Morgunblaðið - 06.02.1991, Page 19

Morgunblaðið - 06.02.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIB. MIÐVIKUDAGIJR 6. FBBRUA1Í 1991 19 Morgunblaðið/Einar Falur Frú Vigdís Flnnbogadóttir, forseti Islands, opnaði sýninguna „Hels- inki - mannlíf og saga“ á Kjarvalsstöðum. Hér sést hún við opnun sýningarinnar ásamt listamanninum Eero Manninen (t.v) og Raimo Ilaskivi, yfirborgarsljóra Helsinki (t.h.). Kynning á Helsinki á Kjarvalsstöðum „Vildi frekar Þingvallamynd“ Joan Halford gefur Kjarvalsstöðum málverk eftir Jóhannes Rjarval Morgunblaðið/Einar Falur Joan Halford og Hulda Valtýsdóttir, formaður Menningarmálanefnd- ar Reykjavíkur, við málverkið á Kjarvalsstöðum. FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, opnaði á mánu- dag sýningu á Kjarvalsstöðum, þar sem leitast er við að gefa mynd af mannlífi og sögu Hels- inkiborgar. Hér er um að ræða farandsýningu á vegum borgar- yfirvalda í Helsinki og hefur hún þegar verið sett upp í Osló og Kaupmannahöfn. Sýningin „Helsinki - mannlíf og saga“ er sett upp að frumkvæði yfirborgarstjóra borgarinnar, Ra- imo Ilaskivi, en hann var viðstaddur opnunina. Með henni er ætlunin að sýna þá mynd, sem Helsinkibúar hafa af sjálfum sér og borg sinni og draga fram ýmsar andstæður sem þar birtast. Á sýningunni er meðal annars notast við skugga- myndir og myndbönd, auk tóna og hljóða af ýmsu tagi. Höfundur sýn- ingarinnar er prófessor Ensio Su- ominen, en hann er sérfræðingur í fjarvíddartækni. Sýningin mun standa yfir til 24. febrúar. I tengslum við hana verða Helsinkidagar í Reykjavík næstu daga. Ýmsir finnskir listamenn eru staddir hér á landi af því 'tilefni svo sem djasshljómsveitin UMO Big Band, söngflokkurinn Trio Saludo og klippilistamaðurinn Eéro Mann- inen. Jafnfram verða finnskir sæl- keradagar á Hótel Loftleiðum 7. til 10. febrúar og lið ungra handknatt- leiksmanna frá Helsinki tekur þátt í móti með reykvískum liðum 7. til 9. febrúar. Af þeim 58% svarenda, sem tóku afstöðu í könnuninni, nýtur Alþýðu- flokkur fylgis 10,1%, Framsóknar- flokkur 21,9%, og Alþýðubandalag 6,6%. Enginn ætlar að kjósa Stefán ■ Valgeirsson, 0,3% Flokk mannsins og enginn Borgaraflokkinn. ENSK kona, Joan Halford, af- henti Kjarvalsstöðum að gjöf á mánudag málverk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. Myndin nefn- ist „Ástirnar" og er máluð um 1930. Joan er áttatiu og fjögurra ára gömul, hún dvaldist á Islandi í sex vikur sumrin 1935 og 1936, og kynntist þá nokkrum Islend- ingum. Þar á meðal komst hún í náin kynni við Jóhannes Kjar- val; hann gaf henni málverk og teikningar, málverkið endur- sendi hún en teikningarnar hyggst hún gefa til Kjarvals- staða, ásamt málverkinu sem hún afhenti, en það gáfu íslenskar vinkonur henni að skilnaði þegar hún hélt til síns heima haustið 1936. Joan Halford kom til íslands ein síns liðs 1935, eftir að hafa fengið þá hugmynd að eyða sumarleyfinu sínu á einhveijum óvenjulegum stað. Hún dvaldist á Hótel Borg og komst í kynni við nokkra íslend- inga. Þeirra á meðal var listamaður- inn Magnús Árnason. Joan kynnti hann fyrir annarri enskri stúlku sem var stödd hér á landi, og var að myndskreyta barnabækur; sú nefndist Barbara og leiddu þau kynni til hjónabands þeirra Magn- úsar. Joan segir að Magnús hafi boðið þeim, nokkrum útlendingum, með sér upp á hálendið til að skoða jöklana. Farið var með rútu á