Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 28
•-»o 28 MÓRGÍJNÉIÍAÍHE)' ÞFÍIÐJUDAGUR'IÖÍ FEBRÚAR 1991 Peningamál Stjórnendur seðlabanka verja vaxtabreytingar STJÖRNENDUR seðlabanka Bandaríkjanna og Þýskalands notuðu tækifæríð á alþjóðlegri efnahagsráðstefnu í Sviss í liðinni viku að verja óvæntar vaxtabreytingar í liðinni viku. Þeir vísuðu á bug ásökunum um að vaxtabreytingarnar væru ekki í anda alþjóðlegr- ar samvinnu. Á fundi, í New York í janúar, samþykktu fulltrúar sjö helstu iðn- ríkja heims að unnið skyldi að lækkun vaxta með traustri stjórn ríkisfjármála og peningamála. Þegar þýski seðlabankinn hækkaði skömmu síðar forvexti, úr 6,0 pró- sentum í 6,5 prósent, efuðust sum- ir hagfræðingar um að samþykktin héldi. En Yasush Mieno, banka- stjóri japanska seðlabankans, full- vissaði strax japanska þingið um að samstaðan hefði ekki rofnað. Á ráðstefnunni í Sviss sagði Karl Otto Poehl, bankastjóri þýska seðlabankans að vaxtahækkuninni væri ætlað að stuðla að jafnvægi í peningamálum við mjög erfiðar aðstæður innanlands. Hallinn á þýsku fjárlögunum er mikill og verkalýðsfélög hafa sett fram kröf- ur um 10 prósenta launahækkun. Daginn eftir vaxtahækkunina í Þýskalandi lækkaði bandaríski seðlabankinn forvexti úr 6,5 pró- sentum í 6,0 prósent, í þeim til- gangi að auka lánsfé og peninga- magn í umferð. Aukning peninga- magns í Bandaríkjunum hefur ver- ið afar hæg undanfarin fjögur ár. Af þeim sökum hafa eignir fallið í verði og staða Bandaríkjadollars hefur styrkst gagnvart gulli og annarri hrávöru. Wayne Angell, einn af bankastjórum bandaríska seðlabankans sagði á ráðstefnunni í Sviss að vaxtabreytingarnar í Þýskalandi og Bandaríkjunum miðuðu í báðum tilvikum að því að gera verðlag stöðugra. Angell sagði að stöðugt verðlag væri meginmarkmið bandaríska seðla- bankans. Á fjármálamörkuðum komu vaxtabreytingarnar á óvart og ffl ÚTFUJTNINGSR^D ÍSIANDS Aðalfundur Útflutningsráðs íslands verður haldinn áHótelSögu,salA, þriðjudaginn 19. febrúar 1991 kl. 13.00-17.00. Þátttaka tilky nnist til skrif stof u Útflutningsráðs ísíma 688777. þýska markið hækkaði verulega gagnvart Bandaríkjadollar. Nor- bert Walter, hagfræðingur stærsta viðskiptabanka Þýskalands, Deutsche Bank AG, sagði að geng- isbreyting, upp að vissu marki, kæmi sér vel fyrir bæði löndin. En Wayne Angell tók fram að bandarískur iðnaður hefði ekki þurft á vaxtalækkun að halda til þess að styrkja stöðu sína á erlend- um mörkuðum. Hann sagði að bandarísk fyrirtæki hefðu verið fyllilega samkeppnishæf áður en gengi Bandaríkjadollara féll í kjöl- far vaxtalækkunarinnar. INTERNATIONAL FILM&TVFESTIVAL OF NEW YORK F I NA LIST AWA RD PRESENTED TO Hvíta 9Íusíd for "'herlin" /, ÍJ, THE l$K> ANNUAL INTI IH ALL CATBGOJUES FRO CIKEMA ADVEltnSING, 1 x; n PmtVAtOf N'iw Vow VIÐURKEIMIUIIMG — íslensksjónvarpsauglýsinghlautviður- kenningu á hinu árlega „International Film & Television Festival of New York" sem var haldið í 33. skipti þann 11. janúar sl. Að þessu sinni var dæmt á milli 4.136 auglýsinga víða af úr heiminum. íslenska auglýsingin sem komst í úrslit og hlaut viðurkenningu var gerð af Hvíta húsinu og Hugsjón fyrir Kreditkort hf. og nefnist Berlín. Fjármál Stríðið fyrir botni Persa- flóa hefurlítil áhrif Reuter. ÞEGAR stríðið fyrir botni Persaflóa hafði staðið í 19 daga voru fulltrúar á alþjóðlegri efnahagsráðstefnu, í bænum Davos í Sviss, almennt sammála um að stríðið muni aðeins hafa takmörkuð alþjóð- leg efnahagsáhrif. Búist er við minnkandi hagvexti á árinu en lítil . hætta er taliir á að stríðið geti orsakað alvarlegan samdrátt nema átökin breiðist út eða dragist verulega á langinn. „Þetta stríð hefur ekki mikla efnahagslega þýðingu. Þetta er birgðastríð, „sagði Lester Thurow prófessor við Massachussets Instit- ute of Technology (MIT). Hann sagði að kostnaðurinn kæmi fyrst fram þegar Bandaríkin og banda- menn þeirra ákveði hversu mikið skuli endurnýja af þeim hergögn- um, sem eyðileggjast í stríðinu. Ákvarðanir um endurnýjun munu síðan að verulegu leyti ráðast af framvindu