Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.02.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991 39 barnaskólanum vildu heimsækja í frímínútum í von um að fá sæt- indi. Ég fékk líka að heyra um langömmu mína, Lucindu Hansen, sem alltaf var að elda og baka og halda kaffiboð. Einnig sagði amma mér frá ömmu sinni, Maríu Bern- höft, og mörgu öðru góðu fólki, og . skemmtilegum atvikum sem hún minntist frá Reykjavík og Stokks- eyri, en þar var fjölskyldan oft á sumrin. Þegar amma sagði mér frá liðn- um tíma einkenndist frásögn henn- ar af þvi sem gott var, til dæmis fannst henni að börnin hefðu aldrei verið óþekk og veðrið alltaf gott. Ég hef nú grun um að þannig hafi það nú ekki verið þá frekar en nú, en einmitt þetta viðhorf var svo einkennandi fyrir ömmu. Hún leit alltaf á björtu hliðarnar. Góður guð blessi minningu ömmu og veiti elsku afa styrk og blessun. Dagný Heiðdal Með fáeinum orðum langar mig að kveðja elsku ömmu mína, Maríu Heiðdal, þar sem ég er fjarstödd og get ekki verið við jarðarför henn- ar. Helst vil ég minnast ömmu fyrir h'ýju og það skjól sem ég ávallt naut hjá henni. Eg vil þakka fyrir þær mörgu skemmtilegu samveru- stundir sem við áttum í einrúmi jafnt sem fjölmenni. Hún var ein- staklega félagslynd og alltaf var stutt í hláturinn hjá henni. Eg vil votta afa mínum samúð mína. Megi Guð blessa minningu hennar. Hildur Góð, glæsileg og göfug kona, ein af máttarstólpum Kvenfélags Nes- kirkju, er látin. Við félagssystur hennar viljum með þakklátum og hrærðum huga fylgja henni úr hlaði með nokkrum fátæklegum orðum og hjartans þökk fyrir samveruna þau ár, sem við áttum samleið. Manni vefst tunga um tönn, þegar góð og göfug kona hverfur úr hópn- um. Hún var hvorki orðmörg né hávær — en hún var — hún brosti og það var hlustað á það sem hún hafði að segja. Hún var ein af þessum hljóðlátu konum, sem vilja hjálpa, en láta ekki bera mikið á sér. Hún var í mörg ár ritari félags- ins og fórst það ákaflega vel úr hendi, eins og allt annað sem hún gerði. Henni þótti vænt um kirkjuna sína, og hún og eiginmaður henn- ar, Vilhjálmur Heiðdal, létu sig ekki vanta, þau voru alltaf á sínum stað, bæði við guðsþjónustur í kirkjunni og í safnaðarheimilinu við margs- konar tækifæri. Það verður eyðilegt að sjá autt sætið hennar, en ein- hvern veginn finnst méreins og hún sé þar, sem ósýnilegur engill við hlið hans. Ég veit að hann og börnin eiga dýrmætustu minningarnar, eins og líka eðlilegt er — en við kvenfélags- konur eigum líka um hana góðar og hugljúfar minningar, sem enginn skuggi fellur á, þær eru sveipaðar hlýju og sólfagurri birtu. Það er dýrmætt að eiga fagrar minningar, þær ylja örugglega, ekki hvað síst, þegar fer að halla undan fæti. Það er auðlegð sem enginn getur tekið frá manni. Manni þykir vænt um samferðafólk, sem vinnur með manni að góðu og göfgandi starfi. Fólk almennt ætti að leggja rækt við slíka væntumþykju, það er ekki of mikið af- henni í heimin- um. I hvert sinn er við sjáum á bak einhverjum, sem okkur þykir vænt um, eykst skilningur okkar á nauð- syn elskunnar. „Elskið hvert annað, eins og ég hef elskað yður". Ef gefin er elska, hlýja af heilum hug, og einskis krafist, þá kemur hún aftur í einhverri mynd, einhvers staðar frá. María Heiðdal gaf frá sér hlýju, hún ljómaði beinlínis frá henni til allra hennar vina og samferða- manna. Blessun Drottins fylgi henni með þökk fyrir samfylgdina. Við vottum eiginmanni hennar og öllum ástvin- um dýpstu samúð, og biðjum um blessun og styrk þeim til handa. Hjartans kveðjur frá Kvenfélagi Neskirkju, Hrefna Tynes Föstudaginn 1. febrúar lést á heimili sínu í Reykjavík María Hjálmtýsdóttir Heiðdal. María var fædd í Reykjavík, elst í stórum barnahópi hjónanna Lucinde Han- sen og Hjálmtýs Sigurðssonar, sem lengst af bjuggu á Sólvallagötu 33 hér í borg. í fjölskyldufagnaði að- eins viku áður en hún lést sat hún með sitt milda bros og hæga fas á meðal okkar. En stutt er milli hlát- urs og gráts, gleði og sorgar, lífs og dauða. Okkur duldist ekki þetta ánægjulega kvöld að kveðjustundin væri nærri og okkur býður í grun að hún hafí sjálf verið meðvituð um það. María var falleg kona, hæglát, stillt og brosmild, sannkölluð dama. Hún giftist glæsilegum ungum manni, Vilhjálmi Heiðdal, og höfum við heyrt að fallegra par var vart fundið á götum Reykjavíkur í þá daga. Þau eignuðust fimm börn, Jóhönnu, Maríu, Hilmar, Önnu og BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Hjálmtý. Þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu og um hægðist á þeirra stóra heimili fór hún að taka þátt í hinum ýmsu félagsstörfum, aðal- lega í Kvenfélagi Neskirkju þar sem hún starfaði af lífi og sál um langa hríð, enda var hún mikil félagsvera, kát og hress og hafði áhuga á mannlífinu. Hún var frændrækin mjög og kunni að segja skemmtilegar sögur af ættingjum og vinum fjölskyld- unnar sem okkur frænkunum þótti gaman að heyra. Fyrir nokkrum