Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991 MORÖUÍÍBÍiÁÖIÍ)'^ÉjJUÐÁÉÚIÍ FEÖR&AÉ-'fg&f'iO’i 45 1 Ast er... tao *'2+ .. .að þrengja hópinn. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndtcate Því notaraðu ætíð hattinn tnínn? — og þetta er erfðagripur i fjölskyldunni minni í marga ættliði ... HOGNI HREKKVÍSI „ BNN AÐANGÆA FUcSLANA ?■< " J'0 -x5 Hínn sanni boðskapur Til Velvakanda. Spámönnum Guðs til forna, Adam, Abraham og Móses, var veitt prestdæmisvald, vald til að starfa í nafni Guðs. Jesús valdi 12 postula og veitti þeim nauðsynlegt prest- dæmi til að framkvæma skylduverk sín. Pétur, Jakob og Jóhannes, sem fengið höfðu lykla ríkisins, urðu eftirmenn kirkju Krists. En. eftir dauða postulanna varð fráhvarf. Prestdæmisvaldið glataðist og and- legt myrkur og glundroði varð um allan heim. Margar kirkjur spruttu upp og túlkuðu þær ritningar og framkvæmdu helgiathafnir sam- kvæmt eigin skilning og án guðlegs valds. I margar aldir grúfði myrkur yfír jörðinni. Þær kirkjur, sem stofnaðar voru á tímum hins mikla fráhvarfs, höfðu ekki prestdæmið. Afleiðingin varð sú, að þær gátu ekki tekið á móti leiðbeiningum frá Guði eða framkvæmt fyrirmæli sáluhjálpar. Eins og Jesaja sagði, þá höfðu þeir brotið lögin, bijálað boðorðunum og rofíð sáttmálann eilífa (Jesaja 24:5). Páll postuli sá fráhvarfið fyrir (II. Þessalonikubréf 2:1-3): „En að því er snertir komu drottins vors Jesú Krists og það, að vér söfnumst til hans, biðjum vér yður, bræður, að þér séuð ekki fljótir til að komast í uppnám eða láta hræða yður, hvorki af nokkrum anda né við orð eða bréf, sem væri það frá oss, eins og dagur drottins væri þegar fyrir höndum. Látið engan villa yður á nokkurn hátt. Því að ekki kemur dagurinn nema fráhvarfíð komi fyrst . . .“ Þegar Marteinn Luther var að stofnsetja lúthersku kirkjuna sagði hann eftirfarandi: „Fyrir mér vakir eigi annað en að siðbæta kirkjuna í samræmi við heilagar ritningar. Hin andlegu máttaröfl hafa ekki einungis orðið syndum spillt heldur algerlega eyðilögð. Hjá þeim er því eigi,annað að fínna en rangsnúna hugsun og vilja, sem er óvinur Guðs og andstæðingur. Ég segi í einföldum orðum að kristin trú er ekki lengur til meðal þeirra sem hefðu átt að varðveita hana.“ (Til- vitnun úr In Galat (1535) Weins IX, Luther and his times bls. 509). En Marteinn Luther hafði engin völd frá Guði til að stofnsetja kirkju hér á jörðu. Það var ekkert prest- dæmi Guðs starfandi á jörðinni á þeim tíma. Eru þá sumar kirkjur byggðar á fölskum forsendum? I I. Pétursbréfi (5:2-3) segir: „Verið hirðar þeirrar hjarðar, sem Guð hefur falið yður. Gætið hennar ekki af nauðung, heldur af fúsu geði, að Guðs vilja, ekki sakir vansæmi- legs ávinnings, heldur af áhuga.“ Vansæmilegs ávinnings? Hvað get- ur falist í þeirri merkingu. Flestir prestar fá borgað fyrir þjónustu þá er þeir veita, ekki aðeins það, held- ur verður fólk að borga persónulega fyrir skírnir, fermingu og fleira. Ég hef hvergi fundið í Biblíunni ritningargrein sem segir að það kosti peninga að komast inn í ríki Guðs. Sannir prestdæmishafar taka ekki greiðslur fyrir þjónustu sína. Það vekur furðu mína að menn séu sendir í háskóla til að læra fagn- aðarerindi Jesú Krists. Fagnaðarer- indið er ekki svo torskilið að fólk þurfi í háskóla til að læra það. Fagnaðarerindi Jesú Krists á að vera hveijum manni auðskilið, bæði bömum og fullorðnum. Kirkja Krists hlýtur að bera nafn hans en ekki þeirra manna sem stofnsetja tilteknar kirkjur. Hann er homsteinn kirkjunnar, kenndar em kenningar hans og sáttmálar. Páll postuli skrifaði til Kólossu- manna (1:16-19): „Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýni- lega, hásæti og herradómur, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum. Og hann er höfuð líkamans, kirkjunn- ar, hann sem er upphafíð, frum- burðurinn frá hinum dauðu. Þannig skyldi hann vera fremstur í öllu.