Morgunblaðið - 06.02.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 06.02.1991, Síða 16
16 reet HAUHaa'í .a auoAauar/eEiM aiaAjaMUðaoM "MORGUNBLÁÐÍÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991 Heggur sá er hlífa skyldi Opið bréf til menntamálaráðherra - II hluti eftir Erling Sigurðarson Herra menntamálaráðherra. Mig langar að halda áfram þar sem frá var horfið hér í blaðinu og fara nú nokkrum orðum um það tilefni sem þú lést valda pennaglöp- um þínum til að afnema þýðingar- skyldu á sumu erlendu sjónvarps- efni. Sporin hræða og valda því að maður spyr sjálfan sig hvenær ráð- herra menntamála láti undan þeirri „jafnréttiskröfu" sem einhverjir fjölmiðlakóngar hrópi um í nafni „vilja þjóðarinnar“: Að ekki þurfi að kosta neinu til að þýða efni ofan í þá sömu þjóð heldur skuli hún fá allt, allt, allt! á erlendu máli, „enda skilji allir ensku nú á dögum". „Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar er skrifaði frægar bækur?“ spurði Arnas Arnæus í Islands- klukkunni. Ég ætla, að þú hafir eitt sinn kunnað svar hans, en það er nú vísast „löngu orðið úrelt“, enda prentað 1946. En „enn ráðast mikil forlög smárrar þjóðar", eins og Snorri Hjartarson kvað í ljóði árið 1951. Tveimur árum áður — í mars 1949 — hafði hann ort annað ljóð: „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn ogein ..og endað: „ísland, í lyftum, heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld!‘r En líklega hefur þú „löngu gleymt því kvæði.“ Það var ekki kveðið þeim er fara með valdi gegn þegn- um sínum, jafnvel þótt þeir hafi boðað þeim nýjan sið og góðan. Og er nú sól að ganga undir á Stikla- stöðum og grænast vonir þess að menn rifji upp lokaorð Gerplu, enda varla „í anda * nútímans" þegar hægt er að vaka við séennenn og himinfréttir. Mannréttindi eru meira en vígorð Það er'ekki sæmandi að leggja orðið mannréttindi við þann hégóma að yfir þjóðina sé hellt útlendu, ótextuðu og óþýddu sjónvarpi allan sólarhringinn. Slíkt er móðgun við það fólk sem nú berst fyrir réttinum til dýrmætari sjálfsákvörðunar en um val á sjónvarpsrás eða hefur verið svift slíkum rétti með tilskip- unum misviturra stjómvalda. En ef til vill er best að veita fólkinu brauð og leiki til að höfðingjarnir fái að brenna Róm í friði. Kannski bráðvantar þá slíkt sjónvarp í Lithá- en? Það heyrðist til þín í útvarpi um daginn þar sem þú barst því við til réttlætingar gerðum þínum að ýms- ir þingmenn hefðu lýst þessum vilja sínum, og að því er mér skildist, meiri hluti þjóðarinnar, hvaðan sem þú hafðir það. Ráðherra kemst ekki upp með slíkan málflutning. Þing- ræðið byggist á því að þingmenn birti vilja sinn með samþykktum í sölum Alþingis, þó svo að fram- kvæmdavaldið hafi oft gengið frek- lega gegn þessu eins og mönnum er að verða æ kunnugra upp á síðkastið. Lýðræðið er ekki í því fólgið að einhver „vilji meiri hlutans“ sé kall- aður fram undir ýmsum formerkj- um í svokölluðum „skoðanakönnun- um“ sem fæstar nálgast að upp- fylla kröfur um að vísindalega sé að þeim staðið. Nei, hér á að kjósa á a.m.k. fjögurra ára fresti og þá fyrst víkur ríkisstjórn missi hún þingmeirihluta sinn. Tækir þú að öðru leyti mark á slíkum „skoðana- könnunum“ værir þú ekki í ráð- herrastól í þessari ríkisstjórn, svo oft hefur hún aðeins haft stuðning