mála í Sovétríkjunum. Eftir samfelldan hagvöxt í átta ár bjuggust flestir ræðumenn við áframhaldandi hagvexti þótt hann yrði minni en 1990. Skoðanir breyttust lítið þótt síðastliðinn föstudag hafí verið birtar tölur sem sýna mestu aukningu atvinnuleysis í Bandaríkjunum frá því á samdrátt- arskeiðinu 1981-1982. Menn bentu á að enn væri mikill hagvöxtur í Þýskalandi, Japan og öðrum lönd- um Asíu. Haldinn var tveggja daga lokaður fundur háttsettra manna meðan á ráðstefnunni stóð. Að loknum þeim fundi sagði forsætisráðherra Frakk- lands, Raymond Barre: „Atvinnu- leysistölurnar frá Bandaríkjunum virtust valda mönnum áhyggjum en aðalbankastjóri bandaríska seðlabankans Alan Greenspan sagði nokkrum dögum áður að það versta væri þegar afstaðið." Barre sagði að eina raunverulega efnahagsógn- in af stríðinu fyrir botni Persaflóa virtist vera hin sálrænu áhrif sem stríðið hefði á neytendur og stjórn- Ráðstefna fjármálaráðuneytisins þriðjudaginn 12. febrúar 1991 Opinber útgjöld: ísland í norrænu ljósi í tilefni af þýöingu og útkomu skýrslunnar Norræna velferöarsamfélagiö á aöhaldstímum, sem fjármálaráðherrar Noröurlanda létu semja, efnir fjármálaráðuneytið til ráöstefnu aö Borgartúni 6, þriðjudaginn 12.febrúar. Ráöstefnan hefst kl. 13: 00 meö ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráoherra. Tvö erindi veröa flutt á ráðstefnunni. Henning Gorholt, skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu norska fjármálaráöuneytisins, fjallar um norrænu skýrsluna og Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, reifar þróun og horfur á íslandi. Eftirtaldir lýsa skoðunum sínum varðandi útgjaldaþróun hins opinbera á íslandi: Friörik Sophusson alþingismaður, Hörður Bergmann upplýsingafulltrúi, Markús Möller hagfræðingur, Már Guömundsson efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra, Ólafur Davíösson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, Páll Skúlason prófessor, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands og Ögmundur Jónasson formaöur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Eftir fyrirspurnir og almennar umræður verða niðurstöður dregnar saman af Davíð Scheving Thorsteinssyni forstjóra, og Kristínu Á. Ólafsdóttur borgarfulltrúa. Fundarstjóri á ráðstefnunni er Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor. Uppstokkun, nýjar aðferðir og endurmat á verkefnum endur fyrirtækja. Sumir hlutar hag- kerfisiris eru haldnir einhvers konar lömun, sagði franski forsætisráð- herrann. Stríðið tók reyndar sinn toll af ráðstefnunni í Davos. Margir, eink- um Bandaríkjamenn, hættu ekki á að sækja ráðstefnuna af ótta við árásir hryðjuverkamanna. Fræðsla Námskeið um NLP samn- ingatækni STJÓRNUNARFÉLAG íslands hefur fengið til sín þrjá sérfræð- inga á sviði NLP (Neuro Lingu- isting Programming), sem er ný samskiptatækni og vakið hefur athygli í Bandarikjunum. Námið er byggt á verklegum æfingum, könnunum og fyrirlestr- um og hefst námskeiðið 18. febrú- ar nk. Er það ætlað fólki í viðskipta- lífnu, sem starfar við samninga- gerð, sölumennsku og stjórnun. Markmið námsins er gefa nemend- um færi á að ná sem bestum ár- angri í samskiptum, og að auka meðvitund þeirra á lykilatriðum mannlegrar hegðunar, sem styrkja samningastöðu þáttakenda. Þeir sérfræðingar sem sjá um kennsluna eru: J.Drue Isacks þjálf- ari og yfirleiðbeinndi hjá NLP, rit- höfundur, kennari og kennslusér- fræðingur. Judy Durbin, yfirléiðr beinandi hjá NLP, ræðusérfræðing- ur og ráðgjafi í viðskiptum og stjórnun og Garðar Garðarsson, sem útskrifaðist sem leiðbeinandi frá NLP. Hann starfar nú sem stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi. Flugrekstur Tafla Flug- faxvarí dollurum í síðasta Viðskiptablaði var grein um fraktflug á íslandi þar sem birt- ar voru töflur frá Flugleiðum og Flugfax. Vegna misskilnings var því haldið fram að útreikningar í töflu Flugfax væru í pundum, en hið rétta er að þeir eru í dollurum "á "gengí" frá nóvember -1989:"'" + '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.