Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 48
UMX
FRAMTÍÐARINNAR
HEITIR:
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Grænlands-
þorskur veið-
ist á 3 stöðum
FRA áramótum hafa veiðst þrír
þorskar, sem merktir voru við
Grænland fyrir hálfu öðru ári.
Þeir voru veiddir í Víkurál,
Húnaflóa og suðvestur af
Reykjanesi, á svokölluðum Mjöl-
sekk, þar sem togarinn Runólfur
fékk 40 tonn af þorski á tveimur
dögum í síðustu viku. Sam-
kvæmt sýnum, sem tekin hafa
verið, bendir hins vegar ekkert
til að Grænlandsþorskur sé far-
inn að ganga hingað til hrygn-
ingar í verulegum mæli en búist
er við að hann gangi hingað
aðallega í marsmánuði, að sögn
Björns Ævars S^einarssonar hjá
Hafrannsóknastofnun.
„Þó nokkuð margir merktir
Grænlandsþorskar voru veiddir hér
við land í maí í fyrra en mjög fáir
í haust. Ástæða er til að biðja sjó-
menn um að láta okkur vita um
leið og þeir finna merktan fisk en
á þriðja þúsund þorskar voru
merktir við Grænland fyrir hálfu
öðru ári,“ segir Jakob Jakobsson
forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Hann upplýsir að fjórir þorsk-
árgangar hafi verið í sýni, sem
tekið var af horuðum fiski .á Vest-
fjarðamiðum fyrir skönunu. „Þetta
var fjögurra til sjö ára gamall
þorskur og eitthvað af þeim sjö
ára gamla var seinvaxta fiskur,
trúlega Grænlendingur," segir
Jakob Jakobsson.
murguubiuuiu/piguruur donssun
Unnið er við að koma upp bráðabirgðamastri í Búrfellslínu í 10-12 vindstiga roki. Viðgerðar-
menn slappa af í skjóli af vörubílnum.
Gert við
Búrfellslími
Selfossi.
„ÞAÐ ER bara ekki nokkur leið
að gera við svona línu í 10-12
vindstigum. Þetta verða tugir
tonna í þessu veðri,“ sagði Jón
Aðils verkstjóri Landsvirkjunar-
manna sem unnu við það að setja
upp bráðabirgðamastur í Búr-
fellslínu I, rétt ofan við Skarð i
Gnúpverjahreppi.
Síðdegis í gær var búið að
sprengja fyrir staurunum í bráða-
birgðamastrinu og fyrirhugað var
að koma þeim upp undir kvöldið
og koma á rafmagni.
Tvær af þremur háspennulínum
frá virkjununum að Faxaflóasvæð-
inu biluðu í óveðrinu. Vegna þess
hefur orðið að skammta rafmagn
til álversins í Straumsvík og Áburð-
arverksmiðjunnar í Gufunesi. Litlu
munaði að allt storknaði í kerum
álversins þegar rafmagnið fór þar
af í sjö tíma á sunnudag.
Sig. Jóns.
Sjá fréttir af afleiðingum
óveðursins á bls. 2, 18,
miðopnu, 28, 29 og 39.
Forsætisráðherra um viðurkenningu íslands á sjálfstæði Litháens:
Hugsanlegt að tilfinningar
hafí verið látnar ráða um of
STEINGRIMUR Hermannsson forsætisráðherra segist telja að í ferð
Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra til Eystrasaltsríkj-
anna hafi falist svo mikil viðurkenning á sjálfstæði Litháens að varla
þurfi meira að koma til. Hann segir hugsanlegt að tilfinningar hafi
verið látnar ráða ferðinni um of í málefnum Eystrasaltsþjóðanna hér
á landi. „Eg held að menn verði að hafa í liuga að við íslendingar
höfum gengið lengra í að styðja þessi lönd á alla vegu en nokkur
önnur þjóð og ég er þeirrar skoðunar að við gerum það langbest með
því að flytja þeirra mál þar sem við tölum á alþjóðlegum vettvangi
eins og við höfum reynt að gera,“ sagði forsætisráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Málverk á
þriðjungi
matsverðs
MUN lægra verð en það sem tal-
ið er vera eðlilegt markaðsverð
fékkst fyrir allmörg málverk,
sem boðin voru upp á málverka-
uppboði Gallerís Borgar síðast-
liðið mánudagskvöld.