Þing- völl og síðan leigðir hestar; ferðin Kvennalistinn fær 9,5%, Þjóðar- flokkur 0,9% og Heimastjórnarsam- tökin 0,3%. Þess má geta að miðað við svörun í úrtakinu jafngildir einn svarandi um það bil 0,3% þeirra, sem afstöðu tóku. stóð í viku og rigndi allan tímann, utan eina klukkustund og þá rétt rofaði til svo sást til fjalla. Á Þing- völlum hitti Joan Kjarval fyrst, en í Reykjavík bjó hann einnig á Hótel Borg, og þar kynntust þau betur. „Jóhannes Kjarval var ákaflega heillandi maður,“ segir Joan. „Hann var mikill listamaður, fullur af ynd- islegum hugmyndum og mjög hlýr þegar maður kynntist honum betur. Hann vann mikið, fór út á land að mála, en þegar hann var í Reykjavík var gaman að umgangast hann, það var líf í kringum hann. Eitt sinn tók hann mig með sér að heim- sækja gamla konu sem lá sjúk heima og ég gat ekki annað en dáðst að því hversu mikla um- hyggju Kjarval bar fyrir vinum sínum. Hann var síteiknandi. Ég man eftir því að hann sat á Hótel Borg og teiknaði á bréfsefni, um- slög og servéttur hótelsins. Hann gaf mér margar slíkar teikningar og þær eru virkilega fallegar. Kjarval málaði mikið uppi við Vífilfell þetta sumar og ég eyddi nokkrum dögum með honum þar. Við fórum uppeftir á leigubíl og færðum honum kaffí; fyrst þijár vinkonur saman, en ég fór einnig ein. Á kvöldin fór ég aftur heim, en hann svaf í tjaldi við fjallið. Ég kom aftur til íslands sumarið eftir, og þá fór ég einnig víða með Kjarval. Það sumar var hann með sýningu í Miðbæjarskölanum. Þá var ég um tíma á Þingvöllum 1 og Kjarval kom þar líka. Það var yndis- legur tími. Ég eignaðist málverk eftir hann og sendi bróður mínum í Flórída það að gjöf. Jóhannes ætlaði að senda mér mynd frá Þing- völlum til Englands þegar ég væri komin heim. Og hann sendi mál- verk, af bleikri stúlku í landslagi; en hún var máluð við Vífilfell en ekki á Þingvöllum, svo ég endur- sendi hana og bað um Þingvall- amyd! Hana fékk ég aldrei," segir Joan og hlær. „En ég fékk þó þessa mynd, „Ástirnar". Vinkonur mínar sendu hana á skipið til mín sem kveðjugjöf þegar ég var að fara heim.“ Þegar stríðið skall á gekk Joan í flugherinn og missti sambandið við íslenska vini sína. Þó fékk hún eitt sinn jólakort frá Kjarval. Á það hafði hann teiknað mynd af hvítum fugli. Hún giftist aldrei og eignað- ist ekki börn, og fékk því þá hug- mynd að gefa myndina til íslands, svo hún lenti ekki á flækingi eftir sinn dag. „Myndin er búin að hanga í setustofunni minni í áratugi,“ seg- ir Joan. „í staðinn hef ég nú hengt upp hestamynd sem langafi minn átti. Vitaskuld kem ég til með að sakna Kjarvals, þetta er svo falleg mynd og henni fylgja persónulegar minningar, en ég veit að hún er í góðum höndum núna.“ — efi Skoðanakönnun DV: Sjálfstæðisflokkur með 50%, Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 50,4% svarenda, sem afstöðu tóku í skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem Dagblaðið Vísir birti á föstudag. Af úrtaki könnunarinnar, sem var 600 manns, voru 37% óákveðnir og 5% neituðu að svara. ■■■ nHm i FÆDDUR SIGURVEGARI BERÐU HANN SAMAN VIÐ ÞAÐ BESTA ★ BÍLL ÁRSINS í ENGLANDI (Auto Express) ★ BÍLL ÁRSINS í NOREGI ★ GULLNA STÝRIÐ í ÞÝSKALAN ★ BÍLL ÁRSIN.S í PORTÚGAL ★ BÍLL ÁRSINS í FINNLANDI ★ BÍLL ÁRSINS í DANMÖRKU Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 674000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.