árum var stofnað innan fjölskyldu okkar frænkufélag, sem hefur það hlutverk að styrkja samkennd allra kynslóða innan hennar með því að hittast við hin ýmsu tækifæri, og varðveita þau fjölskyldubönd sem bundin voru á heimili afa og ömmu. María var aldursforseti félags okkar og hún átti hugmyndina að nafni þess sem er frænkufélagið Túlla Hansen en það var gælunafn ömmu okkar Lucinde þegar hún var ung. Við vitum að henni þótti vænt um þetta félag og að tilgangur þess er mjög í hennar anda, þ.e. að láta sig varða meðbræður sína á tímum hraða og streitu. Ekki þarf að fjölyrða um það, hvað hún var eiginmanni sínum og börnum, og síðar tengda- og barna- börnum, kona með svo Ijúfa og fal- lega sál hlýtur alltaf að vera góð og blíð eiginkona og móðir. Söknuð- urinn er sár, og skarðið stórt sem hún lætur eftir sig. Kæri Villi, börn og fjölskyldan 611, megi minningin um brosið henn- ar milda og fasið hennar hæga lýsa ykkur fram á veginn og gefa ykkur styrk á sorgarstund. Jarðvíst elsku- legrar frænku okkar er lokið, við kveðjum hana með virðingu og þökk. F.h. frænkuf él. Túllu Hansen, Erna María Ludvigsdóttir. t Faðir okkar, ÓLAFUR DANÍELSSON, Sólbakka, Víðidal, lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga laugardaginn 9. febrúar. Börnin. t Ástkœr faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KARL BJARNASON, Blómvallagötu 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Bjarnveig Karlsdóttir, Sigurbjörn Eldon Logason, Karl Rúnar Sigurbjörnsson, Eybjörg Einarsdóttir, Tryggvi Jakobsson, Telma og Teresa Tryggvadætur. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLAJÓNSDÓTTIR, Smáraf löt 37, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfé- lagið. ÞorvaldurÓ. Karlsson, Karl Þorvaldsson, Elín Inga Garðarsdóttir, Ólöf Þorvaldsdóttir, Unnar Órn Stefánsson, Þorvaldur Ó. Karlsson, Valgerður R. Karlsdóttir, Heiðrún R. Unnarsdóttir. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN H. GÍSLADÓTTIR, Bústaðavegi 67, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Stefán Sigurdórsson, Finnbogi Sævar Guðmundsson, Sigrfður Sigurþórsdóttir, Svavar Stefánsson, Sigurdór Stef ánsson, Jón Á. Stefánsson, Helga Stefánsdóttir, Dagrún Sigurðardóttir, Guðný Steinþórsdóttir, Sigrún Högnadóttir, Sveinn Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Utför HAUKS MATTHÍASSONAR verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. febrúar 1991 kl. 10.30. Vandamenn. t Eiginmaður mirin, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR MAGNÚSSON, Laufskógum 32, síðasttil heimilis íÁsi, Hveragerði, lést í Sjúkarhúsi Suðurlands föstudaginn 8. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Brynhildur Baldvins. t Kær systir og vinkona, s SIGRÍÐUR JÖRGENSDÓTTIR KJERÚLF sjúkraliði, lést á heimili sínu, Samtúni 18, Reykjavík, föstudaginn 8. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eiríkur J. Kjerúlf, Jóhanna Kjerúlf, Droplaug Kjerúlf, Una Kjerúlf, Hrönn Jónsdóttir. Jón Kjerúlf, Herdís Kjerúlf, Hulda Johansen, Regína Kjerúlf, t Jarðarför mannsins míns og föður okkar, VIGGÓS K. Ó. JÓHANNESSONAR f rá Jóf riðarstöðum, Hlíðardal I, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Görðum, Garðahverfi. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minn- ast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Rebekka Isaksdóttir, Bjarney K. Viggósdóttir, ísak Þ. Viggósson, Jóhannes Viggósson, Málfríður O. Viggósdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og stjúpfaðir, PÉTUR J. JÓHANNSSON frá Skógarkoti, Þingvallasveit, Nýbýlavegi 104, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afbeðnir, en þeir, sem vilja minn- ast hins látna, eru beðnir um að láta Landgræðslusjóð ríkisins njóta þess. Guðrún M. Sæmundsdóttir, Þröstur Pétursson, Drífa Björg Marinósdóttir, Ægir Pétursson, Brynhildur Pétursdóttir, barnabörn og stjúpdætur. t Ástkæreiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR f rá Bíldudal, Háengi4, Selfossi, sem lést aðfaranótt 5. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 13. febrúar 15.00. Kristján Ásgeirsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Guðmundur Þ. Ásgeirsson, Ríkharður Kristjánsson, Björk Kristjánsdóttir, Víðir Kristjánsson, Sigurleifur Kristjánsson, Ida Sveinsdóttir, Diðrik Ólafsson, Aðalbjörg Helgadóttir, Þórunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir sendum viðröllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður, ömmu, langömmu okkar og systur, ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR, Glérórgötu 1, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Vilberg Alexandersson, Jónína Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Matthíasson, Axel Guðmundsson, Guðbjorg Tómasdóttir, Jón Oddgeir Guðmundsson, bamabörn, barnabarnabarn og Karólína Jónsdóttir. """"*'**'*"""* -~-i-------f'inti i rrnn.....mim.....u(««

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.