minnihlutans á þeim bæjum. „Lastaðu ei laxinn“ Þeir verða seint kallaðir hugprúð- ar hetjur sem láta stöðugt berast með einhveijum straumi í átt að ósi, án þess að reyna að virkja hann eða beina í annan farveg. Það er tvennt ólíkt: að berast með straumnum og að framkvæma vilja sem fjöldinn hefur látið í ljósi á lýðræðislegan máta og standa síðan ábyrgur gerða sinna líki honum þær athafnir ekki eftir ár. Það á heldur ekkert skylt við lýðræði og vilja fjöl- dans að efnt sé til múgæsinga með einhliða fréttamiðlun og áróðurs- brögðum. Þá er líka sttmdum beitt beinni ritskoðun eins og nú er um það fagnaðarerindi frá Persaflóa sem afráðið var að þjóðin fengi í beinni útsendingu: „hvort sem ykk- ur líkar betur eða verr.“ Það sagði sá ágæti fréttamaður, Pétur Teits- ÞANN 30. janúar sl. rann út umsóknarfrestur um fimm pres- taköll. í Oddaprestakalli í Rangárvalla- prófastdæmi er einn umsækjandi, séra Sigurður Jónsson frá Patreks- fírði. Þrír sækja um Hraungerðis- prestakall í Árnesprófastsdæmi. Þeir eru Jón Hagbarður Knútsson guðfræðingur, Reykjavík, Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Reykjavík og Þór Hauksson guð- fræðingur, Reykjavík. Um Þorlákshafnarprestakall í Níu umsækjendur um fimm laus prestaköll Ámesprófastdæmi eru fjórir um- sækjendur, séra Helgi Hróbjarts- son, Reykjavík, séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir, Hrísey, séra Kol- beinn Þorleifsson, Reykjavík, og séra Svavar Stefánsson, Neskaup- stað. Einn umsækjandi er um Tálkna- fjarðarprestakall í Barðastrandar- prófastsdæmi og sá óskar nafn- leyndar. Enginn sótti um Skagastrandar- prestakall í Húnavatnsprófasts- dæmi. Erlingur Sigurðarson „ Já, stríð var það sem svo brýnt var að koma á framfæri við vopn- lausa þjóð í beinni út- sendingu, að ráðherra menntamála afnam fyrri ákvæði umi þýð- ingarskyldu til að hvert mannsbarn fengi „not- ið“!“ son, um daginn á „91 á stöðinni" og hitti vissulega naglann á höfuðið í öllum þeim þætti eins og oft áð- ur. Kannski hafa einhveijir skamm- ast sín undir þeim „fréttum", og væri ráð að setja á þær enskt tal svo að færri skilji þær! , „Ó, þetta er indælt stríð!“ Tilefnið sem notað var til skyndi- ákvörðunar þinnar, þótti mér óhugnanlegt í meira lagi. Ekki var það stórbrotinn menningarviðburð- ur. Ef ég man rétt var engum erfið- leikum háð að fá að sjá og heyra söng stórtenóranna í baðhúsinu í Róm í sumar, og þar var talað ofan í á miili söngatriðanna. Ekki var það íþróttakeppni. Margir fengu nóg af heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu í sum- ar, og öðrum minni háttar leikjum í Englandi. Slíkar útsendingar sæta engum tíðindum Iengur og oft höf- um við séð sent beint frá Ólympíu- leikum eða jafnvel handbolta. Alltaf hafa íþróttafréttamennimir talað með myndinni og oftast tekist furðu vel, þótt eftir sé hermt. Ég fer að sakna þess menningarhlutverks þeirra, því að vissulega getur kapp- leikur talist frétt, eða a.m.k. „fréttatengt efni“. Já, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Bjama Fel! Ekki var það heimsviðburður í anda friðar og samvinnu þjóða í milli, eins og sameining Þýska- lands. Ég held að sjónvarpið hafí staðið sig vel í þeirri útsendingu, m JOGO wó /xo * Window§ 3.0 ítarlegt námskeið í notkun á valrnyndakerfinu Windows 3.0. Vönduð kennslubók á íslensku fylgir. , Næsta námskeið er að hefjast. