Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 16
16 teei aAúaaa'q sj jwDAamöBM laáMáMUöaoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991 Sortimo SKÚFFUR - KASSAR - BOX SORTIMO framleiðir eiít það vandaðasta skúffukerfi fyrir fag- manninn sem völ er á. SORTIMO SKÚFFUR með borðplötu, lokun og læsingu fyrir verkfæri o.fl. SORTMO KASSAR með mis stórum boxum á einni eða tveimur hæðum. Kassarnir geta verið stakir eða verið i skúffueiningu með eða án loks, öryggis lokun og læsingu. • SORTIMO BOX eru í fjórum stærðum. Hver stærð er samsett af tveim mislöngum hillueiningum. SORTIMO SKÚFFUM-KÖSSUM OG BOXUM er hægt að raða saman hvernig sem er og setja undir þau hjól. SORTIMO býður upp á fjölmarga möguleika fyrir lagerinn- bílinn - skipin - verkstðin - geymsluna o.fl. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - Isafirði, Snarvirki hf. - Djúpavogi RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR VERZLUN - ÞJÓNUSTA . S(MI 91-82415-82117 • TELEFAX 1-680215 SKBFAN 3E-F. SOX 8433. 128 REYKJAVlK Svanlaug Péturs- dóttir - Minning Fædd 27. desember 1909 Dáin 3. febrúar 1991 Vorið er sú árstíð sem íslendingar fagna af innri þrá og hjartagleði vegna þess að þá vaknar lífið úr dvala hins langa íslenska veturs. Fuglasöngur hljómar um loftin blá, móðir jörð klæðist. í sína grænu skikkju, blómaangan fyllir vit manna og dýra, sem sagt langþráður unað- ur verður að veruleika og bestu óskir rætast. Það er kannski vegna þess að ég er fæddur og uppalinn sveita- drengur, að vorið er mér kært, einn- ig ótal minningar því tengdar. Það var seint í maí 1972, að Svan- laug Pétursdóttir kom til mín ráðs- kona, að Suðurgötu 94, Akranesi. Ég var ekkjumaður frá því að kona mín dó í ágúst 1970. Vissulega er vandi að velja sér nýtt fólk til ábyrgðar og vandi fyrir ókunnuga að taka að sér annarra heimili, sem orðið hefur til á mörgum árum, ef svo má að orði komast. Þar sem hópur barna hafa átt sína æsku og uppvaxtarár. Hins ber að geta að meðmæli fylgdu Svanlaugu, og þeim mátti treysta. Svanlaug var sérstak- lega vel verki farin og myndarleg húsmóðir, allt heimilishald fór henni vel úr hendi. Svanlaug var þá ein- stæð kona eftir skilnað og átti sín uppkomnu börn. Þessi umbreyting að flytja ur Reykjavík upp á Skaga var góð tilbreyting og nýtt ævin- týri. Fljótt myndaðist góð vinátta okkar í milli. Við fundum strax hve okkur var mikill styrkur hvoru af öðru. Þó að oft hafi lasleiki og veik- indi sótt okkur heim þá verða hinar ljúfu samverustundir alltaf efst í huga. Myndir minninganna eru bjartar og kærar. Fyrstu samveruár- in gengum við bæði að vinnu, en þar kom að heilsan gaf sig og ellin gerði vart við sig. Umhyggja Svan- laugar um mig, oft lasinn og umhirð- an um heimilið var mér mikils virði. Á vori komanda hefðu okkar sam- vistarár orðið 19, lengst af á Suður- götu 94, síðan á Dvalarheimilinu Höfða síðan í september 1988. Það- an hefur stundum verið haldið eitt- hvert út í sveit til að skoða sig um, eftir að ég keypti minn nýja bíl, einn- ig var verið í Hveragerði á orlofsdög- um og svo í Bifröst í Borgarfirði, allt þetta veitti okkur ánægju og gleði. Það væri margs að minnast ef að yrði gáð. En nú við leiðarlok er mér þakklætið efst í huga til þess- arar sómakonu sem reyndist mér traust, og vinur góður. Þrátt fyrir ýmsar erfiðar stundir, sem verða á yegi lasburða eldra fólks, þá eru hinar svo miklu fleiri sem ylja um hjartarætur í minningunni. Hafi Svanlaug mínar bestu þakkir fyrir góð kynni og trygga vináttu frá fyrstu kyjmum. Ég bið henni Guðs blessunar í landi lífs og friðar. Blessuð sé hennar minning. Björgvin Ólafsson, Akranesi. Mig langar að minnast með fáein- um orðum ömmu minnar sem lést sunnudagsmorguninn 3. febrúar síðastliðinn. Það kom mér mjög á óvart svona snögglega. Ég hafði heimsótt hana á þriðjudegi fyrr i vikunni og var amma nokkuð ánægð með sig sagðist öll vera að koma til, væri betri með hverjum deginum sem liði. Hún var svo ánægð að sjá börnin mín í heimsóknartímanum. Við ræddum um allt mögulegt, amma sagðist hafa keypt sér hatt sem hún ætlaði að hafa þegar hún færi heim. Þannig man maður ömmu, alltaf fín og með hatt. Amma hét fullu nafni Svanlaug Thorlacius Pétursdóttir, fædd í Reykjavík 27. desember 1910. For- eldrar hennar voru Margrét Gísla- dóttir og Pétur Zophaníasson. Fyrstu sjö æviárin bjó hún í Vest- rhannaeyjum, en eins og oft var í þá daga var henni komið fyrir hjá fósturforeldrum er hétu Herdís Símonardóttir og Guðjón Þórðarson. Hún kvæntist Hannesi Guðjóns- syni 2. febrúar 1935, eignuðust þau fjóra syni, sem eru: Guðjón