Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991
Pjármálaráðherra efast iim
hæfni RHdsendiirskoðiinar
Ræða ráðherra ósannindi og fúkyrði, segir Páll Pétursson
OLAFUR Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra fór fram á
umræður utan dagskrár í sam-
einuðu þingi í gær. Ráðherrann
sagðist efast um hæfni Ríkis-
endurskoðunar. Með ræðu sinni
telur hann sig hafa hrakið það,
sem kemur fram í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um sölu hluta-
bréfa í fyrirtækinu „Þormóði
ramma“. Pálmi Jónsson (S-Nv)
kvaðst hins vegar bera meira
traust til Ríkisendurskoðunnar
heldur en fjármálaráðherrans
þrátt fyrir „sjö stundarfjórð-
unga árásarræðu". Páll Péturs-
son (F-Nv) sagði ræðu ráðher-
rans fulla af „ósannindum og
fúkyrðum".
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra gerði nokkra grein
fyrir aðdraganda þessa máls og
^skýrslugerðar Ríkisendurskoðunar
um málefni fyrirtækisins Þormóðs
ramma í Siglufirði. En ráðherrann
hefur sætt nokkurri gagnrýni fyr-
ir sölu á hlutabréfum ríkisins í því
fyrirtæki fyrir um 150 milljónir
króna. Ríkisendurskoðun hefur
hins vegar metið verðmæti bréf-
anna á 250-300 milljónir.
Ræðumaður sagði m.a. annars
að fyrir nokkru hefði Ríkisendur-
skoðun verið færð frá fram-
*kvæmdavaldinu til löggjafarvalds-
ins, þ.e. Alþingis. Ríkisendurskoð-
un væri nú á ábyrgð Alþingis og
æðsti aðili um reikningsskil ríkis-
fjármála. Niðurstöður Ríkisendur-
' skoðunar yrðu að vera unnar af
slíkri faglegri fæmi að fremstu
sérfræðingar, fræði- og kunnáttu-
menn í endurskoðun og bókhaldi,
viðurkenndu niðurstöðumar. Fjár-
málaráðherra taldi því miður að
það væri ekki reyndin hvað varð-
aði skýrslugerð stofnunarinnar um
málefni Þormóðs ramma.
Ráðherrann lét þess getið að
löggjöf um heimildir ráðherra til
sölu hlutabréfa í eigu ríkissjóðs
^væri mjög ófullkomin; Qármála-
ráðherra gæti selt hlutabréfin með
hveijum þeim hætti og skilmálum
sem hann kysi. Þess vegna hefði
verið hægt að selja hlutabréfín og
kvótann til Reykjavíkur, og eyði-
leggja þar með atvinnulíf Siglu-
ijarðar. Ráðherrann hvatti til þess
að komið yrði í veg fyrir slíkt; að
sala á hlutabréfum og öðmm eign-
um ríkisins þyrfti að fara um hend-
ur löggjafans.
Fjármálaráðherra taldi markað-
inn vera hinn æðsta dómara um
verð hlutabréfa og treysti honum
betur en einhveiju ríkismati. Ráð-
herra greindi frá því að Sigurður
B. Stefánsson framkvæmdastjóri
Verðbréfaþings íslandsbanka
Pálmi Jónsson
hefði síðasta sumar verið beðinn
um að meta hlutabréfin í Þormóði
ramma og fundið þau það léttvæg
að þau væru ekki söluvara á verð-
bréfamarkaði íslandsbanka. Ráð-
herrann benti á að fjármálaráðu-
neytið hefði einnig notið ráðuneyt-
is Ólafs Nílssonar fyrrum skatt-
rannsóknarstjóra við sölu þessara
hlutabréfanna. Ríkisendurskoðun
hefði valið þann kostinn að svara
áliti þessara manna litlu eða engu.
Ræðumaður rakti nokkuð að-
draganda að sölu hlutabréfanna.
Hann rakti m.a. fundi með bæjar-
stjórn Siglufjarðar og með þing-
mönnum kjördæmisins. Taldi hann
að frá sinni hálfu hefði ekki skort
á samstarf og samráð. Hins vegar
hefði fyrsti þingmaður kjördæmis-
ins, Páll Pétursson, verið nokkuð
seinlátur í þessu máli, dregið að
boða fund með þingmönnum og
fj ármálaráðherra.
Ólafur Ragnar Grímsson íjár-
málaráðherra lét þess getið að
þegar viðræður við forráðamenn
Drafnar og Egilssíldar voru hafnar
hefði borist tilboð í nafni bókhalds-
skrifstofu Axels Axelssonar. Því
miður hefði reynst bak við þær
tölur sem hefði verið komið með
meira um góð áform heldur en
fjármálalegar tryggingar eða föst
framlög inn í reksturinn. Tilboð
Drafnar og Egilssíldar fólu í sér
betri tryggingar, hærri upphæðir
og öruggari viðskipti heldur en
hitt tilboðið.