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. ,. .^^vÁth.: VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína aðildarfélaga. £§&..;' Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 svo að aðeins sé farið skammt til ánægjulegs atburðar. Hin gleðilega yfirlýsing þá — um endi kalda stríðsins og þar með von um frið- vænlegri tíma — er nú raunar orðin grátleg eftir að þeir Heródes og Pílatus, sem þar áttu hlut að máli, urðu vinir og sameinuðust í heitu og „réttlátu" stríði. Væri ekki ráð að kalla það krossferð? Þá gafst líka tilefnið: Stríð við Persaflóa skyldi fá að berast beint inn í stofur landsmanna. Það voru hin brýnustu „mannréttindi“ að fá það inn til sín, komið um gervi- hnött og með ensku tali án íslensks texta, eftir að „fréttirnar“ höfðu farið í gegnum síu ritskoðunar. Þær sem okkur hafa borist frá Eystra- saltslöndunum virðast ekki hafa þurft að sæta slíku, enda að líkind- um ekki sömu heimsfréttir þar sem þær hafa sjaldnast verið sendar út beint og þeim meira að segja fylgt íslenskt tal, texti eða endursögn. Já, stríð var það sem svo brýnt var að koma á framfæri við vopn- lausa þjóð í beinni útsendingu, að ráðherra menntamála afnam fyrri ákvæði um þýðingarskyldu til að hvert mannsbarn fengi „notið“! Eða var bara verið að gera löglausa athöfn löglega án þess að hugsa um afleiðingarnar, og kyssa á þann hátt á vöndinn sem Stöð 2 reiddi upp í krafti sefjunar. Áður hafði þó ýmislegt komið fram í fjölmiðlum um áhrif allrar hinnar geigvænlegu stríðsumræðu á börn, og fullorðna raunar líka. Nýstárlegt friðaruppeldi iÞað þýðir ekki að loka sig af og stinga höfðinu í sandinn. Stríðið er þarna þótt okkur líki það miður. Eða líkar okkur það e.t.v. ekki mið- ur eftir að hafa fylgst með útlendum „sérfræðingum" í stríðsrekstri út- Iista fyrir okkur stærð og gerð morðtóla undir ýmsum nöfnum, ásamt fjöldai þeirra og hvemig þau em notuð irlannkyninu til dýrðar? Hugsaði einhvér um að hér af kynni að leiða eina tegund „vitundariðn- aðar“: að festa1 stríðsrekstur í sessi í hugum „vopnlausrar, friðelskandi þjóðar við ysta haf“. Var það nokkur sem leiddi hug- ann að því að fleiri börn kynnu að liggja andvaka eða með vonda drauma eftir framtakið í „anda nútímans", en áður var á meðan þau voru laUs við þá freistingu að líta í sjónvarpið úr því að eitthvað var í því allan daginn — og nóttina líka! Ög af því að það er ekki öllum gefið að nota nógu oft takkann til að slökkva: Hefði ekki verið skömminni skárra að hafa þessar fjöldasendingar með íslensku tali — sálarinnar vegna að ekki sé nú nefnt þjóðtungunnar vegna! — Héldu börn og fullorðnir e.t.v. betur skynsemi sinni ef þau heyrðu sagt frá váleg- um atburðum á móðurmálinu í stað þess að sjá myndir en fá engar skýringar á því sem fram fer og verða þar að draga eigin ályktanir. Er það tilefni sem ráðherra notaði til að breyta reglugerðinni líklegt til að innleiða anda „friðaruppeldis" meðal barna þjóðarinnar, eða hefur ráðuneytið aðrar aðferðir tii að slíkt takist? Lái mér hver sem vill, en ég verð að játa að hafa hálft í hvoru orðið feginn Heklugosinu, a.m.k. eftir að sýnt þótti að ógn af því væri ekki mjög alvarleg —þrátt fyrir nokkurt öskufall norður í landi! Þótt eldgos séu vissulega ekkert