Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 2
8 ioei a,ojhjidi .::.•¦ frjOyyruKtJH in/.iikuohom MÖRGUNBLAÐÍÐ "ÞKIÐJUDAGUR 127 YEBEtTAR~T99T~ Saltsýra í heimahúsum: Eiturgufa myndaðist í húsi í Hlíðunum Merkingar á umbúðum ekki fullnægj- andi, segir Hollustuvernd ríkisins MAÐUR í Hlíðunum í Reykjavík slapp með skrekkinn á laugardaginn þegar hann var að þrifa steikarpönnu' með saltsýru. Mikil eiturgufa myndaðist og varð að kalla á slökkviliðið til að hreinsa íbúðina. Engin slys urðu á fólki og er það talin mestá mildi því saltsýra getur verið hættuleg fólki þegar hún er ekki mcðhöitdluð rétt. Þegar slökkviliðið kom á vettvahg var mikil eiturgufa í • íbúðinni. Slðkkviliðið taldi ekki um alvarjegt tilfelli að ræða og hafði því-ékki með sér sérstakan hlífðarfatnáð, sem nota ber í slíkum tilvikum. SlÖkkviliðs- maðurinn sem fór irm með hreinsun- artæki varð strax var við ertingu í húð, en hann sakaði ekki. Greiðlega gekk samt að hreinsa íbúðina. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins hafði járnsmiður bent manninum á að gott væri að nota saltsýru til að þrífa stál. Hanrt keypti fimm lítra brúsa af saltsýru í apóteki og hafði verið nokkra stund við þrifín þegar hann varð var við ertingu í hálsi og á húð. I upplýsingum slökkviliðsins Isafjörður: Fimm kopar- krossum stolið af legsteinum FIMM koparkrossar voru um helgina plokkaðir af legsteinum í kirkjugarði ísfirðinga í Engidal. Ekki hefur tekist að hafa upp á sökudólgunum en málið er i rann- sókn. Að sögn lögreglunnar á ísafirði var tilkynnt um hvarf á krossi af legsteini í gærmorgun. Þegar málið var kannað kom í Ijós að fimm kopar- krossar, 5x10 sentimetra stórir, höfðu verið plokkaðir af legsteinum í kirkjugarðinu í Engidal, sem er inn í fírði, á leiðinni inn á flugvöll og því nokkuð afskekktur. Þeir sem þarna voru að verki hafa greinilega notað skrúfjárn, eða önn- ur verkfæri, til að ná krossunum af legsteinunum. Einn krossinn hefur brotnað þegar verið var að plokka hann af og fannst hann í krikjugarð- inum þannig að þjófarnir hafa haft fjóra á brott með sér. Lögregluþjónn á ísafirði sagðist sem betur fer ekki muna eftirsvipuð- um verknaði áður. um saltsýrur segir að þær tæri málma, leður og klæði og venjuleg byggingarefni. Steinsteypa og tæki geta étist í sundur. Daníel Viðarsson hjá Hollustu- vernd ríkisins segir að trúlega hafí merkingar á saltsýrubrúsanum ekki verið fullnægjandi. Saltsýra væri talsvert notuð af iðnaðarmönnum og engin höft væru á sölu hennar. „Það er ekki bannað að selja salt- sýru, en hins vegar er gerð krafa um að hún sé rétt merkt. Þegar fólk úti í bæ, sem kann ekki með efnið að fara, getur keypt svona vöru, er mikilvægt að merkingar séu réttar. Svo mun ekki hafa verið í þessu til- felli. Það virðist hafa vantað. upplýs- ingar á þennan brúsa um hvað beri að varast. Það skiptir til dæmis máli hvort saltsýra er sett út i vatn eða vatn út i saltsýru. Við munum í fram- haldi af þessu máli hafa samband við heilbrigðisfulltrúa í landinu og biðja þá að skoða málið hjá sér og gera viðeigandi ráðstafanir," sagði Daníel. , Frá slysstað á Suðurlandsvegi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tveir létust í hörðum árekstri TVEIR menn, Viðar Sigurðs- Spn, 39 éra, og Sigurður Heiðar Valdimarssoh, 25 ára, létust í hörðum árekstri á Suðurlands- vegi, skammt austan Sand- skeiðs klukkan tæplega tíu á laugardagskvöld. Mennirnir voru