Derrick og „rógur úr
Húnavatnssýslu“
Fjármálaráðherra sagði Pál Pét-
ursson hafa af „Derrickhæfni“
Páll Pétursson
Sölugengi — eignarfjárhlutfall
Sölugengi/ Eignarfjár-
innra virði hlutfall
Grandihf................................. 1,41 31,6
Skagstrendingur hf....................... 0,78 53,4
Útgerðarfélag Akureyringa hf............. 1,18 36,4
Þormóður rammi hf........................ 1,09 14,4
1. Með sölugengi/innra virði er átt við hlutfallið milli sölugengis
allra hlutabréfa í viðkomandi félagi deilt með bókfærðu eigin
fé. Sölugengi hlutabréfa í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. er
þannig 18% yfir bókfærðu eigin fé, en söluverð hlutabréfa í
Þormóði ramma hf. var 9% yfir bókfærðu eigin fé.
2. Varðandi fyrst nefndu þijú félögin eru upplýsingar um sölu-
gengi/innra virði teknar úr fréttablaði Verðbréfamarkaðar ís-
Iandsbanka hf., útgefið í desember sl., en eiginfjárhlutfall er
byggt á ársreikningum félaganna fyrir árið 1989. Sölu-
gengi/innra virði vegna Þormóðs ramma hf. er hins vegar byggt
á söluverði hlutabréfanna og eiginfjárhlutfallið er byggt á efna-
~ hagSreikningi í maílok 1990 eftir breytingu á skuldum félagsins
við ríkissjóð í hlutafé.
Ólafur Ragnar Grimsson
sinni komist að þeirri niðurstöðu
að eigendur Drafnar og Egilssíldar
væru sínir flokksmenn og pólit-
ískir gæðingar. Því miður væru
engir af eigendum þessara fyrir-
tæka flokksbundnir Alþýðubanda-
lagsmenn. Sér væri sagt af kunn-
ugum að obbinn af þeim sem fyrir-
tækið hefðu keypt væru „góðir og
gegnir sjálfstæðismenn og
kratar“, að vísu væri rétt að 2-3
hefðu átt aðild að lista sem Al-
þýðubandalagið hefði stutt. Ólafur
sagði vondan vera málstaðinn og
fátt góðra raka í búinu á Höllu-
stöðum þegar „rógurinn úr Húna-
vatnssýslu“ væri það eina sem
fram væri fært.
Fjármálaráðherra vék að gagn-
rýni í skýrslu ríkisendurskoðunar
í nokkru máli. Hann sagði mat á
hlutabréfum í félögum sem ætluðu
að starfa áfram og hyggðust auka
hlutafé sitt með þátttöku almenn-
ings vera afar sérhæft verkefni. —
Og dró í efa að Ríkisendurskoðun
yæri faglega í stakk búin að ann-
ast slíkt verkefni. Mat stofnunar-
innar væri alltof einhæft og bund-
ið við ótraustar forsendur. Ríkis-
endurskoðun hefði kosið að miða
við tekjuvirðismat. Miðað við að
fyrirtækið væri selt fyrir 300 millj-
ónir króna gæfi það eigendum 10%
arð. Ráðherranum var stórlega til
efs að ekki yrði gerð krafa um
meiri arðsemi en af fasteigna-
tryggðum skuldabréfum í áhættu-
rekstri. Ríkisendurskoðun hefði
áætlað framlegðarhlutfall 14,2%
Ráðherrann taldi það mat ekki
vera á traustum grunni. Meðaltal
síðustu þriggja ára hefði verið
12,6% og ef miðað væri við það
yrði mat á fyrirtækinu 140 milljón-
ir.
Fjármálaráðherra sagði að
Ríkisendurskoðun misskildi nokk-
ur grundvallarhugtök, m.a. væri
ruglað saman hugtökum um innri
arðsemi fyrirtækja, ávöxtunarkr-
öfu fjárfesta í öruggum skulda-
bréfum og arðsemiskröfu við mat
á fjárfestingu í hlutabréfum þar
sem áhættuþátturinn skipti veru-
legu máli.
Markaðsvirði
Ræðumaður vildi hlíta dómi
markaðarins en Ríkisendurskoðun
gerði enga tilraun til að líta til
MMfKSI
verðmætis hlutabréfa í sambæri-
legum fyrirtækjum á hlutabréfa-
markaði. Hlutabréf í nokkrum
öflugum félögum í sjávarútvegi
væru skráð á hlutabréfamarkaði
t.d. Grandi hf. og Útgerðarfélag
Akureyringa hf. Ráðherrann rakti
tölur um sölugengi/innra virði og
eiginfjárhlutfall(sjá meðf. töflu).