“ Mig langar til að fá svar við einni spurningu. Af hveiju hefur þjóð- kirkjan og aðrar kirkjur fellt ur eitt boðorð af boðorðunum 10? Ég var að lesa boðorðin 10 í bók einni, sem kennd er í skólanum hér á landi. Ég rak upp stór augu þegar ég sá að þriðja boðorðið hefur verið fellt úr og tíunda boðorðinu skipt í tvennt. Boðorðið sem vantar er svo hljóðandi: Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér, engar myndir eftir því, sem er á himnum uppi o.s.frv. (Fimmta Mósebók 5:8-11). Þetta er eftir allt saman boð frá Guði, og ég er hissa á því að kirkja sem á að kenna fagnaðarerindið hefur fellt úr lög frá Guði. Hver prestur túlkar ritningarnar á sinn eigin hátt, í staðinn fyrir að kirkjan á að vera með einu og sömu kenn- ingarnar. Eru þá sumar kirkjur að leiða fólk afvega? Ég hef kynnt mér kirkjur og j fundið eina sem að kennir sömu kenningar, hvort heldur er á Is- landi, í Russlandi, Ameríku, Evrópu eða hvar sem er í heiminum. Það er Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. Með þeirri kirkju hef- ur prestdæmið verið endurreist á jörðinni, til þess að fólk á okkar tímum geti fengið leiðbeiningar frá Guði, eins og til forna. Við erum ekki síður mikilvæg en fólkið á tím- um Abrahams og Móses. Við eing- um rétt á og höfum leiðbeiningar frá Guði nú á okkar tímum. Hún er með hinn sanna boðskap Jesús Krists. Roger Williams, sem var prestur hjá ensku baptistakirkjunni á 17. öld, sagði: Engin kirkja á jarð- ríki er stofnsett á réttum grunni og enginn er sá maður, sem vald hefur til að framfylgja lögum kirkj- unnar. Á því mun engin breyting verða fyrr en hið æðsta höfuð kirkj- unnar sendir frá sér nýja postula, og ég vænti komu þeirra. (Pictures- que America bls. 502). Ég er þakklát að drottinn hefur sent okkur spámann og 12 postula til að leiða okkur á hinum síðari dögum. Margrét Annie Guðbergsdóttir, Stykkishólmi. Víkverji skrifar Fréttir og fréttaskýringar fjöl- miðla, sem byggjast einvörð ungu á heimildarmönnum, sem ekki koma fram undir fullu nafni eru vandmeðfamar. Sú aðferð við skrif eða gerð frétta og fréttaskýringa veitir óvönduðúm blaðamönnum tækifæri til að koma sínum eigin sjónarmiðum á framfæri undir því yfirskini, að um einhveijar ótil- greinar heimnildir sé að ræða. Vík- veiji minnist þess ekki, að dæmi um slíkt hafi komið upp hér á landi en slík tilvik hafa komið upp erlend- is. Hins vegar, og það er kjarni málsins í okkar fjölmiðlaumhverfí, skapar þessi aðferð hættu á, að fjöl- miðlar og einstakir blaðamenn eða frétfamenn séu notaðir til þess að koma á framfæri upplýsingum um eitthvað, sem sagt er að sé að ger- ast en er ekki að gerast. En fréttin eða fréttaskýringin getur haft þau áhrif, að það gerist! Allir fjölmiðlar hér nota þá að- ferð í fréttum og fréttaskýringum að byggja í sumum tilvikum á heim- ildarmönnum, sem ekki koma fram undir fullu nafni. Blaðamenn Morg- unblaðsins hafa kynnzt því, að sum- um heimildarmönnum er hægt að treysta og öðrum ekki. í nokkrum tilvikum hefur blaðinu orðið á að birta fréttir eða fréttaskýringar, sem taldar voru byggðar á traustum • heimildum en svo reyndist ekki . vera^ Eftir-slíka.reyndu..er.