Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991 JKwjjpmltfafeifr Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjamason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Island og Litháen Þegar leið að lokum fyrri heimsstyrj aldarinnar, 1914-1918, fengu hugmyndir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þjóðarbrota ríkari hljóm- grunn í álfunni. Sú frjálsræðis- alda, sem þá reis, færði ýmsum þjóðum fullveldi, þar á meðal Eystrasaltsþjóðunum þremur og íslendingum. Snemma árs 1918 samþykkti þingið í Lithá- en lög um sjálfstæði landsins; lýsti yfir endurreisn sjálfstæðs lýðræðisríkis. Raunar rekur sjálfstætt Litháen rætur aftur á miðja 13. öld, er fyrsti kon- ungur Litháens tók við veld- iskrúnu úr hendi Innósentíusar páfa IV. íslendingar viður- kenndu hið endurreista sjálf- stæði Litháens 21. janúar 1922 og hafa aldrei síðan breytt þeirri afstöðu. Við upphaf heimsstyrjaldar- innar síðari gerðu utanríkisráð- herrar Sovétríkjanna og Þýzka- lands (þriðja ríkisins), Molotov og Ribbentrop, svonefndan „griðasamning", sem leiddi til „innlimunar" Eystrasaltsríkj- anna í Sovétríkin. Síðan hafa Kremlverjar litið á þau sem sovézk ríki, jafnvel eftir að þing Sovétríkjanna lýsti fyrrnefndan „griðasáttmála" Hitlers og Stalíns ólöglegan og ógildan, 4. desember 1989. Frá lyktum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa Eystrasaltsþjóðirnar háð sjálfstæðisbaráttu, sem máski reis hæst í þjóðaratkvæði Lit- háa um eigið sjálfstæði. Það hefur vakið heimsathygli fyrir tvennt. í fyrsta lagi mjög sér- stæðar kringumstæður, sem m.a. mótast af yfirgangi sov- ézks hers í landinu, „áskorun" Kremlverja til Litháa um að sniðganga kosningarnar og síð- ast ekki sízt það, að flutningar fólks frá og til landsins á liðn- um áratugum valda því, að rúm 20% íbúa landsins nú eru Rúss- ar. í annan stað vegna mjög mikillar kosningaþáttöku, þrátt fyrir þessar aðstæður, og nær einróma niðurstöðu. í þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi árið 1944, annars vegar um niðurfellingu dansk-ís- lenzka sambandslagasamn- ingsins frá 1918 og hins vegar um stjórnarskrá lýðveldisins íslands, var kosningaþátttaka mjög mikil, eða um 98%. 97% þeirra, sem gengu að kjörborð- inu, samþykktu sambandsslitin og 95% samþykktu stjórnar- skrá lýðveldisins. Allar aðstæð- ur voru eins og bezt verður á kosið og kölluðu beinlínis á metkjörsókn og bá niðurstöðu sem raun varð á. Aðstæðurnar voru allt aðrar í Litháen nú en á íslandi árið 1944. Sovézkur her er í landinu, sem beitt hefur margs konar ofbeldi, og var til alls líklegur. Meir en tuttugu af hverjum hundrað kjósendum voru innfluttir Rússar. Kreml- verjar höfðu hvatt landsmenn til að sitja heima. En þrátt fyr- ir þessar kringumstæður kusu 84,5% kosningabærs fólks. Rúmlega 90 af hverjum 100, sem gengu að kjorborðinu, lýstu stuðningi við sjálfstætt Litháen. Vilji Litháa til sjálf- stæðis verður ekki dreginn í efa. Sama gildir augljóslega um vilja meirihluta hinna innfluttu Rússa. Miðað við allar aðstæð- ur er sigur sjálfstæðissinna í Litháen engu minni í þessu þjoðaratkvæði en sigur lýðveld- issinna í lýðveldiskosningunum hér á landi 1944. Tvennt hefur öðru fremur verið fært fram gegn sjálfræði Litháa. í fyrsta lagi Molotov- Ribbentrop-samningurinn 1939. Sú röksemd nær skammt, enda hefur sjálft sovézka þingið lýst hann ólög- legan og ógildan. í annan stað segja Kremlverjar að Vestur- lönd hafi með undirskrift loka- skjals Helsinkisáttmálans 1975 fallizt á tiltekna landamæra- helgi, sem feli í sér viðurkenn- ingu á innlimun Eystrasalts- ríkjanna. Sú staðhæfing stenzt heldur ekki. Gerald Ford, Bandaríkjaforseti, setti fram sérstakan fyrirvara, í þessu efni, varðandi Eystrasaltsríkin og ummæli Geirs