Kom fram að hlutfall sölugeng-
is/innra virðis Þormóðs ramma
væri 1,09; söluverð hlutabréfa í
fyrirtækinu væri 9% yfír bókfærðu
eigin fé. Ráðherrann taldi sig hafa
gert nokkuð góða sölu þrátt fyrir
að eiginíjárstaða Þormóðs ramma
væri mun veikari en sambærilegra
félaga í sjávarútvegi.
Ráðherra Ijármála sagðist hafa
orðið að veija nokkuð löngu máli
til að fara eins ýtarlega í gegnum
þetta mál eins og vert væri en
hann taldi sig hafa hrakið mat það
sem kæmi fram í skýrslu Ríkisend-
urskoðunar en það væri með
„kurteislegu orðalagi, mjög hæp-
ið“.
„Ósannindi og fúkyrði“
Páll Pétursson (F-Nv) sagði
Ólaf Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra hafa vaðið elginn með
ósannindum og fúkyrðum og reynt
að drepa málinu á dreif. — Hið
eina sem væri rétt í ræðu fjármála-
ráðheirans væri að nokkuð hefði
dregist að halda fundinn um mál-
efni fyrirtækisins. — En það hefði
engu breytt því ráðherrann hefði
verið búinn að leggja sín launráð.
Páll Pétursson dró enga dul á að
hann hefði viljað halda Þormóði
ramma í ríkiseigu, þetta hefði ver-
ið traust og gott fyrirtæki en ráð-
herrann hefði kosið að afhenda
það einni „famelíu“ og taldi ræðu-
maður að slíkt kynni ekki góðri
lukku að stýra að afhenda „íjöregg
Siglufjarðar“ einni fjölskyldu sem
ráðherrann hefði velþóknun á.
Páll Pétursson taldi að fjármála-
ráðherra hefði í engu hrakið álit
Ríkisendurskoðunar. Dómur væri
fallinn, og dómstóllinn stæði jafn-
réttur þótt lögmenn og sakbom-
ingur væru óánægðir. Mátti glögg-
lega skilja að brotamaðurinn væri
Ólafur Ragnar Grímsson íjármála-
ráðherra. Ræðumaður hafði fulla
trú á faglegri hæfni Ríkisendur-
skoðunar en efaðist stórlega um
aað sá sem skipaði nú embætti
fjármálaráðherra réði við verkefni
sitt.
Pálmi Jónsson (S-Nv) þótti líkt
og Páli Péturssyni lítið til ræðu
fjármálaráðherra koma; „sjö
stundarijórðunga árásarræða".
Hins vegar vildi Pálmi ekki gagn-
rýna að hlutabréf ríkisins í fyrir-
tækjum væru seld, en það væri
ekki sama með hvaða skilmálum
slíkt væri gert. Ekki hefði verið
farið að góðum viðskiptavenjum,
eðlilegt eignamat á fyrirtækinu
hefði ekki farið fram. Pálmi sagði
að fjármálaráðherra hefði staðið
að þessari sölu með leynd og pukri
og í engu gætt jafnræðissjónar-
miða, ráðherrann hefði tæpast
ansað tilboðum annarra. Pálmi
taldi að sennilega væru vinnu-
brögð fjármálaráðherra lögleg en
þau væru siðlaus.
Þegar hér var komið sögu varð
Pálmi að gera hlé á sinni ræðu,
þar eð umræðu var frestað til
kvölds vegna þingflokksfunda.
Stuttar þingfréttir:
Setbergsprestakall
Grundarfjarðarprestakall verður
— ef Alþingi samþykkir — aftur
Setbergsprestakall. A vordögum í
fyrra voru samþykkt lög á Alþingi
um skipan prestakalla og prófast-
dæma og um starfsmenn þjóðkirkju
íslands. Lögin tóku gildi 1. júlí
síðastliðinn. í 4. tölulið VII. í 1.
grein hafði nafni Setbergspresta-
kalls verið breytt í Grundarfjarðar-
prestakall. Þessi nafnbreyting kom
nokkuð flatt upp á sóknarnefnd og
sóknarbörn.
Sigurður Kr. Sigurðsson sóknar-
prestur og Salbjörg Nóadóttir sókn-
arnefndarformaður leituðu fullting-
is Friðjóns Þórðarsonar (S-Vl); „að
þér hlutist til um að gerð verði
breyting á nefndum lögum þannig
að nafn Setbergsprestakalls standi
óbreytt frá því sem það var fyrir
gildistöku laganna eins það hefur
verið um aldaraðir."
Friðjón Þórðarson varð við þess-
ari málaleitan og flutti frumvarp í
neðri deild um að nafni prestakalls-
ins skyldi breytt til fyrra horfs.
Allsheijarnefnd deildarinnar hefur
nú sagt sitt álit á frumvarpinu og
leggur einróma til að það verði sam-
þykkt.