Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991 Minning: María G. Hjáhntýs- dóttir Heiðdal Fædd 29. september 1913 Dáin 1. febrúar 1991 Tengdamóðir mín, María Gyða Hjálmtýsdóttir Heiðdal, lézt á heim- ili sfnu, Birkimel 10 í Reykjavík, föstudaginn 1. febrúar sl. 77 ára að aldri. Með henni hvarf eftirtekt- arverð kona og hugljúfi allra, er þekktu. Hún var fædd hér í Reykjavík V 29. september 1913, dóttir Hjálm- týs Sigurðssonar kaupmanns og síðar bankastarfsmanns og konu hans, Lucinde, f. Hansen. - Hjálm- týr var látinn áður en ég kynntist þessari fjölskyldu, en hann var fæddur á Stokkseyri og ættaður úr Mýrdal. Hjálmtýr fékkst við margt, einkum húsbyggingar og verzlun og átti meðal annars Stokkseyrartorfuna alla um tíma. Hann var framfaramaður á ýmsum sviðum, lét til dæmis rafvæða hús sitt, er hann reisti á Grundarstíg, áður en rafveitan tók til starfa 1921. - Hann var greinilega nýj- unga- og framfaragjarn. Söngelsk- ur var hann eins og fleiri af þess- * ari fjölskyldu og tók mikinn þátt í leikstarfsemi framan af öldinni. Lueinde, kona hans og móðir Maríu, var fædd Hansen, dóttir Ludvigs Hansens kaupmanns, sem fluttist ungur hingað frá Dan- mörku, og konu hans, Marie Bern- höft, og er sú ætt enn nafnkennd hér í Reykjavík ekki sízt vegna ættföðurins, sem stofnaði bakaríið. sem enn ber nafn fjölskyldunnar. En þótt ættirnar væru danskar voru María og systkini hennar einhverjir I mestu Reykvíkingar, seifi fyrirfund- ust. Þau yoru átta systkinin og kom- ust öll upp. Tvö eru nú látin, Lud- vig fyrrum framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs, sem margir þekktu, og nú María, en eftir lifa Ásta, Sig- urður starfsm. Steypustöðvarinnar, Gunnar fyrrum starfsmaður Reykjavíkurborgar, Ásdís búsett í Bandaríkjunum, Jóhanna og Hjálm- týr, sem lengi var starfsmaður Út- vegsbankans. Það var 1964 að ég kom inn í þessa fjölskyldu. Hún var um margt óvenjuleg. Þetta var glaðsinna fólk og glaðværð, gamansemi, söngvi og létt lund einkenndi það. Og þótt sorg og erfiðleikar sæktu að var það hin létta lund, sem strauk burt amstur daganna. Þau María og Vilhjálmur Heið- dal, sonur Sigurðar Heiðdals rithöf- undar og fyrrum fangelsisstjóra og Jóhönnu, konu hans, Jörgensdóttur frá Krossvík, gengu í hjónaband 1936. Vilhjálmur var framan af bifreiðastjóri, en síðar lengi deildar- stjóri og hafði um langt árabil umsjón með póstflutningum innan- lands og sérleyfisleiðum um landið. Þau hjón, Vilhjálmur og María, voru um alla hluti sérstaklega sam- hent. Fjölskylduböndin voru sterk á báða bóga. Vilhjálmur átti bifreið alla tíð og snemma var farið að ferðast með börnin innanlands, oft til Þingvalla og annarra nálægra staða. Þekktu þau enda landið vel og kynntust fjölda fólks hvarvetna, sem þau áttu síðan að vinum alla tíð. Ættfólkið var einnig fjölmennt, bæði Krossavíkurættin, sem svo var kölluð, og Bernhöftsfólkið og það annað ættfólk, sem tengdist þar inn í. Ræktu þau ættarbönd og vináttu mjög og á ferðum um landið var aldrei látið undir höfuð leggjast að heimsækja vini og venzlamenn. Þau María og Vilhjálmur eignuð- ust fímm börn, sem öll lifa. Blzt er