Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 32
'32 MOFWjUNBLAÐU? ÞRIÐJUDAGUR 1,2. FEBRUAR 1991 ATVINNUAIU YSINGAR PRISMA BÆJARHRAUNI22, HAFNARFIRDI, SÍMI651616. Prentari óskast Okkur vantar góðan offsetprentara. Fjölbreytt verkefni. Upplýsingar gefur Þórhallur. Allar fyrirspurnir eru trúnaðarmál. Hótelstörf Óskum eftir starfsmanni í uppvask. Kvöldvaktir. Nánari upplýsingar veittar á staðnum. Bergstaðastræti 37. Sólheimar, íGrimsnesi Forstöðumaður Sólheima í Grímsnesi Laust er til umsóknar starf forstöðumanns Sólheima í Grímsnesi. Um er að ræða áhuga- vert og krefjandi starf. Búseta á staðnum er skilyrði. Starfinu fylgir rúmgott og fallegt húsnæði. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1991. Starfið er laust frá 1. júní nk. eða eftir nánara sam- komulagi. Nánari upplýsingar veitir Pétur Sveinbjarnar- son, stjórnarformaður, í síma 91-620555 og 91-14559. Sólheimar er sjálfseignarstofnun á vegum Þjóðkirkjunnar. Heimilið er miðsvæðis í Grímsneshreppi í 70 km fjarlægð frá Reykjavík. Til næstu byggðakjarna, Selfoss, Skálholts, Laugaráss og Laugarvatns, eru u.þ.b. 20 km. Á Sólheimum dvelja 39 vistmenn með bósetu á fimm heimilum og í tveimur þjónustuíbúðum. Starfsmenn eru 33. Heimilið rekur vinnustað fyrir fatlaða: Garðyrkju- og skógræktarstöð, kertagerð, smíðastofu, vefstofu og búskap. Aðstaða fyrir frítíma- starf er með ágætum. Á staðnum er m.a. starfandi leikfélag og íþróttafélag. Umsóknir er tilgreini starfsreynslu og mennt- un sendist: Stjórn Sólheima í Grímsnesi, Sólheimar, Grímsnesi, 801 Selfoss. LANDSPITALINN Aðstoðarlæknar/ Barnaspítali Hringsins Laus eru til umsóknar staða 1. aðstoðar- læknis. Um er að ræða ábyrgðarmeiri að- stoðarlæknisstörf, eftirlit með aðstoðar- læknum, þátttaka í kennslu læknanema og annarra heilbrigðisstétta og þátttaka í rann- sóknastarfsemi. Um getur verið að ræða námsstöðu í barnalækningum eða starfs- þjálfun til stuðnings öðrum sérgreinum. Starfsreynsla á barnadeild æskileg. Umsókn- arfrestur er til 24. mars 1991. Einnig er laus til umsóknar staða 2. aðstoðar- læknis. Um er að ræða almenn störf aðstoð- arlæknis. Þátttaka í vöktum er samkvæmt fyrirframgerðri áætlun. Bundnar vaktir. Umsóknarfrestur er til 10. mars 1991. Nánari upplýsingar gefur prófessor Víkingur H. Arnórsson í síma 601050. Umsóknir á eyðublöðum lækna, Ijósrit af prófskírteini, upplýsingum um starfsferil ásamt staðfestingu yfirmanna sendist for- stöðulækni. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar athugið Nú eru lausar stöður á deildum lyflækninga- sviðs. Ýmist er um fullt starf að eða hluta- starf að ræða og ýmiskonar vaktafyrirkomu- lag kemur til greina. Lyflækningadeild 11-A Hjúkrunarfræðingur óskast. Um er að ræða 18 rúma lyflækningadeild með aðaláherslu á hjúkrun sjúklinga með meltingarfæra-, lungna-, innkirtla- og smitsjúkdóma. Lyflækningadeild 11-B Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði óskast. Á deildinni er 21 rúm og er hún opin 5 daga vikunnar, lyflækningadeild (lokuð um helgar). Lyflækningadeild 14-G Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði óskast. Um er að ræða 22ja rúma lyflækningadeild með aðaláherslu á hjúkrun sjúklinga með gigtar- og nýrnasjúkdóma. Taugalækningadeild 32-A Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði óskast. Deildin er með 22 rúm og