún hafði átt við
mikil veikindi að stríða hin síðari
ár. Með henni er gengin mikilhæf
og merk kóna.
Laufey var fædd á Seyðisfirði
16. desember árið 1900 og ólst þar
upp til fermingaraldurs. Foreldrar
hennar voru Tryggvi Guðmundsson,
kaupmaður var í bæ og síðar gjald-
keri í Reykjavík, og fyrri kona hans
Jónína Jonsdóttir, sem lézt ung frá
mörgum börnum.
Ung að árum fór Laufey til náms
í Kvennaskólanum í Reykjavík,
vann síðan um skeið við verzlunar-
störf í Reykjavík og dvaldist í eitt
ár í Kaupmannahöfn við nám og
störf.
• í júnímánuði árið 1923 giftist
hun ungum guðfræðinema, Þor-
steini Johannessyni frá Ytra-Lóni á
Langanesi, og var það hamingja
þeirra beggja.
Sumarið 1924 vígðist Þorsteinn
til Staðarprestakalls í Steingríms-
firði og þjónaði þar til vors 1929,
en árið áður hafi hann verið kosinn
prestur i Vatnsfjarðarprestakalli við
Djúp, eftir að séra Páll Ólafsson
prófastur lét af embætti fyrir ald-
urs sakir. Hann hlaut yfirburða
kosnirigu.
Hin ungu og glæsilegu hjón
höfðu ekki lengi dvalist í Vatns-
firði, er þau áttu hugi og hjörtu
sóknarbarna sinna og sveitunga,
svo vinsæl urðu þau þegar í stað.
Þau voru jafnari nefnd í sömu
andrá.
Vatnsijörður hefur frá fornu fari
verið talinn góð bújörð og eitt af
betri brauðum landsins, en nokkuð
er jörðin mannfrek ef nýta skal
hlunnindi.
Séra Þorsteinn kom sér fljótt upp
ágætu búi, og var því jafnan margt
í heimili í Vatnsfirði, um eða yfir
20 manns á sumrin með börnum
og unglingum, sem dvöldust þar
sum hver ár eftir ár. Mjög gest-
kvæmt var þar jafnan.
Það gefur því augaleið að mjög
mæddi á frú Laufeyju um stjórn á
heimilinu, enda var híbýlabragur
allur með þeim myndar- og höfð-
ingsskap að orð fór af um hérað.
Þá voru þau hjón rrijög hjúasæl.
Frú Laufey var óvenju glæsileg
kona, látlaus og hlý í allri fram-
komu, mikill vinur vina sinna og
afar trygglynd. Hún lagði ávallt
gott til allra mála. Hún var ætíð
nefnd frú Laufey og bar það nafn
með mikilli prýði. Það duldist eng-
um að þar fór tigin kona.
Þeim hjónum varð fimm barna
auðið og höfðu mikið barnalán. Þau
eru öll á lífi ogeru talin í aldursröð:
Tryggvi, yfirlæknir á Borgarspít-
ala, kvæntur Hjördísi Björnsdóttur
leiðsögumanni, Þuríður, gæzlukona
á Kjarvalsstöðum, gift Barða Frið-
rikssyni hæstaréttarlögmanni, Jó-
hannes, vélvirkjameistari á ísafirði,
kvæntur Sjöfn Magnúsdóttur deild-
arstjóra, Jónína, starfskona hjá
Eimskip, gift Guðmundi Finn-
björnssyni skrifstöfumanni, og
Haukur, tannlæknir, kvæntur Guð-
rúnu Blöndal meinatækni.
Að auki ólu þau hjónin upp tvær
fósturdætur: Elínu Jonsdóttur, sem
er ekkja, og Sigurlínu Helgadóttur
skrifstofumann, sem er í sambýli
með Steinari Jakobssyni forstjóra.
Afkomendur þeirra hjóna eru nú
orðnir 59.
Við gömul sóknarbörn minnumst
bjartra daga vestur í Vatnsfirði,
messa sungin á sunnudegi, hlaðin
veizluborð, ilm lagði af nýslegnu
grasi á töðuvelli og sögu staðarins;
fugl í eyju.
Þeirra prófasthjóna var mjög
saknað, er þau fluttust úr héraði
sumarið 1955. Síðan hefur heimili
þeirra verið á Bugðulæk 18 hér í
borg. Þar hefur verið sami myndar-
skapurinn og í Vatnsfirði forðum,
menningarblær hefur leikið um sal-
arkynni og hlýhugur og rausn
mætt gömlum sóknarbörnum og
vinum.
Okkur gömlum fermingarbörn-
um hefur þessa dagana verið hugs-
að til aldurhnigins eiginmanns og
fyrrum héraðshöfðingja okkar, séra
Þorsteins. Við sendum honum og
Ijölskyldu hans hlýjar samúðar-
kveðjur. Megi guðleg forsjón veita
þeim styrk á sorgar- og saknaðar-
stundu. — Þeir ljúfu og fögru
morgnar vestur í Vatnsfirði eru
löngu liðnir hjá, en lifa áfram í
minningunni.
Merk kona er kvödd með virðingu
og þökk.
Runólfur Þórarinsson
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Á kveðjustund þökkum við elsku
ömmu okkar samfylgdina í gegnum
árin, og ýmsar minningar hrannast
upp. Það var okkur systrunum mik-
ils virði að alast upp í sambýli við
ömmu og afa á Bugðulæknum. Við
og foreldrar okkar á efri hæð og
amma og afi á þeirri neðri. Þar
hefur hin stóra fjölskylda okkar oft
á tíðum sameinast og frændbönd
styrkst, nú síðast á 90 ára afmæli
ömmu 16. desember sl. Þrátt fyrir
mikil veikindi síðustu ár var henni
það ómetanlegt að geta dvalist á
sínu eigin heimili allt fram undir
það síðasta.