Jóhanna, sem gift var Walter Gunnlaugssyni en síðar Jóhannesi Jenssyni, sem nú er látinn, María, t Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR HALLDÓRSSON, Hofsvallagötu 19, lést 24. janúar á Borgarspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurborg Valdimarsdóttir, Káre Asmo, Einar V. Olafsson, Sigriður Skúiadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JUSTA MORTENSEN, Bræðraborgarstíg 9, andaðist í Hafnarbúðum aðfaranótt sunnudagsins 10. febrúar. Daníel Jakob Jóhannsson, María Jakobsdóttir, Martin J. Jakobsson, Jóhann Pétur Mortensen og aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir og sonur, VIÐAR SIGURÐSSON prentari, Suðurbraut 28, Hafnarfirði, lést af slysförum laugardaginn 9. febrúar. Guðrún Saemundsdóttir, Sonja Ýr Viðarsdóttir, Karl Dal Viðarsson, Sigríður Rósmundsdóttir, Sigurður M. Sigurjónsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR KRISTINN ÞÓRÐARSON, Hraunbæ 102a, Reykjavfk, lést á Landakotsspítala 7. febrúar Þórður B. Sigurðsson, Edda K. Sigurðardóttir, Erla I. Sigurðardóttir, tengdabörn og barnabörn. ¦ gift Þór Magnússyni, Hilmar, kvæntur Hrefnu Smith, Anna, áður gift Guðlaugi Bergmann en nú Þor- steini Björnssyni, og Hjálmtýr, kvæntur Önnu Kristjánsdóttur. Barnabörn og barnabarnabörn þeirra eru orðin 24. Starfssvið Maríu tengdamóður minnar var að mestuleyti innan heimilisins. Hún annaðist stórt heimili meðan aðrir heimilismenn „unnu úti", eins og það er kallað nú. Hún var mikil húsmóðri og í öllu sást myndarskapur hennar, og á heimilið komu enda margir, sem áttu ýmis erindi. Allir voru aufúsu- gestir og vel minnist ég þess, er ég kom þar fyrst inn á gafl, hve mér var vel tekið. María tengdamóðir mín var afar tryggur vinur vina sinna. Hún var trúrækin og kirkjurækin og starfaði mikið í Kvenfélagi Neskirkju og var í stjórn þess. Flesta laugardaga, meðan hún hafði enn heilsu var hún þar og starfaði meðal gamla fólks- ins í söfnuðinum. Þá starfaði hún í heimsóknarþjónustu Rauða kross- ins og sem sjálfboðaliði fyrir Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar. Henni lét vel að vera innan um fólk, eins og þeim systkinum henn- ar öllum, Þau systkinin kunnu enda skil á fjölmörgum Reykvíkingum frá fyrstu áratugum þessarar aldar, meðan þetta var aðeins tiltölulega lítill bær og fámennið setti svip sinn á bæjarlífið. í hugum þess lifði enn aldamótakynslóðin, og sjálf tóku þau þátt í að byggja upp þessa borg til þess, sem hún síðar varð. Þau hjón, Vilhjálmur og María, voru mjög félagslynd. Þau spiluðu bridge í vinahópi og tóku yfirleitt þátt í öllu því, sem var að gerast í umhverfi þeirra og öfluðu sér hvar- vetna vinsælda. Var það enda svo, er þetta fólk hittist, að margar endurminningar voru rifjaðar upp og margt rætt um Reykvíkinga fyrri tíðar, bæði ættfólk, eftirminnilega bæjarbúa og ýmsa atburði, er borið hafði fyrir á liðinni tíð. Og þá var oft staldrað helzt við þá atburði, er spaugilegir voru eða minnisstæðir á annan hátt. Eftir að börnin voru uppkomin ferðuðust þau hjínin meira en áður, bæði í sambandi við starf Vil- hjálms, sem útheimti mikil ferðalög innanlands, en