Her- mann, fæddur árið 1933, Tryggvi Þórir, fæddur 1935, Grétar, fæddur 1937 og Guðni Jóhann, fæddur 1944. Amma og afi slitu samvistir eftir þrjátíu ára búskap. Árið 1972 fluttist amma upp á Akranes og réð sig sem ráðskonu hjá Björgvini Ólafssyni og bjó hún með honum til dauðadags. En á ár- unurn 1968-72 var hún ráðskona hjá Jóni Ólafssyni bróður Björgvins eða þar til hann lést. Svana amma eins og hún var allt- af kölluð af okkur börnunum var mjög ern, nýorðin áttræð. Þann 27. desember síðastiiðinn fóru börn, barnabörn og tengdabörn út að borða þar sem hún hélt upp á áttræð- isafmælið sitt. Hún var svo ánægð með daginn, fannst svo gaman að svona stór hópur gæti samglaðst henni á þessum tímamótum. Mínar minningar um ömmu eru margar, það sem fyrst kemur í hug- ann er að hún var mjög trúuð og Reykætan leysir reykingavandarnálið á vinnustaðnum: kaffistofunni - kennarastofunr. - skrifstofunni fundarherberginu - barnum - ráðstefnusalnum biðstofunni - hvíldarherbergi læknisins - heimilinu REYKÆTAN er "elektróstatiskur" Iofthreinsari + kolefnissía (eyoir lykt). Honeyweil Er virkilega hset að halda hreinu lofti á vinnustað, þrátt fyrir reyk- ingar? Já, með reyketunni/ Þurfa reykingamenn að sstta sig við að vera útskúfaður þjóðflokk- ur - helst lastir inni 1 skáp? Nei, ekki ef reyketan er notuð/ F70A Lofthreinsari (hengdur neðan i loft) KORNASTÍRtt MÍKRON 10 5 _J . Reykur og gufur rtstur og oska M6duft Sést neo berun ougun (Hiu-ijstur Sést 1 sn6s]6 Toboksrevkm Sést 1 rofefcda- sn6sj6 F57A Lofthreinsari (innfelldurí falskt loft) F59A Lofthreinsari (gólfstandandi-faranlegur) Hátæknihf. ÍKMOLA 26, 108 REYKJAYlK SiM 31500 - 36700 kenndi mér bænirnar, alltaf fór hún með þær þegar maður gisti hjá henni og vildi hún kenna manni sem mest. Einnig sagði hún. sögur og fremst var sagan af herini Búkollu, hana þurfti hún oft og mörgum sinnum að segja þó að maður kynni hana- utan að sjálfur. Að koma til ömmu var alltaf gott hún var svo ánægð að fá börnin sín í heimsókn og lum- aði hún oftast á einhverju fyrir mann. Árið 1987 er ég og fj'ölskylda mín þjuggum í Danmörku kom amma og dvaldi hjá okkur í tvær vikur. Hún hafði hlakkað svo til að fara utan því hún hafi áður verið í Dan- mörku í svo góðu veðri, og átti margar góðar minningar þaðan. en þetta sumar var hún frekar óheppin, þar sem þetta var rigningarsumar og fékk hún fáa sólardaga. En margt var gert sér til gamans og farið í búðarráp eins og vant er, þegar komið er út fyrir landsteinana og ekki veigraði amma sér við að fara til Þýskalands í dagsferð, sjötíu og sjö ára. Hún var mjög ánægð með dvölina hjá okkur og oft talaði hún um veruna þar, þegar við hittumst. Já, það er alltaf erfitt að sætta sig við dauðann þegar þeir sem eru manni kærir falla frá og kveð ég elsku ömmu og þakka fyrir að hafa átt hana svona lengi og bið Guð um að blessa hana um alla eilífð. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Björk Tryggvadóttir Það var að morgni óveðurssunnu- dagsins 3. febrúar sem pabbi hringdi í mig. Þegar ég kom í símann, sagði hann: „Mamma er farin." Þó hann segði ekkert um hvert amma væri farin þá vissi ég samstundis hvað hann meinti. Amma, sem hafði elsk- að að ferðast, var lögð í sína hinstu ferð. Hve skjótt skipast ekki veður í lofti. Hún sem hafði verið svo hress þegar ég heimsótti hana fyrir fáein- um dögum og virtist vera á batavegi eftir áfallið. I þeirri heimsókn höfð- um við náð mjög innilegu sambandi hvor við aðra, eins og við gerðum reyndar alltaf þegar við hittumst. Við höfðum spjallað um svo margt. Amma hafði sagt mér að sig hefði alltaf langað í leiklist þegar hún var yngri, en nú léti hún sér duga upp- lestur fyrir aðra dvalargesti á Höfða á Akranesi og tæki þátt í tískusýn- ingum þar. Það hafði ekki verið amalegt að rekast á mynd af henni á síðum DV í haust, þar sem venju- lega blasa við myndir af yngri sýn- ingarstúlkum. Alveg frá því ég fékk fréttina a/, andláti ömmu hef ég verið að rifja upp ánægjulegar minningar liðinna ára. Það er svo margs að minnast, meðal annars helganna þegar amma og afi pössuðu mig sem barn. Þær voru kannski ekki margar en þeim mun meira spennandi. Eitt það skemmtilegasta sem ég gerði í svona heimsóknum var að máta hattana hennar ömmu og skreyta mig með perlufestum og eyrnalokkum sem hún átti. Á sunnudagsmorgnum fór afí með mig út á tún í Engidalnum og gaf kindunum, á meðan ég dans- aði á pallinum án aðstoðar hljóm- sveitar. Þegar við komum aftur heim beið eftir okkur hádegismatur og ef honum fylgdu brúnaðar kartöflur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.