Elsku afi, ekki hefðu allir fetað
í fótspor þín með allri þeirri um-
hyggju og umönnun sem þú gafst
ömmu hin síðustu ár. Góður Guð
styrki þig nú í sorg þinni. Við trúum
því að elsku ömmu líði vel nú.
Blessuð sé minning hennar.
Ragna, Laufey, Sirrý, Helga.
t
Systir okkar,
HELGA HARALDSDÓTTIR,
Langagerði 22,
andaðist á Borgartspítalanum 3. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Jónas Haraldsson,
Sigrún Haraldsdóttir,
Ragnar Haraldsson,
Jenný Haraldsóttir,
Þórey Haraldsdóttir,
Rannveg Haraldsdóttir,
Haraldur Haraldsson,
Björgvin Haraldsson,
Hilmar Haraldsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR FINNBOGASON
rafverktaki,
Egilsgötu 30, Reykjavík,
sem andaðist laugardaginn 5. janúar sl., verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. janúar næstkomandi kl. 13.30.
Elísabet Þórðardóttir, Svavar Turker,
ÖrlygUr Þórðarson, Ólöf Magnúsdóttir,
Brynja Örlygsdóttir, Ólafur Gúðlaugsson,
Þórður Örlygsson,
Selma Svavarsdóttir.
39
Kristín J. Sigurðar-
dóttir - Minning
Fædd 21. febrúar 1891
Dáin 19. desember 1990
í dag verður amma, Kristín Jak-
obína Sigurðardóttir, lögð til hinstu
hvíldar eftir stutta sjúkrahúslegu.
Það er ömurlegt að hún skyldi detta
og brotna svona illa og þurfa að
líða undir lokin, búin að lifa allan
þennan tíma með mikilli reisn.
Ég minnist ömmu með stolti og
þakklæti fyrir allt sem hún var mér
og mírium. Hún bjó á mínu æsku-
heimili og var oft gott að koma sér
inn til ömmu ef von var á skömmum
frá pabba og mömmu. Hún hugsaði
alltaf fyrst og síðast um samferða-
fólk sitt. Það var alltaf gaman að
koma til ömmu, hún vissi svo margt
og sagði svo skemmtilega frá. Ef
drengirnir voru ekki með mér spurði
hún strax eftir þeim, hvort þeir
væru ekki frískir og hvernig gengi
í náminu.
Ævi hennar einkenndist af mikl-
um umbrotum og fékk hún dijúgan
skammt af sorg og missi, en alltaf
stóð hún uppúr,'já, hugsa sér, í
næstum 100 ár.
Amma var þriðja elst 9 barna
Sigurðar Bjarnasonar fræðimanns
og Hólmfríðar Jónsdóttur, en þau
bjuggu lengst af á Snæbjamarstöð-
um í Fnjóskadal. Nú eru 2 á lífi
af þeim systkinum, Ólöf og Snæ-
björn, en þau búa á Akureyri.
Amma eignaðist engin börn sjálf,
en fékk 2 fósturdætur. Sveinbjörg
var 8 ára er hún kom tíl hennar
en Guðrúnu Önnu, systurdóttur
sína, tók hún nýfædda og ól hana
upp. Guðrún Anna vai; þó alltaf í
tengslum við foreldra sína og kall-
aði þær báðar, Kristínu og Sigur-
björgu (d. 1985), mömmur sínar.
Síðustu árin bjó amma í Furugerði
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug
og vináttu vegna andláts og útfarar
SIGRÍÐAR INGVARSDÓTTUR
frá Efri-Reykjum,
Biskupstungum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis aldraðra, Ljós-
heimum, Selfossi.
Hlöðver Ingvarsson, Ragna Hjaltadóttir,
Ingvar Ingvarsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Eiríkur Ingvarsson,
Gunnar Ingvarsson, Kristín Jóhannsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærr-
ar dóttur minnar og systur okkar,
HRANNAR JÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til Stefáns Tryggvasonar, Guðmundar Bogason-
ar og Friðriks Kristinssonar.
Jón Kristjánsson
og systkini hinnar látnu.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýnt hafa okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
GUNNARS H. ÁGÚSTSSONAR,
Heiðvangi 44,
Hafnarfirði.
Anna B. Ágústsson,
Ágúst J. Gunnarsson,
Sveinbjörn S. Gunnarsson,
Ágúst Böðvarsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
ÓLÖF RUNÓLFSDÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavik,
áður Ásvallagötu 51,
verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 11.
janúar kl. 1 3.30.
Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsam-
lega bent á Styrktarsjóð Hrafnistu, Reykjavík.
Jónína R. Þorfinnsdóttir, Sveinn A. Sæmundsson,
Gunnlaugur Þorfinnsson, Sigrún Gísladóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
1, eignaðist hún þar góðar vinkon-
ur.
Minningin lifir, Guð geymi ömm-
ur mínar og alla hina, sem farnir
eru frá okkur.
Auður Friðgerður
Það er leiðinlegt að langamma
er dáin, en við þökkum fyrir að
hafa fengið að eiga hana svona
lengi. Langamma talaði oft um
Guð, hún var mjög trúuð. Þetta var
uppáhalds sálmurinn herinar.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfír þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Pétursson.)
Guð geymi langömmu.
Bræðurnir