einnig fóru þau ár- lega til útlanda, allt þar til síðasta ár. Síðasta ferðin var farin 1989 til ítalíu ásamt fieirum úr fjölskyld- unni og nutu þau þeirrar ferðar afarvel og margar minningar voru síðan rifjaðar upp, því að eftir öllu var tekið og fest í minni og á mynd. Þessari fjölskyldu er mikill svipt- ir að „ömmu Maju", eins og hún var oftast kölluð. Fæsta grunaði Blómmíofa Fríðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavfk. Sími 31099 Opið öil kvöld tíl ki. 22,- einnig um heigar, Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. % fyrr en undir það síðasta, að svo langt væri liðið á daginn. Að vísu hafði heilsunni hrakað allmjög síðustu árin og oft varð hún að dveljast á sjúkrahúsi vegna hjarta- veilu, sem síðan ágerðist smám saman, og naut hún einstakrar umönnunar starfsfólks hjartadeild- ar Landspítalans, sem þakkir skulu hér færðar. Sjálf talaði hún minnst um heilsu sína. Um lækningu var ekki að ræða nema í formi aðhlynn- ingar og góðrar umönnunar, en fáa hefði grunað, sem sáu hana hressa með fjölskyldu sinni aðeins viku fyrir andlátið, að svo skammt væri eftir. En henni var það áreiðanlega mikill hugarléttir að mega vera heima sem lengst og í reynd síðustu stundir lífs síns. María verður jarðsungin í dag frá Neskirkju, sem hún unni af alhug og því starfi, sem þar er unnið og hún tók svo virkan þátt í. Fjölskyld- an er nú ekki söm og áður, en minn- ingin um ástkæra eiginkonu, móð- ur, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu mun lengi lifa. Minningin lifir þótt maðurinn deyi. Við kveðjum hana með söknuði og biðjum guð að blessa þá og styrkja, sem nú eiga sárast um að binda. Þór Magnússon * Látin er föðursystir okkar, María Gyða Hjálmtýsdóttir Heiðdal. Er við 3. júlí sl. kvöddum föðurbróður okk- ar, Lúðvík Hjálmtýsson, hvarflaði ekki að okkur að svo stutt yrði þar til að annarri kveðjustund kæmi í þessum lífsglaða og samhenta systkinahópi. Maja frænka var elst af átta börnum hjónanna Lucindu Sigurðsson (fædd Hansen) og Hjálmtýs Sigurðssonar, sem lengst af bjuggu á Sólvallagötu 33, Reykjavík. Ung giftist Maja Vilhjálmi Heið- dal fulltrúa hjá Pósti og síma, og Legsteinar Framleiðum allar stærðirog gerðir af legsteirtum. Veitum f úslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 1| S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ¦ SKEMMUVEGI48. SIMI76677 Minningarkort Krabbameinsfélagsins fást í flestum lyfjabúðum í Reykjavík og á nær öllum póstafgreiöslum úti á landi. Einnig er hægt aö hringja í síma 62 14 14. Ágóða af sölu minningarkortanna er varið til baráttunnar gegn krabbameini. Krabbameinsfélagið ' .- . . ¦ . ¦ - voru þau hjón sérstaklega samrýnd. Eignuðust þau fimm börn: Jó- hönnu, Hilmar, Maríu, Önnu og Hjálmtý. Maja frænka var af þeirri kyn- slóð, þar sem þótti sjálfsagt að konur væru heima á heimilinu að sinna börnum og búi eftir giftingu. Hún hafði í nógu að snúast á sínu heimili, og vann því vel enda stór- ræði að sjá um uppeldi fimm barna svo vel ætti að vera. Við systkinin eigum margar góð- ar minningar um Maju og hennar fjölskyldu frá æskuárum á Sólvalla- götunni í Reykjavík. Sólvallagatan, á