öUum. upplýsingum frá heimildarmönnum, sem blaðið hefur þá reynslu af, tek- ið með mikilli varúð. Þessar hugleiðingar eru settar á blað vegna fréttaskýringar, sem fréttastofa Stöðvar 2 flutti sl. föstudagskvöld um forystumál Sjálfstæðisflokksins. Þar var því haldið fram, án þess að geta nok- kurra heimilda, að svonefndir fram- ámenn í Sjálfstæðisflokknum legðu nú að Davíð Oddssyni að gefa kost á sér við formannskjör, hvað sem liði óskum Þorsteins Pálssonar um endurkjör. Nú er það auðvitað teygjanlegt hugtak, hveijir eru framámenn í flokki. Væntanlega eru það þó menn, sem gegna trún- aðarstöðum í fremstu forystusveit, svo sem þingmenn, fulltrúar í mið- stjórn eða aðrir, sem gegna ein- hveijum æðstu trúnaðarstöðum flokks. Með fyrirvara um, hversu teygj- anlegt þetta hugtak er, ætlar Vík- verji þó að leyfa sér að fullyrða, að innan Sjálfstæðisflokksins er engin skipulögð hreyfing fyrir því á þessari stundu, að breyting verði á forystu Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, sem haldinn verður í marzmánuði. Alvöru könn- . JUl á.. viðborfnm. æðst.n tri'mf ðpr- manna flokksins mundi áreiðanlega leiða í ljós ýmis konar gagnrýni á formennsku Þorsteins Pálssonar en jafnframt, að engin hreyfing væri fyrir því í þessum hópum að skipta beri um formann og jafnvel, að formaður Sjálfstæðisflokksins hafí fremur styrkt sig í sessi síðustu vikur og mánuði. Hitt er svo annað mál, að frétta- skýring af þessu tagi getur kallað fram einhver skoðanaskipti um málið, en þá er varla hsegt að halda því fram með nokkrum rök- um, að um fréttaskýringu hafí ver- ið að ræða, heidur miklu fremur, að hér hafi verið á ferðinni áróður fyrir breytingum á forystu Sjálf- stæðisflokksins. Er það hlutverk fréttastofu Stöðvar 2 að flytja slík- an áróður? Líklegasta skýringin á þessari fréttaskýringu er sú, að hér hafí verið á ferðinni óvandaðir heimild- armenn, sem vilji koma slíkri hreyf- ingu af stað, en hafí ekki fundið hljómgrunn innan flokksins fyrir því og að fréttastofan hafi dottið í þann pytt að taka þá heimildarmenn trúanlega. Að því leyti hefur Vík- veiji fyllstu samúð með fréttastof- unni. Traustari frágangur Takkfyr- ir okkur Til Velvakanda. Ég vildi fyrir hönd okkár hjóna koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Hótels Arkar í Hvera- gerði fyrir þjónustulipurð og eftir- minnilega dvöl sem við hjónin átt- um á hótelinu eina helgi nú í janú- ar. Við höfðum ákveðið að bregða út af vananum og skreppa eina helgi eitthvað okkur til hressingar og ætluðum fyrst til útlanda, en duttum svo niður á helgartilboð frá Hótel Örk, og ákváðum að skella okkur. í einu orði sagt var þjónustan frábær og aðstaða öll hin besta. Það er ánægjulegt að þurfa ekki að fara lengra en til Hveragerðis til að njóta góðrar helgar. Enn og aftur, hafið hjart- ans þakkir fyrir. Sigurður Þórðarson 6. leikvika - 9. feb. 1991 Röðin : XX1-111-212-21X HVER VANN ? 827.369- kr. 12 réttir: 0 raðir komu fram og fær hver: 0 - kr. 11 réttir: 14 raðir komu fram og fær hver: 14.771 - kr. 10 réttir: 144 raðir komu fram og fær hver: 1.436 - kr. Tvöfaldur pottur - um næstu helgi!! Til Velvakanda. Mér datt það í hug þegar sjón- varpsstöðvamar sýndu frá atburð- um í óveðrinu á dögunum og þak- plötur sáust fjúka af þökum eins og spil, hvort ekki mætti ganga betur frá þökum og festa plöturn- ar betur. Eftir óveðrið kom í ljós að lang flest þök hafa staðið sig vel og ekki gefið eftir hið minnsta. Til sveita hefur víða orðið mikið tjón og kemur þá upp hliðstæð spurning. Voru þau hús sem fuku nógu traustlega byggð? Ljóst er að gera verður miklar kröfur til bygginga hér á landi. Mikið tjón hefur orðið vegna þess að járnplöt- ur hafa fokið á glugga annarra húsa og bíla. Reyndar er það mik- ið lán að enginn mannskaði varð í þessu veðri eins mikið og gekk á þegar hvassast var. Sigurður Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin’loga á morgnana núna í skammdeginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. LONDON KR. 14.700 ÍVIKAKR. 14.700 2 VIKURKR. 