Hallgríms- sonar, þáverandi forsætisráð- herra, við undirskrift Helsinki- sáttmálans, sem rifjuð voru upp hér í blaðinu sl. sunnudag, verða heldur ekki misskilin. Önnur Vesturlönd hafa og hafnað þessum skilningi Kremlverja. Utanríkisráðherra íslands hefur áréttað að mál Eystrasaltsríkjanna séu arfur seinni heimsstyrjaldarinnar með sama hætti og skipting þýzku ríkjanna, sem nú hafa sameinast á ný. Grundvallar- reglan er að innrás og hernám myndi aldrei rétt einnar þjóðar til afskipta af annarri. Af þessum sökum ber að fagna því að íslenzkir þing- flokkar bera gæfu til að ná saman um einróma íslenzka afstöðu, þar sem ítrekuð er fyrri viðurkenning á sjálfstæðu Litháen og ákvörðun tekin um eðlilegt stjórnmálasamband milli ríkjanna. Fokin tré í Múlakoti. Múlakot í Fljótshlíð: Tæplega aldargömul tré rifnuðu upp með rótum Hvolsvelli. í ÓVEÐRINU á dögunum rifn- aði hátt á annan tug trjáa upp með rótum í Múlakoti í Fljótshlíð. Sum þessi tré eru yfir 90 ára gömul. Árið 1897 gróðursetti Guðbjörg Þorleifsdóttir húsfreyja í Múlakoti margar trjáplöntur framan við bæinn. Þessi garður var rómaður fyrir fegurð og var þetta upphafið að trjárækt í sveitum landsins. Um áraraðir var gisti- og veitinga- sala í Múlakoti. Þá var setið úti og drukkið kaffi. Garðurinn var þá gjarnan skreyttur með mislitum ljósaperum að erlendum sið. Það er sorglegt að sjá gamla garðinn eftir óveðrið. Stór og virðuleg tré liggja á hliðinni og önnur hafa skekkst. Þá fauk hjólhýsi sem staðsett var upp við klettana rétt austan við lundinn í Múlakoti. Það hefur fokið eina 100 metra yfir tún, girð- ingu og veg. Það er ekkert eftir af hjólhýsinu annað en dekkin og gólfið. Annað hefur dreifst um túnin og fokið inn í lundinn. Brak- ið úr hjólhýsinu og innihald þess er útum allt. Pottar, könnur, inn- réttingar og fleira, allt malað mélinu smærra. Þá vafðist önnur hlið hússins utan um nokkrar asp- Myndin sýnir brak úr hjólhýsinu. ir í lundinum. Árni Guðmundsson í Múlakoti sagðist giska á að hjól- hýsið hafi farið í mörg þúsund parta. Það verður mikið verk fyrir eigendurna að hreinsa þetta allt upp. I Múlakoti er flugvöllur og flug- skýli. Þar fauk stöng með vind- poka. Að sögn flugmálastjórnar Morgunblaðið/Steinunn 0. Kolbeinsdóttir eiga þessir pokar alls ekki að geta fokið. Árni sá hinsvegar stöngina takast á loft og fara í um 10 metra hæð áður en hún lagðist niður. Árna fannst ótrúlegt hvað mörg tré rifnuðu upp. Hann sagði að jafnvel tré sem voru í bestu skjóli hefðu einnig rifnað upp. - S.O.K. Dráttarbáturinn Orion til heimahafnar eftir tveggja mánaða útiveru DRÁTTARBÁTURINN Orion II kom til Reykjavíkur á sunnudags- kvöld eftir rúmlega tveggja mánaða ferð til Englands. Orion II, sem er í eigu Köfunarstöðvarinnar hf., fór til Englands í lok nóv- ember til að sækja gröfu- og hífingarprammann Dag II, sem er 893 tonn að stærð. Áhöfn Orions II beið í tæpa tvo mánuði í Englandi eftir að óveður, sem varið hefur á Englandi sl. mánuð, gengi yfír. Orion II fór til Englands til að sækja Dag II sem er gröfu- og hífingarprammi og kemur í stað Dags I, sem sökk á Faxaflóa í október í fyrra. Ferðin til íslands gekk án meiri- háttar áfalla, ef undan er skilið þegar Orion II fékk tóg í aðra skrúfuna við Vestmannaeyjar. Veður á leiðinni var mjög risjótt, en miklu var kostað til að tryggja fullt öryggi í ferðinni. Dráttarbún- aður var óvenju sterkbyggður og var dráttartaug í báðum skipum. Krani um borð prammanum og annar búnaður var soðinn fastur við dekkið, en íslenskir járniðnað- armenn fóru til Englands fyrri jól til að vinna það verk. Dagur II mun á næstunni fara í að ljúka dýpkunarverki fyrir Reykjavíkurhöfn við Vogabakka. Dagur II í Reykjavíkurhöfn í gæi L|f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.