Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 47
■ HJÁ NÁMSGAGNASTOFN- UN eru komnar út bækurnar Brauðstrit og Hlýddu og verður góð(ur). Bækur þessar eru þær síð- ustu sem koma út í flokki svokall- aðra lesarka. Brauðstrit fjallar um brauðstrit karla og kvenna, ygnri og eldri, fyrr og nú. Bókin hentar einkum til umfjöllunar með nem- endum í 7.-10. bekk grunnskóla. Sigurborg Hilmarsdóttir safnaði efni bókarinnar en Anna Cynthia Leplar er höfundur myndefnis. Bókin er 134 blaðsíður. í Hlýddu og vertu góð(ur) er fjallað um samskipti kynslóða á ólíkum tímum. Lesörkin hentar einkum í 8.-10. bekk. Hjálmar Árnason og Magn- ús Jón Árnason völdu efnið. Margrét Friðbergsdóttir gerði myndir. Bókin er samtals 80 síður. Námsgagnastofnun hefur einnig gefið út bækurnar Mál til komið Grunnbók 1 ásamt Verkefnabók 1A sem ætluð er til notkunar með grunnbólýnni. Höfundar beggja bókanna eru Kolbrún Sigurðar- dóttir og Þóra Kristinsdóttir. Mál til komið, Grunnbók 1 er sú fyrsta af þremur nýjum í flokki námsbóka sem ætlaðar eru 5.-7. bekk. Mál til komið, Grunnbók 1 er 104 bls. en Verkefnabók 1A 65 bls. Báðar bækumar eru í brotinu 1724. Höf- undar myndefnis í bókunumm eru Anna Cynthia Leplar og Kol- beinn Amason. ■ GERÐUBERG heldur barna- ball í tilefni öskudagsins miðviku- daginn 13. febrúar kl. 15.30-17.00. Hljómsveitin Fjörkarlar skemmtir. Ljúfi Guð, þig lofum vér, lútum, játum, viðurkennum. Alda faðir, einum þér ástarfóm til dýrðar brennum. Hátt þér syngur helgiljóð heimur vor og englaþjóð. (Stefán frá Hvítadal.) Samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar. Sæunn Nú er tengdamóðir mín, hún Erla, dáin, blessuð sé minning hennar. Hvílíkt ranglæti, hugsar maður í sorg og eftirsjá. En eftir lifa góðar og hlýlegar minningar um þessa góðhjörtuðu konu sem ég hafði þó aðeins þekkt í nokkur ár. Samt finnst mér eins og ég hafi þekkt Erlu allt mitt líf. Alltaf tók hún manni opnum örmum með góðlátlegt bros, hlýlegt viðmót, bjóðandi hitt og gefandi þetta. Ekkert mátti okkur skorta. Og umhyggjan var ávallt fyrir hendi þar sem hún á síðustu dögum sín- um hér á jörð og við endalok hinn- ar löngu og ströngu sjúkralegu spurði sífellt um litlu bamabömin sín og hvemig við hin hefðum það, en hugsaði lítt um eigin líðan. En Guð ákvað að lina þrautir Erlu og taka hana til sín, og ég er viss um að nú líður henni vel, ^sem hún á sannarlega skilið. Drottinn varðveiti elsku Erlu, blessi hana og veiti henni náðuga hvíld. Unnar Orn Stefánsson Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. •(S. Egilsson) Nú er hún elsku amma dáin. Ég var búinn að þekkja hana í níu ár, en hefði viljað hafa hana hjá mér svo miklu lengur. Mer þótti svo gaman að heimsækja ömmu Deddu og afa Þorvald á Smáraflöt- ina. Þar leið mér vel og þar lærði ég margt. Amma og afí vom alltaf tilbúin að gera allt fyrir mig sem þau gátu og fyrir það verð ég þeim alltaf þakklátur. Ég bið algóðan Guð að passa hana ömmu mína og styrkja hann afa minn sem ég veit að saknar hennar ömmu svo mikið. Þorvaldur Ó. Karlsson ieei si suoAtnjiciHó iLtLíúfiHDdhom MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991 4f Verð kr. 200. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Veitingabúð Gerðubergs verður opin frá kl. 10-22. (FréttatiLkynnirig) ■ STJÓRN SÍB gengst fyrir opnu húsi þriðjudaginn 12. febrúar í hús- næði Bankamannaskólans, Lauga- vegi 101, og hefst fundurinn kl. 20.30. Að þessu sinni verður tekið fyrir efni sem mikið hefur verið til umfjöllunar undanfarið, vaxtamál- in. Framsögumaður er Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra. Að framsögu lokinni verða fyrirspurnir og umræður. Allir bankastarfsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Nýtt skrifstofBtækiinám Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skcifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Erum við til kl. 22 Töívtisfcðli Reykíavfkor Borgartúni 28, sími 91-687590 MERKJASOLUDAGUR RAUÐA KROSS OSKUDAGUR er hefðbundinn merkjasöludagur Rauða krossins. Árvisst hafa skólabörn um allt land aðstoðað Rauðakrossdeildirnar við LANDSSÖFNUN þennan dag. Við hvetjum alla landsmenn til að taka vel á móti sölubörnunum þegar þau bjóða merki dagsins og styrkjfi þannig hjálparstarf Rauða krossins. Rauði kross íslands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími: 91-26722 w ISLANDS ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.