15.800 3 VIKUR KR. 16.900 KALPMANNAHOFN KR. 15.800 Kostnaðarsom aukakilo I ÍVIKAKR. 15800 2VIKUR KR. 16.900 3 VIKUR KR. 17.700 '::i;i:::::::i^'i:::i:i;i:::;':';:i:::i:i:i:i:i:i:i^:i:i:;:i:::ií<$:^i:ÍN:i:ií::i:c:c:i:i<<íi^ii:i:SÍ:SÍíSÍ<í;i:A$;í:<íi<í:í<í:^íiiÝ;:AÍí::ÍÍ^SÍSjsí:^;ÍS>:<Í:^í:$i^:ÍSí:i^:;í::^^ Til Velvakanda. í þættinum „Hollusta og heil- brigt líferni" í umsjá Steinunnar Harðardóttur, var m.a. rætt við yfirlækninn á heilsuhælinu í Hveragerði, en þangað fer fólk nú í vaxandi mæli til þess að ná af sér aukakílóunum. í ljós kom í samtali við yfírlækn- inn, að meðferð megrunarsjúkl- inga er fólgin í fræðslu og fólk hvatt til þess að hreyfa sig sem mest, fara í sundlaugina, langar gönguferðir, þrekæfingar o.fl. Þegar fólk kemur að matarborði er því fijálst að borða það sem það vill, en matarbakki (megrun- arfæði) er til sýnis, til þess að minna á hvað borða skal ef árang- ur á að nást. Það kom hinsvegar ekki í ljós í þættinum hver árangurinn er þegar til lengri tíma er litið, hvað snertir þennan hóp. í matreiðslubók NLFÍ segir svo: „En hitt er staðreynd, að þegar hælisgestur, sem hefur náð af sér 5-10 kg, kemur aftur einu eða tveimur árum síðar, hefur hann oftast náð fyrri þyngd sinni og iðulega nokkrum kílógrömmum betur. Þetta er reglan. Og þetta er reynsla allra lækna, hérlendis og erlendis." Þegar litið er á þann kostnað sem þessi dvöl á heilsuKæli NLFI hefur í för með sér fyrir skatt- greiðendur, (ca. 95 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern einstakling) vaknar sú spuming hvort þetta fólk geti ekki greitt fyrir dvöl sína að fullu sjálft, eða stundað sund, göngur og líkamsrækt á sínum heimaslóðum og lagt það á sig að borða ögn minna. Málið horfir a.m.k. þannig við hjá þeim sem þurfa að spara við sig í mat til þess að ná endum saman og geta ekki leyft sér þann munað að taka sér frí frá störfum til þess að dvelja vikum og mánuð- um saman á þessu lúxushæli sem heilsuhæli NLFÍ er, þar sem dvöl- in er að mestu leyti kostuð af al- menningi. Það er mikið af lasburða eldra fólki sem óskar eftir að kom- ast þar að, en megrunarsjúkling- arnir sitja gjarnan fyrir. Skattgreiðandi BROTTFARARDAGAR maí 1.8.15.22.29. júní 5. 12. 19. 26. JÚIÍ3. 10.17.24.31. ágúst 7. 14. 21. 28. sept. 4. 11. 18. 25. LON KL. 1600 CPH KL. 800 Ofangreind ver6 eru afmælisveröin II maí 1. 8. 15. 22. 20. II á fíugkostna&i, fram og til baka. Sfðan bætast vi6 fjölbreyttir gistimögulcikar a& eigin vali, bílaleiga og margt fleira. íslenskt starfsfólk okkar f Kaupmannahöfn og London annast fyrirgreiöslu farþega í flugvöllum. Þeir sem missa af afmælissætunum geta bókað slg f Iciguflug á 12-16 % hærra gjaldi og samt komist miklu ódýrara yflr Atiandshaflð en almennt gerist. Lelguflug okkar, sem opið er öllum Islendingum, er sannkölluð kjarabót f anda þjóðarsáttar. Sætaframboð er takmarkað, svo nú gildir að nota þetta einstaka tækifæri strax, þvf afmælissætin okkar til útlanda eru ódýrari en flugfar til Egilsstaða. — PIMCFERÐIR w SOLRRFLUG Vesturgötu 12 - Sími 620066 og 15331 IVICTRON varaaflgjafinn tryggir að þú tapir ekki mikilvægum gögnum úr tölvunni þinni við rafmagnstruflanir. Við algjört raf- magnsleysi veitir VICTRON varaaflgjafinn svigrúm til að gera viðeigandi ráðstafanirj áður en skaðinn er skeður. • • AÐVORUN!! Rafmagnstruflanir geta valdið gagnatapi úr tölvum! Við eigum VICTRON varaaflgjafana á lager í stærðum frá 400 VA til 2000 VA og getum útvegað með skömmum fyrirvara aðrar stærðir upp í 45 KW. Fullkomin viðhalds- og varahlutaþjónusta. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. Umboðsmenn um land allt. MTCKNIVAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.