milli Bræðraborgarstígs og Hofs- vallagötu, var sérstakt samfélag hér í eina tíð. Maja og Villi bjuggu á.34 við vorum á 33 og Jóhanna, elsta dóttir Maju og Villa, var kom- in með fjölskyldu og bjó á 27. Maja var því bæði móðir og amma barna í þessu litla samfélagi. Þetta og blíðlyndi hennar við börn varð til þess að hún gekk undir nafninu amma Maja hjá börnunum í göt- unni, hvort sem voru barnabörn, bræðrabörn eða vandalausir. Þetta lýsir Maju vel, hvað hún bar góðan þokka og sást aldrei skipta skapi, sama hvað gat gengið á, og gengur nú á ýmsu á uppvaxtarárum. Er börnin uxu úr grasi rýmkaðist tími hennar til tómstunda. Fór hún þá að sinna störfum innan Kvenfé- lags Neskirkju. Sat hún þar í stjórn um árabil og var ritari til margra ára. Gekk hún heil til starfa fyrir kirkju sína, hún sá t.d. um undir- búning á kyrtlum fyrir fermingar og eru þau ekki örfá börnin sem hún hefur klætt í kyrtla fyrir þá stóru stund sem ferming er. Einnig starfaði hún við umsjá aldraðra á vegum kirkjunnar. Maja var falleg kona, naut þess að lifa lífinu, var létt í lund og hafði yfirbragð hefðarkonu. Hún var trygg og frændrækin og naut þess að vera með fjölskyldunni. í fórum sínum átti hún margar gaml- ar myndir, sem hún varðveitti vel, gamlar fjölskyldumyndir og myndir af formæðrum og feðrum. Minning- arnar sem tengdust sumum mynda- tökum frá barnæsku hennar fengu okkur yfirleitt til að hlæja. Merkileg og góð kona er gengin. Samúðarkveðjur sendum við eft- irlifandi systkinum ömmu Maju. Elsku Villi, Púttý, Hilmar, Maja, Anna, Hjálmtýr og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Guð styrki ykkur og styðji á slíkri sorgarstund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Árni, Vala, Hjálmtýr og HrafnhUdur Þegar við kveðjum nú í hinsta sinn elskulega ömmu mína, Maríu Heiðdal, koma ósjálfrátt upp í hug- ann margar ánægjulegar minningar henni tengdar. Við sem yngri erum geymum með okkur mynd af góðri ömmu sem öllum reyndist vel og um leið mynd af fullorðinni konu sem alltaf var falleg og fín. En ég var svo heppin að fá að kynnast enn einni hlið á ömmu minni — litlu stúlkunni Mæju sem lék sér áhyggjulaus á götum Reykjavíkur. Með frábærri frásögn sem geislaði af gleði og góðum endurminningum sagði hún mér frá uppvaxtarárum sínum, þeim tíma þegar vinnukonur voru á öllum betri heimilum og saumakonur komu heim og saum- uðu fallega kjóla á stelpurnar. Þá munaði börnin ekki um að labba inn í sundlaugar til Imbu Brands eða fara í nestisferð suður að Grænu- borg. Amma sagði mér líka frá því þegar hún fór í fyrsta sinn út fyrir bæinn, sjö eða átta ára gömul. Þá fór hún með foreldrum sínum upp að Lögbergi að tína ber, hún tíndi eitthvað stórt og svart í fötu sem reyndist svo vera lambaspörð við nánari athugun. Amma sagði mér líka frá pabba sínum, Hjálmtý Sigurðssyni, sem alltaf var að byggja ný hús og flytja með fjölskylduna. Pabba sem kenndi henni að lesa og sendi hana líka í tímakennslu, sem börnin köll- uðu reyndar háskóla því að kennt var á fjórðu hæð. Pabba sem rak verslun í Lækjargötu og öll börn í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.