gamanmál, held ég að segja megi að þau séu íslendingum geðþekkari veruleiki en stríð. Þar eru þó náttúruöflin að verki og eyðingin af þeirra völd- um en ekki verk vanþroska „vits- munavera“ jarðarinnar. Því má segja að ræskingar Heklu gömlu um daginn hafi að því leyti verið þjóðinni til þurftar að beina sjónum manna að takmörkunum sínum. Marga veit ég hafa dáðst að svari Stephans G. Stephanssonar þegar honum var boðið í ferð um vígvelli fyrri (fyrstu?) heimsstyrja(darinnar. Ér svo eftirsóknarvert að fella gengi slíkra hugmynda og koma stríði inn í hvers manns hús, að til þess skuli afnema hömlur sem settar voru í nafni málverndar og íslenskrar menningar? En Stephan G. kvað: Þótt mér bjóðist braut og far, býður mér við að koma þar, sem heimsins stærsta heimska var háð, til mestrar bölvunar. Höfundur er íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. „Friðun land- náms Ingólfs...“ Athugasemd og leiðrétting frá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi í Morgunblaðinu 18. janúar sl. er birt á síðu 10 grein sem ber fyrir- sögnina: „Friðun landnáms Ingólfs fyrir lausagöngu búfjár". í grein- inni er birt bréf til formanna þing- flokkanna, sem í greininni segir að Líf og land, Landvemd og Ames- ingafélagið í Reykjavík, standi að. Undirritað er bréfið af Herdísi Þor- valdsdóttur fyrir hönd Lífs og lands og Arinbimi Kolbeinssyni fyrir hönd Árnesingafélagsins. Éngin undir: skrift er af hálfu Landverndar. í greininni segir ennfremur, að tiltek- in og nafngreind félög styðji áskor- un þá, sem fram kemur í bréfinu. Eitt af þessum nafngreindu félög- um er Hið íslenska náttúrufræðifé- lag. Hvað stuðning Hins íslenska náttúrufræðifélags varðar, þá er hér farið með rangt mál. Hið íslenska náttúrufræðifélag hefur ekki lýst neinum stuðningi við þessa áskorun, né umrætt bréf. Þess hefur heldur ekki verið farið á leit við Hið íslenska náttúmfræði- félag, né hefur því borist slíkt er- indi frá tilgreindum aðstandendum téðs bréfs. Um þetta mál hefur ekki verið fjallað af hálfu Hins íslenska náttúmfræðifélags. Félag- ið hefur heldur ekki veitt sendend- um þessa bréfs neina heimild til að nota nafn félagsins á þennan hátt. Hér er því um að ræða misnotk- un á nafni Hins íslenska náttúra- fræðifélags, sem framin er í full- komnu heimildarleysi. Hafi þessi misnotkun verið framin af vangá, þá er um að ræða sérlega óvönduð vinnubrögð, þar sem um er að ræða bréf til formanna þingflokka á hinu háa Alþingi íslendinga. Hafí þessi misnotkun hins vegar verið framin vísvitandi og að yfirlögðu ráði, þá er þar um að ræða hreina fölsun og mjög vítavert athæfi. Hið íslenska náttúmfræðifélag hlýtur því að krefjast þess af nafn- greindum sendendum þessa bréfs, að þeir biðjist afsökunar á þessu athæfi sínu og leiðrétti þessi mistök sín á sama opinbera vettvangi og bréfíð, með hinni óheimilu yfirlýs- ingu um stuðning Hins íslenska náttúmfræðifélags, var birt, þ.e. við formenn þingflokkanna og á síðum Morgunblaðsins. Rétt er enn- fremur að benda á, að Morgunblað- inu og lesendum þess hefur verið sýnd ómakleg lítilsvirðing með því að senda blaðinu, grandalausu, til birtingar bréf sem að er staðið með þessu móti. F.li. Hins íslenska náttúrufræðifélags, Freysteinn Sigurðsson, formaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.