Sem dæmi má nefna að Kjarvals-
málverk, sem metið var á 5-600
þúsund krónur fór á 110 þúsund,
og annað málverk eftir Kjarval, sem
metið var á 7-800 þúsund krónur,
seldist á 200 þúsund krónur.
Uppboðinu var frestað um sólar-
hring vegna veðurs og var aðsókn
minni en gert hafði verið ráð fyrir
að sögn Ulfars Þormóðssonar.
„Við höfutn aldrei dregið til baka
okkar sjálfstæðisviðurkenningu en
hins vegar hefur sérstaklega Litháen
lagt áherslu á að við gengjum lengra
og helst að við tækjum upp stjórn-
málasamband með fulltrúum, en það
er varla framkvæmanlegt á meðan
þeir ráða ekki yfir sínu landi,“ sagði
forsætisráðherra. „Ríkisstjórnin hef-
ur fallist á að kanna hvoit þarna á
milli sé eitthvert skref, sem má stíga,
en við þurfum að hafa það mjög í
huga hvort það verður Litháen að
liði eða hvort það gæti jafnvel skað-
að sjálfstæðisbaráttu landsins."
— Nú hafa stjórnvöld í Litháen
mjög ýtt á að þetta skref yrði stigið.
„Já, þeir hafa hvatt mjög til þess
og þetta er verið að skoða, en aðrar
þjóðir, til dæmis Svíar, telja þetta
mjög varhugavert og telja að það
kynni jafnvel að skaða viðleitni
Eystrasaltslandanna til að ná samn-
ingum við Kreml. Síðan er það
spurning hvað aðrar þjóðir munu
gera. Ef við gerum þetta einir er
það til lítils en ef fíeiri þjóðir gætu
fylgt á eftir þá væri það allt annað.
Þetta eru viðkvæm mál og eiga að
leysast að vandlega athuguðu máli.“
Ráðherra var spurður hvort hann
teldi skorta á að þessi mál hefði hlot-
ið vandlega athugun. „Ég veit áð
það er búið að vinna mikið í málinu
en kannski láta menn tilfinningarnar
ráða einum of. Ég hefði til dæmis
viljað vita hvað okkar nágrannaþjóð-
ir telja um þetta. Mundu þær fylgja
í kjölfarið?" sagði Steingrímur.
Aðspurður kvaðst forsætisráð-
herra ekki vita til að það atriði hefði
verið kannað sérstaklega.
— Var ferð utanríkisráðherra til
Eystrasaltslandanna þá ótímabær?
„Nei, alls ekki, hún var mjögtíma-
bær og ég tel raunar að sú ferð
hafi verið svo mikil viðurkenning að
það þurfi nú raunar varla meira.
Við erum búnir að gera æði margt
og spurning hvort þetta bætir
nokkru við,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra.
Nefnd þi'iggja íslenskra þing-
manna sem voru á ferð í Litháen á
dögunum gerði utanríkismálanefnd
og utanríkisráðherra grein fyrir ferð
sinni á um tveggja stunda löngum
fundi í gær. Að sögn Eyjólfs Kon-
ráðs Jónssonar voru engar endanleg-
ar ákvarðanir teknar og hugsanlegt
er að boðað verði til annars fundar
í dag. Hann vildi ekki greina frá
efni fundarins að öðru leyti.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sagði í gærkvöldi að
fullt samkomulag væri milli for-
svarsmanna Litháens og íslensku
ríkisstjórnarinnar um það hvaða
undirbúningsvinnu þurfi að ljúka
áður en unnt sé að ganga frá form-
legri viðurkenningu. Jón Baldvin
kvaðst síðast á sunnudagskvöld hafa
rætt . við Saudargas utanríkisráð-
herra Litháens sem hafi tjáð sér að
Litháar reyndu að hraða sinni undir-
búningsvinnu en hefði engar dag-
setningar viljað nefna um hvenær
þeirri vinnu yrði lokið.