farþegar í framsætum tveggja bíla, sem ekið var í gagnstæðar áttir. Talið að bíll á leið í austur hafi runnið á hálum veginum, yfir á gagnstæðan vegarhelming og í veg fyrir bíl sem ekið var í vestur. Áreksturinn var mjög harður og þegar læknir kom á vettvang voru mennirnir tveir, farþegar í framsætum beggja bílanna, látnir. Farþegi í aftursæti annars bílsins var mikið slasaður og kom í ljós að hann var meðal annars mjaðm- argrindarbrotinn. Ökumennirnir voru einnig fluttir á sjúkrahús en voru ekki taldir mikið slasaðir. Mennirnir sem létust hétu: Við- ar Sigurðsson, Suðurbraut 28, Hafnarfirði. Hann var 39 ára gamall og lætur eftir sig eigin- konu og tvö börn, og Sigurður Heiðar Valdimarsson, Heiðmörk 74, Hveragerði. Hann var 25 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Fargjaldastríð hafið í Atlantshafsflugi: Flugleiðir lækka fargjöld sín til jafns við British Airways „FLUGLEIÐIR eiga í samkeppni við British Airways og munu lækka fargjöldin til London tíl samræmis við lækkun breska flugfélagsins, þó ég geti ekki nefnt ákveðna krónutölu. Hvernig við mætum lægri fargjöldum til Bandaríkjanna og inn á megin- land Evrópu get ég ekki sagt til um strax," sagði Pétur J. Eiríks- son, framkvæmdastíóri markaðs- sviðs Flugleiða. Fargjaldastríð hófst í gær á flugleiðinni yfir Atlantshaf er nokkur flugfélög tilkynntu að þau færu að fordæmi breska flugfélagsins British Air- ways og lækkuðu fargjöld milli Bandarikjanna og Evrópu. British Airways lækkaði fargjöld á flugleiðinni í þeirri von að farþeg- um fjölgi, en verulegur samdráttur hefur orðið í farþegaflugi vegna Persaflóastríðsins. Nýja fargjaldið verður 33% lægra en svokallað 30 daga APEX-fargjald, eða 481 dollari (tæpar 26 þúsund krónur) í miðri viku og 521 dollari (rúmar 28 þús. krónur) um helgar frá 6. apríl-31. maí og í október. Frá 1. júní-30. september verður gjaldið 588 dollar- ar í miðri viku og 628 dollarar um helgar, miðað við farmiða báðar leið- ir. Verður það ekki háð skilmálum sem hingað til hafa gilt um APEX- fargjöld. „Flugfélög hafa ávallt lækkað fargjöld á vorin, en þá hafa þessi lægri fargjöld verið háð ýmsum skil- yrðum," sagði Pétur. „Núna hefur verið létt á þessum skilmálum og við munum fyrst í stað mæta þess- ari lækkun á fargjöldum til London, Iðnaðarráðherra hittir forstjóra Atlantsálsfyrirtækjanna í dag: Reyni að fá fram jákvæð viðhorf um framhaldið - segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra JÓN Sigurðsson, iðnaðarráðherra, kynnti stöðu álmálsins á fundi ríkisstíórnarinnar í gær og var heimildarlagafrumvarpið um byggingu álvers einnig til umræðu. Síðdegis hélt ráðherra svo til New York en þar mun hann í dag eiga viðræður við aðalfor- sljóra Atlantsálsfyrirtækjanna. Auk þess mun ráðherra eiga fundi með forsvarsmönnum fjármálastofnana vestanhafs vegna fjár- mögnunar verkefnisins. Jón sagði í gær að fundurinn með forstjórum Atlantsálsfyrir- tækjanna væri mjög mikilvægur fyrir framhald málsins. „Enda þótt málið hafi lent í mótbyr, við- ræður og samningagerð hafi taf- ist að undanförnu vegna stríðsástandsins, legg ég mikla áherslu á að á þessum fundi komi fram jákvæð viðhorf til framhalds málsins. Ég vooast til að það tak- ist þótt enginn ráði við stríðsástand. Það er rétt að reyna að finna leiðir til að koma máíinu fram með fjárhagslega ábyrgum hætti á sem stystum tíma. Fund- urinn snýst um að finna hvaða leiðir eru bestar frá sjónarmíði beggja aðila og komast að því hvort menn sjá í land varðandi samningagerðina," sagði Jón. Fundurinn átti að fara fram 18.