áherslan er á hjúkr- un sjúklinga með vefræna taugasjúkdóma. Ýmsar rannsóknir eru í gangi á deildinni og starfsaðstaða mjög góð. Blóðskilunardeild - dagvinna Hjúkrunarfræðingur óskast í 60-100% starf. - Einstaklingshæfð aðlögun í boði. - Sjúklingaflokkun er framkvæmd á flestum deildunum. - Frammistöðumat er að hefjast á öllum deildum lyflækningasviðs. Upplýsingar gefur Hrund Sch. Thorsteins- son, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í símum 601299 og 601300 og deildarstjórar viðkom- andi deilda. Hjúkrunarfræðingar - dagvinna Vegna aukinnar starfsemi á skurðstofu Landspítalans, m.a. vegnafjölgunará hjarta- skurðaðgerðum, vantar hjúkrunarfræðinga til starfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi sérleyfi í skurðhjúkrun. I boði er a.mtk. 3ja mánaða aðlögunartími. Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband við Svölu Jónsdóttur, hjúkrunarstjóra skurð- stofu, í síma 601317 eða Bergdísi Kristjáns- dóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra, í síma 601300 og fáðu nánari upplýsingar. Reykjavík, 10. febrúar 1991. Ritari Opinber stofnun vill ráða ritara til starfa. Fullt starf. Laun skv. samningum BSRB. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Ritari - 6842“, fyrir kl. 17.00 í dag. RÍKISSPÍTALAR KÓPAVOGSHÆLI Þroskaþjálfar Lausar eru tvær stöður deildarþroskaþjálfa á vinnustofum: 1. 100% starf í hæfingu. Starfið felst aðal- lega í markvissri þjálfun og skipulagningu. 2. 100% starf í vinnusal. Um er að ræða stjórnunar- og skipulagsstarf ásamt starfs- þjálfun. Starfsfólk Allar nánari upplýsingar veitir yfirþroska- þjálfi á vinnustofum Kópavogshælis í síma 602735 eða yfirþroskaþjálfi Kópavogshælis í síma 602700. íþróttafræðingur - íþróttakennari íþróttafræðingur eða íþróttakennari óskast til að sjá um sundþjálfun og íþróttir þroska- heftra á Kópavogshæli. Starfshlutfall samkomulag. Aðstoðarmaður Ennfremur óskast aðstoðarmaður til starfa við sundlaug Kópavogshæiis. Kjörið fyrir konur og karla sem eru að fara út á vinnu- markaðinn á ný. Starfshlutfall samkomulag. Upplýsingar gefa Ragnheiður Ólafsdóttir, íþróttafræðingur, í síma 602727 og Guðný Jónsdóttir, yfirsjúkraþjálfari, í síma 602726. RÍKISSPÍTALAR GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Læknaritars Læknaritari óskast til starfa að geðdeild Landsítalans á Kleppi. Um framtíðarvinnu er að ræða. Fullt starf. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri frá kl. 10 til 12 næstu daga í síma 6501701. Umsóknir sendist Geðdeild Landspítalans merktar: „Læknaritari". Umsóknareyðublöð fást á Landspítalanum og starfsmannahaldi Ríkisspítalanna, Þverholti 18. Hjúkrunarritari Hjúkrunarritari óskast til starfa við geðhjúkr- unarsvið Landspítalans. Um framtíðarvinnu er að ræða. Fullt starf. Skilyrði er að umsækj- andi hafi góða íslenskukunnáttu, vélritunar- kunnáttu og hafi einhverja reynslu af tölvu- vinnslu. Vinnutími er frá kl. 8.00 til 16.00. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Upplýsingar gefur Ragnheiður S. Jónsdóttir, skrifstofustjóri, í símum 602600 og 602641. Starfsmaður Starfsmaður óskast sem fyrst til starfa við venjuleg eldhússtörf í borðstofu á Kleppi. Vinnutími er frá kl. 8.00-16.00. Nánari upplýsingar veitir Anna Jónsdóttir í síma 602625.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.