Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 31
MORGUNBLA0IP M1ÐVIK.UDAGUR 6. FEBRUAR 1991
31
* spurt og svarað
Lesendaþjónusta MORGUNBU\ÐSINS
SKATTAMÁL
MORGUNBLAÐIÐ aðstoðar að veiyu lesendur sína við gerð
skattfraratala með þeim hætti að leita svara við spurningum
þeirra um það efni.
Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli
klukkan 11 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þátt-
arins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spurningarn-
ar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Spurning-
arnar sem borist hafa og svör við þeim birtast hér á síðunni.
Sigurjón spyr:
Eg hef verið skráður fyrir íbúð
sem móðir mín á í rauninni. Á
síðasta ári var íbúðin seld. Móðir
mín er seljandi, en ég setti íbúðina
á mína skattaskýrslu síðast.
Hvernig tel ég þetta fram til
skatts þar sem ég er í rauninni
ekki seljandi?
Svar: Samkvæmt því sem fram
kemur í fyrirspuminni verður ekki
annað ráðið en að úmrædd íbúð
hafi ekki verið færð til eignar á
framtali rétts aðila. íbúðina ber
að færa til eignar hjá raunveru-
legum eiganda og sá hinn sami á
að gera grein fyrir sölu íbúðarinn-
ar á sínu framtali. Fyrirspyijandi
þarf að snúa sér til viðkomandi
skattstofu og gera grein fyrir
þeim atriðum í framtali sem eru
ranglega færð með ósk um leið-
réttingu.
Margrét spyr:
Ég seldi íbúð á síðasta ári og
fékk greitt með peningum og að
hluta til með húsbréfum. Síðan
innleysi ég húsbréfin á árinu.
Hvernig geri ég grein fyrir því á
skattframtalinu?
Svar: Upplýsingar um sölu á
íbúðarhúsnæði færast á eyðublað-
ið „Kaup og sala eigna“, merkt
RSK 3.02. Upplýsingar um inn-
lausn húsbréfa færast í lið 4,
„Greinargerð um eignabreyting-
ar“, á fýrstu síðu framtals.
m jfgtml m
MetsöluNad á hverjum degi!
DAGBÓK
Framhald af bls. 8.
KÁRSNESSÓKN: Fræðslu-
fundur um kristna trú verður
í safnaðarheimilinu Borgum í
kvöld, miðvikudag, kl. 20.30.
Dr. Einar Sigurbjörnsson,
prófessor, ræðir um kjarnaat-
riði kristindómsins og um svo-
kallaða nýaldarhreyfingu frá
sjónarhóli kristinnar trúar.
Umræður og fyrirspurnir að
loknu inngangserindi.
NESKIRKJA: Æfing kórs
aldraðra kl. 16.45. Bæna-
messa í dag kl. 18.20. Sr.
Frank M. Halldórsson. Öldr-
unarstarf: Hár- og fótsnyrt-
ing í dag kl. 13—18.
SELJAKIRKJA: Fundur
KFUM, unglingadéild, í dag
kl. 19.30.
SELTJARNARNES-
KIRKJA: Samkoma í kvöld
kl. 20.30. Sönghópurinn „Án
skilyrða" undir stjórn Þor-
valdar Halldórssonar.
SKIPIIM
RE YK J A VÍKURHÖFN:
Farnir eru til veiða togaramir
Jón Baldvinsson og Snorri
Sturluson svo og Óskar
Halldórsson. Sólbakur er
farinn að lokinni viðgerð. Að
utan komu í fyrrinótt Laxfoss
og Grundarfoss. Kyndill
kominn af ströndinni og
Mánafoss og Hekla komu af
ströndinni. Á ströndina fóru
Svanur og Stapafell. í dag
eru væntanleg að utan
Helgafell og Bakkafoss.
HAFNARFJARÐARHÖFN:
Togararnir Arnar, Nökkvi
og Þröstur héldu til veiða.
Togarinn Rán kom úr sölu-
ferð.
STARFSLOK
Fræðslufundur um „Starfslok“ á vegum
HafnaLrfjarðardeildar RKÍ
9. febrúar frá kl. 10-16 í félagsheimilinu Álfafelli
við Strandgötu í Hafnarfirði.
Dagskró:
kl. 10.00 Kynning á Rauða krossi ísiands.
Hólmfrtður Gísladóttir, RKÍ.
kl. 10.30 Undirbúningur starfsioka.
Ásdís Skúladóttir, féiagsfræðingur.
kl. 11.00 Ábyrgð á eigin heilsu.
Grímur Sœmundsen, lœknir.
kl. 11.30 Öldungadeild
Flensborgarskóla
Marta Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólameistari.