-19. janúar sl. en var frestað þar sem forstjórar evrópsku álfyr- irtækjanna voru í ferðabanni vegna stríðsins. Mun ráðherra hitta Paul Drack, forstjóra Alum- ax, Max Cocher, forstjóra Ho- ogovens aluminium, og Ulf Bo- hlin, forstjóra Gránges. Sagði Jón að forstjórarnir myndu einnig ræða stöðu málsins sín á milli í dag. í för með Jóni eru Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Lands- virkjunar, Geir A. Gunnlaugsson, formaður markaðsskrifstofu Landsvirkjunar og iðnaðarráðu- neytisins og Halldór Kristjánsson lögfræðingur í iðnaðarráðuneyt- inu. Auk viðræðna við álversfor- stjórana mun ráðherra eiga fund með forsvarsmönnum J.P. Morg- an bankans, sem hefur verið ráð- gjafi um fjármögnun fram- kvæmdanna, og Prudential- Bache-verðbréfafyrirtækisins. Kvaðst Jón ætla að ræða við þessa aðila um útlitið á fjármagnsmörk- uðum fyrir álvers- og virkjana- framkvæmdir. Hann sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin á ríkisstjórnar- fundinum í gær en beðið verði eftir niðurstöðu viðræðna hans við forstjóra álfyrirtækjanna. Jón sagði að hugmyndir um fjármögnun verksins hefðu alla tíð íegið ljósar fyrir. „Sú aðferð er algengust á sviði fjárfestinga af þessu tagi að um verkefnafjár- mögnun verði að ræða, en ekki fyrirtækisfjármögnun á vegum móðurfélaganna. Bankarnir meta. hversu arðvænlegt verkefnið er og miklu skiptir að þarna er um mjög þekkt og traust fyrirtæki að ræða sem munu ábyrgjast lúkningu verkanna," sagði hann. Jón benti einnig á að Atlantsál- fyrirtækin Ieggja fram mikið eigið áhættufé í álverið sem nemur 20-25% af heildarkostnaði verks- ins eða 11-12 milljörðum ísl. króna sem verða hlutafjárframlög þeirra ef samningar takast. þó ég geti ekki 5 svipan nefnt ákveðna krónutölu. Við reiknum ekki meé að þessar lækkanir nái til hinna Norðurlandanna, en þær koma líklega fram á meginlandi Evrópu. Ég bendi á, að flugfélög eru alltaf með einhver tilboð og það er hægt að finna tilboðfargjöld milli London og New York sem eru lægri en nýtt verð British Airways. Lægsta núna er 99 pund, eða tæpar 10 þúsund krónur. Nýjungin núna er að flugfé- lögin lækka skráðu gjöldin, sem hafa verið samþykkt af Alþjóðasam- tökum flugfélaga. En það á líka eft- ir að koma í ljós hve mörgum býðst þetta lægra fargjald. Við getum til dæmis verið með 10 sæti í 189 far- þega vél á lægra verði. Þannig gæt- um við skráð lægra verðið, til að fylgja markaðnum, en svo er annað hversu mikið framboð við gætum haft af þessum lægri fargjöldum." í fréttaskeytum í gær kom fram að þýska flugfélagið Lufthansa til- kynnti að félagið myndi bjóða ný sérfargjöld á flugleiðinni yfír Norður-Atlantshaf. I síðustu viku lækkaði félagið verð á 23 leiðum af 109 sem það flýgur vikulega. Banda- rísku flugfélögin Pan American og Trans World Airways sögðust lækka fargjöld til jafns við British Airways eða jafnvel bjóða betur. 14 og 15 ára stulkur staðn- ar að betli ÞRJÁR stúlkur, 14 og 15 ára, voru handteknar fyrir betl í mið- borg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Þær gengu að veg- farendum og báðu þá að gefa sér peninga. Stúlkurnar voru færðar á lög- reglustöð þar sem foreldrar þeirra sóttu þær. Að sögn lögreglu hefur nokkuð borið á betli unglinga undanfarið í miðbænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.