Sjá einnig frétt á forsiðu.
Islendingar í
karfavinnslu
í Kanada?
AÐ UNDANFÖRNU hafa far-
ið fram viðræður um hugsan-
lega þátttöku Islendinga í
karfavinnslu á Nýfundna-
landi og er um að ræða hluta-
félagið Icecon, sem er aðal-
lega í eigu SH, SÍS og SÍF.
Málið er sagt á viðkvæmu
stigi og vildi Páll Gíslason,
framkvæmdastjóri lcecon,
aðeins staðfesta, að þetta
væri rætt.
Ef til kemur verður karfa-
vinnslan í frystihúsi á eyjunni
Gaultois, en það er í eigu fyrir-
tækisins Fishery Products Int-
ernational, sem hefur ákveðið
að hætta starfseminni þar og
vinna karfann í öðrum húsum.
í Kanada er sá háttur hafður
á, að kvótinn fylgir vinnslunni
en ekki skipunum. Umrætt
frystihús er eini vinnuveitandinn
á eyjunni og segir frá því í blöð-
um vestra, að heimamenn séu
nú að reyna að útvega nýjan
kvóta.
Sjá „Úr Verinu" B1
Brunamálast]6ri um brunavarnir í byggingum:
Úrbætur brýnar á fjölda staða
EFTIRLIT með brunavörnum er alls ekki nægjanlegt hér á landi og
úrbóta er þörf á fjölda staðá, að mati Bergsteins Gizurarsonar bruna-
málastjóra ríkisins. Hann segir að það kerfi sem eigi að annast eftir-
lit með brunavörnum í byggingum hér á landi virki ekki. Brýnt sé
að félagsmálaráðherra beiti sér fyrir lagabreytingum sem auðveldi
yfirvöldum brunamála að fylgja eftir kröfum sínum um bættar bruna-
varnir.
Þetta kom fram á fundi þar sem
kynnt var skýrsla Brunamálastofn-
unar um brunann í Krossanesverk-
smiðjunni á Akúreyri á gamlársdag
1989, en þar varð tjón sem metið er
á rúmar 350 milljónir króna. í skýrsl-
unni er felldur harður dómur yfir
stjórnendum verksmiðjunnar, eld-
varnareftirliti slökkviliðs Akureyrar
og eftirlití byggingarfulltrúa á Akur-
eyri með framkvæmdum við bygg-
inguna. Verksmiðjan hafi í eitt ár
verið starfrækt meðan hús utan um
athafnasvæði hennar var í byggingu
og útveggir voru aðeins klæddir
tjörupappa þegar eldurinn kom upp
og er taiið að það hafi haft afger-
andi áhrif á öt;a útbreiðslu eldsins,
ásamt því að húsið var ekki nægi-
lega hólfað niður. Ástand bruna-
varna í verksmiðjunni hafði aldrei
verið tekið út en þar var flestu ábóta-
vant, að sögn Brunamálastofnunar.
Brunamálastofnun hefur nú nær
lokið yfirferð og skýrslugerð um
ástand brunavarnam.ála í helstu
byggingum hringinn i kringum
landið og segir brunamálastjóri að
á fjölmörgum stöðum sé úrbóta þörf
en nægilega skilvirk úrræði skorti
til að knýja á um framkvæmdir.
Veita þurfi stofnuninni með laga-
setningu auknar og fljótvirkar heim-
ildir til að.beita.viðurlögum.eins.Qg.
rekstrarstöðvun verði ekki úr bætt
að fenginni ábendingu. Brunamála-
stjóri telur einnig að opinberir sjóðir
eigi ekki að veita fyrirtækjum veðlán
nema fyrir liggi að brunavarnir séu
í lagi. Hann segir að í sveitarfélögum
úti á landi sé aðstaða byggingaryfir-
valda og slökkviliðsstjóra afar erfið
til að standa að þessum málum og
engum viðurlögum sé unnt að beita
án þess að stjórn brunamálastofnun-
at' fjalli áður um málið. Slíkt sé of
svifaseint miðað við umfang þess
verkefnis sem blasi við.
Sjá einnig bls. 29.