Námskeið á vegum Námsflokka Hafnarfjarðar.
Fulltrúi frá Námsflokkunum.
kl. 12.00-13.15 Hádegisverður í boði RK-deildar
Hafnarfjarðar.
kl. 13.15 Féiag áhugafólks um íþróttir aldraðra.
Soffía Stefánsdóttir, fþróttakennari.
Félag eldri borgara.
Guðríður Ólafsdóttir, framkvœmdastjóri.
kl. 13.45 Trygginga- og lífeyrismál aidraðra. Skipulag
þjónustu við aldraða í Hafnarfirði.
Ólína Birgisdóttir og María Hjálmarsdóttir,
féiagsráðgjafar.
kl. 14.30 fbúðarmál aldraðra.
Hörður Zóphaníasson, formaður Hafnar.
kl. 15.00 Fjármál við starfslok.
' SigurðurB. Stefánsson, hagfrœðingur.
kl. 15.30 Umræður - námskeiðsmat - námskeiðsslit.
Vinsamlega tilkynnið þáttöku
hjá Húnbjörgu í síma 53444 fyrir hádegi næstu daga.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Rauði kross Islands
Hafnarfjarðardeild R.K.Í.
;
FELAGSLIF
□ GLITNIR 59911067 - 1 Atkv.
□ HELGAFELL 5991267 IV/V 2
FRL
I.O.O.F. 7 = 172268V2 = 9.0.
Hörgshlíð 12
BoSun fagnaSarerindisins.
Almenn samkoma I kvöld
kl. 20.00.
REGLA MUSTERISKIDDARA
RM Hekla
6.2. VS. FH. FL.
\ r--T /
KFUM
V
Kristniboössamkoma á Hááleit-
isbraut 58 í kvöld kl. 20.30.
Raeðumaður Jónas Þórisson. All-
ir velkomnir.
Hvftasunnukirkjan
Fíladelfía
Bibliulestur í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFELAG
# ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Þorrablótsferð
á vættaslóðir
Mýrdalur - Eyjafjöll
Ferðinni er frestað um viku. Hún
verður farin heigina 16.-17.
febrúar. Reykjavík að vetri 2.
ferð á sunnudaginn kl. 13.
Næsta myndakvöld verður mið-
vikudagskvöldið 13. febrúar.
Nánari upplýsingar á skrifstof-
unni.
Ferðafélag íslands.
Seltjarnarneskirkja
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Sönghópurinn Án skilyrða, Þor-
valdur Halldórsson stjórnar.
Prédikun og fyrirbænir.
YMISLEGT
Orðatiltæki
mánaðarins er:
„Það er maökur i mys
Mál-og landverndu
Þjóðhildur.
KENNSLA
Vélritunarkennsla
Ný námskeið eru að hefjast.
Vélritunárskólinn, s. 28040.
| FELAGSSTARF
Félag sjálfstæðismanna í
Austurbæ/Norðurmýri
Fundur verður í Félagi sjálfstæðismanna í
Austurbæ/Norðurmýri i kjallara Valhallar
fimmtudaginn 7. febrúar nk. kl. 18.00.
Dagskrá:
1. Kjör landsfundarfulltrúa.
2. Undirbúningur landsfundar og kosn-
ingabaráttan framundan. Gestur fundar;
ins verður Guðmundur Magnússon’
sagnfræðingur, starfsmaður Sjálfstæð-
isflokksins.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Stokkseyri
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Stókkseyrarhrepps verður haldinn í
grunnskólanum fimmtudaginn 7. febrúar nk. kl. 21.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning fulltrúa á landsfund.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Félag sjálfstæðismanna
í Bakka- og Stekkjahverfi
Félag sjálfstæðismanna i Bakka- og
Stekkjahverfi heldur almennan félagsfund
í Valhöll, kl. 18.00, fimmtudaginn 7. febrúar.
Efni fundarins:
Kjör landsfundarfulltrúa.
Önnur mál.
Gestur fundarins: Geir Haarde, alþingis-
maður.
Stjórnin.
Kópavogur - Kópavogur
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda heldur félagsfund miövikudaginn 6.
febrúar kl. 20.30.
Dagskró:
1. Kosning landsfundarfulltrúa.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Ræðunámskeið
Stefnis FUS
Ræðunámskeið Stefnis FUS hefst sunnudaginn 10. febrúar kl. 15.00.
Námskeiðið stendur alls i fjóra daga 10., 12., 14. og 16. febrúar
og kennt verður í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu.
Leiðbeinandi verður Guðmundur Ási Tryggvason og er námskeiöið
öilum opið.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku timanlega til Valdimars i síma 53884.
Stjórn Stefnis.